Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 1. september 1989 „Byggðamál eru ekkert sérmál landbúnartarins" - Ræða Hauks Halldórssonar, formanns Stéttarsambands bænda, á aðalfundi Stéttarsambandsins 31. ágúst 1989 „Góðir fundarmenn. Miklar breytingar hafa orðið á því rekstrarumhverfi sem landbúnaður býr við á síðustu árunt. Þessar breytingar eru m.a. afleiðing síaukinnar tækni. bættra samgangna, þróunar í alþjóðaviðskiptum og nýrra strauma í lifnaðarháttum fólks og neysluvenjum. Þessi þróun hefur orðið hraðari en nokkurn óraði fyrir og fyrir atvinnuveg eins og landbúnað sem hefur einna lengstan framleiðsluferil allra atvinnugreina veldur þessi hraði óhjá- kvæmilega nokkrum vanda. Landbúnaðurinn er í þeirri einstöku stöðu að hann er undirstaða fæðuöflunar í heiminum og um leið öryggis og sjálfstæð- is hverrar þjóðar. Þessu fylgir það að hver fjölskylda cr í gegnum kaup sín á matvælum nánar tengd landbúnaðinum en flestum öðrunt atvinnugreinum. Til hans eru því gerðar miklar kröfur um hagkvæmni, hollustu framleiðslunnar og í auknum mæli kröfur um hóflega nýt- ingu auðlinda jarðar. Þetta er ein megin ástæðan fyrir því hversu ntikil og almenn umræða er um landbúnað. Þegar við lítum í kringum okkur sjáum við tvenna meginstrauma sem varða matvælaöflun jarðarbúa. Annar er sá að þekking og tækni við matvælaframleiðslu hefur tekið stórstígum framförum. Það hefur bæði leitt til mikillar aukningar í framleiðslu matvæla og minnkandi fram- leiðslu kostnaðar. Hinn þátturinn er sá að menn hafa við hagnýtingu hinnar miklu tækni ekki alltaf ætlað sér af og afleiðing- in hefur orðið misþyrming á náttúrunni. I merku erindi sem Kalevi Sorsa. fyrr- verandi forsætisráðherra Finnlands, hélst á aðalfundi Norrænu bandasamtakanna, NBC. hér á landi fyrr í þessum mánuði vakti hann athygli á þessum sjónarmið- um. í upphafi ræðu sinnar fjallaði hann um að umhverfismál verði sífellt mikilvægari. Jarðarbúum fjölgar um 70 milljónir á ári, en ræktanlegt land verður sífellt tor- fengnara. Rangar ræktunaraðferðir, eins og hann orðaði það, t.d. á Amazonsvæð- inu stefna að því að afkastageta þess lands glatast að eilífu og af því leiða alvarlegar loftslagsbreytingar sem áhrif hafa um allan heim. í Vestur-Evrópu neyðast menn til að draga úr landbúnað- arframleiðslunni, m.a. til að minnka álag- ið á umhverfið. Kalevi Sorsa fjallaði einnig um að mat- vælaverð á Norðurlöndunum væri hátt og stæðist ekki samanburð við verð á mat- vælum í öðrum sambærilegum löndum. Því slógu fjölmiðlar mjög upp hér á landi. Hann benti á að þetta stafaði m.a. af því að á Norðurlöndum væru matvæli skatt- lögð mun meira en í öðrum löndum og þar væru strangari reglur um aðbúnað húsdýra, sem og aukaefni í matvælum. Það vakti hins vegar ekki athygli fjöl- miðla. I huga flestra hér á landi eru það hinar miklu frantfarir á öllum sviðum, þar með taldar framfarir í matvælaöflun, sem gnæfa upp úr. Hin hliðin, umhverfismál- in, hefur til skamms tíma fengið minni umfjöllun. Við blasir að samskipti þess- ara tveggja þátta, tækninnar og meðferð- ar á náttúrunni, mun skerpast í framtíð- inni og hafa vaxandi áhrif á starfs- umhverfi landbúnaðarins. Þegar við íslenskir bændur komum saman til þess að ræða hagsmunamál okk- ar þurfum við að vera þess meðvitaðir að þeir alþjóðlegu straumar sem ég hef hér rakið eru aflvaki þeirra breyttu aðstæðna sem við nú stöndum frammi fyrir og munu að ýmsu leyti móta framvindu mála á næsta áratug. Þetta er okkur nauðsynlegt að hafa í huga til þess að við getum haft áhrif á þróunina og reynt að stýra henni okkur í hag.“ Þessu næst vék llaukur í ræðu sinni að skýrslu stjórnar og rakti í stuttu máli stöðu einstakra búgreina. Plássins vegna cr sá kafli ræðu Hauks felldur út hér. (Ritstj.) Framkvæmd búvörusamninga I skýrslu stjórnar Stéttarsambandsins er ítariega greint frá helstu atriðum í fram- kvæmd búvörusamninga. Eg mun því ekki fjalla hér um einstök framkvæmdaatriði en ræða almcnnt um samningana og framkvæmd þeirra. Segja má að í öllum aðalatriðum hafi framkvæmd búvörusamninganna tekist eins og gert var ráð fyrir nema hvað varð- ar sölu kindakjöts innanlands. Mjólkurframleiðslan er í jafnvægi og birgðir mjólkurvara eru í góðu samræmi við áætlun búvörusamninga. Vegna vaxandi sölu mjólkur innan- lands mun verðábyrgð ríkisins aukast um fast að einni milljón lítra á næstsíðasta ári búvörusamningsins, 1990/1991, í sam- ræmi við ákvæði 2. greinar. Varðandi kindakjötið er það að segja að framleiðslan hefur í stórum dráttum fylgt þeirri þróun sem búvörusamningur- inn gerir ráð fyrir. Hins vegar hefur sala á dilkakjöti innanlands á síðustu þremur verðlagsár- um, orðið samtals um 2.500 tonnum minni en gert er ráð fyrir í búvörusamn- ingnum. Þetta er í raun eina verulega frávikið frá þeim áætlunum sem búvörusamning- urinn byggði á. Eðliiegt er að menn spyrji hvernig þetta gerðist. Vafalaust er hér um nokkra samverk- andi þætti að ræða, m.a. það að ekki er um samræmda stjórnun og markaðsfærslu allra kjöttegunda að ræða. En langsamlega þyngst vegur að kinda- kjötið hefur á þessu tímabili farið halloka í verðsamkeppninni við annað kjöt, fisk og aðrar matvörur. Ástæður þessa eru einnig augljósar. í fyrsta lagi var á þessum árum mjög dregið úr vægi niðurgreiðslna í heildsöluverði kindakjöts, frá því að vera 20-30% árin 1980-1983, í það að vera um 9%-20% árið 1985-1988. í öðru lagi ersvotilkomasölu- skattsins í ársbyrjun 1988. Enda þótt söluskatturinn sé nú endurgreiddur mið- að við verð á kindakjöti í heilum og hálf- um skrokkum með bundinni smásölu- álagningu, gætir áhrifa endurgreiðslunnar því minna sem kjötið er meira unnið í hendur neytandans. Með öðrum orðum, með aðgerðunt sínum í niðurgreiðslumálum og með álagningu söluskatts hafa stjórnvöld sjálf raskað þeim forsendum sem söluáætlun búvörusamninga byggði á. Þannig fer þegar hægri höndin veit ekki gjörla hvað sú vinstri gjörir. Miklar og oft háværar umræður hafa orðið á undanförnum mánuðum um búvörusamninginn og framkvæmd hans. Mikils misskilnings og missagna gætir oft í þessum málflutningi og er engu líkara en þeir sem mest og hæst tala hafi aldrei kynnt sér samninginn til neinnar hlítar né lagt vinnu í að fylgjast með framkvæmd hans. Það er mjög alvarlegt mál þegar menn verða uppvísir að slíkum vinnu- brögðum, sérstaklega þegar um er að ræða menn í æðstu ábyrgðarstöðum. Stundum er í þessum herbúðum talað eins og engin aðlögun hafi átt sér stað í landbúnaðinum og raunar minnir þessi málflutningur á málflutning sömu manna fyrir 10 árum áður en aðgerðir í fram- leiðslumálum hófust. Á þessum árum hef- ur þó orðið gífurleg breyting. Mjólkur- framleiðslan er komin í jafnvægi, sauðfé hefur fækkað um 30% og 5. hver bóndi í nautgripa- og sauðfjárrækt hefur hætt búskap. Er nema von að bændum gremj- ist svona málflutningur. Sú misvísun í framkvæmd búvörusamn- ingsins sem minnkandi sala kindakjöts veldur, er óneitanlega verulegt áhyggju- efni. Til þess að mæta samdrættinum hef- ur útflutningur verið aukinn nokkuð umfram áætlun búvörusamninga, þannig að birgðastaða 1. september nk. yerður nokkru minni en búvörusamningur gerir Táð fyrir eða 2.300 tonn, úr 2.890 tonnum í áætlun samningsins. Þetta þýðir hins vegar það að búið er að nota fyrirfram rúman einn milljarð króna í útflutnings- bætur, miðað við þá fjárhæð útflutnings- bóta sem búvörulögin gera ráð fyrir ár hvert, það er að segja 5% af verðmæti búvöruframleiðslunnar. Það hjálpar ekki til í þessu efni að skilaverð fyrir útflutt dilkakjöt hefur enn lækkað á síðustu miss- erum. Vera má að einhverjum virðist að það eigi ekki að vera áhyggjuefni bænda hvernig framkvæmd búvörusamningsins verður fjármögnuð til loka samningstím- ans. Þegar hins vegar er litið á þann gífur- lega frestaða vanda sem bíður 1992 þegar sá réttur sem tekinn hefur verið á leigu getur orðið virkur á ný, og með tilliti til núverandi markaðsaðstæðna, þá er bændastéttinni mikil nauðsyn að ná áfram- haldandi samningum við ríkið um það hvað þá tekur við. Menn hafa því velt fyr- ir sér leiðum til þess að aðlaga núgildandi samning því sem tekur við eftir 1992. í því sambandi hafa verið ræddar hug- myndir um að virkur fullvirðisréttur bænda verði ekki að fullu nýttur til fram- leiðslu tvö síðustu ár samningstímans heldur verði greitt fyrir hann sem ónotað- an rétt að hluta, t.d. 15% réttarins. Þelta er ein af þeim hugmyndum sem ræddar hafa verið í tengslum við nýjan búvörusamning og mun ég víkja nánar að því síðar. Ágreiningur uni framkvæmd búvörusamnings í skýrslu stjórnar er ítarlega greint frá þeim ágreiningi sem upp kom sl. vetur um tiltekin atriði í framkvæmd búvörusamn- ingsins. Þessi ágreiningur varðar m.a. ábyrgð á fullvirðisrétti sem úthlutað hefur verið samkvæmt reglugerð nr. 157/1987 og rétt bænda sem skáru niður vegna riðuveiki og ekki voru með framleiðslu á viðmiðunarárunum. Þessi ágreiningur snertir að hluta sömu atriði og um er fjall- að í skýrslu rikisendurskoðunar um fram- kvæmd búvörusamninga sem ítarlega er fjallað um í skýrslu stjórnar. Ágreining- urinn kom upp á sl. hausti og hefur ekki enn fengist leystur. Við fulltrúar Stéttarsambandsins í Framkvæmdanefnd búvörusamninga höf- um ítrekað lagt til að ágreiningi sem varð- ar rétt þeirra aðila sem fengu ákvarðaðan rétt vegna riðuniðurskurðar svo og ágreiningi vegna heimildar búnaðarsam- bandanna til að endurúthiuta rétti sem til- kominn var vegna líflambasölu í tengslum við riðuniðurskurð, verði vísað til gerðar- dóms en ríkisvaldið hefur ekki enn getað gert upp hug sinn um hvernig á málinu skuli tekið. Þá hefur sá ágreiningur sem er tilkominn vegna aukaúthlutana samkv. reglugerð 157 gert það að verkum að ekki hefur verið hægt að ganga frá reiknings- legu uppgjöri sauðfjárafurða frá 1987 og engin drög að reglugerð fyrir sauðfjár- framleiðslu 1990/1991 hafa enn litið dags- ins ljós. Þetta er með öllu óþolandi ástand og því miður allt of einkennandi fyrir þátt ríkisins í framkvæmd samninganna. Ákvarðanir dragast úr höntlu og bænd- ur fá allt of seint vitneskju um málin. Glöggt dæmi um þetta er hversu seint ákvarðanir um tilboð til bænda um leigu og sölu fullvirðisréttar hafa verið teknar þrjú síðustu haust. Ekki hefur verið hægt að kynna þessi tilboð fyrir bændum fyrr en í byrjun október sem er alltof seint enda árangurinn eftir því. Það sama er að endurtaka sig nú. Engar ákvarðanir fást teknar um það hvaða tilboð verða í gangi í haust eða hvort þau verða nokkur. Þessum seinagangi verður að linna og framkvæmd búvörusamningsins að fá þá Haukur Halldórsson. athygli af hálfu ríkisvaldsins sem við hæfi er í jafn þýðingarmiklu máli. Umræða um nýjan búvörusamning Aðalfundur Stéttarsambandsins árið 1988 fól stjórninni að leita eftir viðræðum við ríkisvaldið um nýjan búvörusamning sem taki gildi 1992 þegar núverandi samningur rennur út. Þessari ósk var komið á fram- færi við landbúnaðarráðherra á sl. hausti. í apríl sl. var síðan kosin formleg samn- inganefnd af hálfu Stéttarsambandsins og hafa verið haldnir þrír formlegir viðræðu- fundir um málið. Á fundi sem haldinn var hér á Hvann- eyri í byrjun ágúst lagði Stéttarsambandið fram hugmynd að efnisatriðum nýs bú- vörusamnings. Ekki er um að ræða form- lega tillögu eða kröfugerð af hálfu Stétt- arsambandsins heldur umræðupunkta sem settir eru fram til þess að fá fram umræðu um málið á breiðum grundvelli og kanna viðhorf stjórnvalda. Mun ég nú gera í stuttu máli grein fyrir helstu atriðum þessara hugmynda. Forsendur nýs samnings í hugmyndum Stéttarsambandsins er gert ráð fyrir að um verði að ræða ramma- samning um þróun búvöruframleiðslunn- ar til ársins 2000. Markmið samningsins verði að tryggja framgang þeirrar stefnu sem mörkuð er í 1. grein búvörulaganna. Samningurinn fjalli fyrst og fremst um framleiðslu mjólkur og kindakjöts en hægt verði með sérsamningum á samnings- tímanum að fella aðrar framleiðslugrein- ar að samningnum. Er þar m.a. haft í huga að tengja megi kjötgreinarnar allar framkvæmd samn- ingsins ef á tímabilinu tekst að ná sam- stöðu milli kjötframleiðenda um sameig- inlega framleiðslustefnu. Það er skoðun stjórnar Stéttarsam- bandsins að því aðeins geti orðið um að ræða heildstæða landbúnaðarstefnu að megin atriði í framkvæmd hennar liggi fyrir nokkur ár fram í tímann og því er stungið upp á tímabilinu frá 1992 til næstu aldamóta sem hæfilegu markmiði. Gert er ráð fyrir að umsamið afurða- magn taki á samningstímanum mið af markaðsþróun. Samningurinn kveði á um að verðlags- árið 1992/1993 ábyrgist ríkissjóður bænd- um fullt verð fyrir tiltekið magn af kinda- kjöti og mjólk. Magn kindakjöts og mjólkur breytist síðan árlega til loka samningstímans um ákveðinn hundraðs- hluta þess sem meðalneysla þriggja almanaksára breytist til hækkunar eða lækkunar, með þeirri viðbót sem um semdist vegna útflutnings og breytilegs árferðis. Með slíku fyrirkomulagi fengist nauð- synleg tenging við þá þróun sem verður á markaðnum og um leið ákveðinn hvati til markvissari sölustarfsemi heldur en núverandi samningur felur í sér. Hitt er svo ljóst að bændur geta ekki fallist á slíka markaðstengingu án þess að ríkisvaldið komi á móti og tryggi að for- sendum samningsins verði ekki raskað líkt og gert hefur verið með núgildandi samning ög lýst er hér að framan. Því er sett fram sú krafa að til þess að tryggja stöðugleika í framleiðslu og eftirspurn eftir mjólk og kindakjöti á samningstím- anum og til þess að vernda atvinnuöryggi þeirra sem umræddar vörur framleiða skuldbindi ríkisstjórnin sig til eftirfar- andi: I fyrsta lagi að hlutfall niðurgreiðslna í verði mjólkur og kindakjöts innanlands fari aldrei undir ákveðinn hundraðshluta af óniðurgreiddu heildsöluverði þeirra og í öðru lagi að ekki verði á samningstím- anum leyfður innflutningur búvara sem raskað geti forsendum santningsins. Ég endurtek að slík trygging af hálfu ríkisins hlýtur að vera forsenda þess að bændur geti fallist á að markaðstengja hið umsamda framleiðslumagn. Aðlögun að nýjum samningi Ég hefi hér að framan minnt á nauðsyn þess að aðlaga framkvæmd núgildandi búvörusamnings að ákvæðum nýs samnings. Eins og fyrr er sagt er í hug- myndum stjórnarinnar bent á möguleika til þess að spara útflutningsbætur og ná birgðum niður með því að á verðlagsárinu 1990-1992 greiði ríkissjóður einstökum framleiðendum sem nemur hlutfalli launa og fjármagnskostnaðar í verði sauðfjár- afurða fyrir allt að 15% af fullvirðisrétti þeirra í stað þess að þeir framleiði upp í réttinn. Þánnig yrði tekjutryggingar- ákvæðum samningsins haldið en hann ekki nýttur að fullu til framleiðslu. Ljóst er að framkvæmd ákvæða sem þessara, ef til kemur, er afar vandasöm, en eftirtaldir valkostir eru nefndir í hug- myndum stjórnar. í fyrsta lagi: Öll búmarkssvæði verði færð niður um ákveðið hlutfall, hugsan- lega með innbyrðis frávikum. í öðru lagi: Leitað verði leiða til að þeir framleiðendur sem eingöngu búa við sauðfé og framleiðendur á svæðum þar sem sauðfjárrækt er undirstaða byggðar verði eftir föngunt undanþegnir þessum aðgerðum og í þriðja lagi að framleiðslu- réttur 67 ára og eldri verði færður niður umfram rétt annarra. Ég ítreka það að hér er aðeins um lauslegar hugmyndir að ræða sem engan veginn má túlka sem fastmótaðar tillögur stjórnarinnar í þessu cfni enda er það ekki hlutverk Stéttarsambandsins að ákveða hvernig slíkri takmörkun á fram- leiðslu yrði dreift. Þá er þeirri hugmynd hreyft að Stéttar- sambandið fallist á að frá og með verð- lagsárinu 1990/1991 verði framleiðendum sauðfjár gefinn kostur á að færa sem nem- ur allt að tveimur milljónum lítra fullvirð- isrétti úr sauðfé yfir í mjólk. . Þessu mjólkurmagni verði haldið sér- greindu og hafi hvorki áhrif á ákvæði gild- andi búvörusamnings um magnaukningu í mjólk né ákvörðun um verðábyrgð á mjólk í nýjum búvörusamningi. Þessi hugmynd er upphaflega komin frá landbúnaðarráðherra í viðræðum á sl, vetri og hefur stjórn Stéttarsambandsíns lýst sig reiðubúna til þess að ræða liana í tengslum við gerð nýs búvörusamnings. Benda má á að nettó skilaverð á Banda- ríkjantarkaði fyrir útflutta osta er nú hærra en það skilaverð sem fæst fyrir dilkakjöt sem flutt er til annarra landa en Finnlands, Svíþjóðar og Færeyja. Stefna við úthlutun fullvirðisréttar Varðandi úthlutun fullvirðisréttar og rétt til hlutdeildar í þeirri tekjutryggingu sem í búvörusamningi felst er lagt til að eftir- farandi hugmyndir verði ræddar. í fyrsta lagi að það meginsjónarmið verði ráðandi við úthlutun fullvirðisréttar sem til fellur á samningstímanum, þ.e. að viðbótarréttur og réttur sem losnar, að hann verði til að auka hagkvæmni og bæta nýtingu þeirrar fjárfestingar sent fyrir hendi er og best þjónar kröfum um hollustuhætti og hagkvæma vinnuað- stöðu. Jafnframt verði höfð í huga nálægð markaðar og nauðsynlegrar þjónustu, svo og landgæði og viðhald byggðar urn landið. í öðru lagi að til athugunar sé að þeir sem eiga rétt á ellilífeyri og tekjutrygg- ingu eigi ekki sama rétt og aðrir á þeirri tekjutryggingu sem í búvörusamningi felst. í þeirri þröngu stöðu sem landbún- aðurinn nú er í tel ég óhjákvæmilegt að menn velti upp þessari viðkvæmu spurn- ingu. í þriðja lagi að tilfærsla á fullvirðisrétti verði heimil með leigu og/eða úthlutun búnaðarsambanda eftir líkum reglum og nú hafa verið settar í mjólkurframleiðsl- unni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.