Dagur - 22.08.1989, Side 6
Bjarni V. Magnússon:
á?
"mMvr mnc&rw^&'T'X'■’* ; t
Hver lækkaði verðið á skreiðinni?
Hr. ritstjóri.
Að undanförnu hafa birst í blaði
yðar tvö viðtöl um skreiðarsölumál.
Hið fyrra við Hclga Jakobsson undir
fyrirsögninni „Peir eru að klekkja á
okkur". Hið síðara við Ottó Jakobs-
son og nefndist: „Flettir ofan af
vinnubrögðunum”. Helgi kenndi
sunnlendingum um allt að 10% verð-
lækkun á Italíuskreið. I seinna við-
talinu kvartaði Hilmar Daníelsson
yfir því, að undirritaður hefði lækkað
skreiðarverðin strax á mánudags-
morgun, sem að sjálfsögðu var alger-
lega rangt hjá honum en í fullu sam-
ræmi við allan hans málflutning. Þá
kom og í Degi ágætis svargrein við
þessum viðtölum frá Hannesi Hall,
framkvæmdastjóra Skreiðarsamlags-
ins. Þarsem hérerum mjögalvarlegt
mál að ræða er full þörf á því, að
framleiðendur fái raunsannar upplýs-
ingar um gang þessara mála og geti
þannig sjálfir vegið og metið stað-
reyndir þeirra.
Ekki er það ætlunin hér að svara
öllum þeim stóryrðum eða ásökun-
um, er fram komu í nefndum viðtöl-
um enda trúlegast að þessi viðtöl
hefðu aldrei átt sér stað, ef þeir
bræður hefðu verið betur kunnugir
öllum aðstæðum og þá fyrst og
fremst gerðum þeirra eigin sölu-
manna. í þessu sambandi er rétt að
geta þess, að Helgi Jakobsson mun
vera stjórnarformaður sölusamtaka
með aðsetur á Dalvík, er nefnast
Fiskmiðlun Norðurlands, en Hilmar
Daníelsson framkvæmdastjóri
þeirra.
Londonferðin
Litlar sögur fara af starfsemi þessarra
samtaka í markaðssetningu skreiðar,
fyrr en formaður þeirra og fram-
kvæmdastjóri ásamt Hallsteini
nokkrum Guðmundssyni, sem enn
starfaði hjá undirrituðum og hafði
fram til þessa, lýst ótrú sinni á þessu
brölti Dalvíkinga eins og hann kall-
aði það, skruppu til London á síðast-
liðnu vori og réðu þar umboðsmann
Skreiðarsamlagsins og Sambandsins í
Messina til þess að annast einnig fyrir
Fiskmiðlun Norðurlands allar sölur á
skreið til Italíu. Arangur þessarar
ferðar verður að teljast með eindæm-
um góður því að tilkynnt var um
byggðir Norðurlands að umboðs-
maðurinn hefði tryggt þeim sölur á
allri skreið Norðlendinga. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Hallsteini
var gerður skriflegur samningur við
umboðsmanninn um kaup á tíu
vögnum af skreið, þ.e. 3.000
pökkum. Hefði síðan verið lofað 10
vagna afskipun vikulega þangað til
öll skreiðin væri seld. Framleiðendur
Norðanlands fögnuðu þessum ár-
angri að sjálfsögðu og munu margir
hafa fylkt sér undir merki Fiskmiðl-
unar vegna þessarar glæsilegu
frannnistöðu. Hinum reyndari í
skreiðarsölumálum þótti það furðu-
legt og jafnvel ótrúlegt og hafði
aldrei gerst áður að ítalskir umboðs-
menn keyptu sjálfir mikið magn af
skreið og að slíkir samningar væru
gerðir í London að kaupendum for-
spurðum. Ennfremur þótti það
skrýtið, hvernig hægt væri að selja
svona mikið magn áður en verð
höfðu verið ákveðin og ekkert var
vitað um verðstefnu Norðmanna á
þeirra franrleiðslu, en í áratugi hafa
þeir verið mestu ráðandi um verð
skreiðar á Ítalíumarkaði. Ekki er vit-
að hvaða hvati var notaður í þessum
viðræðum til þess að ná slíkum
sölurn.
Ítalíuferð Hilmars
og Hallsteins
Er lítið barst frá umboðsmanninunt
af frekari skriflegum kaupsamning-
um var ákveðið að Fiskmiðlun sendi
aðra nefnd utan og í þetta sinn til
Italíu. I þess ferð völdust Hilmar
Daníelsson og Hallsteinn Guð-
mundsson, nýráðinn starfsmaður
Fiskmiðlunar og titlaður framleiðslu-
stjóri. Þá voru og með í förinni tveir
verkstjórar.
Um árangur þessarar ferðar frétt-
ist ekki mikið, fyrr en Hallsteinn
heimsótti fyrri atvinnurekendur sína
hinn 11. júlí s.l. og tilkynnti þeim, að
reynsla sú og þekking er hann hafði
öðlast hjá þeim hefði nú borið ríku-
legan ávöxt, því að í ferð sinni til
Ítalíu hefði honum tekist að selja 44
vagna af skreið, um 13.200 pakka, og
fengið vilyrði fyrir 13 vögnum eða
3.900 pökkum í viðbót. Sagði hann
að um hina 44 vagna hefðu verið
gerðir skriflegir samningar við ein-
staka kaupendur og lagöi sérstaka
áherslu á það að öll skjölin hefðu
verið stimpluð rneð innsiglum við-
komandi kaupenda. Til þess að gera
sögu sína enn trúlegri gaf hann upp
hversu marga vagna hver kaupandi
ætlaði að taka og hversu rnarga
vagna þeir hefðu geffð vilyrði fyrir.
Að vísu hefðu þeir orðið að lofa 5%
afslætti á skrciðina og rætt hefði ver-
ið um 10% afslátt á smærri skreiðina,
en því hefði verr hafnað eða ekki
gengið frá því endanlega.
Söluafrekið staðfest
Þar sem verð höfðu enn ekki verið
ákveðin þótti það nokkurri furðu
gegna að þessir aðilar væru farnir að
lofa verðlækkun og yfirleitt ræða
ákveöna verðafslætti. En ef til vill
var hér fundin ástæðan lyrir hinni
miklu söu. Mun þetta vera í fyrsta
skipti um áratuga skeið að verðlækk-
un á skreið til Italíu er samþykkt af
einum aðila og án heimildar frá
útflutningsyfirvöldum. Söluafrek
þetta var síðar staðfest af Hilmari
Daníelssyni, framkvæmdastjóra
Fiskmiðlunar, í viðtali við Morgun-
blaðið 15. júlí s.l. Taldi hann þar alla
skreið á vegum fyrirtækisins tryggi-
lega selda en að sjálfsögðu forðaðist
hann að nefna á hvaða verðum.
Fundur um
verðlagninguna
Hinn 17. júlí óskuðu Dalvíkingar eft-
ir fundi um verðlagningu skreiðar.
Þótti sumum slíkt næsta óþarft þar
sem búið væri að selja mikinn hluta
skreiðarbirgðanna og varla höfðu
þær veriö seldar án samkonrulags unr
verð. Stuttur fundur var þó haldinn
en ákvörðunum frestað til annars
fundar er þá var boðaður föstudag-
inn 21. júlí. Á þann fund mættu frá
Fiskmiðlun Norðurlands, Helgi Jak-
obsson, stjórnarformaður, Hilntar
Daníelsson, framkvæmdastjóri og
Flallsteinn Guömundsson, fram-
leiðslustjóri. Enginn þeirra hafði
áður fengist við skreiðarsölumál. Frá
Skreiðarsantlaginu voru Ólafur
Björnsson, stjórnarformaður og
Hannes Hall, framkvæmdastjóri, frá
Sambandinu var Ragnar Sigurjóns-
son, sölustjóri skreiðarafurða, frá
Sameinuðuin framleiðendum voru
Dr. Jakob Sigurðsson, stjórnarfor-
maður, Bjarni V. Magnússon, fram-
kvæmdastjóri og Árni Þór Bjarna-
son, sölustjóri. Allir síðarnefndir
aðilar voru með margra ára og jafn-
vel áratuga reynslu í skreiðarvið-
skiptum við Ítalíu og hafði þeim tek-
ist smátt og smátt að vinna stærri og
stærri skref af skreiðarmarkaðinum
þar, jafnframt því sem verð höfðu
verið hækkuð um allt að 100% í doll-
urum síðastliðin fimm ár. Miklar
umræður urðu á þessu fundi og
margs konar upplýsingar lagðar
fram.
Verðlækkun á
norskri skreið
Dalvíkingar töldu skreiðarfram-
leiðslu bæði Norðmanna og íslend-
inga mun minni en opinberar skýrsl-
ur gáfu til kynna. Þar að auki væri
norska skreiðin léleg og stór hluti
hennar færi aldrei inn á Ítalíumark-
að. Verðlækkanir hjá Norðmönnum
töldu þeir óverulegar og enga ástæðu
til þess að taka tillit til þeirra.
Fulltrúar annarra sölusamtaka
upplýstu, að samkvæmt bæði opin-
berum skýrslum, sem og fréttum frá
norskum útflytjendum væri þar
miklu meira magn af góðri skreið
heldur en Dalvíkingar töldu. Enn-
frernur var frá því skýrt að skreiðar-
kaupntenn á Ítalíu hefðu sent tvo af
sínum færustu skreiðarsérfræðingum
til Noregs til þess að skoða þar
skreiðina og kynna sér magn birgð-
anna og gæði. Niðurstaða þeirra
væri, að á Lofoten svæðinu væru á
milli 60 og 70 þúsund pakkar, mest af
því góð skreið. Á svæðinu fyrir norð-
an Lofoten gætu verið á milli 15 og
20 þúsund pakkar. Allt útlit væri því
á, að norska framlciðslan gæti annað
að mestu allri skreiðareftirspurn ítal-
íu og íslenska skreiðin væri umfram-
magn fyrir markaðinn. Þegar væri
búið að kaupa mikið magn af skreið
frá Noregi og verðin þaðan færu
stöðugt lækkandi. Á sumum flokk-
unum væri komin 25% verðlækkun
og reiknað með því, að þar yrði jafn-
vel ekki staðar numið. I fyrsta skipti
í mörg ár væri ekkert opinbert eða
samræmt verð á norsku skreiðinni og
framleiðendur í Lofoten virtust mjög
óöruggir og órólegir í verðákvörð-
unum sínum. Það lægi í loftinu að
reiknað væri með aukinni samkeppni
í sölum, er fram kæmi í september og
þá mætti reikna með frekari verð-
lækkunum.
Óraunverulegar skoðanir
fulltrúa Dalvíkinga
Ekki höfðu þessar eða svipaðar upp-
lýsingar né rök nein áhrif á afstöðu
Dalvfkinga. Óbreytt verð höfðu ver-
ið samþykkt á fundi framleiðenda á
Dalvík og engar betri upplýsingar
eða ný rök gátu þar nokkru um
breytt. Óneitanlega hvarflaði það að
undirrituðum, að líklega hefðu þeir
Hilmar og Hallsteinn gleymt að segja
þeim fundarmönnum frá því, að þeir
voru þegar búnir að samþykkja 5%
lækkun og ef til vill gefa undir fótinn
með meira samkvæmt áðurnefndum
upplýsingum frá Hallsteini.
Þar eð Fiskmiðlun Norðurlands
var búin að tilkynna það opinber-
lega, að hún væri þegar búin að
tryggja sölu á allri skreiðarfram-
leiðslunni (sbr. Mbl. 15. júlí sl.). Þá
var samþykkt tillaga Dalvíkinganna
um óbreytt verð. Ekki virtist Hilmar
Daníelsson alveg sáttur við þessa
niðurstöðu, því nú lýsti hann því yfir
að það væri hans persónulega skoðun
að réttara hefði verið að taka meira
tillit til aðstæðnanna á markaðinum
og verðlækkana Norðmanna. Ef til
vill hefur hann þá farið að ráma í þær
verðlækkanir, sem hann var þegar
búinn að samþykkja niður á Ítalíu í
júní.
Vægast sagt vakti það furðu flestra
fundarmanna, hvað fulltrúar Dalvík-
inga höfðu óraunverulegar skoðanir
á þeirri stöðu, sem skreiðarsölumálin
voru í, hversu lítinn skilning þeir
sýndu á því, hvaða áhrif allt of mikið
framboð hefði á lítt teygjanlegan og
mjög takmarkaðan markað eða
hvaða áhrif verulegrar verðlækkanir
stærsta framleiðandans, hefðu á sölu-
möguleika annarra.
„Engin skreið keypt
frá íslandi“
Strax, að verðákvörðunarfundinum
loknum, var haft samband við
umboðsmennina á Ítalíu og þeir
hröðuð sér að láta viðskiptavini sína
vita um þá verðstefnu er samþykkt
hafði veriö. Oft hafa viðbrögð kaup-
anda verið harkaleg, þegar um verð-
hækkanir hefur verið að ræða, en
aldrei eins og núna. Svör þeirra allra
voru þau sömu. „Á þessum verðum
verður engin skreið keypt frá Is-
landi“.
Augljóst var þegar á föstudag, að
hér stefndi allt í stórvandræði. Þó
vaknaði ein spurning, hvar voru allir
samningar Fiskmiðlunar Norður-
lands, ef allir kaupendur neituðu að
kaupa á þeim verðum, er fulltrúar
Fiskmiðlunar höfðu knúið fram?
Haft var eftir Hilmari Daníelssyni
þetta sama kvöld, að verðin yrðu
óhjákvæmilega að lækka.
Tekur enga stund að
eyðileggja markaðinn
Vegna þessa alvarlega ástands fór
undirritaður með fyrstu ferð til Ítalíu
og var kominn þangað á sunnudags-
kvöld. Strax á mánudagsmorgun var
haft símasamband við alla aðalkaup-
endur skreiðar frá íslandi. Viðbrögð
þeirra allra voru eins: „Við kaupum
ekkert frá íslandi á þessum verðum,
talið við okkur í lok ágúst eða byrjun
september, þegar við komum úr
sumarleyfunum og þegar Norðmenn
hafa lækkað sína skreið ennþá
meira". Spurðir um skriflega kaup-
samninga við hin nýju skreiðarsölu-
samtök, þá hlógu jöeir óg spurðu:
„Hverjir gera samninga um skreið, á
meðan verð og gæði eru óþekkt"?
Neituðu þeir hver og einn, að um
slíka samninga væri að ræða. Sögðu
þeir margir að það hefði verið ákaf-
lega óheppilegt og beinlínis skaðlegt
fyrir íslenska skreiðarsölu að fá þessi
nýju sölusamtök inn á markaðinn
núna, þegar framboðið væri allt of
mikið, verð öll óörugg og mikill óró-
leiki á markaðinum. Kváðu þeir við-
skiptin undanfarandi ár hafa gengið
vel, verðþróunin upp á við hefði ver-
ið markviss og heilbrigð og með
henni hefðum við smátt og smátt ver-
ið að vinna fyrir íslensku skreiðina
stærri og stærri hluta af ítalska
markaðinum. Öll deilumál hefðu
verið leyst og gagnkvæmt traust
skapað á milli framleiðslu- og
söluaðila annarsvegar og kaupenda
hinsvegar. Á þessum grunni hefði
verið hægt að tryggja mesta sölu og
hæstu verð á viðkvæmum markaði
eins og í dag. Hins vegar mætti búast
við því, að tilkoma hinna nýju
söluaðila yrði til þess, að allt að
helmingi minna magn fari inn á mark-
aðinn en ella. Væri þá verr farið en
heima setið hjá þeim Hilmari og
Hallsteini. En eins og Hannes Hall
sagði í áðurnefndri svargrein. „Það
tekur áratugi að byggja upp góðan
markað, en það tekur enga stund að
eyðiléggja hann.“
Leikið tveim skjöldum
Strax á mánudag voru þessar upplýs-
ingar sendar til íslands og þar með
sýnt fram á að forsendur fyrir verð-
lagningunni á föstudeginum höfðu
verið rangar og mjög svo villandi
staðhæfingar Dalvíkinganna.
Um hádegi fréttist svo til Ítalíu, að
þá um morguninn hefði Hallsteinn
hringt til hinna þriggja sölusamtaka
og óskað eftir samráði um verðlækk-
un. í því sambandi nefndi hann 7-8%
verðlækkun á allt magnið. Hvar voru
nú allir stóru samningarnir frá því í
júní?
Eftir hádegi voru nokkrir kaup-
endur heimsóttir en engar sölur
gerðar, þar eð engin ný verð höfðu
verið ákveðin. Það er því algjörlega
rangt hjá Hilmari Daníelssyni að
undirritaður hafi boðið lægri verð
eða verið byrjaður að selja á þeim
fyrr en þau höfðu verið samþykkt
heima. í þessum viðtölum og flestum
þeirra sem á eftir fylgdu alla vikuna
og í byrjun þeirrar næstu, kom fram
að Fiskmiðlun Norðurlands hafði
leikið tveim skjöldum. Annarsvegar
þóttist hún vera brióstvörn óbreyttra
verða heima á Islandi, hinsvegar
hafði hún lofað ítölskum kaupendum
eftirfarandi:
1. Að öll skreiðin yrði lækkuð um
að minnsta kosti 5%.
2. Að þeir skyldu gera allt, sem í
þeirra valdi stæði til þess að fá sam-
þykkta 10% verðlækkun á smærri
skreiðina.
3. Að sérstakur afsláttur yrði veitt-
ur á óselda smáskreið frá 1988.
4. Að 20% af andvirði skreiðar-
sölunnar yrðu lögð í sérstakan trygg-
ingar- og endurgreiðslusjóð, sem síð-
an yrði greitt úr, ef kvartanir um
léleg gæði bærust frá kaupendum.
Heföin gróflega brotin
Að vísu var Hallsteinn búinn að
segja okkur frá 5% afslættinum og
ýmjslegt annað máttu nrenn láta sér
detta í hug, þegar Hilmar fór opin-
berlega að státa sig af hinum miklu
sölurn. En engum gat dottið í hug, að
svona gróflega væri brotin sú hefð að
ræða aldrei um verð eða önnur við-
skiptakjör á Ítalíuskreið fyrr en sam-
eiginlega væri búið að fjalla um mál-
ið og útflutningsyfirvöld búin að
samþykkja bæði verðin og aðra sölu-
skilmála. Jafnframt öllum þessum
loforðum fullyrtu þeir Hilmar Qg
Hallsteinn að ekki yrði um neina
fjölgun að ræða hjá íslenskum
skreiðarútflytjendum við tilkomu
þeirra, þar eð þeir myndu yfirtaka öll
okkar skreiðarsambönd á íslandi og
við yrðurn ekki lengur til sem skreið-
arútflytjandi þar. Varla er hógværð-
inni fyrir að fara í þessum fullyrðing-
um. þar sern við fluttum út 70% af
öllu því skreiðarntagni, er fór til ítal-
íu 1988.
í þessu sambandi er rétt að benda
sérstaklega á það, að Skreiðarsam-
lagið, Sambandið og Fiskmiðlun
■Norðurlands hafa öll sama umboðs-
manninn og varla teldist það besta
iausnin á markaðsmálum á Ítalíu að
láta einn umboðsmann staðsettan í
Messína vera, því sem næst, einráð-
an í skreiðarsölum íslendinga á þeim
markaði. Líklega hafa þeir Hall-
steinn og Hilmar ekki hugsað þetta
mál til enda.
Hverjir ætluðu að
klekkja á hverjum?
í framhaldi af ofanskráðu er því
óhætt að spyrja Helga Jakobsson: -
Hverjir ætluðu að klekkja á
hverjum? - Einnig má taka undir orð
Ottós Jakobssonar að segja að: -
Ofan af slíkum vinnubrögðum verð-
ur að fletta. - Og í þriðja lagi má
spyrja Hilmar Daníelsson: - Var það
ekki hann og hans ntenn, sem fyrstir
lækkuðu skreiðina til Ítalíu og
hrundu þar með af stað verlækkunar-
aðgerðum Norðmanna? - Það er að
minnsta kosti skoðun sumra skreið-
arkaupenda á Ítalíu.
Ef til vill var það á þessum for-
sendum að þeir þóttust konta með
fullt fangið af kaupsamningum frá
Ítalíu í júní. Má og vera að með því
að fá samþykkt óbreytt vcrð hafi þeir
sjálfir ætlað að sitja að markaðinum
með sértilboðum sínum, en láta aðra
framleiðendur sitja uppi með frant-
leiðslu sína, að vísu á háum en um
leið óseljanlegum verðum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Bjarni V. Magnússon.
Höfundur cr frámkvæmdastjóri Sameinaðra
framleiðcnda.