Dagur - 25.08.1989, Síða 6

Dagur - 25.08.1989, Síða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 25. ágúst 1989 spurning vikunnar Lætur þú vont veður fara í taugarnar á þér? Umdæmisþing Kiwanis- hreyfingariimar haldið á Akureyri - fulltrúar úr 42 klúbbum á landinu koma saman í bænum um helgina og Sinawikkonur einnig Leifur Tómasson: „Nei, svo sannarlega ekki. Mér er alveg sama hvernig veðriö er.“ Rafn Magnússon: „Nei, ég læt nú veðrið yfirleitt ekki fara í taugarnar á mér en þó var þetta að verða nokkuð þreytandi seinni partinn í vetur. Ég tel alveg öruggt að flestum líði betur þegar veðrið er gott en það borgar sig ekki að láta vont veöur fara í taugarnar á sér.“ Stefán Pálsson: „Stundum gerir maður það en þó yfirleitt ekki. Maður verður að reyna að vera í góðu skapi en þetta veltur líka svolítið á því hvað maður er að gera. Skap- inu verður maður að stjórna sjálfur en ekki láta veður né annað taka völdin." Sigfríður Þorsteinsdóttir: „Nei, það geri ég ekki. Er nokk- urt veður vont? Veðrið skiptir mig ekki svo miklu máli en eru ekki allir ánægðir ef veðrið er gott.“ Haraldur Sigurðsson: „Hvort ég láti vont veður fara í taugarnar á mér? Já, ég verð að viðurkenna það að það fer í taugarnar á mér þegar er ergi- legt veður og mér líður verr í þannig tíðarfari." Dagana 26.-27. ágúst heldur Kiwanishreyfíngin á íslandi 19. umdæmisþing sitt á Akureyri. Þingið verður sett í Akureyrar- kirkju föstudaginn 25. ágúst klukkan 21. AIIs mæta 42 klúbbar af landinu á þetta þing og er allt gistirými á Akureyri fullbókað þessa helgi. Þá mun landssamband Sinawikkvenna halda þing í Borgarbíói kl. 9.30 á laugardaginn. Þinghald Kiwanismanna verð- ur í Borgarbíói á laugardeginum og lýkur því með heilmiklu hófi í Iþróttahöllinni sama kvöld og hefst það kl. 19. Veislustjóri er Eiríkur Rósberg en þingfull- trúar og gestir munu flytja ávörp, boðið verður upp á skemmti- atriði og dansinn stiginn fram til kl. 3 um nóttina. I tengslum við umdæmisþingið yerður sett upp myndasýning í íþróttahöllinni sem sýnir þver- skurð af starfsemi Kiwanisklúbb- anna. Þessi sýning var opnuð í Kiwanishúsinu í Reykjavík í febrúar á þessu ári í tilefni af 25 ára afmæli hreyfingárinnar á ís- landi, 14. janúar 1989. Frá 25 ára afmælissýningu Kiwanis í Kiwanishúsinu í Reykjavík, en þessi sýning verður sett upp í íþróttahöllinni á Akureyri. Ljósm. Ásgeir B. Guölaugsson. Greifarnir með tvenna tónleika á Húsavík um helgina: „Flestum Reykvíkingum finnst norð- lenskan faUegri en sunnlenskan'' - spjallað við Kristján Viðar hljómborðsleikara Greifarnir frá Húsavík verða á Húsavík um helgina og leika fyrir alla aldursflokka bæjar- búa, á laugardagskvöld verður dansleikur í Félagsheimilinu og á sunnudag kl. 15 verða haldnir tónleikar fyrir börnin. Greifarnir eru; Kristján Viðar Haraldsson, Jón Ingi Valdi- marsson, Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sveinbjörn Grétarsson. Þeir eru allir frá Húsavík og hafa haldið hópinn og leikið saman í mörg ár, þó nám og störf kölluðu þá til höfuðborgarinnar fyrir nokkr- um árum. Kristján Viðar kom við á skrifstofu Dags nú í vik- unni og lenti þá í spurninga- flóði. Viljum við ekki vita ýmislegt um unga fólkið að norðan sem hefur gert það gott fyrir sunnan? - Er ekki væntanleg ný plata á næstunni? „Við eigum fullt af lögum og vorum búnir að vinna töluvert af þeim og ætluðum að gefa út plötu fyrir jólin. En þegar við fórum að skoða þessi lög nánar með útgef- andanum og fleirum fannst okkur þau ekki nógu góð, ákváðum að fresta plötunni um einhverja mánuði og semja enn þá betri lög þannig að platan yrði betri. Við lentum í því þegar við gáfum út hina stóru plötuna að það var mjög erfitt að vekja athygli á henni á jólamarkaðinum. Ætli nýja platan komi ekki út næsta vor.“ - Semja betri lög segir þú, eruð þið að verða kröfuharðari með árunum? „Ég býst við að tónlistin hafi eitthvað breyst, minna sé um húllum-hæ og meiri alvara inn á milli. Þetta sést kannski best á lögunum sem hafa verið að koma í sumar, þau eru heldur þyngri en lögin undanfarin sumur. Þó rná þetta létta ekki alveg gleymast.“ - Hvað hafa Greifarnir verið að gera í sumar? „Við höfum spilað allar helgar og erum búnir að vera alls staðar; á Vestfjörðum, Austfjörðum, Norðurlandi og Suðurlandi og hefur gengið þokkalega. Við erum mikið búnir að keyra og settum persónulegt met eina helgina þegar við keyrðum 1750 km. Það var hringurinn með útúrdúrum. Við erum komnir á nýja rútu, æðislega fína með öll- um græjum, video og ísskáp." - Fyrrverandi söngvari ykkar Felix Bergsson stundar nú nám í Skotlandi. Þið spjarið ykkur vel án hans, hvað eruð þið búnir að spila lengi saman? „Já, okkur virðist ekkert ganga verr þó Felix sé hættur. Það var 1984 sem við fengum Gunnar Hrafn að láni hjá annarri hljóm- sveit hér á Húsavík og við höfum ekki skilað honum enn. Þá hét hljómsveitin Spesial Treatment en fyrir þrem árum breyttum við um nafn.“ - Umræða um ríg milli lands- hluta hefur verið talsverð að undanförnu. Hvernig er að vera þekktur Húsvíkingur fyrir, sunnan? „Það skiptir kannski engu máli hvaðan maður er. Mér finnst persónulega skuggalegt hvað allt er á mikilli niðurleið úti á landi meðan allt virðist geta blómstrað í Reykjavík. Við höfum haldið okkur utan við pólitík þó ef til vill hafi mátt lesa eitthvað út úr sumum textunum okkar. Strax í byrjun vorum við stimplaðir sem svo léttir að fullt af fólki hélt því fram að það væri enginn boð- skapur í okkar textum, en þegar við fórum að tala við þetta fólk kom í Ijós að það hafði aldrei hlustað á neina texta frá okkur, þekkti ekki til þeirra og vissi ekk- ert um hvað það var að tala. Það er mjög algengt að fólk í Reykja- vík þekki ekkert landsbyggðina. Ég hef oft lent í rökræðum við fólk í Reykjavík sem er að tala um landsbyggðina, það veit greinilega ekkert um það sem það er að segja en hefur oft meiri völd og áhrif heldur en fólk utan af landi, því peningarnir og fjöl- miðlarnir eru í Reykjavík. Þegar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.