Dagur - 26.08.1989, Side 4

Dagur - 26.08.1989, Side 4
4 - DAGUR - Laugardagur 26. ágúst 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÖSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Ferðaþjónusta í flársvelti Ferðaþjónusta er vaxandi atvinnuvegur hér á landi. Þótt þessi atvinnugrein velti milljörðum króna ár hvert, hefur hún einhverra hluta vegna alltaf verið hornreka í kerfinu. Stjórnvöld hafa aldrei viðurkennt í verki að þjónusta við ferðamenn sé alvöru atvinnu- grein. Þetta viðhorf kemur greinilega fram í fjárveit- ingum til þeirra aðila sem annast skipulag þessarar atvinnugreinar. Þorleifur Þór Jónsson, ferðamálafulltrúi Iðnþróunar- félags Akureyrar, vekur athygli á þessu fjársvelti til yfirstjórnar ferðamála í viðtali í blaðinu í dag. Hann fullyrðir að stefnumörkun sé ekki fyrir hendi í ferða- málum hér á landi og skilningur stjórnvalda lítill. Orð- rétt segir Þorleifur Þór: „Ferðamálaráð er gelt, ferða- málasamtökin gagnslaus vegna fjárskorts og því lend- ir kostnaðurinn á sveitarfélögunum sem eru litlu betur sett." Að sögn Þorleifs er meginvandinn í íslenskri ferðaþjónustu sá að við ráðum ekki við þann fjölda sem kemur til landsins en aukningin hefur verið um 10% árlega um margra ára skeið. „Þetta hefur vaxið það mikið að ég tel þetta hreinustu geggjun. Árið 1970 komu um 52 þúsund ferðamenn til landsins. Árið 1980 voru þeir 66 þúsund en nú eru þeir orðnir um 130 þúsund. Við ráðum ekki við að veita öllum þessum fjölda þá þjónustu sem er nauðsynleg og æskileg. Ekki meðan Ferðamálaráð fær ekki meira fjármagn og ekki meðan svo lítill skilningur ríkir á undirbyggingunni," segir Þorleifur ennfremur í viðtalinu. Þessar ásakanir ferðamálafulltrúa Iðnþróunarfélags Akureyrar í garð Ferðamálaráðs og stjórnvalda eru vissulega alvarlegar. En því miður eru þær í veiga- mestu atriðum réttmætar. Það tómlæti sem stjórnvöld hafa sýnt ferðaþjónustunni í verki er bæði óskiljanlegt og óafsakanlegt. Samkvæmt lögum hefði Ferðamála- ráð átt að fá 100 milljónir króna til ráðstöfunar á þessu ári en fékk 28 milljónir. Ferðamálasamtök landshlut- anna, sex að tölu, fengu eina milljón til skiptanna. Þessir aðilar hafa því ekki fjárhagslegt bolmagn til nauðsynlegrar skipulagningar og framkvæmda. Kostnaður vegna ferðaþjónustu í hverjum landshluta lendir því að verulegu leyti á sveitarfélögunum á hverjum stað. Það er ekki við Ferðamálaráð að sakast í þessu efni. Ráðið hefur nýtt vel það fjármagn sem það hefur fengið, en býr sem fyrr segir við algert fjár- svelti. Sömu sögu er að segja af ferðamálasamtökum landshlutanna. Eitt besta dæmið um tómlætið gagnvart þessari ört vaxandi atvinnugrein er sú staðreynd að Eyjafjarð- arsvæðið er eina svæðið á landinu þar sem svo mikil áhersla er lögð á ferðamál að þar er ráðinn maður í fullt starf til að sinna þeim. Annars staðar hafa tíma- bundnar ráðningar eða ráðningar í hlutastarf verið látnar duga. Er ekki kominn tími til að leyfa ferðaþjón- ustunni að njóta sannmælis? Þessi atvinnugrein þarf ekki einungis á stórauknu fjármagni að halda, til að forðast algerar ógöngur. Hún þarfnast ekki síður skiln- ings og viðurkenningar fjárveitingarvaldsins, sem þarf að sýna það í verki að ferðaþjónusta sé metin að verðleikum. BB. kvikmyndarýni "jUmsjón: Jón Hjaltason Það var aldrci nein spurning um að þessi tvö, Kim Myers og James Wilder, myndu á endanum ná saman. þjóðgarðínum hvað henni mun í raun og veru hlotnast í hjónasænginni. En það er gott mannval í þjóðgarðinum og stúlkan lætur ekki sitt eftir liggja að kippa þessu í liðinn. Það er raunar eitt megin- einkenni þessarar myndar að leikstjórinn teflir í sífellu fram andstæðum. Þarna eru mjög vit- grannir gaurar og aðrir mun bet- ur gefnir, gamalt fólk og ungt, áhyggjulausir og áhyggjufullir, undirlægjur og hetjur, vondir menn og góðir. Höfuðáherslan er lögð á þetta síðasttalda and- hverfupar. Þjóðgarðurinn segir í raun tvær sögur, aðra af keppn- inni sjálfri og hina af unga manninum sem vill verja heim- kynni sín fyrir kaldsinnuðum stóriðjuhöldi. Báðir þessir kaflar byggja á baráttu hins hreina og góða við hið óhreina og illa. Vondu mennirnir eru verulega vondir og þeir góðu snyrta væng- ina af og til. En yfir öllu þessu svífur áhyggjuleysi bandaríska ung- lingsins, sem er að vísu svolítið eldri en íslenskir sálubræður hans, lífið er engin þrautaganga og sigurinn fellur hinum réttvísu í skaut. Og víst er um það að loka- niðurstaða Þjóðgarðsins hryggir engan bíófara þó vissulega megi á stundum efast um aðferðirnar, sem stúlkurnar þrjár velja, til að fá þessa niðurstöðu. Borgarbíó sýnir: Þjóðgaröurinn (State Park). Leikstjórinn: Kafal Zielinski. Höfundur handrits: Darrel Fetty. Helstu lcikendur: Kim Myers, Isabelle Mejias, James Wilder og Jennefer Inch. Entertainment 1987. Þjóðgarðurinn er garhanmynd um unglinga sem eyða nokkrum dögum úti í náttúrunni þar sem jarðargróðurinn blómgast um Ástir í leið og ástin. Þrjár vinkonur halda sem leið liggur í þjóðgarð nokkurn. Fyrir dyrum stendur einhverskonar þríþrautarmót. Há peningaverðlaun eru í boði, og ein stúlknanna, Kim Myers, ætlar sér að taka þátt og sigra. Foreldr- ar hennar eru nýlega orðnir gjaldþrota og því verður hún að vinna til verðlaunanna ef hún ætl- ar að láta draum sinn rætast um að komast í háskóla. Vinkonur hennar hvetja hana til dáða en önnur þeirra, Isabelle Mejias, er í þann veginn að giftast draunta- prinsinum. Gallinn er bara sá að hún hefur aldrei verið fjöllynd í ástamálum. Hana vantar því all- an samanburð til að átta sig á því Húsavík: Með brauð tfl bra-bra Þær voru á leiðinni í Skrúð- garðinn á Húsavík til að færa öndunum brauð þegar þær mættu blaðamanni. Onnur er átta ára, heitir María Krist- jánsdóttir og ók hinni í kerru, því hún var að passa Heiði Sif Heiðarsdóttur sem er tveggja ára. Heiður Sif brosti mikið og fallega og María var til í að ræða um lífið og tilveruna. Atvinnumálin eru yfirleitt ofarlega á baugi og við byrjuð- um á þeim. - Ertu í vist? „Já.“ - Ertu að passa allan daginn? „Ég fæ að ráða því. Ég er bara svona að labba með hana úti.“ - Færðu gott kaup? „Já, ég fæ svona hundraðkall, eða eitthvað svoleiðis.“ - Er gaman að passa? „Já.“ - Er þetta fyrsta vinnan þín? „Ég er búin að vinna svona í fimm - eða átta daga.“ - Komið þið oft til að gefa fuglunum? „Eiginlega alltaf. Það er gaman.“ - Heldurðu að sumarið sé að verða búið? „Já, það fer að verða búið.“ - Hlakkarðu til að fara í skól- ann aftur? María Kristjánsdóttir og Heiður Sif Heiðarsdóttir. „Já, það er skemmtilegt í skólanum." Það var varla stætt á því að láta endurnar bíða lengur eftir svona góðum gestum og brauðbitanum sínum, svo ungu dömunum var þakkað fyrir spallið og þær kvaddar. Þær héldu inn í Skrúð- garðinn til að njóta sumarsins. IM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.