Dagur - 26.08.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 26. ágúst 1989 - DAGUR - 9
Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskólans á Sauðárkróki, staddur á lóð væntanlegs bóknámshúss. Skóflan var keypt fyrir nokkrum árum
og eins og sjá má er hún tilbúin fyrir.fyrstu skóflustunguna. Mynd: -bjb
landveginn, á amerískri drossíu bæjarstjór-
ans. Það sást móta fyrir hæstu fjallatoppum
en skafrenningur, myrk'ur og ofanhríð
gerðu það að verkum að við sáum ekki neitt
til vegar.
Einhverju vard að fórna
fyrir bóknámshúsið
Þetta var spurning um að snúa við en við
vildum ekki láta byggingu bóknámshússins
tefjast fyrir þær sakir að við kæmumst ekki
suður. Við héldum út í tvísýnuna og reynd-
um að elta afturljósin á stórum flutningabíl,
sem var á undan okkur. Okkur tókst að
fylgja ljósunum á bílnum rétt upp fyrir Vatn
á Vatnsskarði, en misstum svo af honum og
sáum lítið út. Bæjarstjórinn sá ekki neitt, þó
trúði hann það vel á leiðsögn mína og ég á
aksturshæfni hans, að tiltrúin entist nokkra
kílómetra. En þá keyrðum við útaf. Okkur
tókst þó að ná bílnum upp á veginn aftur.
Það var ekkert áhlaupsverk að koma bíln-
um upp Vatnsskarðið í hálkunni, hann bara
spólaði. Þeir fóru út, Hjálmar og Haukur,
en ég sat sem ballest í aftursætinu til að
auka vegfestuna. Það kemur sér stundum
vel að hafa húðvör á ferðalögum. Þegar bíll-
inn var kominn á skrið náði Hjálmar að
stökkva upp í bílinn, en Haukur ekki. Það
varð að taka ákvörðun um hvað ætti að gera
og ég sagði að einhverju yrði að fórna fyrir
bóknámshúsið. Haukur var því skilinn eftir
og bíllinn komst upp brekkuna. Þá var
stoppað og ákveðið að fara gangandi til
móts við Hauk, svo hann týrrdist ekki þarna.
Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar hann
fannst og sá að við ætluðum ekki að yfirgefa
sig.
Fjórir prestar við bænahald upp
á Vatnsskarði
Við vorum allir dökkklæddir og þegar við
vorum að fara aftur upp í bílinn bar að
Lödu Sport jeppa.-í honum voru stúlkur og
aumkuðu þær sig yfir okkur í bjargráðaleys-
inu og spurðu hvort við þyrftum á hjálp að
halda. Við kváðum svo ekki vera en sátum
þarna smá stund, meðan við vorum að jafna
okkur eftir gönguna. Síðan hallaði undan
fæti niður Vatnsskarðið vestanmegin og
okkur tókst með erfiðismunum að komast
til Blönduóss. Við sáum að við yrðum aldrei
komnir til Reykjavíkur fyrir morgunsár
með þessu áframhaldi svo við ákváðum að
segja skilið við drossíu bæjarstjórans. Við
tókum bílaleigubíl og fengum sama bílinn
og stúlkurnar höfðu verið á, þ.e. Lödu
jeppann. Maðurinn á bílaleigunni greindi
okkur frá því að stúlkurnar hefðu verið að
segja ferðasögur af fjórunt prestum sem
voru við bænahald upp á Vatnsskarði og
ekki viljað láta trufla sig. Við gerðum litlar
athugasemdir við þá sögu...
Ákváðum af kristilegum náunga-
kærleik að fylgja Skodanum eftir
Við héldum áfram á jeppanum, komumst
yfir Holtavörðuheiði og vorum komnir í
Norðurárdalinn þegar við sáum Skoda fast-
an í skafli. Við aumkuðum okkur yfir bíl-
stjórann og vorunt undrandi á því að á þess-
ari leið skyldu finnast aðilarsent voru bjarg-
ráðalausari en við. Við hjálpuðum Skodan-
um úr skaflinum og ákváðum af kristilegum
náungakærleik að fylgja honunt eftir. Hjálp-
ræði okkar var fólgið í viðskiptum við þenn-
an Skoda, því það var hann sem kom okkur
til byggða! Þannig var að viftureimin fór í
jeppanum og Skodinn dró okkur til Borg-
arness - sem betur fer að næturþeli! Þar
urðum við að vekja upp menn og láta opna
fyrir okkur varahlutaverslun. Við settum
nýja viftureim í Löduna. Tíu mínútum fyrir
átta komunt við til Reykjavíkur og áttum að
hitta Ingvar kl. 8. Svona geta áætlanir
staðist, þótt knappar séu ..."
500 manna skóli eftir 20 ár
- Hver er þín framtíðarsýn gagnvart Fjöl-
brautaskólanum á Sauðárkróki?
„Að 20 árunt liönum vil ég sjá heimavist-
ina rúma liðlega 200 nemendur. Þá vil ég að
sjálfsögðu að bóknámshúsið verði fullbyggt
og hérna verði 450-500 manna skóli. Eg
byggi þetta á áætlunum um þróun íbúa-
fjölda og líka á því að alltaf verði eitthvað
um það að nentendur fari í annað sérhæft
nám, s.s. stýrimannanám, hársnyrtinám og
fámennari iðngreinar. Síðan er spurning
hvernig haldið verður á málum á Siglufirði
og í Húnaþingi, en þar á að koma upp fram-
haldsdeildum í tengslum við skólann.
Reyndar byrjar það á Siglufirði í haust, en
næsta haust á Blönduósi. Eftir 20 ár vona ég
að íbúar á Sauðárkróki verða eitthvað á
fjórða þúsund talsins. Þeir voru 1800 þegar
skólinn var stofnaður og orðnir 2400 tíu
árum síðar, þannig að ef sama þróun helst,
verða þeir yfir 3000 eftir önnur tíu ár.“
Ekki tekið fullt sumarleyfi
síðustu 13 ár
- Svona að lokuni Jón. Hvernig er að vera
skólameistari?
„Ein hliðin á því að vera skólameistari er
að undant'arin þrettán ár hef ég ekki tekið
fullt sumarleyfi. Ég fékk þrjár vikur í sumar
af þeim sex sem ég á. Ég á rétt á 20 daga
orlofi á veturna en hef aldrei tekið það. En
auðvitað eru fleiri hliðar á þessu starfi. Það
er tvennt ólíkt að reka skóla sem er full-
byggður eða skóla sem er í uppbyggingu,
verkefnin sem menn glíma við eru allt
önnur. Ég held að það verði mjög gott að
vera skólameistari hér eftir svo sem 20 ár,
þá verður þetta orðið gott starf. Þetta er
búið að vera mjög tímafrekt starf og stund-
um fram úr öllu hófi. Einhver hefur sagt að
það hættulegasta við skólameistaraembætt-
ið sé að þeir sem gegna því verði svo reigðir
af ofmetnaði að þeir meiði sig þegar hælarn-
ir slást í hnakkann! Starfið er ánægjulegt á
margan hátt, svo ég tali nú ekki um þegar
vel gengur og þegar maður trúir á það að
framtíðin verði betri en fortíðin. Menn
sætta sig við allan þremilinn, í trausti þess
að það komi betri tíð með blóm í haga. Ég
geri ráð fyrir að verða þakklátur fyrir hvort-
tveggja, meðbyr og mótbyr, þegar árin fær-
ast yfir.“
Með þeim orðum setjum við punktinn
yfir i-ið að þessu sinni, þótt margt sé ósagt.
Við Jón hefðum getað rætt mun meira um
hann sjálfan, en þar sem 10 ára afmæli Fjöl-
brautaskólans á Sauðárkróki er á næsta
leiti, er viðtalið meira tileinkað skólanum. í
lokin er rétt að geta þess að Jón hefur unnið
að skráningu á 10 ára sögu skólans og mun
það rit koma út á næsta skólaári, þótt ekki
sé endanlega ákveðið í hvaða formi ritið
verður. -bjb