Dagur - 26.08.1989, Side 14

Dagur - 26.08.1989, Side 14
14 - DAGUR - Laugardagur 26. ágúst 1989 í umræðunni um kvikmyndir hættir okkur leikmönnum til að leggja ofuráherslu á hlutverk leikstjóra og leikara. Þetta er skiljanlegt og hreint ekki út í hött því að bæði leikstjórinn og leik- ararnir geta ráðið töluverðu um velgengni eða fall bíómyndar. Hinu má samt ekki gleyma að ein er sú stétt manna í kvikmynda- heiminum, sem kallast fram- leiðendur. Hlutverk þeirra er margþætt og segja má að oft á tíðum velti það á framleiðandan- um hvort handrit er filmað eða ekki. Allir stjórnunarþræðir við bíógerð eiga upptök og endi hjá framleiðandanum. Jafnvel leik- stjórinn verður að beygja sig undir vald framleiðandans. Einn þeirra framleiðenda sem staðið hefur í sviðsljósinu undan- farin ár er Englendingurinn David Puttnam. Hann hefur látið stór orð falla og sagt græðgi Hollywoodstjóranna á góðri leið með að eyðileggja kvikmyndirn- ar sem listgrein. Sjálfur heldur Puttna því fram að það sé alger misskilningur að kvikmyndagerð- armenn verði að velja á milli gæða og gróða. Petta tvennt geti með hægu móti farið saman. En Puttnam er ekki aðeins þekktur fyrir kjafthátt. Hann hefur gert 29 myndir, þeirra á meðai má finna Midnight Express, Chariots of Fier og Killing Fields, sem unnu allar til óskarsverðlauna. Árið 1986 tók Puttnam við framkvæmdastjórn Columbia fyrirtækisins og strengdi þess heit um leið að framvegis skyldi Columbia gera betri og ódýrari myndir, jafn- framt því að flei-ri leikarar fengju að spreyta sig. Puttnam ætlaði ekki að hlaða undir stjörnudýrk- unina sem tröllríður Hollywood í dag. Útkoman varð meðal annars The Last Emperor sem valin var besta mynd ársins 1987. Eftir ár hjá Columbia yfirgaf Puttnam fyrirtækið og starfar nú sem sjálfstæður kvikmyndafram- leiðandi. Snemma í sumar átti stórblaðið Time viðtal við Puttnam sem við skulunr gægjast örlítið nánar í. Sp: Þú fórst til Columbia til að bæta gæði bíómynda og draga úr kostnaði við gerð þeirra. í dag ertu þar hvergi nærri en engu að síður er Hollywood kerfið enn til staðar. Ef þetta kerfi er jafn slæmt og þú vilt vera láta því er það þá ekki fallið um koll? Svar: Bíóiðnaðurinn hefur níu líf eins og kötturinn. Honum tekst alltaf að smíða sér nýjan björgunarhring. Fyrst var það myndbandið sem bjargað hefur mörgum myndum sem enginn nennti að sjá í bíó. Og nú er það opnun og mikil útþensla sjón- varpsins í Evrópu gegnum himin- hnetti sem skutlar nýjum flot- hring til stóru kvikmyndaver- anna. Líklega er kvikmyndaiðn- aðurinn að drekka úr sjötta eða sjöunda lífsbikarnum einmitt núna. Sp.: Er bíóið í raun og veru ekki eins gott í dag og það var hér áður? Sv.: Á sjötta áratugnum voru þær fáar afbragðs myndirnar sem ekki voru tilnefndar til óskars- verðlauna. f dag er jafnvel leitun að góðum myndum til að fylla kvótann í keppninni um þessi verðlaun. Sp.: Eru áhorfendur þá ekki jafn kröfuharðir og áður fyrr? Sv.: Jú þeir eru samir við sig en væntingarnar eru ekki þær sömu. Áhorfendur eru á megrunarkúr sjónvarpsrusls sem ég vil líkja við McDonaldshamborgara - enginn spyr að næringargildi þeirra, þeir bragðast vel og það er nóg. Og án þess að vilja sýnast vanþakklátur þá varð mér hugsað til þess, eftir að Chariots of Fire van óskarsverðlaun, að einmitt þannig mynd ættu áhorfendur að búast við að sjá vikulega og hún ætti því hreint ekki að teljast besta mynd ársins. Ég var hins vegar mjög sáttur við það þegar Killing Fields vann. Sp.: Ertu með öðrum orðum að segja núverandi ráðamenn í Hollywood ekki jafn upplýsta eða færa og þá sem stjórnuðu á undan þeim? Sv.: í dag ræður stórgróðinn ríkjum. Þetta gjörbreytir áhætt- unni sem taka þarf. Áður fyrr gátu Hollywoodstjórarnir leyft sér að taka áhættu. Þeir vissu sem var að ef myndin féll þá varð það ekki banabiti kvikmyndaversins. Núna er þetta með öðrum hætti eins og ég komst að hjá Columbia. Kostnaður við gerð myndar hleyptur á 20, 30 eða 50 milljónum dala. Þetta eru spila- peningar og þegar mikið er lagt undir eru menn ófúsir að tefla á tvísýnu. Sköpunargleðin er dæmd til að verða undir. Sp.: Hefur kostnaðurinn við gerð kvikmyndar þá öfug áhrif á gæði hennar? Sv.: Þegar útgjöldin fara yfir segjum 25 milljónir dollara er. ósköp eðlilegt að kvikmyndaver- ið vilji hafa eitthvað að segja um bíógerðina. Fyrir vikið reyna kvikmyndagerðarmenn að sam- ræma hugmyndir sínar um verkið og því sem telst fyrirfram gróða- vænlegt. Og það segir sig sjálft að hugmyndir einstaklingsins um verkið hljóta að laga sig að mark- aðinum, sjálfri sköpunargleðinni er kastað fyrir róða þegar hátt er spilað. Kvikmyndin er löguð að óskum áhorfandans og dagskip- unin er að valda honum ekki von- brigðum eða vekja með honum áleitnar spurningar. Sp.: Hefur bíóið einhver áhrif á samfélagið? Sv.: Ég held að sjónvarpið hafi í raun mun meiri áhrif á sam- félagið sem heild en bíóið. En jafnframt tel ég að kvikmyndin sé sá miðill sem mest áhrifin hefur á einstaklinginn. Á sinn hátt má kalla bíómyndirnar undirförular eða slægar. Þú situr einn í bíóinu og virðir fyrir þér persónur sem rísa upp yfir allt sem gerist í dag- lega lífinu. Þær svo að segja laumast inn í undirmeðvitundina og hafa, eins og góður kennari, sín áhrif í mörg ár á eftir. Sp.: Eru kvikmyndir þá ekki eingöngu skemmtun? Sv.: Auðvitað er bíóið skemmtun í aðra röndina. En að gera kyikmynd eingöngu til skemmtunar eða afþreyingar er eins og að gera sápu úr aðeins einu hráefni. Sp.: Þú laðast að myndum sem byggja á árekstrum tilfinninga. Sv.: Fjölmiðlarnir geta bæði bætt og skaðað þjóðfélagið. Ef ég geri mynd, sem hefur þau áhrif á fólk að það breytist í þá veru að verða óæskilegir nágrannar, þá hef ég leyst úr læðingi öfl í sam- félaginu sem ég kæri mig ekki um að glíma við. Sp.: Hvenær ferðu yfir þessa línu? Má ekki einmitt rekja vin- sældir Rambos til þess að hann boðar þeim lausn sem misst hafa stjórn á lífi sínu og vita ekki hvernig á að krækja í stjórnar- taumana að nýju? Sv.: Jú þetta er einmitt ástæð- an fyrir því að Rambo fær hljómgrunn. En lausnin er ódýr, allt leysist með ofbeldi. Bíó- myndirnar hafa tilhneigingu til að gæla við ofbeldi en um leið sést þeim yfir að áhrif ofbeldis eru hreint ekki maðurinn sem er sprengdur í loft upp heldur endurspeglast þau best í því sem hann skilur eftir; ekkju, móður, barn. Sp.: Þú hefur sagt að viðbrögð áhorfenda við Midnight Express hafi hneykslað þig. Breytti þetta í einhverju viðhorfi þínu til ofbeldis? Sv.: í hreinskilni sagt hélt ég að áhorfendur myndu fyllast við- bjóði þegar Billy beit tunguna.úr Rifki. Þess í stað fögnuðu þeir. Midnight Express vakti með mér alvarlegar hugleiðingar um það hvers konar myndir ég vildi fram- leiða. Chariots of Fire svaraði spurningunni fyrir mig. Þegar gerð hennar stóð yfir sagði ég við sjálfan mig: Ef áhorfendur vilja ekki þetta er ég á rangri hillu. - Og þeir brugðust mér ekki. Sp.: Hvaða myndir aðrar hafa að þínum dómi náð að sameina gróðaþáttinn og þann samfélags- lega? Sv.: Star Wars og E.T. Ég er þess fullviss að heimsmynd okkar George Lucas er mjög svipuð og að Steven Spielberg deilir henni lítið breyttri með okkur. Steven er geðugur maður sem vill bæta heiminn. Sp.: Hvers vegna hefur þú aldrei notað konu í aðalhlutverk? Sv.: Kannski ætti ég að hafa áhyggjur af þessu en ég skil ekki kvenfólk sem þýðir að ég veit ekki hvernig ég á að haga hand- riti og öðru er lýtur að kvikmynd sem kona leikur aðalhlutverkið í. Viðbrögð kvenna eru í mínum huga einstaklega gjörræðisleg. Sp.: Finnst þér, þegar þú horfir til baka, að barátta þín við kerfið í Hollywood hafi verið óhjá- kvæmileg? Gæti verið að staðan væri önnur í dag ef þú hefðir spil- að öðruvísi út? Sv.: Hjá árekstrum varð ekki komist. Hollywood þarfnast nýrra radda og ennþá stendur staða oddvitans laus handa ein- hverjum sem er mér klókari og sem getur hrundið breytingunum af stað. Hollywood þarfnast breytinga. Blanda Góð við þorsta! ^VVce m Hreinn Appelsinusefi Pure Orannn.lnÍM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.