Dagur - 20.09.1989, Page 1

Dagur - 20.09.1989, Page 1
^XJtt ‘fyrir* Inerrsurtst |©rrabodin P HAFNARSTR4ETI 9? 602 AKUREYRI SÍMI 967670S 80X 397 Fólk getur gert góð matarkaup: Heilslátur á um 400 krónur - og óvíst hvort verðið breytist Verðlagning á slátri hefur ver* ið gefin frjáls og hafði Dagur samband við fjögur sláturhús á Noröurlandi og spurðist fyrir um sláturverðið. Slátursala var alls staðar hafin og virðist fólk geta gert mjög góð matarkaup með því að fá sér nokkur heil- slátur og drífa sig í sláturgerð um helgina. Ekki virtist mikill verðmismunur á slátri milli byggðarlaga á Norðurlandi, en ekki er endanlega ákveðið hvort sláturverðið á eftir að breytast. blóði á 18 kr., stykki af óhreins- aðri vömb með kepp á 31 kr. en kalónuð vömb með kepp kostar 75 kr. Hvert kíló kostar: lifur 225 kr., mör 60 kr., sviðnir hausar 210 kr., hjörtu 300 kr., þindar 110 kr., nýru 100 kr. og eistu 200 kr. Ekki var reiknað með breyting- um á þessu verði en það verður þó endurskoðað ef það reynist vera í miklu ósamræmi við verð á öðr- um stöðum. Býsn af slátri seldust á Blönduósi í fyrrahaust, eða yfir 20 tonn á heimamarkaði. IM Slökkviliðsmenn að störfum við frystihús Útgerðarfélagsins í gærdag. Mynd: KL Heilslátur með sviðnum haus og einu kílói af mör kostar kr 394 hjá Sláturhúsi KEA á Akureyri. Að sögn Óla Valdimarssonar, sláturhússtjóra, var þetta verð búið til í upphafi sláturtíðar, til að hægt væri hefja sölu og sinna þörfum neytenda. „Pað kom svo- lítið á óvart að verðlagning skyldi vera gefin frjáls og mér sýnist að samkvæmt verðlagsgrundvellin- urn sé verð til bænda fyrir dilka- slátur um 310 kr. Þannig að mis- munurinn er ekki mikill þar sem við látum m.a. svíða hausinn, hreinsa vambirnar og þurfum að borga söluskatt. Verðið er greini- lega eitthvað undir því sem vera þyrfti til að sleppa og ég reikna frekar með að það verði eitthvað hækkað," sagði Óli. Slátursala hjá sláturhúsinu fór þokkalega af stað og hafa selst um 400 slátur á dag. Hjá Sláturhúsi Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki kost- ar heilslátur með sviðnum haus, kílói af mör og kalónaðri vömb 395 kr. Fimm slátur í kassa kosta 2.200 kr. Vésteinn Vésteinsson sagðist ekki reikna með að breyt- ingar yrðu á þessu verði nema eitthvað óvænt kæmi uppá. Þetta væri alveg lágmarksverð, en frek- ar væri litið á slátursöluna sem þjónustu og betra þætti að koma slátrinu til neytenda en þurfa að gera það ónýtt. Slátursalan byrj- aði í fyrradag og taldi Vésteinn að fólk gæti gert góð matarkaup í heilslátrunum. Sláturhús Kaupfélags Þingey- inga á Húsavík selur heilslátur með sviðnum haus, kílói af mör og óverkaðri vömb á 393 kr. Full- verkun og snyrting á vömb kostar 37 kr, þannig að þegar heilslátrið er komið með vömbina alveg fullverkaða kostar það 430 kr. Hægt er að kaupa aukavambir og kosta þær fullverkaðar 67 kr. með kepp. Sagðist Þorgeir Hlöðversson, sláturhússtjóri, síð- ur reikna með að þetta verð ætti eftir að breytast, en ekki hefði verið tekin endanleg afstaða til þess eftir að fréttir komu utn frjálsa verðlagningu. Hjá Kaupfélagi Húnvetninga á Blönduósi eru ekki seld svonefnd heilslátur en hægt er að fá allt til sláturgerðar í kílóa- eða stykkja- tali. Sláturhúsið selur lítra af Allt tiltækt slökkvilið á Akureyri kallað út í gær: Míkíð tjón í eldsvoða hjá Útgerðarfélagi Akureyringa - reykur komst í frystigeymslu því eldvarnarhurð var opin Klukkan 14.14 í gær var slökkvi- liðið á Akureyri kallað út vegna bruna í húsakynnum Útgerðarfélags Akureyringa. Mikinn reyk lagði yfir Oddeyr- ina og var aðkoman heldur skuggaleg þegar blaðamenn mættu á staðinn. Allt tiltækt slökkvilið var þá komið og Bilunin í símalínu fiskeldis- stöðvar Silfurstjörnunnar hf. í Núpsmýri í Öxarfirði um síð- ustu helgi varð vegna skemmda á jarðsímastreng. Að sögn Þórarins Ólafssonar, svæðisumsjónarmanns Pósts og síma á Húsavík, er skýring- in sú að mús hafði gætt sér á streng við Katastaði og gert á hann gat með þeim afleiðing- um að ein lína á kerfinu varð óvirk. Tjónið í fiskeldisstöðinni má því að nokkru leyti rekja til solt- inna músa í Presthólahreppi. Að sögn Björns Benediktssonar, stjórnarformanns Silfurstjörn- unnar, var línan sem viðvörunar- kerfið er tengt við óvirk, en önn- ur lína í stöðinni var í lagi og staðfesti Þórarinn það. Þórarinn sagði jafnframt að ekki væri hægt að treysta á það að einstök síma- barðist við eld og reyk. Ljóst er að verulegt tjón hefur orðið í þessum eldsvoða. Eldurinn kom upp í norður- enda aðalbyggingar Útgerðar- félags Akureyringa en þar er geymsla fyrir bretti og pappa- umbúðir. Gífurlegan reyk lagði út um dyr geymslunnar og var lína væri í lagi 365 daga á ári og því yrði að hafa tvöfalt öryggi á slíku viðvörunarkerfi, en hin lín- an í fiskeldisstöðinni er á öðru kerfi sem var í góðu lagi þessa helgi. Aðspurður sagði Þórarinn að mýs ættu það til að naga í sundur strengi ef þær hefðu ekkert ann- að að éta og það gæti reynst erfitt og tímafrekt að finna slíkar bil- anir. En menn hafa kvartað yfir langvarandi truflunum á síma- kerfinu í Öxarfirði og hefur grun- urinn beinst að rafmagnsgirðing- um. Ekki náðist í Ársæl Magnús- son, umdæmisstjóra Pósts og síma í gær, en Þórarinn sagði að þetta væri rétt, rafmagnsgirðing- ar trufluðu PCM-kerfin og skýringin væri yfirleitt sú að girð- Ingarnar væru ekki nægilega vel Isettar upp. Þetta hefði verið töluverður eldur innan dyra, enda mikið magn af pakkningum þar í geymsiu. Slökkviliðið náði fljótlega góð- um tökum á eldinum en að sögn Tómasar Búa Böðvarssonar, slökkviliðsstjóra, var um tíma óttast að eldurinn kynni að breið- ast út. Slökkvistarfi var að mestu vandamál um land allt, ekki bara í Öxarfirði. SS lokið rúmum klukkutíma eftir að það hófst en þá voru nokkrir menn enn á staðnum við að hreinsa út og ganga úr skugga um að hvergi leyndist glóð. Miklar skemmdir urðu á lager geymslunnar og einnig á húsnæð- inu en ljóst er þó að tjónið gæti verið meira í frystigeymslu við hlið lagersins því þangað barst mikill reykur vegna þess að eld- varnarhurð var ekki lokuð. „Sumir segja að hún hafi opn- ast en ég hef ekki trú á því. Hurðin hlýtur að hafa verið skilin eftir opin, en við vissum það ekki og sáum ekki handa okkar skil þarna inni. Það komst mikill reykur inn í frystigeymsluna og þar var bæði pakkaður og ópakk- aður fiskur og ég óttast að tölu- vert tjón hafi orðið,“ sagði Tóm- as Búi. Eldsupptök voru ekki Ijós seinnipartinn í gær en unnið var að rannsókn málsins. SS Verð á mjólkurvönim lækkar í dag - flugfargjöld innanlands hækka Á fundi verðlagsráðs í gær var ákveðið að taka aftur síðustu hækkun á mjólkurvörum og lækka þessar vörur því í verði í dag. Þá voru á sama fundi heimilaðar hækkanir á flugfar- gjöldum innanlands og taxta leigu- og sendibíla. Fargjöld á flugleiðum innan- lands munu hækka um 6,3%. Þetta þýðir að fullt fargjald á leiðinni Akureyri-Reykjavík- Akureyri kostar nú um 9.600 krónur fyrir einn mann. Taxtar leigubíla munu hækka um 4,7% og sendibíla um 3,1% Mjólk lækkar um 3,8%, úr 70,20 krónum hver lítri í 67,50 krónur. Eitt kíló af smjöri lækkar um 6,3% og kostar í dag 512 krónur. VG Silfurstjarnan hf. í Öxarfirði: Soltnar mýs ábyrgar fyrir tjóninu í fiskeldisstöðinni - nöguðu í sundur jarðsímastreng við Katastaði £UllUr

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.