Dagur - 16.08.1989, Side 4

Dagur - 16.08.1989, Side 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 16. ágúst 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Skoðanakannanir og þingkosningar Þá hefur enn ein skoðanakönnunin gefið til kynna að núverandi ríkisstjórn njóti ekki mikill- ar hylli meðal almennings. Samkvæmt skoðana- könnun Skáís og Stöðvar 2, sem gerð var í byrj- un þessa mánaðar, eru sjö af hverjum tíu þeirra sem tóku afstöðu andvígir ríkisstjórninni. Sam- kvæmt sömu skoðanakönnun vill meirihluti aðspurðra samt sem áður bíða með kosningar þar til kjörtímabilinu lýkur. Þessar niðurstöður koma á engan hátt á óvart. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur staðið fyrir ýmsum óvinsælum en nauð- synlegum ráðstöfunum það sem af er kjörtíma- bilinu. Hún tók við mjög erfiðu búi frá ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar og það lá alltaf ljóst fyrir að sá vandi sem sú ríkisstjórn hljóp frá, yrði ekki leystur í einu vetfangi. Núverandi ríkisstjórn er enn að glíma við að tryggja undirstöðuatvinnu- greinunum viðunandi rekstrargrundvöll. Hún er enn að finna leiðir til að lækka gífurlegan fjár- magnskostnað fyrirtækja, sem fyrst og fremst er tilkominn vegna rangrar efnahagsstjórnunar í tíð fyrri ríkisstjórnar. Sú ríkisstjórn setti hags- muni fjármagnseigenda ofar öllu öðru. Atvinnu- lífið er enn að súpa seyðið af því. Ótrúlegur fjöldi gjaldþrota undanfarin tvö ár er og verður minnisvarði um efnahagsstefnu ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar. Og þótt kjós- endur keppist við að lýsa óánægju sinni með núverandi ríkisstjórn í hverri skoðanakönnun- inni á fætur annarri, vita þeir sem er að engri ríkisstjórn, hvernig svo sem hún hefði verið samsett, hefði tekist að leysa á skömmum tíma þann vanda sem við blasti. Þess vegna vill meirihlutinn gefa ríkisstjórninni ráðrúm út kjör- tímabilið til að koma þjóðarskútunni á réttan kjöl á ný. Eitt atriði er þó vert að hafa í huga þegar rætt er um skoðanakannanir. Þær eru ágætar svo langt sem þær ná. Sumir fjölmiðlar hafa hins vegar ríka tilhneigingu til að leggja að jöfnu niðurstöður skoðanakannana og úrslit þing- kosninga. Slíkt er auðvitað frekleg lítilsvirðing við þingræðið. Skoðanakannanir breyta engu um kjörfylgi í þingræðislegum kosningum og eiga ekki að hafa áhrif á lengd kjörtímabils. Svo enn sé vísað til skoðanakönnunar Skáís má t.d. vel vera rétt að Borgaraflokkurinn sé búinn að glata öllu því fylgi sem hann fékk í síðustu kosn- ingum. Það getur einnig verið rétt að Sjálfstæð- isflokkurinn eigi meira fylgi að fagna nú en áður. Úr því fæst ekki skorið fyrr en í næstu alþingis- kosningum. Þangað til verða menn að sýna bið- lund og hætta að rugla saman kosningum og skoðanakönnunum. BB. Sex þúsund Við íslendingar höfum lengst af verið svo heppnir að hafa nóg að gera. Við höfum viljað trúa að það yrði um ókominn tíma. En nú hefur orðið nokkur breyting á. Atvinnufyrirtæki eiga lítið fjármagn. Kostnaður við að fá fé að láni er meiri en framleiðslu- verðmæti standa undir eða borga. Hann hefur snúið nauð- synlegum og eðlilegum hagnaði í andhverfu sína. Tíð gjaldþrot, sem eiga sér jafnvel stað í undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, sýna svo ekki verður um villst að atvinnurekstri eru ekki búin nauðsynleg skilyrði. Atvinnu- kreppan á íslandi bitnar fyrst á framleiðsluatvinnuvegunum og þar með landsbyggðinni. íslend- ingar geta ekki treyst því að atvinnustarfsemi haldist við af gömlum vana. Þeir verða að vaka yfir því sem er að gerast á hverj- um tíma og kunna að notfæra sér þau tækifæri sem boðist geta. Fyrr á þessum áratug fóru við- ræður fram um stóriðju í Eyja- firði. Forráðamenn kanadíska álfélagsins ALCAN höfðu auga- stað á íslandi því þeir töldu aðstæður til iðnrekstrar vera hag- stæðar auk þess að vera komnir inn fyrir veggi í Evrópu í við- skiptalegum skilningi. í þessum viðræðum var fjallað um fyrir- tæki sem veitt gæti 500 til 700 manns atvinnu á heilsárs grund- velli. Eins og kunnugt er varð ekkert úr þeim framkvæmdum. Ástæður þess voru einkum tvær. Annars vegar lækkaði heims- ntarkaðsverð á áli verulega og framleiðslufyrirtæki héldu að sér höndum með nýjar fjárfestingar um stund. Hins vegar brutust út mikil mótmæli í Eyjafirði gegn þessu fyrirhugaða atvinnufyrir- tæki. Þessi mótmæli komu fyrst og fremst frá fámennum en hávaðasömum hópi fólks sem flest hafði komið sér vel fyrir í störfum hjá hinu opinbera og þurfti því sjálft ekki að hafa áhyggjur af eigin afkomu. Þetta fólk bar við rnengun þótt vitað væri að stóriðja yrði aldrei reist á íslandi án fullkomins hreinsibúnaðar og mengunar- hætta því hverfandi. Haldið var frarn að vinnusíaður af þeirri stærðargráðu sem um var rætt orsakaði óheppilega röskun á mannlífi á sama tíma og fólks- fjölgun var komin niður í þriðj- ung af landsmeðaltali, atvinnulíf farið að dragast santan og iðnað- armenn og fleira fólk að flytjast búferlum til Suðvesturlands. Þeg- ar fauk í þessi skjól andstæðinga stóriðjunnar reyndu þeir að telja hana óverjandi vegna eignar útlendinga. Flestum ætti að vera Ijóst að íslendingar eiga ekki möguleika á að byggja sjálfir atvinnufyrirtæki á sviði stóriðju án þess að greiða stofnkostnað með erlendu lánsfé. Þeim sem enn halda í þá hugmynd að íslenska ríkið verði að eiga meiri- hluta í öllum slíkum rekstri þykja skuldir okkar við önnur lönd ekki en vera nægilega miklar. Nýjar hugmyndir um stóriðju Hugsanlegur sjávarafli íslendinga á næstu árum gæti verið í kring- um 1.700.000 tonn á ári. Ekk- ert bendir til að um meiri aukn- ingu verði að ræða. Þrátt fyrir verðsveiflur og breytilegar mark- aðsaðstæður getum við reiknað verðmæti þessa afla út með nokk- urri nákvæmni. Því getum við gert okkur grein fyrir væntanleg- um tekjum af sjávarútveginum á komandi árum. En við getum ekki búist við að auka magn eða verðmæti sjávarafla að neinu ráði í framtíðinni. Eina leiðin til að halda tekjum íslendinga í hlut- falli við fjölgun landsmanna eða auka þær er að efla aðrar útflutn- ingsgreinar. Þar kemur iðnaður og stóriðja til. Markaðsverð á áli hefur verið hátt að undanförnu. Álfram- leiðendur hafa hugleitt nýjar fjárfestingar. Viðræður hafa staðið yfir um stækkun álvers ÍSALS í Straumsvík. Þrátt fyrir það hafa erlendir iðnrekendur aldrei staðið í biðröðum til að byggja verksmiðjur hér úti í Atlantshafinu. Eftir könnun töldu forráðamenn ATLANTA hópsins ekki nægilega hægkvæmt íbúar að fjárfesta í álbræðslu á íslandi. Það hefur ætíð verið verkefni okkar að fá iðnfyrirtæki hingað með því að gera starfsumhverfi aðlaðandi. Veita ákveðna fyrir- greiðslu í formi orkusölu en fá atvinnutækifæri í staðinn. Að þessu verðum við að vinna af auknum krafti í framtíðinni. Norðlendingar fylgjast með Héraðsnefnd Eyjafjarðarsýslu samþykkti á síðastliðnu vori að skipa nefnd til viðræðna við ríkis- stjórn landsins um að leitað verði eftir því að fá stóriðjufyrirtæki til að ráðast í framkvæmdir í Eyjafirði. 1 greinargerð með til- lögu Héraðsnefndarinnar segir eftirfarandi. „Á síðustu árum hefur mikill samdráttur átt sér stað í landbún- aði og ekkert bendir til að breyt- ing verði á þeirri þróun. Ef fram fer sem horfir á þessi samdráttur enn eftir að aukast. Atvinnulíf við Eyjafjörð hefur byggst að miklu leyti á landbúnaði, úrvinnslu og sölu landbúnaðar- afurða og þjónustu við fram- leiðslu landbúnaðarafurða í sveitum. Vegna þess ástands hef- ur skapast mikil óvissa með atvinnulíf á Akureyri og Eyja- fjarðarsvæðinu. Ef nýir atvinnu- möguleikar koma ekki til er fyrir- sjáanlegt að fólksfækkun muni eiga sér stað. Af þeim ástæðum er nú mjög nauðsynlegt að huga að nýjum atvinnumöguleikum og uppbyggingu nýrra atvinnu- stofna. Bygging stóriðju í Eyja- firði er því mikilvægt mál fyrir atvinnulíf og byggðaþróun á svæðinu. Héraðsnefnd Eyjafjarð- ar telur nauðsynlegt að unnið verði að þessu máli nú þegar og að skipun nefndar til viðræðna við framkvæmdavaldið verði til þess að ráðamenn þjóðarinnar vinni að því að af byggingu stór- iðju í Eyjafirði geti orðið.“ Bæjarstjórn Akureyrar hefur leitað eftir samstarfi við Héraðs- nefnd Eyjafjarðarsýslu um þetta mál og bæjarstjórinn á Akureyri hefur ásamt fulltrúum Héraðs- nefndar og bæjarstjórna Dalvík- ur og Ólafsfjarðar haldið fund með iðnaðarráðherra í því sam- bandi. Frekari viðræður þessara aðila eru fyrirhugaðar á næst- unni. 6000 íbúar Ef reist yrði atvinnufyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu sem veitti 500 manns fasta vinnu við fram- leiðslustörf á heilsárs grundvélli má reikna með að fólki fjölgaði um 1700 manns af þeim sökum einum. Ef reiknað er með að hvert framleiðslustarf leiði af sér tvö og hálft starf við þjónustu, sem er varlega áætlað, þýðir það allt að 1200 atvinnutækifæri í við- bót þegar tímar líða. 1700 heils- ársverk geta þannig leitt af sér íbúafjölgun um allt að 6000 manns eða um 30%. Hefur Akureyri og Eyjafjarðarsvæðið, sem er og verður helsta mótvægi höfuðborgarsvæðisins, efni á að hafna slíkri uppbyggingu? Hefur íslenska byggðastefnan, sem að undanförnu hefur að hluta verið rekin með verkefnunt sem runnið hafa út í sandinn eins og loðdýra- ræktin og laxeldið virðist að ein- hverju leyti ætla að gera, efni á að hafna atvinnurekstri sem tek- ur milli fimm og sjö þúsund íbúa til sín? Því verður hver að svara fyrir sig en úrtöluraddir ber að skilja á þann hátt að þær vilji veg höfuðborgarinnar sem mestan gegn helsta mótvægi sínu á lands- byggðinni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.