Dagur - 22.08.1989, Síða 1

Dagur - 22.08.1989, Síða 1
LACOSTE Peysur • Bolir HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Aðfaranótt laugardags: Bflstuldur í Mývatnssveit Aðfaranótt laugardags var bíl stolið við bæ í Mývatnssveit. Um er að ræða hvíta Subaru- bifreið og er skáningarnúmer hennar S-538. Lögreglunni á Húsavík höfðu ekki borist neinar fregnir um hvar stolna bifreiðin var niðurkomin í gær. Skömmu eftir hádegi á fimmtu- dag voru tveir Austurríkismenn á ferð við Miklafell á Möðrudals- öræfum er annar þeirra féll af mótorhjóli sínu og fótbrotnaði. Sjúkrabíll frá Egilsstöðum fór á slysstað. SjúkraÖugvél sem ætl- aði að ná í manninn að Gríms- stöðum gat ekki lent þar en lenti á flugvellinum í Mývatnssveit. Þangað var sá slasaði fluttur og síðan flogið með hann á sjúkra- hús. IM Húnaþing: Ökufantur á ferð - mældist á 137 km hraða Lögreglan í Húnaþingi tók um 50 ökumenn um helgina með Kvíabekkur í Ólafsfirði: Heyvagn fauk á Subaru Bifreið af gerðinni Subaru skcinmdist umtalsvert á bæn- um Kvíabckk í Ólafsfirði sl. sunnudag þegar snörp vind- hviða feykti heyvagni um 10 metra á bifreiðina. Þá fauk hestakerra langa vegalengd í rokinu. Eins og Norðlendingar hafa ugglaust tekið eftir gekk á með snörpum suðaustan hviðum á sunnudag og náði vindhraði víða allt að 11-12 vindstigum. Þannig háttar til fyrir ofan Kvíabekk að sunnan strengurinn skall á fjalls- hlíðinni sem virðist hafa snúið vindinum í norðrið. Því tókst heyvagn Andrésar bónda Krist- jánssonar á loft og fauk um 10 metra í suður. Svo óheppilega vildi til að þar varð fyrir nýleg Subaru-bifreið sem fékk illilega að kenna á vagninum. Beislið skall með afli á toppinum og dældaði hann illa. Svo mikið hef- ur þetta högg verið að burðarbiti heyvagnsins brotnaði í sundur. óþh þungan bcnsínfót, þar af einn ölvaöan. Sá „glanni“ sem hraðast ók var mældur á 137 km hraða á þjóð- vegi nr. 1, hjá bænum Torfalæk. Eitthvað misskildi hann bending- ar lögreglunnar um að stöðva bílinn, því hann hélt rakleiðis áfram og ætlaði sér að stinga lag- anna verði af. Eltingarleiknum lauk ekki fyrr en á Blönduósi, þar sem lögreglan gómaði glann- ann og má hann búast við að sjá af ökuskírteini sínu fyrir athæfið. Að öðru leyti var helgin tíð- indalítil hjá lögreglumönnum í Húnaþingi, sem betur fer ekkert óhapp í umferðinni. Sömu sögu er að segja af kollegum þeirra austan Vatnsskarðsins, í Skaga- firði. -bjb MvihI: KL Landhremsun á grunni stórhýsis Hún stóð ekki lengi fyrir Bröyt- gröfunni byggingin númer 97 við Hafnarstræti, betur þekkt sem bókabúðin Huld. Grafan réðst til atlögu við húsið á laug- ardaginn og eftir skamma stund var þar ekki annað en spýtna- hrúga. í gær var hafist handa við hreinsun braksins og er gert ráð fyrir að því Ijúki í dag. Á þessari eftirsóknarverðu lóð hyggst hlutafélagið Lind hf. byggja sex hæða verslunar- og skrifstofuhús. Það er raun- ar framkværndastjóri fyrirtækis- ins Pálmi Jónsson sem situr við stjórntækin í gröfunni við þetta verk, scm svo sannarlcga getur talist hin mesta landhreinsun. Að hreinsun lokinni verður haf- ist handa við að grafa fyrir hinu nýja stórhýsi og er gert ráð fyrir aö því Ijúki í vikunni. í næstu viku er svo búist viö því að byrj- að veröi að steypa undirstöður hins nýja húss. ET Niðurstaða fundar fulltrúa fimm kaupfélaga á Norðausturlandi í gær: Slátrað verðnr í haust í íjórum sláturhúsum í stað sex í fyrra - áfram unnið að hagræðingu í slátrun á svæðinu Á fundi fulltrúa fimm kaupfé- laga á Norðausturlandi í gær var ákveðið að vinna áfram saman að framtíðarskipulagi slátrunar á svæðinu og haust- slátrun á næstu vikum. Sam- þykkt var að hvert þeirra til- nefndi einn fulltrúa í vinnuhóp er annist þetta verkefni. Helstu niðurstöður fundarins í Fyrsta loðnan komin í þrær: 1200 tonn vegna veðurspár Fyrsta loðnan á þessari vertíð kom í hráefnisþrær Síldar- vcrksmiðju ríkisins á Siglu- firði. I fyrrinótt komu þar til hafnar fjögur skip, tvö fær- eysk, eitt norskt og loks fyrsta íslenska skipið sem hef- ur veiðar og það sem hefur langmestar veiðiheimildir allra, Hilmir SU. í gærmorg- un komu svo fyrstu skipin til löndunar hjá Krossanesverk- smiðjunni. Það var á föstudagskvöldið sem fyrsta loðnan veiddist á miðunum, um 120 mílur norður af Langanesi. Þar voru þá nokk- ur færeysk og norsk skip auk Hilnris hins íslenska scm fengið hefur úthlutað hvorki meira né minna en 29.300 tönna loðnu- kvóta. Loðnan veiddist fram á laugardag og var veiðin með ró- legra móti. Ástæöa þess að fær- eysku skipin lönduöu á Siglu- firði og í Krossanesi er sú aö veðurspá fyrir hafsvæðið milli ÍSlands og Færeyja var mjög slæm. Tvö færeysk skip, Norðborg og Krunborg, eitt norskt skip og loks Hilmir komu til hafnar á Siglufirði í fyrrinótt með sam- tals um 1300 tonn af loðnu. Þar af var Hilmir nteð tæp 100 tonn. Byrjað var að landa í gærmorg- un en vinnsla hefst í dag. Að sögn Þórðar Andersen verk- smiöjustjóra er mikil.áta í loön- unni og því mun hún renna fljótt í gegn. Ef allt gengur vel verður því búið að vinna þenn- an fyrsta skammt í kvöld. í Krossanesi áttu menn í ein- hverjum vandræðum með dælu sem dælir loðnunni úr skipun- uni og var unnið að viögerð í gær. Þar komu til hafnar tvö færeysk skip, Júpiter og Sjúröur Tollaksen samtals með um 400 tonn. Þar hefst vinnsla einnig í dag. Gert var ráð fyrir öllum skipunum á veiðar að nýju í gærkvöld, en ekki er vitað til þess að fleiri íslensk skip séu á leið á miðin. ET gær voru þær að í haust veröi slátrað í fjórum sláturhúsum í staö sex í fyrra, hjá Kaupfélagi Eyfirðinga Ákureyri, Kaupfélagi Þingeyinga, Kaupfélagi Langnes- inga og Kaupfélagi Vopnfirðinga Vopnafirði. Samþykkt var aö félögin fari sameiginlega í við- ræður við Landsbanka Islands urn afurðalánafyrirgreiðslu fyrir komandi sláturtíð með það í huga að tryggja hag framleið- enda. Þá var sameiginleg niður- staða að kaupfélögin hafi sam- vinnu um tilhögun á greiðslum til framleiðenda og hafi um það samráð við samtök bænda. Einnig var ákveðið að nú þegar verði teknar upp samningaviðræður við landbúnaðarráðuneytið um úreldingu sláturhúsa á svæðinu. Þá var að lokum samþykkt að félögin taki upp viðræður við bændur og samtök þeirra á Norð- austurlandi um framtíðarskipu- lag slátrunar á svæðinu. Þær við- ræður muni byggjast á þeirri vinnu sem unnið hefur verið að á vegum félaganna á síðustu mán- uðum með það að markmiði að á þessu ári finnist lausn fyrir svæð- ið allt sem byggist á virkari þátt- töku bænda bæði fjárhagslegri og félagslegri. Niðurstaöa þeirrar vinnu og ákvarðanir félaganna liggi fyrir um nk. áramót. Fram kom hjá fuhdarmönnum í gær að þeir telja að með fækkun sláturhúsa í haust úr 6 í 4 hafi vérið stigiö ákveðiö og mikilvægt sk'ref í hagræðingarátt í rekstri sauðfjársjátrunar og á þann hátt komið til móts við þau sjónarmið að í kjölfar samdráttar í frarn- leiðslu kindakjöts sé gripið til hagræðingar. Þá kom fram að mcnn eru sammála um að beita samtakamætti til að efla sem kostur er hagræðingu í rekstri og að þeim sláturhúsum sem verða í rekstri verði komið í það horf að þau standist allar kröfur um starfsaðstöðu. Þá vilja fulltrúar kaupfélag- anna fimrn vinna að því að arð- bærum rekstri á vinnslu innmatar og kjöts verði komið upp þar sem nauðsynlegar hagræðingaraðgerð- ir korna harðast niður á atvinnu- lífi. í því sambandi er horft til samþykktar á ársfundi Félags sláturleyfishafa sl. vor, þar sem samþykkt var að flytja vinnslu kjötvara út á land eftir því sem kostur er. óþh

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.