Dagur


Dagur - 20.09.1989, Qupperneq 3

Dagur - 20.09.1989, Qupperneq 3
Miðvikudagur 20. september 1989 - DAGUR - 3 fréttir Nokkrir kaupmenn í Reykjavík veita 5% staðgreiðsluafslátt: Þetta eru verslanir í erfið- leikum og með hærri álagningu - segir Ragnar Sverrisson kaupmaður í JMJ og formaður Kaupmannasamtaka Akureyrar Nokkrir kaupmenn í Reykja- vík, veita viðskiptavinum sín- um 5% staðgreiðsluafslátt og auglýsa það oft rækilega í verslun sinni. Það munar sjálf- sagt miklu fyrir kaupmenn að fá beinharða peninga, frekar en t.d. greiðslukort. En hvernig er þessum málum háttað á Akureyri, er veittur staðgreiðsluafsláttur í verslunum hér. Dagur bar þetta undir Ragn- ar Sverrisson kaupmann í Herra- deild JMJ og formann Kaup- mannasamtaka Akureyrar. „Eftir því sem ég best veit, er ekki um slíkan afslátt að ræða hér á Akureyri. Þetta hefur verið rætt innan kaupmannasamtakanna en mönnum hefur ekki þótt ástæða til þess að fara út í slíkt. Sannleikurinn er hins vegar sá að þær verslanir sem gefa þennan staðgreiðsluafslátt fyrir sunnan, eiga flestar ef ekki aílar í miklum rekstrarerfiðleikum og verða því að fá peningana strax. Eins eru þetta verslanir sem eru með hærri álagningu en t.d. við hér fyrir norðan.“ Ragnar sagði ennfremur að í haust yrði lagt fyrir Alþingi frum- varp þess efnis að þeir viðskipta- vinir sem nota greiðslukort við innkaup, borgi helming þess kostnaðar sem því fylgir. Hann taldi víst að þetta frumvarp yrði samþykkt og þá minnkaði um leið þessi greiðslukortanotkun eitthvað. -KK Aðalfundur Bflgreinasambandsins: Rætt um stöðu og horfur í bifreiða- innflutningi og verkefiium verkstæða - Gísli Guðmundsson endurkjörinn formaður sambandsins Aðalfundur Bílgreinasam- bandsins 1989 var haldinn í Hótel Borgamesi fyrir skömmu. Mættir vom um 110 þátttakend- ur, félagsmenn, makar þeirra og gestir. Formaður Bflgreina- sambandsins, Gísli Guðmunds- son, setti fundinn og síðan hóf- ust sérgreinafundir bflamálara og bifreiðasmiða, bifreiðainn- flytjenda og varahlutasala og almennra verkstæða. Á þessum fundum fjölluðu hóparnir um sín sérmál. Rætt var sérstaklega um stöðu og horfur í dag, bæði í bifreiðainnflutningi og verkefnum verkstæða. Sér- staklega var fjallað um stöðu bíl- greinarinnar og líklega þróun á næstu árum. Veltu menn fyrir sér ýmsum spurningum í þvf sam- bandi. Magnús B. Jónsson, Hvann- eyri, flutti mjög fróðlegt erindi um byggðamál og byggðaþróun. Erindi hans var mjög ítarlegt og vakti athygli á mörgum atriðum í þróun undanfarinna ára og benti hann á ýmis atriði sem leggja þyrfti áherslu á á næstu árum svo hægt sé að halda jafnvægi í byggðum landsins. Gísli Guðmundsson var endur- kjörinn formaður Bílgreinasam- bandsins en aðrir í stjórn voru kosnir, Björn Ómar Jónsson, Sigfús Sigfússon, Hallgrímur Gunnarsson, Ragnar Ragnars- son, Sigurður H. Óskarsson, Svanlaugur Ólafsson, Júh'us Vífill Ingvarsson og Ólafur Óskarsson. Hinir tveir síðastnefndu eru nýir í stjórninni. Endurskoðendur voru kjörnir Ágúst Hafberg og Jónas Jónasson og til vara Sverrir Sigfússon. Á fundinum var samþykkt reglugerð fyrir menntunar- og uppbyggingarsjóð bílgreinarinn- ar. Tilgangur sjóðsins er m.a. að stuðla að aukinni verkmenntun í bílgreinum, styrkja efnilega nemendur og veita verðlaun þeim sem skara fram úr í námi á sviði bílgreina og styrkja og veita verðlaun sem stuðla að bættu umferðaröryggi og umferðar- menningu. Dr. Hook tíl Akureyrar á fóstudagixm Föstudaginn 22. september nk. mun heimsfræg hljómsveit sækja Akureyringa heim. Hér verða á ferðinni spéfuglarnir í Dr. Hook og ætla þeir að skemmta gestum Sjallans sama kvöld. Meðlimir hljómsveitarinnar Dr. Hook eru spéspeglar popp- tónlistarinnar sem kemur vel fram í lögum eins og „Silvia’s mother" og „The cover of the Rolling Stone“ sem er hárbeitt ádeila á hégómleika poppmúsík- anta í vinsældarleit. Þessi lög ásamt „Only sixteen, Sharing the night together" og „When yore in love with ai beautyful women“ hafa öll vermt efstu sæti vinsældarlistanna um heim allan. Búast má við að margir vilji berja þessa hljóm- sveit augum og eyrum á Akur- eyri, sérstaklega þeir sem telja sig til „týndu kynslóðarinnar“. VG Félagar úr Lionsklúbbi Sauðárkróks létu hendur sannarlega standa fram úr ermum um síðustu helgi. Þeir hellulögðu gangstétt fyrir utan stjórnsýsluhúsið og Bókabúð Brynjars og mun ágóðinn renna óskiptur til menningar- og líkn- armála þar í bæ. Bátur til sölu! Til sölu er ca. 4 tonna bátur, Díana EA 104. Báturínn er mjög vel útbúinn og honum fylgir 60 tonna kvóti. Fasteignasalan == Brekkugötu 4 • Sími 21744 'I’’ Gunnar Sólnes hrl., Jón Kr. Sólnes hrl. og Árni Pálsson hdl. Sölust. Sævar Jónatansson Laus staða Hagþjónusta landbúnaðarins, sem stofnuð var með lögum nr. 63/1989, auglýsir stöðu forstöðumanns lausa til umsóknar. Staðan verður veitt til 5 ára. Um er að ræða nýtt starf, sem í fyrstu mun einkum felast í uppbyggingu Hagþjónustunnar. Háskóla- menntun í búnaðarhagfræði, hagfræði eða við- skiptafræði nauðsynleg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Stofnunin hefur aðsetur að Hvanneyri í Borgarfirði. Nánari upplýsingar veitir stjórnarformaður, Magnús B. Jónsson, Hvanneyri, sími 93-70000. Umsóknir er greini námsferil og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. október 1989. Landbúnaðarráðuneytið, .15. september 1989. Á AKUREYRI Kaupvangsstræti 16 Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 2. október til 20. janúar. Barna- og unglinganámskeið. Teiknun og málun fyrir börn. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 12-13 ára. Einu sinni í viku. Málun og litameðferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeið. 14-15 ára. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. 15-16 ára. Einu sinni í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna. Teiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeiö. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Byggingaiist. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerö. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958. Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga. Skólastjóri.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.