Dagur - 25.08.1989, Side 3

Dagur - 25.08.1989, Side 3
Föstudagur 25. ágúst 1989 - DAGUR - 3 fréttir Möl og Sandur: Steypusala 25% mímii aukning í flestum öðrum þáttum rekstursins Vegna þess hve seint ýmsar umfangsmiklar byggingarfram- kvæmdir á Akureyri hafa farið af stað, hefur verið minna að gera í steypusölu hjá Möl og Sandi í júlímánuði og það sem af er ágúst. Mjög mikið hefur hins vegar verið að gera í fram- leiðslu röra og hellna svo og jarðvegsvinnu ýmis konar, auk þess sem sala á steyptum gólf- bitum er meiri en nokkru sinni. Að sögn Hólmsteins Hólm- steinssonar framkvæmdastjóra hefur það komið á óvart hve rólegt hefur verið yfir steypusölu síðari hluta sumars. Salan var svipuð og í fyrra alveg út júní en síðan er um að ræða samdrátt miðað við fyrra ár, meiri en búist var við. Heildarsalan það sem af er árinu er 25-30% minni en á sama tíma í fyrra. Um síðustu mánaðamót var sálan rúmlega 4000 rúmmetrar á móti 5500 rúm- metrum á sama tíma í fyrra. Skýringuna á þessum sam- drætti segist Hólmsteinn telja að liggi í því að ýmis stór verkefni fara seint af stað og nefnir hann þar Verkmenntaskólann og fyrir- hugað stórhýsi að Hafnarstræti 97. Hólmsteinn segist hins vegar sjá fram á þokkalega mikla steypusölu eitthvað fram á haust- ið, án þess að takist að vinna upp muninn miðað við árið í fyrra. Mjög mikil sala hefur verið í hellum og rörum og er um tals- verða aukningu að ræða á báð- um sviðum miðað við árið í fyrra. Sömuleiðis hefur verið meira að gera í jarðvegsvinnu ýmis konar en í fyrra. Loks hefur verið gífur- lega mikið að gera í framleiðslu steyptra gólfbita og mikil verk- efni fyrirliggjandi. Aðallega er um að ræða framleiðslu fyrir bændur sem eru að byggja eða endurnýja fjós. Hólmsteinn segist vera þokka- lega bjartsýnn með veturinn, það sé að vísu rólegt framundan í ein- ingaframleiðslunni en aðal áherslan verði lögð á framleiðslu hellna og röra á lager. ET Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn mikið notuð: „Ég hef þijár vikur - hvað get ég gert?“ Aö sögn Þórunnar Harðardótt- ur starfsmanns Upplýsinga- miðstöðvar fyrir ferðamenn á Akureyri hefur verið gífurlega mikið að gera í sumar. Þórunn segist helst hafa orðið vör við þá breytingu í samsetningu ferðamanna að fleiri Norður- landabúar séu á ferð en áður. Upplýsingamiðstöðin er starf- rækt í húsnæði Umferðarmið- stöðvarinnar í Hafnarstræti. Mest er að gera þegar áætlanabíl- ar og aðrir langferðabílar eru á hlaðinu og að sögn Þórunnar er þjónusta þessi langmest notuð af erlendum ferðamönnum. Þó fær- ist það í vöxt að Islendingar leiti þar upplýsinga. „Það var alveg brjálað að gera hjá okkur í júlí,“ segir Þórunn en eins^og margoft liefur komið fram var fjöldi ferðamanna þá meiri en nokkru sinni. Að sögn Þórunnar er spurt um allt milli himins og jarðar á ís- landi, mikið um veðrið og gisti- staði, og í sumar hafi einnig verið óvenjulega mikið spurt um ástand fjallvega. í mörgum tilfell- um þarf nánast að gera ferðaáætl- un fyrir útlendingana og þá er kannski spurt: „Ég hef þrjár vikur, hvað get ég gert?“ Magnús Gauti Gautason: Kemur til greina að setja upp fleiri KEA-NETTÓ-verslanir Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri KEA, segir að vel komi til greina að setja upp einhverskonar NETTO-mat- vöruverslun víðar á félags- svæði Kaupfélagsins en á Akureyri. Hann segir að ákvörðun um það verði ekki tekin á næstunni, hún muni byggjast á reynslu af KEA- NETTÓ í Höfðahlíð 1 á Akur- eyri, sem opnuð var í vikunni. „Það hefur verið rætt að setja upp slíka verslun víðar en á Akureyri. Við höfum t.d. rætt um hvort þetta gæti verið hugsan- leg leið til að tókka vöruverð í smærri útibúum KEA út með firði, t.d. á Hauganesi og í Grímsey,“ sagði Magnús Gauti. Hann kvað NETTÓ-verslun hins vegar ekki mögulega í Svarfdæla- búð á Dalvík, enda væri hún al- hliða verslun með matvöru, byggingarvörur og búsáhöld. „Þetta er allt á athugunarstigi. Við munum fylgjast vel með Magnús Gauti Gautason kaup- félagsstjóri KEA. útkomu KEA-NETTÓ í Höfða- hlíðinni og taka ákvörðun síðar,“ sagði hann ennfremur. óþh Þórunn segist helst hafa orðið vör við þá breytingu á samsetn- ingu ferðamannastraumsins að meira sé um Norðurlandabúa en áður og einnig séu Frakkar meira áberandi. ET íbúðir aldraðra við Víðilund: Ellefu Mðir óseldar Enn eru ellefu íbúðir óseldar hjá Framkvæmdanefnd íbúða- bygginga fyrir aldraða við Víðilund. Seldar hafa verið 18 af 27 íbúðum í fjölbýlishúsi sem skilað verður fullfrágengn- um um miðjan júlí á næsta ári og tvær af fjórum íbúðuni í raðhúsi sem skilað verður í iok þessa árs eru sömuleiðis seldar. Lítil hreyfing hefur ver- ið í sölunni að undanförnu. Að sögn Magnúsar Garðars- sonar hefur sala verið hæg að undanförnu enda er mjög dýrt að kaupa nýtt húsnæði í dag. Tals- vert hefur verið rætt um það að íbúðirnar við Víðilund séu mun dýrari en sambærilegar íbúðir í Reykjavík en Magnús segist ekki geta fallist á það. Hann segist hafa skoðað tölur fyrir sex hús með íbúðum fyrir aldraða á Reykjavíkursvæðinu, og þar komi byggingarnar hér ágætlega út. Um er að ræða ársgamlar töl- ur um verð á fermetra og segir Magnús að fjölbýlishúsið við Víðilund sé með meðalverð. Mikið hefur verið talað um íbúð- ir við Sunnuhlíð í Reykjavík í þessum samanburði en þau hús segir Magnús ekki vera sambæri- leg húsunum hér. Níu íbúðir eru óseldar í fjöl- býlishúsinu nýja, af 27 sem til sölu eru. Verið er að steypa veggi á þriðju hæð en áætlað er að skila íbúðunum fullfrágengnum um miðjan júlí á næsta ári. Af fjór- um íbúðum í nýju raðhúsi eru tvær óseldar. Þær verða afhentar fokheldar í lok desember. ET Steypusala ininkar en rörasala eykst. HOTEL KEA Dansleikur laugardagskvöld 26. ágúst — ★ — HLJÓMSVEITIN GAUTAR heldur uppi stanslausu fjöri frá kl. 23.00-03.00. — ★ — Munið hinn sívinsæla kvöldverðarseðil. Hótel KEA Borðapantanir í síma 22200 J

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.