Dagur - 26.08.1989, Side 6

Dagur - 26.08.1989, Side 6
6 - DAGUR - Laugardagur 26. ágúst 1989 Viltu betrl vinnu? Viltu meiii ál)\Ti>ð? Viltu uá lengra? í kýrhausnum — gamansögur, sannar og uppdiktaðar Skiiístoíhtæknimíin Fjárfesting fyrir framtíðina Hjá okkur færðu greinargóðan bækling sem segir þér allt um þetta einstæða nám. Hringdu strax og við sendum hann um hæl. Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34, símar 27899 og 27886. Hér koma nokkrar skemmti- legar sögur úr ýmsum áttum sem kæta geð, létta lund og feykja burt sorg og sút. Ekki amaleg áhrif! Hatturinn Eiginkona nokkur vestanhafs á úr vöndu að ráða. Um daginn sá hún að maður hennar var að pukra með miða, sem hann setti svo lengst niður í skúffu. Ef hann hefði kastað miðanum í rusla- körfuna þá hefði hún ekkert for- NISSAN Bílai MB! Jr ■ m Verður laugardaginn 26. ágúst og sunnudaginn 27. ágúst frá kl. 2-5 báða dagana í sýningarsal okkar. Eirtrtigr verða Jbílarnir til sýnis alla dLagfa næstu viku. Hef náð frábærum samningum við NISSAN umboðið Býð nýja bíla árg. ’89 með 3 ára ábyrgð á stórkostlegu verði Dæmi um greiðslukjör: 25% út og eftirstöðvar á 3 árum á venjuleffum bankakjörum AHT! Þetta eru aðeins örfáir bílar - því er best að koma sem fyrst. Tökum flesta notaða bíla uppí nýja. N Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. vitnast en nú spurði hún: „Hvaða miði var þetta?“ „Þetta var svo sem ekkert,“ svaraði maðurinn hennar kæru- leysislega. Auðvitað var hún friðlaus. Eiginmaðurinn var ekki fyrr kominn út úr húsinu en konan var komin í skúffuna. Á miðan- um stóð: „Ég skal kaupa þennan hatt, sem þú ert alltaf að nauða um, ef þú getur stillt þig um að lesa það, sem stendur á þessum miða.“ Hvernig á konan að fá hattinn án þess að koma upp um sig? Heimska „Sjálfir guðirnir berjast vonlausri baráttu gegn heimskunni," sagði Schiller forðum og Oscar Wilde sagði: „Það er engin synd til nema heimskan.“ Báðir þessir frægu menn gátu trútt um talað, því að þeir lentu báðir í fangelsi vegna heimsku sinnar og annarra! Vísindamenn hafa oft barist gegn framförum af fádæma blindu og þvermóðsku. Frægir sérfræðingar hafa jafnvel „sannað“ að hvorki væru til loftsteinar né það sem við nefnum dáleiðslu. Þeir hafa fært rök fyrir því að maðurinn gæti aldrei flogið, að gufuskip og járnbrautalestir yrðu aldrei not- hæf farartæki og mesta fásinna væri að leggja leiðslur neðansjáv- ar. Hvergi kemur heimska mann- skepnunnar betur í ljós en í sambandi við lög og lagagerð. Öldum saman voru lialdin hátíð- leg réttarhöld yfir svínum, naut- um, hundum og hestum sem orð- ið höfðu manneskjum að bana og því næst vorú dýrin líflátin. Upp með maðkinn! Allir þekkjum við Akureyringar ánamaðkinn stóra og góða, sem laxi og silungi þykir ljúffengastur alls. Við tínum hann í mikilli rigningu eða á síðkvöldum í döggvotu grasi. í langvarandi þurrkum er oft erfitt að ná í maðk og er þá helst reynd sú aðferð að taka Vatnsveitu Akur- eyrar í lið með sér og vökva dug- lega. Ber það oftast árangur, en lítinn ef kalt er í veðri. En þörf veiðimanna fyrir ána- maðk er víðar en hér á landi. í bandarísku blaði er greint frá því að verksmiðja í Cleveland sé tek- in að framleiða efni nokkurt sem hrært er út í vatn. Vatninu er svo hellt á jörðina og þá þarf ekki að bíða lengi uns maðkurinn kemur upp. Björgun úr lífshættu T borginni Sao Paulo í Brasilíu bjargaði fluga lífi 16 manna. Þetta fólk vinnur á opinberri skrifstofu, það var komið að kaffi- tíma og einn starfsmannanna opnaði kaffibauk og ætlaði að fara að hella upp á. Kom þá fluga flögrandi og settist á baukinn. Maðurinn varð undrandi er hann sá fluguna velta um dauða svo hann beið eftir annarri flugu, en það fór á sömu leið fyrir henni. Hætt var við að hella upp á kaffi úr þessum bauk og er inni- hald hans var rannsakað kom í Ijós að banvænt eitur var í kaff- inu. Umhyggjan fyrir öðrum Læknirinn: Kvefið er enn mjög slæmt, en ég óttast ekki að úr því verði neitt verra. Sjúklingurinn: Það er nú það, já. En sjáið þér til, læknir. Ef þér hefðuð mjög vont kvef, þá myndi ég heldur ekki óttast afleiðing- arnar. Kurteisi Pétur litli var 5 ára gamall og pabbi hans var að kenna honum ýmsar kurteisisreglur. „Mundu það, Pétur minn, að þegar þú situr í strætisvagni og kona kemur inn, sem ekki getur fengið sæti, þá áttu að standa upp og segja: Gjörið svo vel og sitjið í mínu sæti. Nokkrum dögum síðar sat Pét- ur á hné pabba síns í troðfullum strætisvagni er ung og afskaplega fönguleg kona kom inn í vagninn. Pétur spratt upp og sagði: „Gjörið svo vel, hérna er sæti,“ og benti um leið á hné pabba síns. Kærastinn lokar augunum Er André Maurois var ungur maður var hann blaðamaður við víðlesið vikublað í París og hafði m.a. það starf að svara bréfum lesenda um alls konar einkamál, en bréfritararnir voru yfirleitt konur. Maurois leiddist þetta starf og stundum sást á svörum hans að hann tók það ekki alvar- lega. Ung stúlka sendi honum eitt sinn þessa spurningu: „Getið þér sagt mér hvers vegna kærastinn minn lokar alltaf augunum þegar hann kyssir mig?“ Maurois svaraði: „Ef þér sendið mér mynd af yður, þá get ég ef til vill svarað spurningunni." SS tók saman Borgarbíó Laugard. 26. ágúst Kl. 9.00 og 11.00 Split Decisions Kl. 9.00 State Park Kl. 11.00 Uppvakningurinn Ed Harley verður fyrir þeirri sorg að bifhjólabulla, Jóel, ekur á son hans, Billy, og verður honum að bana, en stingur af víð svo búið. Bróðir hans og fleiri vilja reyna að hjáipa Billy, en Jóel bregst hinn versti við, því hann hefur áður gert sig sekann um að valda slysi á bifhjóli sínu, og í þetta sinn bætist það við að hann hefur bragðað áfengi. Sunnud. 27. ágúst Kl. 3.00 Heiða Kl. 9.00 og 11.00 Split Dicisions Kl. 9.00 State Park Kl. 11.00 Uppvakningurinn Mánud. 28. ágúst Kl. 9.00 Split Decisions Kl. 9.00 State Park

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.