Dagur - 22.08.1989, Síða 3
fréttir
-
Sundlaug Sauðárkróks:
Gíftirleg aukning á aðsókn
- með tilkomu heitu pottanna
Heitu nuddpottarnir nýju við
Sundlaug Sauðárkróks hafa
laðað til sín fjölda manns i
sumar og aðsókn í laugina hef-
ur aldrei nokkurn tímann verið
meiri. Á fundi íþróttaráðs
Sauðárkróks fyrir skömmu var
lagt fram yfirlit um aðsókn í
sundlaugina fyrir þrjá mánuði,
maí, júní og júlí sl. Þar kemur
m.a. fram að í maímánuði var
aukning sundlaugargesta
139%, miðað við sama mánuð
1988.
Maímánuður sker sig alveg úr,
því aukningin er minni í júní, en
samt mjög mikil. Þá var hún
77%, miðað viö júní ’88. Svipuð
aukning varð í næsta mánuði,
eða 71%. Búast má við að aukn-
ingin verði á þessum nótum út
sumarið.
„Ég átti von á að pottarnir
yrðu vinsælir, en að aðsóknin
myndi aukast svona gífurlega,
því átti ég ekki von á. Þessar töl-
ur gleðja mann mjög mikið og
sanna þörfina sem orðin var fyrir
þessa þjónustu,“ sagði Snorri
Björn Sigurðsson, bæjarstjóri á
Sauðárkróki, í samtali við blaðið.
-bjb
Stéttarsamband bænda:
Boðar til aðal-
fimdar á Hvanneyri
Aðalfundur Stéttarsambands
bænda verður haldinn í húsa-
kynnum Bændaskólans á
Hvanneyri dagana 31. ágúst til
2. september nk. Fundurinn
hefst kl. 13.30 fimmtudaginn
31. ágúst og gert er ráð fyrir að
honum Ijúki kl. 18.00 laugar-
daginn 2. september.
Á fyrsta fundardegi flytur
Haukur Halldórsson skýrslu for-
manns Stéttarsambandsins og
Steingrímur J. Sigfússon, land-
búnaðarráðherra, og fleiri gestir
flytja ávörp. Þá verða kynntir
reikningar Stéttarsambandsins og
Bændahallarinnar.
Annar dagur þingsins fer að
inestu í nefndarstörf en um
kvöldið hefst afgreiðsla mála.
Þeim lið verður síðan fram haldið
laugardaginn 2. september og
fundarslit eru áætluð kl. 18.30
eins og áður segir. óþh
Iðnþróunarfélagið:
Steinþór
ráðinn tækni-
legur ráðgjafi
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar
hf. hefur ráðið Steinþór Ólafs-
son, rekstrartæknifræðing, í
starf tæknilegs ráðgjafa hjá
félaginu frá og með 1.
nóvember nk.
Steinþór Ólafsson er 29 ára
Akureyringur giftur Elínu Gauta-
dóttur.
Starfsmenn Iðnþróunarfélags-
ins verða þar með þrír auk ritara
í hálfu starfi.
30. þing S.U.S. á Sauðárkróki:
Davíð Stefánsson
kjörinn nýr formaður
Samband ungra sjálfstæðis-
manna hélt sitt 30. þing á
Sauðárkróki um helgina undir
yfirskriftinni „Aftur til fram-
tíðar“. Um 150 manns sóttu
þingið, sem haldið er á tveggja
ára fresti. Nýr formaður SUS
var kjörinn á þinginu Davíð
Stefánsson frá Akureyri.
Davíð tekur sæti Árna Sigfús-
sonar, borgarfulltrúa í Reykja-
vík. Davíð, sem er 25 ára, er
yngsti forinaöur SUS til þessa.
Það sem einkenndi þingið öðru
fremur var sú harða gagnrýni sem
kom fram á núverandi ríkisstjórn
og gaf varaformaður Sjálfstæðis-
flokksins, Friðrik Sophusson,
tóninn með ræðu sinni við þing-
setningu sl. föstudag í Bifröst.
Friðrik sagði að ríkisstjórnin væri
sú óvinsælasta frá því mælingar
hófust og væri búin að færa ís-
lendinga til fortíðar með aðgerð-
um sínum. Friðrik vék einnig að
málefnum Sjálfstæðisflokksins og
sagði m.a. að vaxandi fylgi
flokksins stafaði af óvinsældum
ríkisstjórnarinnar, fremur en vin-
sældum flokksins. Friðrik sagði
að flokkurinn hefði tapað áróð-
ursstríðinu fyrir síðustu kosning-
ar og yrði umbúðalaust að viður-
kenna að ekki hafi tekist að
marka skýra stefnu í ntikilvægum
málaflokkum, s.s. í landbúnaði
og sjávarútvegi. -bjb
Þriðjudagur 22. ágúst 1989 - DAGUR - 3
Dæmi um verð:
Lausfryst ýsufíök með roði í 5 kg. pakkningum 255..
Mataitrauð frosin 80 stykkið Samlokuskinka 940.
Sanitas maltöl Pepsi
Smjöriíki 78 stykkið 38 'A Itr. Sanitas pilsner 46 'h Itr. m 86 Pepsi 75
5 85 pr. kg Prif
Lambahamborg■ arahiyggui 575 132
Opið virka daga frá kl. 13.00 til 18.30
Opið á laugardögum frá kl. 10.00 til 14.00
KEA NETTÓ Höfðah/íð 1
mn