Dagur - 22.08.1989, Page 16

Dagur - 22.08.1989, Page 16
Akureyri, þriðjudagur 22. ágúst 1989 „Óvenju mikið af ófleygum imgum“ - segir Hermann Brynjarsson gæsaskytta Gæsaveiðitímabilið hófst sl. sunnudag og eins og kom fram í Degi fyrir helgi er ástand gæs- anna fremur slæmt, mikið um ófleyga unga og gæs í sárum. Nokkrir héldu þó á veiðar á fyrsta degi til að kanna ástand- ið og var einn þeirra Hermann Brynjarsson. Hermann fór á veiðar í ná- grenni Akureyrar og sagðist hafa séð óvenju mikið af ófleygum ungurn en ekki hefði hann þó orðið var við gæs í sárum. „Eins og sannur sportveiðimaður lét maður ungana auðvitað eiga sig en við tókum nokkrarar gæsir sem voru vel á sig kornnar," sagði hann. Hermann sagði algengt að menn færu á veiðar fyrsta daginn til að „ná úr sér hrollinum" en þegar komið væri fram í sept- ember færu menn meira á stjá. „Ástandið er fljótt að lagast og þegar kemur fram í september ætti þaö að vera orðið gott. Gæs- in er líka miklu feitari seinna á haustin og laus við blóðfjaðrir." „Pað er líka verið að reyna að bæta veiöimenninguna og ég hef tekið eftir að menn hafa minnkað mikið að nota stóra riffla við veiðarnar og nota frekar hagla- byssur og skjóta gæsirnar á lofti sent er mesta sportið og eina rétta veiðiaðferðin," sagði Herntann. KR Þorvaldur hjá Nottingham Forest - var búinn að pakka þegar landsliðsnefndarmenn hringdu Þorvaldur Örlygsson knatt- spyrnumaður úr KA dvelur nú hjá enska stórliðinu Notting- ham Forest. Þorvaldur stund- ar æfingar hjá félaginu. Akureyri: Datt af biflijóli Nýliðin helgi var nánast slysa- laus á Akureyri, jafnt í umferð- inni sem annars staðar. Öku- maður bifhjóls meiddist lítil- lega þegar hann datt af hjóli sínu á sunnudaginn. Ökumaðurinn var að prófa hjólið á Óseyri þegar hann rann til og datt. Hjólið var óskráð og ótryggt og ökumaðurinn hjálm- laus. Hann slapp þó með minni- háttar meiðsl. í gær varð allharður árekstur á mótum Glerárgötu og Gránu- félagsgötu, þegar bíll ók í veg fyrir annan. Annar bíllinn kast- aðist á Ijósastaur og báðir skemmdust þeir talsvert. Engin meiðsli urðu á fólki. ET Eins og fram hefur komið í fréttum voru þeir Halldór Áskelsson og Þorvaldur Örlygs- son ekki valdir til þess að fara með landsliðinu í leikinn gegn Austuríkismönnum á morgun. Síðar kom fram að Þorvaldur hefði ekki gefið kost á sér þegar leitað var til hans en það er ekki nema hálfur sannleikur. Hið rétta er að þegar Þorvaldur var ekki með í þeim hópi sem fyrst var tilkynntur, ákvað hann að þiggja heimboð sem hann átti hjá enska fyrstudeildarfélaginu Nott- ingham Forest. Það var svo ekki fyrr en Þorvaldur var í þann ntund að leggja í þessa ferð að forráðamenn landsliðsins höfðu samband við hann og báðu hann um að fara með landsliðinu. Þessu hafnaði Þorvaldur enda vart við öðru að búast þegar landsliðsnefnd viðhefur slík vinnubrögð. Þorvaldur mun vera við æfing- ar hjá Forest fram á laugardag. Með honum í för er Stefán Gunnlaugsson formaður knatt- spyrnudeildar KA. ET Sauðárkrókur Húsavík 95-5960 96-41585 Að þekkja ekki sín takmörk Mynd: KL Því viröast engin takmörk sett hvað menn láta sér detta í hug þegar þeir þurfa að sýna og sanna sig og sinn bíl fyrir sjálfum sér eða öðrum. Þetta má með sanni segja um öku- manninn sem lögreglan hafði afskipti af í Leirutjörn á laug- ardagskvöldið. Um kvöldmatarleytið á laug- ardag barst lögreglunni tilkynn- ing um bíl sem væri í þann mund að aka yfir Leirutjörnina, frá Aðalstræti og austur að Drottningarbraut. Þegar lög- reglan kom á staðinn var bíllinn, jeppi með palli pi.kk- fastur við austurbakka tjarnar- innar og þurfti aðstoð til að komast upp. Svæði þetta virðist vera vin- sæll leikvöllur þeirra sem ekki þekkja sín takmörk því fyrir tveimur vikum sat pallbíll fastur á svipuðum stað. Sá var á leið vestur yfir en en náði ekki einu sinni að komast út í tjörnina áður en hann sat fastur. ^ Dýpkunarfélagið hf. á Siglufirði: Hefiir fest kaup á flóabátnum Baldri fyrír 8 milljónir króna - tilboð í Árvakur hefur verið ítrekað Dýpkunarfélagið hf. á Siglu- firði hefur fest kaup á flóabátnum Baldri og er ætlun- in að nota hann fyrst og fremst til að draga dýpkunarpramma fyrirtækisins milli staða. Dýpk- unarfélagið átti hæsta tilboðið í Baldur, um 8 milljónir króna. Að sögn Jóhannesar Lárusson- ar, framkvæmdastjóra, mun skipið verða til afhendingar ttjótlega upp úr áramótum en smíði nýrrar ferju fyrir strand- ferðir milli Stykkishólms, Flat- eyjar og Brjánslækjar, hefur seinkað nokkuð og því verður gamli Baldur áfram í ferðum a.m.k. fram að áramótum. Dýpkunarfélagið hefur lengi leitað að hentugu skipi til að draga dýpkunarpramma fyrir- tækisins. Á sínum tíma bauð það i Árvakur, sem er í eigu ríkis- sjóðs, og átti hæsta tilboðið í skipið, 7,2 milljónir króna. Áður Húkkarar á ferð í Hörgá með ljótt veiðarfæri: „Svona menn ættu hvergi að fá veiðileyfT LJm helgina dró Halldór Kristjánsson frá Akureyri svokallaðan pilk úr Bægisár- hyl í Hörgá. Pilkur er þrí- krækja sem notuð er á hand- færum hjá trillusjómönnum en vitað er að þeir veiðimenn sem stunda „húkkveiðar“ eru farnir að nota þetta veiðar- færi. „Þeir sent þetta nota ættu ekki að t'á veiðileyfi í nokkurri á. Þctta er hrein glæpa- mennska,“ sagði Halldór f sam- tali við blaðið. Halldór segir að 8. ágúst hafi komið mjög særð bleikja úr Bægisárhyl og þetta geti skýrt hvers vegna hún var þannig útlcikin. Krækjur svipaðar þessari hafa fundist víðar en í Hörgá. Full ástæða er því til að benda fólki á að sjáist veiðimenn með slíkt ber skilyrðislaust að lil- kynna það veiðivörðum. Á myndinni hér til hliðar sést pilkurinn og við hlið hans fluga nr. 10. Nærri má geta að veiö- arfæri sent þetta getur gert mik- inn óskunda í góðum hyl á borð við Bægisárhyl. Halldór sagðist vilja beina því til eiganda pilksins að hans mætti vitja í Teppaverslun Hall- dórs í Strandgötu. JÓH en taka átti afstöðu til tilboðsins hætti ríkissjóður við að selja. Jóhannes segir að þeir Dýpkun- arfélagsmenn hafi nýlega ítrekað tilboð í Árvakur og það standi þrátt fyrir að nú hafi verið fest kaup á flóabátnum Baldri. Sent fyrr segir er ætlunin að nota Baldur til að draga dýpkun- arpramma. Einnig segir Jóhannes koma til greina að nýta það sem fljótandi íbúðir fyrir starfsmenn, „Það á eftir að koma í ljós hvern- ig við nýtum það best. Við erunt með starfsmannaíbúðir um borð í öðru dýpkunarskipinu okkar en aftur á móti vantar okkur íbúðir fyrir starfsmenn á dæluprömm- um." Hann sagði skipið vera um margt hentugt fyrir Dýpkunarfé- lagið, stærð þess, 200 tonn, væri heppileg. Til stóð að afhenda skipið í júlí en því var frestað fram í sept- ember eða október og nú er sýnt að af því getur ekki orðið fyrr en um eða eftir áramót. Dýpkunarfélagið hefur staðið í ströngu að undanförnu. Dalvík- urhöfn var dýpkuð í sumar og síðan voru tól og tæki flutt í höfn- ina á L.-Árskógssandi. Þaðan lá leiðin til Akureyrar þar sem „krafsað" var upp úr nýju Fiskihöfninni. Nú eru dýpkunar- menn staddir á Siglufirði en það- an liggur leiðin vestur á Skaga- strönd og Bolungarvík. óþh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.