Dagur - 20.09.1989, Síða 11
Miðvikudagur 20. september 1989 - DAGUR - 11
íþróffir
Skíði:
Æfingar að heíjast
- hjá SRA - æfmgaferð til Austurríkis og
Júgóslavíu
Nú er vetrarstarfið hjá SRA að
hefjast. Skíðafólk í öllum
flokkum alpagreina og í göngu
er byrjað að æfa en það er allt-
af pláss fyrir fleiri þátttakend-
ur. Veturinn verður á margan
hátt mjög skemmtilegur;
vetrarhátíð ISÍ verður á Akur-
eyri, alþjóðamót í karla- og
kvennaflokki verða haldin í
Hlíðarfjalli, landskeppni í
skíðagöngu og svo 15. Andrés-
ar Andar leikarnir.
Hjá SRA er í ráði að fara í æf-
inga- og keppnisferð til Austur-
ríkis og Júgóslavíu í desember.
Þangað mun fara úrvaíslið SRA
og einnig þeir bestu í 15-18 ára
hópnum. Þar að auki verður
þetta æfingaferð fyrir skíða-
göngufólk.
Mílan áfram
með Þór
- „mjög líklegt"
segir formaðurinn
Þórsarar hafa áhuga á því að
endurráða Milan Duricic sem
þjálfara meistaraflokks karla í
knattspyrnu fyrir næsta keppn-
istímabil.
Milan hélt til Júgóslavíu í gær,
en þá hafði ekki verið gengið
endanlega frá samningi við hann.
Að sögn Sigurðar Arnórssonar
formanns knattspyrnudeildar
Þórs eru þó sterkar líkur á því að
Milan verði endurráðinn. „Það er
gagnkvæmur áhugi á því að
endurnýja samninginn og ætti
þetta að skýrast fljótlega,“ sagði
formaðurinn.
Ef að samningum verður kemur
Milan Duricic aftur í febrúar, en
landar hans Kostic og Tanevski,
sem léku með Þórsliðinu í sumar,
verða hins vegar búsettir á Akur-
eyri í vetur.
Líklegt er að Milan Duricic þjálfi
Þór áfram á næsta ári.
En þá skulum við líta á hvenær
æfingar eru hjá einstökum
flokkum: flokkar 6-9 ára og 10-12
ára eru á laugardagsmorgnum í
íþróttahúsi Glerárskóla og einnig
er boðið upp á eina útiæfingu fyr-
ir eldri flokkinn.
Alpagreinafólk í flokki 13-14
ára er með fasta æfingatíma á
mánudögum, miðvikudögum og
föstudögum íd. 17.30 við Iþrótta-
höllina. Alpagreinafólk 16 ára og
eldri er með æfingar á mánudög-
um kl. 17.00 í íþróttahúsinu við
Laugargötu og við íþróttahöllina
á miðvikudögum og föstudögum
kl. 18.30.
Þjálfarar SRA fram að áramót-
um eru Guðrún Frímannsdóttir,
Gunnar Reynisson og Kári
Ellertsson í flokki 12 ára og
yngri. Ingólfur Gíslason og Flori-
an Jacodic þjálfa alpagreinafólk í
flokki 13-14 ára og Gunnar
Reynisson, Valþór Þorgeirsson
og Florian Jacodic sjá um þá 16
ára og eldri. Haukur Eiríksson
og Jóhannes Kárason þjálfa síð-
an göngufólkið.
Valur Ingimundarson skoraði grimmt fyrir Tindastól í Reykjanesmótinu.
Reykjanesmótið í körfuknattleik:
Tindastóll vann
þijá síðustu leikina
Reykjanesmótið í körfuknatt-
leik hélt áfram um síðustu
helgi. Ranghermt var í blaðinu
sl. þriðjudag að mótinu lyki
um helgina, en því lýkur á
morgum miðvikudag. Gestalið
mótsins, Tindastóll, sigraði
alla sína andstæðinga nú um
helgina fyrst íslandsmeistar-
ana í ÍBK, þá voru Njarðvík-
ingar lagðir að velli og síðan
Reynir Sandgerði.
Leikurinn gegn ÍBK var jafn og
spennandi nær allan tímann,
jafnt á flestum tölum þar til um
10 mínútur voru eftir þá sigldu
Tindastólsmenn fram úr og sigr-
uðu nokkuð örugglega 99:85.
Stigahæstur í liði Tindastóls var
Bo Heiden með 36 stig.
Leikurinn gegn Njarðvík var
slakur af beggja hálfu, þó sér-
staklega hjá Njarðvíkingum.
Hann spilaðist svipað og gegn
ÍBK, mjög jafn og spennandi.
Þegar 10 sek. voru til leiksloka
höfðu Njarðvíkingar yfir 75:77
en þá skoraði besti maður Tinda-
stóls í þessum leik, Valur Ingi-
Landsmót UMFÍ:
/ /
UMSE o g UIO áfram
- í knattspyrnukeppninni
UMSE og UÍÓ eru komin í
úrslit í knattspyrnukeppni
UMFÍ sem er hluti af Lands-
móti Ungmennafélags Islands
sem haldið verður í Mosfells-
bæ á næsta ári. Það voru Dal-
víkingar og Reynir sem
kepptu undir nafni UMSE og
Leiftursmenn sáu að sjálf-
sögðu um hlut UÍÓ.
Þessi lið kepptu í Norður/
AusUirlandsriðli en aulc UMSE
og UfÓ léku lið frá UÍ A (Þróttur
N.) og HSÞ (Magni og HSÞ-b) í
þessum undanriðli. Úrslit leikja
urðu þannig:
UMSE-UÍÓ
UMSE-UÍA
HSÞ-UMSE
UÍÓ-UÍA
HSÞ-UÍÓ
HSÞ-UÍA
Lokastaðan:
UMSE
UÍÓ
HSÞ
UÍA
2:2
2:2
2:4
6:2
3:2
2:3
3 1-2-0 8: 6 4
3 1-1-1 10: 7 3
3 1-1-1 7: 9 3
3 1-1-1 6:11 3
mundarson þriggja stiga körfu og
tryggði þar með sínum mönnum
sigur. Valur skoraði mest Tinda-
stólsmanna eða 31 stig.
Aldrei var spurning um sigur í
síðasta leiknum gegn Reyni frá
Sandgerði, þó að munurinn væri
aðeins 10 stig í lokin. Lokatöl-
urnar urðu 71:61. Stigahæstur í
leiknum var Bo Heiden sem
gerði 42 stig.
Maríssonar
var hann
með leik
Að sögn Kára
þjálfara Tindastóls
nokkuð ánægður
liðsins. Annað hefði verið að sjá
til þeirra núna heldur en um síð-
ustu helgi er liðið tapaði fyrir
UMFG og Haukum.
Næstu æfingaleikir Tindastóls
verða að öllum líkindum heima-
leikir en ekki er útséð um hverjir
andstæðingarnir verða.
Knattspyrna:
ísland og
Tjrkland
í dag
íslendingar Ieika gegn Tyrkj-
um á Laugardalsvellinum i dag
kl. 17.30. Leikurinn er liður í
3. riðli HM í knattspyrnu en
íslendingar hafa ekki neina
möguleika á því að komast
áfram í keppninni. Hins vegar
eigum við möguleika á því að
færast upp um styrkleikaflokk
næst þegar dregið verður í
riðla í Heimsmeistarakeppn-
inni þannig að mikilvægt er að
vinna sigur í leiknum í dag.
Þorvaldur Örlygsson er að
nýju í íslenska landsliðshópnum
og er hópurinn nokkuð breyttur
frá leiknum gegn A-Þjóðverjum
fyrr í mánuðinum. Erlingi Krist-
jánssyni var boðið sæti í hópnum
en hann hafnaði því þar sem KA-
liðið í handknattleik er á leið til
Færeyja í dag.
Athygli vekur að bæði Arnór
og Ásgeir spila með að þessu
sinni og ættum við að geta veitt
Tyrkjum verðuga keppni með
þessa leikreyndu spilara innan-
borðs.
Sigurður Jónsson leikur ekki
með þar sem hann var í liðinu hjá
Arsenal sem lék f deildarbikar-
keppninni í gærkvöld. En lítum
þá á landsliðshópinn:
Markverðir:
Bjarni Sigurðsson Val
Ólafur Gottskálksson ÍA
Aðrir leikmenn:
Þorvaldur Örlygsson KA
Guðni Bergsson Tottenham
Gunnar Gíslason Hacken
Ólafur Þórðarson Brann
Arnór Guðjohnsen Anderlecht
Ásgeir Sigurvinsson Stuttgart
Sigurður Grétarsson Luzern
Ragnar Margeirsson Fram
Rúnar Kristinsson KR
Pétur Pétursson KR
Gunnar Oddsson KR
Haraldur Ingólfsson ÍA
Einar PáU Tómasson Val
Kristinn R. Jónsson Fram
Minningarmótið í golíi:
Sverrir sigraði
í flokki án forgjafar - Inga vann í kvennaflokki
Minningarmótið í golfi hjá GA
fór fram að Jaðri um helgina.
Inga Magnúsdóttir og Sverrir
Þorvaldsson sigruðu án for-
gjafar en Halla B. Arnardóttir
Sverrir Þorvaldsson sigraði í karla-
' flokki án forgjafar.
og Aðalsteinn P. Eiríksson
með forgjöf.
Það var frekar leiðinlegt veður
á Akureyri um helgina en kylf-
ingarnir létu það ekki á sig fá og
léku af fullum krafti. En við skul-
um líta á úrslit í einstökum
flokkum:
Konur án forgjafar: högg
1. Inga Magnúsdóttir 189
2. Jónfna Pálsdóttir 196
3. Andrea Ásgrímsdóttir 197,
Konur með forgjöf:
1. Halla B. Arnardóttir 161
2. Inga Magnúsdóttir 161
3. Andrea Ásgrímsdóttir 165
Karlar án forgjafar:
1. Sverrir Þorvaldsson 157
2. Þórhallur Pálsson 162
3. Ólafur A. Gylfason 164
Karlar með forgjöf:
1. Aðalsteinn P. Eiríks. 145
2. Sverrir Þorvaldsson 145
3. Sigurður H. Ringsted 147
Handknattleikur:
KA út í dag
- til Færeyja
KA-liðið í handknattleik fer til
Færeyja í keppnisferð í dag.
Þar mun liðið taka þátt í móti í
Þórshöfn með fjórum þarlend-
um liðum. KA kernur aftur til
Akureyrar á sunnudaginn.
Erlingur Kristjánsson þjálfari
KA var valinn í íslenska landslið-
ið í knattspyrnu sem leikur gegn
Tyrkjum í kvöld en hafnaði því
vegna þessarar ferðar.
Þessi ferð er liður í undirbún-
ingi liðsins undir íslandsmótið í
handknattleik sem hefst í byrjun
október og leikur KA við Stjörn-
una í fyrsta leik.