Dagur - 25.08.1989, Síða 2

Dagur - 25.08.1989, Síða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 25. ágúst 1989 fréffir Hvammstangahreppur: Hafiiargerðin er forgangsverkeftii Hafnarframkvæmdir eru efst á framkvæmdalista Hvamms- tangahrepps í sumar. Unnið er að uppsteypu viðlegukants á gamla hafnargarðinn. Qert er ráð fyrir að vinna fyrir um 10 milljónir króna og kemur 75% kostnaðar í hlut ríkisins og 25% á sveitarfélagið. Að sögn Þórðar Skúlasonar, sveitarstjóra, ganga þessar fram- kvæmdir mjög vel og samkvæmt áætlun. „Um er að ræða fyrsta áfanga í endurnýjun á hafnar- garðinum sem orðinn er mjög illa t'arinn. Þetta verkefni var orðið mjög brýnt,“ sagði Þórður. Af öðrum stórum verkefnum sveitarfélagsins nú má nefna við- byggingu grunnskólans, sem lok- ið verður við í haust. Þessi fram- kvæmd hefur verið í gangi undanfarin ár en nú er loks að sjá fyrir endann á henni. Kennslu- rými mun aukast með þessari við- byggingu og því verður rýntra um nemendur og kénnara næsta vet- ur en undanfarin ár. Með þeim áfanga sem lokið verður við í haust er einungis eftir að byggja yfir félagsstarf skólans og auk þess eru ógerðar breytingar á gamla skólahúsinu. Gatnagerð skipar veglegan sess á framkvæmdalista Hvamms- tangahrepps í sumar. Átak hefur Bæjarstjórn Egilsstaða: Samþykkir að leggja hlutafé í Loðmund Bæjarstjórn Egilsstaða hefur samþykkt að leggja allt að 250 þúsund krónur sem hlutafé í Loðmund hf, fóðurstöð fyrir loðdýr sem staðsett er á Egils- stöðum. Að sögn bæjarstjóra, Sigurðar Símonarsonar, má líta á hlutafjárkaupin sem viljayfir- lýsingu bæjarstjórnar um að reynt verði að halda uppi loð- dýrarækt á Héraði. Skilyrði fyrir hlutafjárkaupunum er að rekstrargrundvöllur stöðvar- innar verði tryggður. Loðmundur hf. hefur lent í erf- iðleikum, eins og fleiri fyrirtæki aem tengd eru loðdýraræktinni, og hefur fóðurstöðin fengið greiðslustöðvun. Bréf frá lög- fræðingi Loðmundar barst Egils- staðabæ og er þar óskað eftir að bærinn leggi fram hlutafé. Byggðastofnun hefur samþykkt að leggja fram hlutafé og veita þeim aðilum lán sem kaupa vilja hlut í Loðmundi. Fjallað hefur verið um málið í nokkrum sveit- arfélaganna fyrir austan og eru flest samþykk hlutafjárkaupum, með því skilyrði að komið verði á raunhæfum rekstargrundvelli fyr- ir fóðurstöðina. IM Álafoss Akureyri: verið gert í lagningu gangstétta og þá er búið að ganga frá hol- ræsaútrás, en hún var færð lengra út í sjóinn og með því móti leitast við að koma í veg fyrir mengun. Síðast en ekki síst skal það nefnt að á dögunum var hafist handa við byggingu fjögurra kaupleiguíbúða, sem komu í hlut Hvammstangahrepps við úthlut- un Húsnæðisstofnunar árið 1988. Byggt verður fjögurra íbúða hús og er stefnt að því. að því verði lokið að ári liðnu. Þórður segir að íbúðum verði ekki úthlutað á næstunni en víst sé að mikil eftirspurn verði eftir. þeim. óþh Sjórinn er lífæð Hvammstangabúa, og áhersla því lögð á að bæta hafnar- mannvirki. Þórður Skúlason, sveitarstjóri. NI55AIM Bílasýning Verður laugardaginn 26. ágúst og sunnudaginn 27. ágúst frá kl. 2-5 báða dagana í sýningarsal okkar. Einnicf verda bílarnir til sýnis alla daga næstu \riku. Hef náð frábærum samningum við ITlftfJ.'l NI55AN umboðið Býð nýja bíla árg. 989 með 3 ára ábyrgð á stórkostlegu verði Dæmi um greiðslukjör: 25% út og eftirstöðvar á 3 árum á vezijulegfum bankakjörum. AHT! Þetta eru aðeins örfáir bílar — því er best að koma sem fyrst. Tökum flesta notaða bíla uppí nýja. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. J Verið að vinna upp í Sovétsamninga Ullardeild Sambandsverk- smiðjanna á Akureyri eða Ála- löss eins og hún kallast nú hef- ur átt langt og gott samstarf við Sovétmenn. Samningar eru gerðir álega og er nú verið að Sveit vaskra knattspyrnu- manna úr Leiftri í Ólafsfirði hófst handa um hádegi í gær við að leggja hitalagnir í vænt- anlegan grasvöll Ólafsfirðinga og ætla knattspyrnumennirnir að ljúka verkinu fyrir helgi. Að sögn Þorsteins Björnsson- ar, bæjartæknifræðings í Ólafs- firði, er gert ráð fyrir að í fram- framleiða upp í þriðja skanimt á þessu ári. Kolbeinn Sigurbjörnsson hjá markaðsdeild Alafoss sagði verk- smiðjurnar hafa framleitt fyrir Sovétmenn í um 30 ár og vonandi haldinu verði hafist handa við að setja moldarlag yfir rörin og því næst verði völlurinn þökulagður. Samkvæmt áætlun um verkið á þökulögninni að verða lokið um miðjan septembermánuð og sagðist Þorsteinn vonast til að það tækist, þ.e. setji margfrægir veðurguðir ekki strik í reikning- inn. JÓH væri ekkert lát á því. Nýir samn- ingar væru gerðir á hverju ári sem væri skipt niður í fjórðunga og framleiðslunni dreift í tilteknu magni á hvern ársfjórðung í samráði við Sovétmenn. Það sem verið er að vinna hjá Álafossi núna er upp í samninga við sovéska samvinnusambandið og Raznov fyrir þriðja ársfjórð- ung og sagði Kolbeinn þá fram- leiðslu ganga vel og vera á réttu róli. ________KR Strandflutningar: Samningur í höfii í gær í gær var undirritaður í Reykja- vík samningur um aukna sam- vinnu Eimskipafélags íslands hf., Skipadeildar Sambandsins og Skipaútgerðar ríkisins í strandflutningum en undanfar- ið liafa staðið viðræður milli þessara aðila um þetta mál. Samkomulagið var undirritað af Steingrími J. Sigfússyni, Guðjóni B. Ólafssyni og Herði Sigurgestssyni. I samkomulaginu felst að unn- ið verði að gerð samnings milli þessara aðila til allt að 5 ára um samvinu í strandflutningum, með það að markmiði að auka hag- kvæmni þessara flutninga og draga úr kostnaði við þá. Jafn- framt er stefnt að því að þjónusta við staði utan Reykjavíkur verði ekki minni en verið hefur. Siglingakerfi verður tekið upp um næstu áramót og verður jafn- framt unnið að endurskipulagn- ingu á þjónustu í landi. JOH Hjá Álal'ossi er nú unnið að kappi við framleiðslu ullarvara fyrir kaupendur í Sovét. Grasvöllur í Ólafsfirði: Leifturslið í röralögn

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.