Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 01.09.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 1. september 1989 - DAGUR - 3 fréffir Nýtt fiskverkunarhús í byggingu á Sighifirði Koinnir eru veggir aft nýja iiúsinu en Jón Dvrfjörö segir aft stefnt sé aft afhendingu þess í byrjun október. Mynd: Ás Jón Dýrfjörð, eigandi Véla- verkstæðis Jóns og Erlings hf í Siglufirði, stendur fyrir bygg- ingu 360 fermetra fiskverkun- arhúss í bænum, nánar tiltekið á hafnarsvæði innri hafnarinn- ar. Húsið er tvískipt stálgrind- arhús, og er stærstur hluti þess þegar seldur. „Við byrjuðum verkið í fullvissu þess að þörf væri fyrir svona hús, enda koni það á daginn," sagði Jón. Hann benti á að aðstaða flestra smábátaeigenda á staðn- um fyrir útgerð og saltfiskvinnslu væri ófullkomin og komin til ára sinna, þannig að góður jarövegur væri fyrir byggingu fiskverkunar- húss af þessu tagi. Jón sagðist eiga von á að húsið yrði tilbúið til afhendingar í byrj- un október. Ætlunin er að ráðast í byggingu annars og samsvar- andi liúss síðar næsta vetur. Starfsmenn Vélaverkstæðis Jóns og Erlings hafa unnið við að rafsjóða stálgrindina í bygging- una. Jón var spurður um atvinnu- ástandið hjá málmiðnaðarmönn- um í bænum og kvað hann menn óneitanlega hafa oröið vara viö samdrátt á því sviði. „Það er eng- in ástæða til að bera sig betur en efni standa til. Pað er ekki svart- sýnishljóð í okkur en viö viður- kennum þá staðreynd að hér er samdráttur, og honum vcrður að mæta. Héðan eru gerðir út fimm togarar og töluvcrt af smærri bátum, og flest skipin eru í við- skiptum við okkur. Við erum eini aðilinn sem rekum slíka þjónustu á staðnum. Með tilliti til þess er þetta í þokkalega góöu lagi,“ sagði hann. EHB Iðnaðarráðherra boðar til fundar á Akureyri: Rætt um stóriðju við Eyjaíjörð - náttúrufarskönnun í endurskoðun Ákveðiö er aö boða til opins fundar um orkufrekan iðnað á Eyjafjarðarsvæðinu á Akur- eyri miðvikudaginn 13. sept- ember nk. Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, ásamt sér- fróðum mönnum um þessi mál munu koma á fundinn og halda framsögu. Iðnaðarráðherra mun halda fund á Austfjörðum þriðjudaginn 13. september með sveitarstjórn- armönnum eystra unt hugsanlega Fljótsdalsvirkjun. Að sögn Birgis Árnasonar, aðstoðarmanns iðnaðarráðherra, er unnið mjög markvisst að þess- um málum í iðnaðarráðuneytinu. Meðal annars er nú hafin vinna við endurskoðun fyrirliggjandi náttúrufarskönnunar á Eyja- fjarðarsvæðinu með tilliti til byggingar stóriðju þar. Ekki er vitað hvenær þeirri vinnu lýkur. óþh EyjaQarðarbraut vestri: Mjög harður árekstur eftir framúrakstur - tækjabíll fenginn til að ná slösuðu fólki úr bílunum Klukkan 21.42 síðastliðið miðvikudagskvöld var lög- reglunni á Akureyri tilkynnt um haröan árekstur á Eyja- fjarðarbraut vestri, skammt frá Ytra-Gili í Hrafnagils- lircppi. Tveir bílar sem koinu úr gagnstæðri átt skullu sam- an af miklu afli, en annar bíll- inn var að fara fram úr þeim þriðja og lenti á bíl sem kom á móti. Þetta gerðist mjög snöggt og sáust engin hcmla- för á slysstað. Bílstjórinn var einn í öörum bílnum en karl og kona í hinum. Fólkiö slasaðist allt töluvert og var flutt á Fjórð- ungssjúkrahúsið á Akureyri. Að sögn lögreglunnar virtist fólkiö þó ekki hafa hlotið eins mikil meiösl og óttast var í fyrstu. Aökoman á slysstað var hörmuleg. Bílarnir gerónýtir og fölkiö fast í þeim. Lögreglan fékk tækjabíl frá slökkviliðinu á Akureyri með sérstakar klippur til að ná fólkinu út og tók það dágóða stund. Sérstaklega reyndist erfitt að losa ökumann- inn, sem var einn í bíl sínum, og í hinum bílnum kvartaði maður yfir verkjum í baki og þurfti að sýna aögát við að ná honum út. Fólkið var allt með meðvitund. Að sögn lögreglunnar virðist sem hér hafi eitthvað farið úrskeiðis við framúrakstur. Dálítið hvarf er á veginum á þessum stað, þó engin blindhæð, en orsakir slyssins Mynd: KL eru ekki að fullu kunnar. Aö sögn sjónarvotts var þriggja bíla röð á leið í aðra áttina og skyndilega fór annar bíllinn í röðinni fram úr þcim fyrsta og lenti beint á bíl sem kom á móti. Hann sagði að bílarnir heföu ekki veriö á mikilli ferð en höggið var svo mikið að bíl- arnir lyftust upp að aflan viö áreksturinn. SS Tílkyiuiing um ferð augnlæknis Loftur Magnússon, augnlæknir verður til viðtals á Kópaskeri 4. og 5. september, á Raufarhöfn 6. og 7. september og á Þórshöfn 8. og 9. septem- ber 1989. Tímapantanir á viðkomandi heilsugæslustöðvum. Landlæknir. se: Alþingi íslendinca Auglýsing Fjárveitinganefnd Alþingis ráðgerir að gefa sveit- arstjórnarmönnum kost á að eiga fund með nefndinni dagana 2.-6. október. Upplýsingar og tímapantanir gefur Sigurður Rúnar Sigurjónsson í síma 624099 frá kl. 9-17 eigi síðar en 20. sept- ember n.k. Opnir stjómmálafundir Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra og alþingismennirn- ir, Árni Gunnarsson og Jón Sæ- mundur Sigurjónsson, verða með stjórnmálafundi á Norðurlandi, sem hér segir: Siglufirði föstudaginn 1. septem- ber kl. 21.00 á Hótel Höfn. Sauðárkróki sunnudaginn 3. sept- ember kl. 14.00 í Safnahúsinu. Akureyri sunnudaginn 3. septem- ber kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14. Takið eftir! Fundirnir eru öllum opnir * jr HHHVV >1 ■ ^ M W M i hepP0 rr4“ Laugardagur kl.13: :55 35. LEIKVIKA- 2. sept. 1989 1 X 2 Leikur 1 Valur - Þór Leikur 2 Keflavík - Víkingur Leikur 3 F.H. - Akranes Leikur 4 K.A. - Fylkir Leikur 5 Bradford - Portsmouth Leikur 6 Brighton - Port Vale Leikur 7 Hull - West Ham Leikur 8 Ipswich - Bournemouth Leikur 9 Middlesbro - Sheff. Utd. Leikur 10 Stoke - Leeds Leikur 11 Watford - Leicester Leikur 12 W.B.A. - Sunderland Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULINAN s. 991002 8— FALDUR POTT U R!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.