Dagur - 16.08.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 16.08.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 16. ágúst 1989 - DAGUR - 5 Örn Pálsson: Úr fflabeinsturai með útsýnispalli „Stjórn Landssambands smábáta- eigenda andvíg lækkun á grá- sleppuhrognum niður fyrir lág- marksverð." „Stjórn L.S. telur að ekki komi til greina að fella burtu lágmarksverð á grásleppu- hrognum." Ekki er hægt að skilja annað á framanrituðum tilvitnun- um, sem birtust í grein í dagblað- inu Degi þann 11. ágúst sl. undir fyrirsögninni „Engu líkara en að þeir séu í eins konar fílabeins- turni“, en að stjórn Landssam- bands smábátaeiganda hafi í engu hvikað frá þeirri verð- ákvörðun sem samþykkt var 8. febrúar sl. En í tillögum stjórnar- innar kemur annað á daginn. Hvers vegna greinarhöfundur dagblaðsins Dags skýrir ekki les- endum sínum frá allri samþykkt- inni er mér hulin ráðgáta. Hann virðist leggja sig í líma við að slíta alla samþykktina úr sam- hengi og minnast á hluti sem lítið koma lágmarksverði grásleppu- hrogna á þessu ári við. Ég ætla því að fara í hlutverk blaðamannsins og greina frá þeim hluta ályktunarinnar sem fjallar um lágmarksverð á grá- sleppuhrognum. Þar segir: „Stjórn L.S. telur að verðlækkun eða frjáls verðlagn- ing sé ekki tímabær. Komi fram möguleiki á sölu á umtalsverðu magni verður að skoða slíkt með jákvæðum hætti.“ Og í öðru lagi: „Stjórn L.S. leggur til að á næstunni verði kallaðir saman þeir aðilar sem selt hafa hrogn úr landi á þessari vertíð til frekari viðræðna um sölumál. Fari svo að um verð- lækkun verði að ræða fá þeir aðil- ar, sem keypt hafa, forkaupsrétt á óseldum hrognum." Að ofanrituðu er það því rangt að halda því fram að í engu hafi verið hvikað frá áður samþykktu lágmarksverði. Undirritaður telur að hér á landi séu nú a.rn.k. 4.000 tunnur af söltuðum grásleppuhrognum óseldar. Fullreynt er að þær verði tæpast seldar á 1.100 DM eins og ráðgert hafði verið. í framhaldi af því ákvað stjórnin að kveða skýrt á urn - þótt stjórnin teldi að verðlækkun eða frjáls verðlagn- ing væri ekki tímabær - hvernig bregðast ætti við verðlækkun ef hún kæmi upp. Viðbrögðin væru fólgin í því að binda sig við sölu á umtalsverðu magni, því þegar nýtt verð er ákveðið verður það leiðandi og þá ekki einungis fyrir þær birgðir sem eftir eru í land- inu, heldur einnig fyrir næstu vertíð. Þá telur stjórn L.S. rétt að gefa þeim aðilum, sem keypt hafa grásleppuhrogn á áður útgefnu lágmarksviðmiðunar- verði, fyrstum tækifæri á að kaupa hrogn á lægra verði. Ann- ars yrði komið aftan að þeim; þeir gætu ekki lengur treyst á verðlagningu á grásleppuhrogn- um frá íslandi. Málið er því ekki svo einfalt í sniðunt að við losum okkur við umframveiði þessa árs til Péturs eða Páls á stórlækkuðu verði og hefjum svo vertíð á næsta ári full- ir bjartsýni um að ekkert hafi gerst á markaðinum vegna slíkra axarskafta. Pað er ábyrgðarhluti að selja verðlækkunarfyrirtækjum hrogn, aðilum sem reynt hafa í áraraðir að komast inn á hinn þrönga markað með því að selja fram- leiðslu sína á stórlækkuðu verði. Sem betur fer hefur þessum fyrir- tækjum ekki tekist að ná í þær birgðir sem til þarf svo aðstaða skapist fyrir þau til að komast inn á markaðinn. Það verður að teijast lán grá- sleppuveiðimanna hér á íslandi að tekist hefur að afstýra verð- sveiflum á neytendamarkaðin- um. Kavíar kaupir efnamikið fólk þ.e.a.s. dýr vara erlendis er ávísun á gæðavöru í takmörkuðu framboði. Vara sem hinn almenni borgari neitar sér um. Oft hef ég þó spurt mig. „Því ekki að lækka verðið og fara inn á þann markað?" Ekki hefur staðið á svörum frá sérfræðing- um, og eru þau flest á eftirfarandi hátt: 1. Engin trygging er fyrir meiri sölu. 2. Þar er harðari samkeppni þ.e.a.s. mun fleiri vörutegundir berjast um hillupláss á þeim markaði. 3. Lægra verð frá framleið- anda leiðir til verri afkomu sem um leið veltir upp þeirri spurn- ingu: „Er hagur í að framleiða kavíar úr grásleppuhrognum lengur?“ 4. Hefur í för með sér nýja auglýsingaherferð og kynningar- átak sem höfðar til þessa neyt- endahops. Tæmandi skrif verða ekki sett fram hér, en eitt vil ég segja við þá grásleppusjómenn sem enn hafa ekki getaö selt framleiðslu þessarar vertíðar: Allt verður gert til þess að losna við allan pakkann í einu og á sem hæstu verði. Reynt verður eftir bestu getu að vinna hratt og taka ekki ákvarðanir sem geta skaðað hagsmuni okkar, í náinni framtíð. Orn Pálsson. Höfundur cr framkvæmdastjóri Landssam- barids smábátacigcnda. MARKAÐNUM 16. ÁGÚST 1989 FRETTIR: VERÐBÓLGA OG ÓVERÐTRYGGÐ KJÖR Hækkun lánskjaravísitölu milli júlí og ágúst mældist 8,3% miðað við heilt ár. Hækkun vísitölunnar frá 1. ágúst 1988 til 1. ágúst 1989 er 15,3%. Verðbólguhraði miðað við lánskjara- vísitölu er þannig að minnka nú sem stendur. í framhaldi af því má búast við hækkun raunvaxta á óverðtryggðum bréfum, s.s. Einingabréfum 3. Sölugengi verðbréfa þann 1 6. ágúst. Einingabréf 1 4.1 04,- Einingabréf 2 2.270,- Einingabréf 3 2.688,- Lífeyrisbréf 2.063,- Skammtímabréf 1 ,409 MmmMÍ+A(jJPÞii\JG NORÐURLANDS HF Ráðhustorgi 1 • Akureyri • Sími 96-24700 Höfðingleg gjöf ffl FSA „Hjúkrunardeildinni Sel við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri hefur borist myndarleg gjöf frá velunnara, sem ekki vill láta nafns síns getið. Þessi gjöf er að fjárhæð 250 þúsund krónur og er gefanda færðarbestu þakkir fyrir hana.“ OKUM EINS OG MENN' Aktu eins og þú vilt að aorir aki! || UMFERÐAR MURRAY reiðhjól fyrir alla fjölskylduna Glæsilegt úrval reiðhjóla fyrir alla fjölskylduna. Metsöluhjólið í ár er Murray Fjallahjólið“ á frábæru verði: Kr. 18.400 Leiruvegi • Veganesti Tryggvabraut Utsalan hefst í dag SÍMI (96)21400 Mikill afsláttur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.