Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 11
Föstudagur 1. september 1989 - DAGUR - 11 Antony Karl og félagar í KA-liðinu mæta fylki á Akureyrarvelli kl. 14.00 á laugardag. Mynd: TI.V íþróttir helgarinnar: KA áfrarn á toppnum - mætir Fylki á morgun - Valur-Þór í Reykjavík - TBA mætir Leikni - Fallbarátta á Húsavík Það sem hæst ber á íþrótta- sviðinu er leikur KA og Fylkis í 1. deildinni í knattspyrnu á Akureyri á Iaugardaginn. En það verður mikið um að vera á öðrum knattspyrnuvöllum yfir helgina; 2. deildin er á fullu, heil umferð fer fram í 3. deild- inni, TBA leikur síðari úrslita- leikinn í 4. deildinni á Akur- eyrarvelli á sunnudaginn, og úrslitin í 3. flokki karla fara fram á KA og Þórsvellinum um helgina. A Jaðri verður síðan Kóka-kóla golfmótið. Augu flestra knattspyrnu- áhugamanna beinast að leik KA og Fylkis á Akureyrarvelli á laug- ardaginn kl. 14.00 í 1. deild karla. KA er nú eitt á toppi 1. deildar en Fylkisntenn berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Það má því búast við fjölmenni á Akur- eyrarvöllinn á laugardaginn. Þórsarar leika ekki síður mikil- vægan leik gegn Valsmönnum fyrir sunnan. Þórsarar eru cnn í bullandi fallhættu og verða að ná í stig í þessum leik. Þeir verða án Júgóslavans Kostics sem er í leikbanni en aðrir leikmerin verða með í þessum leik. I 2. deildinni er fallbaráttan í algleymingi og mætast Völsungur og Leiftur á Húsavík á laugar- daginn. Völsungar verða að sigra í leiknum til þcss að eiga ntögu- leika á því að bjarga sér frá falli því ef liðið tapar er það sem gott sem falliö. Á sama tíma mætir Tindastóll ÍR á Sauðárkróki og verða Sauðkrækingar að næla sér í stig til að losna við fajldrauginn. Á Vopnafirði mætir Einherji Víði. Einnig keppa Selfoss og Breiðablik og Stjarnan og ÍBV. I 3. deildinni keppa Dalvík og Reynir á Dalvík og veröur Reyn- ir að ná í eitt stig í leiknum til þess að gulltryggja sig í deildinni. Aðrir leikir skipta ekki miklu máli því KS er þegar komið upp í 2. deild en Magni, Korntákur, Valur og Austri eru þegar fallin í 4. deild. TBA leikur síðari úrslitaleik sinn um sæti í 3. deild við Leikni frá Fáskrúðsfirði. Fer sá leikur fram á Akureyrarvellinum á sunnudag kl. 14.00. Þórsarar eru í úrslitum í 3. flokki karla og fara þau úrslit frant á Akureyri. Þór leikur við Stjörnuna í dag kl. 17.00 á Þórs- vellinum og á morgun laugardag kl. 17.00 við ÍA og er fólki sér- staklega bent á þann leik því ÍA- liðið þykir eitt besta yngriflokka- lið á Islandi í dag. En lítum á leikina í úrslitakeppninni: Föstudagur Þórsvöllur: Kl. 17.00 Stjarnan- Þór. Kl. 19.00 ÍA-ÍBK. KA-völIur: Kl. 17.00 Þór V,- Selfoss. Kl. 19.00 KR-Fram. Laugardagur Þórsvöllur: Kl. 11.00 ÍBK- Stjarnan. Kl. 17.00 Þór-ÍA. KA-vullur: Kl. 11.00 Fram-Þór V. Kl. 17.00 Selfoss-KR. Kvennaknattspyrna: Sameinast kveimaliðin á Akureyri - „erum vel til viðræðu“ segja formenn KA og Þórs Nokkrar umræður hafa verið í gangi um að saineina kvenna- liðin í knattspyrnu á Akureyri og senda sameiginlegt lið undir nafni ÍBA í 1. deild kvenna á næsta ári. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skipti sem þessi mál hafa verið rædd en svo virðist sem þessi umræða sé nú komin á einhvern rekspöl. Bæði Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar KA og Sigurður Arnórsson formaður knattspyrnudeildar Þórs sögðu í samtali við Dag að þessi mál hefði borið á góma og væri fullur vilji hjá báðum félögum að taka upp viðræður um þetta mál. „Það mætti vel hugsa sér að sameina meistara- og 2. flokkinn en hafa 3. flokkinn áfram starf- andi hjá báðum félögum," sagði Stefán. Sigurður tók undir þessa skoðun og sagði að vaxtarbrodd- urinn í kvennaknattspyrnunni væri hjá yngri stúlkunum og þyrftu félögin að koma til móts við hinn vaxandi fjölda ungra knattspyrnustúlkna. Gunnlaugur Björnsson þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KA viðrar skoðanir sínar á þessu rnáli í riti knattspyrnudeildar KA sem kemur út fljótlega: „Það er voða- leg þreyta í stúlkunum og ég held að að þar eigi hvað stærstan þátt það hugarfar sem ríkir gagnvart kvennaknattspyrnu almennt," segir Gunnlaugur og bætir síðan við þegar hanri er spurður hvort hann telji að KA verði með lið í 1. deildinni á næsta ári: „Mér kæmi það ekki á óvart þó að það yrði ekki og ég tel allavega líklcgt Landsliö íslands, skipað leik- mönnum 21 árs og yngri, leik- ur landsleik gegn Finnum á Akureyri á þriðjudaginn kem- ur kl. 19.00 og er leikurinn lið- ur í Evrópukeppni landsliða í þessum aldursflokki. Einn Norðlendingur, Eyjólfur Sverrisson frá Tindastóli, er í liðinu sem mætir Finnum. Ólafur Þórðarson frá Brann og Kristinn R. Jónsson úr Fram eru cldri leikmcnnirnir sem lcika með liðinu, en leyfilegt er að nota tvo eldri leikmenn í þessum 21 árs lcikjum. Ólafur er í leik- banni hjá A-landsliðinu og getur því ekki leikið gegn A-Þjóðverj- um á ntiðvikudaginn í Reykja- vík. íslendingar liafa leikið þrjá leiki til þessa í keppninni; við gerðum jafntefli við V-Þjóðverja og Hollendinga hér heirna en töpuðum fyrir Finnum 2:1 í Finnlandi. íslenska liðið er skip- að eftirtöldum leikmönnum: Staðan 1. deild KA 15 7-6-2 24:13 27 KR 15 7-5-3 24:17 26 FH 15 7-4-3 20:13 26 Fram 15 8-2-5 19:13 26 ÍA 15 7-2-6 15:16 23 Valur 15 6-3-6 16:14 21 Víkingur 15 4-5-6 22:24 17 Þór 15 3-6-6 16:23 15 Fylkir 15 4-1-10 15:28 13 ÍBK 15 2-5-8 15:24 11 að afföllin verði mikil. Ég hef raunar lengi talið að væri nóg að hafa citt kvennalið hér á Akur- eyri, en það gæti orðið erfitt í framkvæmd." Markveröir: Ólafur Gottskálksson ÍA Adólf Öskarsson ÍBV Aðrir leikmenn: Einar Páll Tótnasson Val Steinar Adólfsson Val Eyjólfur Sverrisson Tindastóli Alexander Högnason ÍA Haraldur Ingólfsson ÍA Kjartan Einarsson ÍBK Baldur Bjarnason Fylki Þórhallur Víkingsson FH Ólafur Kristjánsson FH Þorsteinn Halldórsson KR Heimir Guðjónsson KR Jóhann Lapas KR Ólafur Þórðarson Brann Kristinn R. Jónsson Fram Eyjólfur Sverrisson leikur með íslenska landsliðinu gegn Finnuni. Sunnudagur L.eikir um sæti frá kl. 11.00. Ur- slilaleikur fer fram kl. 15.00. Golfmenn veröa á fullu á Jaðri. Kóka-kóla golfmótið fer þar fram á laugardag og sunnu- dag. Þetta er 36 liolu mót, með og án forgjafar, og eru verðlaun- in hin veglegustu og eru þan gefin af Vífilfelli h.f. Sími 685111. Upplýsingasímsvari 681511. Lukkulínan: 99 1002. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Enn á Árskógssandi Garðar Níelsson lagði markvörðinn Eirík Eiríksson að velli í síðustu viku. Það var að vísu mjótt á mununum; Garðar var með sex rétta en Eiríkur fimm, en það dugði nú Garðari samt til sigurs. Hann hefur nú skorað á Gylfa Baldvinsson útgerðarmann á Árskógssandi og hann var nú fljótur að taka þeirri áskorun. Ekk- ert er leikið í ensku 1. deildinni þannig að leikir í 1. deild íslensku knattspyrnunnar eru á seðlinum, auk leikja úr2. deild- inni ensku. Það verður því spennandi að sjá hvernig „Sandar- arnir“ tveir standa sig í getraunaleiknum. Garöar: Valur-Þór 1 ÍBK-Víkingur 2 FH-ÍA 2 KA-Fylkir 1 Bradford-Portsmouth x Brighton-Port Vale 1 Hull-West Ham 2 Ipswich-Bournemouth 1 Middlesbro-Sheff.Utd. x Stoke-Leeds 1 Watford-Leicester 1 WBA-Sunderland x Gylfi: Valur-Þór 1 ÍBK-Víkingur 2 FH-ÍA 1 KA-Fylkir 1 Bradford-Portsmouth 1 Brighton-Port Vale 2 Hull-West Ham 1 Ipswich-Bournemouth 1 Middlesbro-Sheff.Utd. 2 Stoke-Leeds 2 Watford-Leicester 2 WBA-Sunderland x 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Landsleikur á Akureyri - U-21 árs - ísland og Finnlana

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.