Dagur - 01.09.1989, Síða 4

Dagur - 01.09.1989, Síða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 1. september 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LALISASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (iþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SIMFAX: 96-27639 Kosningaskjálfti Undanfarna daga hefur greinilega mátt merkja kosningaskjálfta hjá mörgum stjórn- málamanninum og öðrum þeim sem um stjórnmálin fjalla í ræðu og riti. Sum dag- blaðanna hafa augsýnilega sett upp kosn- ingasvipinn. Ekki varð betur séð en að bæði Alþýðublaðið og Þjóðviljinn samþykktu fyrir sitt leyti kosningar í forystugreinum s.l. þriðjudag og Morgunblaðið hefur að undan- förnu verið afar kosningalegt. Miðopna blaðsins hefur síðustu daga undantekninga- laust verið lögð að meira eða minna leyti undir greinar eftir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins og/eða viðtöl við þá. Forystugrein- ar þess hafa fjallað um meint getu- og ráð- leysi núverandi ríkisstjórnar og nauðsyn þess að koma Sjálfstæðisflokknum til valda á nýjan leik. Þá hefur DV margsinnis heimtað kosningar með vísan til eigin skoðanakann- ana. En það kemur víðar fram en í ofangreind- um dagblöðum að kosningaskjálfti hefur víða gripið um sig. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins héldu tveggja daga langan þing- flokksfund í byrjun vikunnar og á þeim fundi var samið ítarlegt plagg um stefnu flokksins í atvinnumálum. Þetta plagg hafa þeir síðan kynnt rækilega í fjölmiðlum að undanförnu og reyndar látið fylgja með að það sé mjög líklegt til að afla flokknum fylgis. Það þarf ekki glöggan mann til að sjá að þessi nýjasta stefnuskrá flokksins er hreinræktað kosn- ingaplagg. Kratar virðast einnig búa sig undir kosningar af kappi. Flokkurinn hefur boðað andstöðu við samþykkt nýs búvöru- samnings og formaður flokksins mun í dag hefja fundaferð um landið. Þá hefur Ingi Björn Albertsson, þingmaður Frjálslyndra hægrimanna, boðað að hann muni leggja fram vantrauststillögu á ríkisstjórnina þegar þing kemur saman í haust. Á sama tíma ger- ir ríkisstjórnin allt sem í hennar valdi stend- ur til að fá Borgaraflokkinn til liðs við sig, til að treysta stöðu sína á þingi. Segja má að einu flokkarnir sem enn eru lausir við alvar- legan kosningaskjálfta séu Framsóknar- flokkur, Kvennalisti og Alþýðubandalag, að ógleymdum Samtökum jafnréttis og félags- hyggju. Það verður fróðlegt að fylgjast með fram- vindu mála á stjórnmálavettvanginum næstu daga og vikur. Ljóst er að ekki þarf mikið að breytast til þess að þeim, sem þrá kosningar meira en flest annað, verði að ósk sinni. BB. „Ákváðum eftir mjög skamma umhugsun að flytja norður“ - Sigurður Thorarensen framkvæmdastjóri í viðtali um sig og Sjallann Það þykir gjarnan tíðindum sæta þegar nýir menn setjast í áhrifastöður á nýjum stað. Það getur svo verið erfitt að skilgreina þetta orð „áhrifa- stöður“ því auðvitað hafa menn áhrif hvaða starfi sem þeir gegna þó að þau séu mis- jafnlega mikil og verki á mis- stóran hóp fólks. Rekstur Sjallans verkar vissulega á stóran hóp fólks en ætli þar megi ekki segja eins og almennt um „skemmtana- bransann" að þar eru það fyrst og fremst neytendurnir sem hafa áhrif því leiðinlegan og fráhrindandi skemmtistað stundar enginn ótilneyddur. Málið er auðvitað að finna út hvað það er sem fólkið vill og reyna að bjóða uppá það. Þetta hlýtur að vera verkefni Sigurðar Thorarensen sem nýlega tók við starfi fram- kvæmdastjóra Sjallans. Sigurður er fæddur og uppal- inn á Selfossi en þar var Grímur Thorarensen faðir hans kaupfé- lagsstjóri. Afi hans var fyrsti kaupfélagsstjóri á Selfossi og til föðurættarinnar segir Sigurður raunar að rekja megi pólitískar skoðanir hans. „Ég er mikill sveitamaður í pólitíkinnisegir hann. Snerist á innritunarskrifstofunni Sigurður fluttist ungur „suður“ til Kópavogs og aðspurður segist hann frekar telja sig Kópavogs- búa en Selfyssing. „Þegar Breiða- blik og Selfoss mætast á knatt- spyrnuvellinum þá á ég svolítið bágt með mig,“ segir hann. Vera hans í stjórn knattspyrnudeildar Breiðabliks hlýtur þó að stimpla hann sem Blika. Hann segist ekki hafa tekið afstöðu með KA eða Þór. „Það er mjög þægilegt að geta verið afslappaður á öllum leikjum hvort liðið sem er að spila,“ segir hann. Að loknu landsprófi og mennta- skóla hugðist hann skrá sig í nám í líffræði í Háskólanum, en þar snerist hann þó all hressilega á síðustu stundu. „Ég var kominn inn á skrifstofu í Háskólanum þegar frændi minn sem þar var skrifstofustjóri kallaði mig á ein- tal og sagði mér að þetta kæmi nú vart til greina ef ég vildi eiga mér einhverja framtíð. Hann spurði mig hvort ég vildi nú ekki frekar prófa eins og eitt ár í viðskipta- fræðinni og ég var ekki ákveðnari en svo að ég lét til leiðast,“ segir Sigurður. Eftir eitt ár í viðskipta- fræðinni segist harin hafa fundið að þar væri liann á réttri hillu og árið 1982 lauk hann því námi. Heildsala þýðir vinna í 18 tíina á sólarhring Með náminu var hann farinn að vinna sem „altmuligmand" hjá heildsölu- og innflutningsfyrir- tækinu Festi og þar réðist hann til starfa að loknu námi. Árið 1985 keypti hann svo fyrirtækið ásamt tveimur öðrum en strax sama ár keypti hann hlut þeirra og rak fyrirtækið ásamt tvcimur systruni sínum, þangað til á síðasta ári að það var selt. „Það getur verið allt í lagi að vera í heildsölu ef maður er tilbúinn að vinna 18 tíma á sól- arhring," segir Sigurður aðspurð- ur hvort þetta hafi verið góður starfsvettvangur. Þar kom hins vegar að hann var ekki lengur til- búinn að leggja þetta á sig og fjölskylduna. Eftir að hann fór að vinna svona mikið hafði Sigurður með- al annars hætt að stunda þá íþrótt sem hann hafði stundað með góðum árangri frá barnsaldri, golfið. Sigurður varð unglinga- meistari í golfi í nokkur ár og á sínum tíma var hann yngsti kylf- ingur sem lék með karlalandsliði íslands. Um þriggja ára skeið má svo segja að þeir hafi einokað þrjú efstu sætin á landsmótinu, Björgvin Þorsteinsson frá Akur- eyri, Ragnar Ólafsson frá Reykjavík og Sigurður. Þó svo að hann hafi haldið golfbakteríunni í skefjum um nokkurra ára skeið þá hefur hann gripið kylfurnar af og til og nú segist hann ætla að fara að stunda þetta meira. Því til staðfestingar flaggar hann félagsskírteini í Golfklúbbi Akureyrar. Þrjú starfstilboð sama daginn Eftir að heildsalan var seld tók við afslappaður tími en síðan fór að líða að því að finna þyrfti nýtt starf. „Það var ekki auðvelt að fá vinnu í Reykjavík þarna um haustið en allt í einu buðust mér þrjú störf sama daginn og ég varð að taka afstöðu,“ segir Sigurður. Eitt þessara starfa var nýstofnað starf fjármálastjóra útvarpsstöðv- arinnar Stjörnunnar og á það leist Sigurði best. Sigurður segir þetta hafa verið mjög skemmtilegan tíma. Fljót- lega var hins vegar farið að ræða sameiningu Stjörnunnar og Bylgjunnar. Þegar svo öllu starfs- fólki var sagt upp bauð Ólafur Laufdal, aðaleigandi Stjörnunn- ar, honum starf framkvæmda- stjóra Sjallans. „í stað þess að bíða og sjá hvort ég yrði valinn sem fjármálastjóri hins nýja fyrir- tækis, ákváðum við hjónin eftir mjög skamma umhugsun að flytja hingað norður,“ segir Sigurður. Fundir með framhaldsskólanemendum Úr samkeppninni á auglýsinga- markaðinum fyrir sunnan er Sigurður því kominn í sam- keppnina um skemmtanagleði Akureyringa og þeirra sem sækja bæinn heim. „Þetta leggst mjög vel í mig,“ segir Sigurður. Hann segist vera búinn að heyra af þeirri „gömlu hefð“ sem ríkir á Akureyri að þar fari menn í Bleika Fílinn á föstudagskvöld- um og Sjallann á laugardags- kvöldum. „Það hlýtur að verða mitt verkefni að breyta þessu með því að fá fleiri til þess að koma í Sjallann," segir hann en bætir við að því þurfi alls ekki að fylgja fækkun gesta á hinum staðnum. „Við þurfum að bjóða upp á eitthvað annað og meira þannig að fleiri hafi áhuga á að fara út á föstudagskvöldum.“ Hann segir nægar hugmyndir vera í gangi hjá starfsfólki Sjall- ans um það hvernig þessu mark- miði verður náð. Eitt af því sem ráðgert er, er að lialda fundi með forráðamönnum framhaldsskól- anna í bænum þegar þeir hefja starfsemi. „Við viljum endilega fá að heyra hvað það er sem þetta fólk vill að hér verði gert. Það er langtímamarkmið mitt að hér verði einhver starfsemi á hverju kvöldi." segir. Sviðið flutt og byggt yflr dansgólfíð Þegar hefur verið ráðist í breyt- ingar á húsnæði Sjallans en fleiri og mjög umfangsmiklar breyting- ar á salarkynnum standa fyrir dyrum. Málið er að sögn Sigurð- ar á viðkvæmu stigi en meðal þess sem nær öruggt er að þar komist til framkvæmda er, að sviðið verður flutt á þann stað þar sem það var í „gamla Sjallan- um“; í austurenda hússins. Aðspurður segir Sigurður að ástæðan sé ekki „nostalgía" held- ur einfaldlega það að gestir hafi kvartað undan of miklum hávaða í Sólarsalnum. Ef hins vegar þær hugmyndir sem uppi eru fara í gegnum kerfið þá munu þessar svalir fljótlega heyra sögúnni til, því hugmyndirnar miða m.a. að því að byggja yfir þar sem dans- gólfið er núna. Kominn til að vera í nokkur ár Auk golfsins segist Sigurður verja tímanum við veiðar laxa og silunga en auk þess fylgist hann mjög grannt með öllum íþrótt- um. í vetur hugsar hann sér gott til glóðarinnar með að renna sér niður fannhvítar hlíðar Hlíðar- fjalls. Það hefur loðað við Sjallann undanfarin ár að þar endast framkvæmdastjórar stuttan tíma í starfi. Á Sigurði er hins vegar ekki að heyra að hann sé á förum, enda ekki búinn að búa á Akureyri nema í tvo mánuði. „Ég er kominn til að vera hér svo lengi sem ég tel mig geta orðið að gagni. Ég vona að við eigum eftir að búa hér í einhver ár,“ segir Sigurður Thorarensen. ET

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.