Dagur - 20.09.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 20.09.1989, Blaðsíða 9
Hlutavelta til styrktar félagsheimilisbyggingu Þórs Fyrir skömmu héldu þeir Gerald Aðalsteinsson, Róbert Aðalsteinsson og Rúnar Friðriksson, hlutaveltu, til styrktar félagsheimilisbyggingu Þórsara í Þorpinu. Alls söfnuðu Þeir kr. 3.500.-, sem þeir afhentu á rit- stjórn Dags. Á myndinni sést hluti varningsins á hlutaveltunni en með drengjunum á myndinni eru tvíbura- systur Rúnars, þær Harpa og Hildur Friðriksdætur. Kynningarrit á ensku um íslenskar bókmenntir Menntamálaráðuneytið hefur gefið út Listkynningarrit á ensku um íslenskar bókmenntir. Rit þetta er hið fyrsta í ritröð um helstu þætti íslensks menningar- starfs sem ráðuneytið hyggst gefa út. Ritið er ætlað til kynningar er- lendis og handa erlendum aðilum sem hingað koma. í því á að koma fram það helsta sem er að gerast í listsköpun hér á landi ásamt stuttu yfirliti um fortíðina. í þetta fyrsta rit ritraðarinnar skrifa: Örnólfur Thorsson um fornbókmenntir, Árni Sigurjóns- Matsmannafræðsla: Þijú námskeið á haustmisseri 1989 Fyrir frumkvæði Matsmanna- félags íslands, í samvinnu við Endurmenntunarnefnd Há- skóla íslands og Yfirfasteigna- matsnefnd ríkisins, hófst á sl. vetri nám í matsfræðum. Fyrstu greinarnar sem kenndar voru voru Frumatriði í rekstr- arhagfræði og viðskiptareikn- ingi og Grunnnámskeið í mats- fræði. Þau námskeið eru ekki skilyrði fyrir þátttöku í nám- skeiðunum nú í haust. Námið mun í heild samsvara eins árs námi og er einkum ætlað þeim sem ekki hafa lokið tækni- skólanámi eða aflað sér svip- aðrar menntunar. Áætlað er að náminu Ijúki vorið 1991. Á haustmisseri verða haldin þrjú námskeið: 1. Námskeið í lögfræði sem verður í umsjón Þorgeirs Örlygs- sonar prófessors. 2. Námskeið um Matsfræði II; a) Arðsemismat fasteigna, sem Guðmundur Gylfi Guðmundsson hagfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins kennir. 3. Tvö námskeið um Matsfræði II; b) Tölvunotkun og matsstörf og c) Ákvörðun fasteigna, Þórð- ur Búason verkfræðingur hjá Fasteignamati ríkisins mun kenna þau. Námskeiðin hefjast 19. októ- ber og verða kennslutímar tvisv- ar í viku á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16.00-19.00. Námskeiðunum lýkur 13. janúar með prófverkefnum fyrir þá sem þess æskja. Þeir sem ljúka þessu námi eiga að hafa öðlast færni í almennum störfum á sviði fasteignamats og munu fá sérstaka viðurkenningu frá Matsmannafélagi íslands. Auk þess er verið að kanna möguleika á að þátttakendur er starfa hjá ríkinu fái launahækkun að námi loknu. Framkvæmd verður áfram í höndum endurmenntunarstjóra Háskólans. Faglega umsjón með námskeiðunum hafa þeir Gutt- ormur Sigurbjörnsson formaður Matsmannafélags íslands og Guðmundur Magnússon prófess- or, viðskiptadeild H.í. Allar nánari upplýsingar og skráning fer fram á skrifstofu endurmenntunarstjóra í símum 91-694923, 694924 og 694925. son um Halldór Laxness og bók- menntir eftir 1970, Halldór Guðmundsson um bókmenntir frá millistríðsárunum og fram til 1970 og Silja Aðalsteinsdóttir um barnabækur. Svavar Gestsson menntamálaráðherra ritar for- mála. Aftast í ritinu er yfirlit yfir helstu stefnu í íslenskum bók- menntum og þar er einnig að finna skrá yfir útgefendur á ís- landi, samtök rithöfunda og bóka- útgefenda, bækur um íslenskar bókmenntir og ýmsar tölulegar upplýsingar um bókaútgáfu, dag- blaðaútgáfu og notkun bóka- safna. Ennfremur er sagt frá Bók- menntakynningarsjóði mennta- málaráðuneytisins. Ritstjórn skipa Árni Sigurjóns- son, Bera Nordal og Guðrún Ágústsdóttir, hönnun annaðist ErlingurPáll Ingvarsson. Þýðing- ar á ensku Bernard Scudder og Sigurður A. Magnússon. Prent- un: Prentsmiðjan Oddi hf. Kápu- mynd í lit er „Flugþrá" eftir Jóhannes Sveinsson Kjarval. Myndin er í eigu Listasafns íslands. Verið er að vinna að útgáfu næstu rita sem munu fjalla um myndlist, tónlist, leiklist, dans, kvikmyndagerðarlist og húsa- gerðarlist. Ætlunin er ennfremur að þýða ritin yfir á önnur tungu- mál. iti Bróðir minn, NÍELS VALDIMAR FRIÐRIKSSON, sem lést 12. september verður jarðsunginn frá Saurbæjar- kirkju föstud. 22. sept. kl. 13.30. Guðlaug Friðriksdóttir. Maðurinn minn, GÍSLI JÓHANNSSON, garðyrkjumaður, Friðrikshúsi, Hjalteyri, verður jarðsunginn að Möðruvöllum, Hörgárdal föstudaginn 22. september kl. 2 e.h. Blóm og kransar afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans láti Krabbameinsfélagið njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda. Gyða Antoníusardóttir. (Mér -sðdfÁsíqeé M itjQBbutilvðiM jí)ag - e Miðvikudagur 20. september 1989 - DAGUR - 9 Óskum eftir að ráða verkamenn til starfa ★ Framtíðarstarf. njSriAÐALGEIR FINNSSON HF híwr! BYGGINGAVERKTAKI & TRÉSMIÐJA IH \\| FURUVÖLLUM 5 • P.O. BOX 209 • 602 AKUREYRl I---—-—I SlMAR: 21332 & 215S2 ■ Hjúkrunarfræð- ingar athugið! Sjúkra- og dvalarheimilið Hornbrekka, Ól- afsfirði, auglýsir eftir hjúkrunarforstjóra. Upplýsingar um starfið og starfskjör (húsnæði og fríðindi), veita forstöðumaður í síma 96-62480 og formaður stjórnar í síma 96-62151. tlRAR,K RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK-89005 33 kV Switchgear Cubicles „RIMA- KOT“ Opnunardagur: Þriðjudagur 31. október 1989 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun- artíma og verða þau opnuð á sama stað að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með þriðjudegi 19. september 1989 og kosta kr. 300,00 hvert eintak. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík. Hafið þið opið á laugardögum eða sunnudögum? Ef svo er, viljmn við minna á að Dagur, helgarblað kemur út snemma á laugardögum. (Fyrlr kl. 8.00 til áskrifenda á Alarreyri.) Hafið samband við auglýsingadeild Dags fyrir Id. 11 á fimmtudag, og auglýsingin birtist á laugardag. Strandgötu 31 • Sími 24:2,22. Dagblaðid á landsbyggðinni

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.