Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 1. september 1989 WEUJMLW Höldursf. BÍIASAIA við Hvannavelii. Símar 24119 og 24170. MMC Galant 2000 GT116 v, 5 gíra, A6S, ECS og fl. Árg. ’89, ek. 3 þús Ford Sierra 1600, svartur, 5 gíra. Árg. ’88, ek. 12 þús. Verð 760.000. Subaru station 1800 Turbo 4X4, sjálfskiptur, hvítur. Árg. ’87, ek. 49 þús. Verð 1.100.000. MMC Colt EXE, hvítur. Árg. ’87, ek. 45 þús. Verð 470.000. Toyota Corolla Sedan XL. D.græn. Árg. ’88, ek. 11 þús. Verð 760.000. Daihatsu Charade Turbo, hvítur, topplúga, 5 gíra. Árg. '87, ek. 31 þús. Verð 530.000. Honda Accord EX Beige, 5 gíra, vökvastýri, topplúga. Árg. ’84, ek. 90 þús. Verð 550.000. ★ Greiðslukjör við allra hæfi PÍIASALWW MöUurst BflASAlA við Hvannavelli. Símar 24119 og 24170. fréttir Sauðfjárslátrun á Norðurlandi: 7500 hausum færra í Eyjaflrði Sauðfjárslátrun fer nú í hönd, og starfsmenn sláturhúsanna á Norðurlandi hafa undanfarið unnið að undirbúningi í því sambandi. Húsvíkingar ætla að ríða á vaðið og verða fyrstir í ár, svonefnd forslátrun verður í sláturhúsi KÞ dagana 6. og 7. september. Óli Valdimarsson, sláturhús- stjóri KEA, segir að sauðfjár- slátrun hefjist þriðjudaginn 12. september á Akureyri. Um 44 þúsund fjár verður slátrað í hús- inu, þ.e. 300 fleira en í fyrra. í ár verður engin slátrun á Dalvík, og flytja bændur í Ólafsfirði og Árskógshreppi því allt sláturfé til Akureyrar. Fækkun sláturfjár á svæðinu frá fyrra ári nemur 7500 hausum. Birgðastaðan kindakjöts í kjöt- frystiklefum KEA á Akureyri nemur 150 tonnum. Á Húsavík er reiknað með að slátra 56 þúsund fjár, en það er fjölgun um 18 þúsund frá fyrra ári. Kemur þar til aukning úr Kelduhverfi því engin sauðfjár- slátrun er lengur á Kópaskeri. Þorgeir Hlöðvesson, sláturhús- stjóri, segir að vegna aukningar- innar verði 8 til 9 daga lenging á sláturtíðinni. Eitthvað af fólk frá Kópaskeri hefur ráðið sig í vinnu hjá sláturhúsi KÞ. Sláturhús KS á Sauðárkróki byrjar að taka á móti sauðfé um miðjan september. Nákvæm dag- setning hefur ekki enn verið ákveðin varðandi fyrsta slátur- dag, en rætt er um 12. eða 13. september. Árni Egilsson, slátur- hússtjóri, segir að um fjögur þús- und færra fjár verði slátrað í haust en í fyrra, einkum vegna riðuniðurskurðar. Kindakjöts- birðgir eru með meira móti hjá KS. Samkvæmt upplýsingum frá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi hefst sauðfjárslátrun hjá KH 14. september, slátrað verður 36 þúsund fjár. Litlar sem engar kindakjötsbirgðir eru til á Blönduósi, m.a. vegna þess að mikið „útsölukjöt“ var sagað nið- ur og sent með bílum til Reykja- víkur og nágrennis. EHB Framhaldsnám á Siglufirði: Góð þátttaka í framhaldsdeildina Framhaldsdeild á Siglufírði, í tengslum við Fjölbrautaskól- ann á Sauðárkróki, verður starfrækt í vetur við Grunn- skólann. Kennsla hefst viku af september og hafa rúmlega 20 nemendur skráð sig til náms. Boðið verður upp á bóknáms- braut og iðnnámsbraut og skiptist fjöldi nemenda nokk- uð jafnt niður á milli braut- anna. Að sögn Péturs Garð- arssonar, skólastjóra Grunn- skólans, eru viðtökur góðar við þessu framhaldsnámi, sem stendur yfír í tvær annir. Kennsla fer fram í húsnæði Grunnskólans. Pétur sagði að framhaldsnám væri ekki nýjung á Siglufirði, því undanfarin misseri hefur verið haft samstarf við framhaldsskóla á Norðurlandi, sérstaklega verk- námsskóla, um franthaldsnám. Síðustu ár hafa vélvirkjar og HOTEL KEA Laugardagurinn 2. sept. Dansleikur Hin frábæra hljómsveit Ingimars Eydal ásamt söngvurunum Ingu Eydal og Júlíusi Guðmundssyni leika fyrir dansi. ★ Ingimar Eydal leikur fyrir matargesti föstudags- og laugardagskvöld. Veriö velkomin. ★ Viðskiptavinir ath. Frá og með 1. sept. er opið frá 8-20.00. HóterKEA Borðapantanir í síma 22200 húsasmiðir verið útskrifaðir frá Siglufirði og sagði Pétur að fram- hald yrði á því. „Þetta ræðst af því hvað nemendur vilja gera. Nú er ástandið þannig að nemendur sóttu sjálfir eftir því að vera hér heima. Bæði er það að vinna hef- ur verið rninni hjá þeim, og einnig foreldrum nemenda. Bæjarbúar taka þessu vel, því það munar um hvert árið sem krakkarnir geta verið í sinni heimabyggð. Það er erfitt að þurfa að senda þau burtu," sagði Pétur. Það kont fram hjá Pétri að framhaldsdeildin væri sú fjöl- mennasta hingað til. Vel gekk að ráða kennara fyrir veturinn, en boðið verður upp á grunnáfanga í bóknámi og verknámi. Eftir vet- urinn geta iðnnemar haldið áfram námi á Siglufirði, en bóknáms- nemendur verða að Ieita í aðra skóla. -bjb Vertshúsiö hf. á Hvamms- tanga, hlutafélag um hótel- rekstur og vcitingasölu, var nýlega tekið til gjaldþrota- meðferðar hjá sýslumanns- embættinu á Biönduósi. Skuldir hlutatelagsins neina meira en 20 milljónum króna. Bræöurnir Ingvar og Óli Jakobssynir á Hvammstanga ráku fyrirtækiö lengst af en það fckk greiöslustöðvun í marsmánuði. Ingvar var spuröur urn ástæður gjald- þrotsins og sagði hann þær fyrst og fremst vera háan fjár- magnskostnað, sem ekki hefðí rcynst viðráðanlegur miöað við umfang rekstrarins. „Það hefði sjálfsagt verið hægt að reka þetta ef enga skuldir hefðu verið áhvílandi. Það er ákveðinn grundvöllur fyrir ferðamannaþjónustu á Hvammstanga, það er enginn vafi, en varðandi Vertshúsið þá voru skuldirnar einfaldlega of miklar,“ sagði hann. Skiptaráðandi auglýsti fyrir skömmu rekstur Vertshússins til leigu eða sölu frá 1. sept- ember. í auglýsingunni segir að velta undanfarinna mánaða hafi vcriö liðlega 1,7 milljónir kr. á mánuði, og að vínveit- ingaleýfi fylgi. Húsnæöi fyrir- tækisins á Hvammstanga er nýlegt, aðeins þriggja ára, og er u n að ræða veitingasal fyrir nokkra tugi gesta og sex tveggja manna herbergi.EHB Safnaðarheimili við Dalvíkurkirkju: Ákveðið er að hafa lokað útboð Á næstunni verður hafíst handa við byggingu safnaðar- heimilis við Dalvíkurkirkju samkvæmt fyrirliggjandi teikn- ingum Hauks Haraldssonar tæknifræðings á Akureyri. Safnaðarfundur þann 20. júlí sl. gaf sitt samþykki fyrir bygg- ingunni og bygginganefnd lagði blessun sína yfír hana nýverið. Að sögn Kristjáns Jónssonar, formanns sóknarnefndar, hefur verið ákveðið að hafa lokað útboð á framkvæmdum við safn- aðarheimilið og er nú unnið að því að útbúa útboðsgögn. Hann segir að ekki hafi verið ákveðið hvort bygging hússins verði boðin út í einu lagi. Það verði þó að teljast líklegt. Kristján segir að allar áætlanir miðist við að ljúka vinnu við grunn hússins í haust. Eins og Dagur hefur áður skýrt frá er fyrirhugað safnaðarheimili 237 fermetrar að grunnfleti á tveimur hæðum og í því er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir prest, organista og kór. Þá verður þar aðstaða fyrir æskulýðsstarf kirkj- unnar. Byggingin kemur í norður frá Dalvíkurkirkju og samkvæmt grófum kostnaðaráætlunum kostar hún 20 milljónir króna. óþh K. Jónsson & Co: Pantanir hafa aukist - en skortur á vinnuaíli háir fyrirtækinu Pantanir hafa aukist nokkuö hjá K. Jónsson & Co. að undanförnu, en eftirspurn eftir framleiðsluvörum fyrirtækisins er þó ekki cins mikil og á sama tíma í fyrra, að sögn Baldvins Valdemarssonar, aðstoðar- framkvæindastjóra. Við bætist að sumarvinnufólk er að snúa aftur í skóla og nú er svo kom- ið að starfsfólk vantar til starfa hjá fyrirtækinu. „Okkur hafa borist nokkrar pantanir frá erlendum aðilum og einnig hefur verið veruleg aukn- ing á innanlandsmarkaði, sér- staklega í grænmeti og hins vegar í fiskbollum og fiskbúðingi, sem eru nýjar framleiðsluvörur hjá okkur,“ sagði Baldvin. K. Jónsson & Co. hefur aug- lýst mikið eftir fólki til starfa á síðustu vikum og að sögn Baldvins vantar a.m.k. 10 konur til verk- smiðjustarfa. Hann sagði að eftirspurn eftir vinnuafli væri meiri en framboð á þessum tíma, meðal annars vegna þess að skólafólkið færi af vinnumarkaði. „Við erunt í dálitlum vandræð- um. Það virðist vera meira fram- hoð á vinnuafli karla en kvenna um þessar mundir, en vonandi rætist úr þessu sem fyrst,“ sagði Baldvin að lokum. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.