Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, föstudagur 1. september 1989 166. tölublað Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdægurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI réttindanefndin ályktað einróma að íslensk stjórnvöld hefðu gerst brotleg við 1. málsgrein 6. grein- ar mannréttindasáttmálans. Nefndin vildi láta reyna á það fyrir dómstólnum hvort brotið hefði verið gegn réttindum kær- anda. Landbúnaðarráðherra kom víða við í ræðu á Hvanneyri í gær: Boðaði aðgerðir gegn heimaslátrun Dómsmálaráðuneytið leitar sátta í máli Jóns Kristinssonar: „Ætlaði mér aldrei að klekkja á neinum - tilbúinn að reyna sáttaleið Nú hefur Jónsmálið svokallaða tekið nýja stefnu, en fyrir um þremur árum kærði Jón Krist- insson á Akureyri íslensk stjórnvöld til Mannréttinda- nefndar Evrópu. Astæðan var sú að Jón taldi að það bryti í bága við stjórnarskrána er sami maðurinn kom bæði fram sem lögreglustjóri og dómari í ákærumáli sem höfðað var gegn honum fyrir umferðarlaga- brot. Dómsmálaráðuneytið hefur nú leitað sátta í málinu. Málinu var vísað til Mannrétt- indadómstólsins og er búist við að það verði tekið fyrir í febrúar á næsta ári. Áður hafði Mann- að vera dæmd fyrir brot á mann- réttindasáttmálanum. „Þeir fengust ekki til viðræðna á fyrsta stigi málsins og skynsam- leg niðurstaða fékkst ekki. Það var að frumkvæði Eiríks Tómas- sonar sem þessu prófmáli var vís- að til Mannréttindanefndarinnar og þar hefur það gengið eins og búast mátti við. Sáttaumleitanir stjórnvalda Iágu í loftinu og ég er tilbúinn til að reyna þá leið. Ég ætlaði mér aldrei að klekkja á neinum en mér fannst vera níðst á mér og ég var ekki ánægður nteð það. Sátt í málinu ætti að verða auðveld, að minnsta kosti frá minni hálfu," sagði Jón Krist- insson. SS “Það er um að gera að byrja snemma að æfa f'yrir næstu kraf'takeppni,“ gæti þessi snáði verið að segja. Mymi: ki - Jarðakaupasjóður fái Qármagn til úreldingar íjárhúsa Ekki náðist í Eirík Tómasson, lögmann Jóns, en hann mun hafa staðið í viðræðum við dóms; málaráðuneytið. Jón Kristinsson sagði hins vegar í samtali við Dag aö hann væri ekki hissa á því að ráðuneytið leitaði nú sátta ntiðað við þá stefnu sem málið hefði tekið. íslensk stjórnvöld vildu án efa komast hjá þeim álitshnekki Orsakar Engar upplýsingar Iiggja fyrir um fjölda nýskráðra bifreiða í cinstökum skoðunarumdæm- um Bifreiðaskoðunar Islands á þessu ári. Samkvæmt upplýs- ingum frá stofnuninni er aðeins vitað um heildarinnflutning bifreiða til landsins á þessu ári, en t.d. ekki hversu margir bílar hafi verið nýskráðir á Akureyri það sem af er þessu ári. Byltingin í bílnúmerakerfi landsmanna er orsök þess að umræddar upplýsingar liggja ekki fyrir. Á síðasta ári var hætt að umskrá bíla, og fastnúmerakerfi tekið í notkun um áramótin. Breytingin varekki framkvæmd á þann hátt að mögulegt væri að kanna jafnóðum hversu margar nýskráningar og endurskráningar færu fram á hinum ýmsu skoðun- arstöðvum Bifreiðaskoðunar íslands hf, og er óvíst hvort þær upplýsingar munu yfirleitt nokk- urn tíma líta dagsins ljós hvað yfirstandandi ár varðar. Meðan eldra númerakerfið var í gildi héldu bifreiðaeftirlitsmenn um land allt saman skrá yfir fjölda nýskráninga og endur- skráninga skráningarskyldra öku- Steingrímur J. Sigfússon, land- búnaöarráðherra, kynnti í gær á aöalfundi Stéttarsambands bænda, ýmsar hugmyndir ríkisvaldsins, í tcngslum við gerð nýs búvörusamnings eftir 1992. Ráðherra lagði áherslu á tækja. Um síðustu áramót lágu t.d. fyrir greinilegar upplýsingar um að á árinu 1988 hefðu verið skráðir 986 nýir bílar og 93 inn- fluttir, notaðir bílar, á A-númer hjá umdæmisskrifstofu Bifreiða- eftirlits ríkisins. nauðsyn þess að koma í veg fyrir byggðaröskun samfara fyrirsjáanlegum samdrætti í sauðfjárrækt. Til þess að fyrir- byggja það taldi hann að sauð- fjárbændur sem vildu hætta búskap ættu að njóta forgangs Bifreiðaskoðun Islands hf er að láta hanna nýtt tölvuforrit og vinna að endurskipulagningu varðandi tölvuvinnslu stofnunar- innar. Þegar því verki Iýkur á að vera auðvelt að kanna fjölda nýskráninga sem fyrr. EHB með stuðning Kramlciönisjóös landbúnaðarins. Landbúnaðarráðherra ságðjst vilja efla Jarðakaupasjóö í því skyni að kaupa jarðir sauðfjár- bænda sem vilja iáta af búskap,- Sjóðurinn fái allar tekjur af jarð- eignum ríkisins til ráðstöfunar til að ríkisins til ráðstöfunar til að greiða þeim sauðfjárbændum sem hyggjast hætta búskap. Meö þessu er litið svo á að mannvirki á sauðfjárjörðum veröi úreld. Steingrímur sagði aö undirbúa bæri, samfara viðræðum um nýj- an búvörusamning, einhliða færslu, allt að 2 milljóna lítra full- virðisréttar í mjólk, frá sauðfjár- búskap yfir í mjólkurframleiðslu. Þarna er nýmæli á ferðinni sem hefur raunar áður verið nefnt á fundum bænda. Þá vék landbúnaðarráðherra að atvinnumálum kvenna í ræðu sinni og sagði aö til viðbótar aðgerðum Framleiðnisjóðs til að stuðla að atvinnuuppbyggingu í stað samdráttar hcfðbundins búskapur myndu stjórnvöld leggja fram tiltekið fjármagn á næstu þremur árum til að fjölga atvinnutækifærum kvenna í strjálbýli. Engin upphæð var til- greind í þessu sambandi. Einnig má geta þess að land- búnaðarráðherra boðáði aðgerð- ir landbúnaðarráðuneytisins í samvinnu við Hollustuvernd ríkisins og viðkomandi sveitarfé- lög í því skyni að fyrirbyggja mikla heimaslátrun á komandi hausti. Þl/óþh Saumastofa KS: íslenski fáninn saumaður áfram Núna vinnur einn starfsmaður á saumastofu Kaupfélags Skagfiröinga á Hofsósi við að scija af lager og sauma, en sem kunnugt er var öllu starfsfólki þar sagt upp 1. júlí sl. Að sögn Trausta J. Helgasonar, rekstr- arstjóra iðnaðar hjá KS, eru málefni saumastofunnar í bið- stöðu, en haldið verður áfram að sauma íslenska fánann. Saumastofan byrgði sig upp í sumar af fánanum, en þetta er eina stofan á landinu sem saumar íslenska fánann. Trausti sagði að aðal fána- vertíðin væri á vorin og sumrin og ætti lagerinn að duga fratrt á veturinn. „Menn draga fána ekki eins mikið að húni yfir vetrartím- ann, hjá t.d. opinberum stofnun- um,“ sagði Trausti. -bjb Víðtækar áætlanir í gróðurvernd: Stefiit að friðun Háls og Áslands Á þessu ári er stefnt að friðun tveggja landssvæða á vegum Skógræktar ríkisins í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslum, annars vegar Háls í Fnjóska- dal og hins vegar Áslands í Norður-Þingeyjarsýslu. Þetta kemur fram í greinargerð starfshóps á vegum Land- búnaðarráðuneytis, Land- græðslu ríkisins og Skógrækt- ar ríkisins um markmið og leiðir í gróðurvernd. Greinargerðin er mikið plagg og er afrakstur ýtarlegrar vinnu og fúnda fulltrúa ráðuneytis og áðurnefndra tveggja stofnana - á þessu ári frá því í mars árið 1988. Henni er skipt í tvo meginþætti, vernd- un gróðurs og jarðvegs og land- bætur. Þá er kafli um fræðslu og leiðbeiningar og rannsóknir. Loks er gerð grein fyrir hug- myndum unt aukið samstarf Landgræðslu ríkisins og Skóg- ræktar ríkisins í framtíðinni. Ákvörðun um nýtingu, með- ferð og varðveislu allra birki- skóga landsins verður tekin árið 1992 en fram að þeint tíma verður reynt að friða þau svæði sent eru í mestri hættu. í því sambandi má nefna Garðsnúp í Aðaldal og Reykjahlíð í Mývatnssveit. Af skóglausum svæðum sem stefnt er að því að friða til að bæta gróðurfar má nefna Saur- bæ/Melgerði/Rauðhús í Saur- bæjarhreppi í Eyjafjarðarsýslu og Glaumbæjarsel í Suöur- Þingeyjarsýslu. Loks má geta um sameiginleg uppgræðsluverkefni Landgræðslunnar og Skógrækt- ar ríkisins sem getið er um í greinargerðinni. Á Norðurlandi er um að ræða Reykjahlíð, Bárðardal og Fnjóskadal í S- Þingeyjarsýslu og Ássand í N- Þingeyjarsýslu. óþh Nýtt bílnúmerakerfi: „upplýsingatappa“

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.