Dagur - 21.09.1989, Side 5

Dagur - 21.09.1989, Side 5
Fimmtudagur 21. september 1989 - DAGUR - 5 Iðunn sýnir í Vín Iðunn Ágústsdóttir myndlista- kona opnar máiverkasýningu í Blómaskálanum Vín í Eyja- firði á morgun, föstudaginn 22. september kl. 20.00. Hér er um einkasýningu Iðunnar að ræða og sýnir hún nú 30 pastel- myndir. Sýning Iðunnar er sölusýning og verður hún opin daglega frá kl. 13.00 til 22.00 til sunnudags- ins 1. október nk. Iðunn hefur áður haldið fjölda málverkasýninga, bæði einka- og samsýningar, síðast í Austurríki í sumar. Þar var um að ræða tvær samsýningar sem gengu mjög vel. Tilefnið var för hennar til Graz í Austurríki til þess að taka þátt í náms- og vinnudögum, en Iðunn fékk boð um að taka þar þátt í hópvinnu með öðrum listamönn- um frá Austurríki og Noregi. VG Iðunn hefur haldið fjölda sýninga, bæði einka- og samsýningar. Skemmtiklúbburinn „Líf og fjör“: Eina skilyrðið að vera hress og kátur Stofnaður hefur verið skemmti- klúbbur á Akureyri sem hlotið hefur nafnið „Líf og fjör.“ í lögum klúbbsins segir að til- gangurinn sé að halda dans- skemmtanir fyrir hresst fólk á öllum aldri á Akreyri og í ná- grannabyggðum og verður fyrsti dansleikur klúbbsins um næstu helgi á 4. hæð í Alþýðuhúsinu við Skipagötu. Stjórn klúbbsins leit við á rit- stjórn Dags á dögunum og sögðu þau að hugmyndin að stofnun hans hafi vaknað í fyrravetur. Umræðan hefur síðan verið í gangi og var drifið í formlegri stofnun 10. september sl. „Við höfum fengið mjög góðar undir- tektir og þegar hafa 70 manns gerst félagar. Hugmyndin er að reyna að koma saman einu sinni í mánuði til þess að dansa og skemmta sér saman. Þá ætlum SKEMMTIKLUBBURINN LÍF OG FJÖR FELAGSSKIRTEINI NAFN . NR. AR 19 KR. við að vera með ýmsar uppákom- ur í pásum hjá hljómsveitinni sem ekki eru gefnar upp,“ sögðu þau og hlógu mikið. Þau sögðu það enga spurningu að þörf væri fyrir klúbb sem þennan. „Margir hafa sagt að þetta væri einmitt það sem vant- aði.“ „Líf og fjör“ ér ekki hjóna- klúbbur heldur getur hver sem er á öllum aldri gerst félagi. „Þetta er bara fjörklúbbur og ckkert skilyrði annað en að vera hress og kátur númer eitt, tvö og þrjú.“ Fyrsta skemmtunin verður sem fyrr segir á laugardaginn kemur, en þegat hefur verið ákveðið hvenær þær næstu verða, þ.e. laugardaginn 4. nóvember og jólaball föstudaginn 29. desem- ber. Klúbburinn hefur leigt hljómsveit til að halda uppi fjöri á böllunum, hljómsveit Bigga Mar. Allar skemmtanirnar verða í Alþýðuhúsinu við Skipagötu. „Það eru allir velkomnir til okkar þó þeir ætli ekki að gerast með- limir í klúbbnum. Hins vegar er hægt að skrá sig í klúbbinn á böllunum og félagar koma til með að borga lægri aðgangseyri inn.“ Ekki vildu þau félagarnir gefa upp hvað ætti að gera á fyrsta ballinu og skemmtu þau sér greinilega við tilhugsunina. Þau sögðu að auk skemmtana einu sinni í mánuði væri í bígerð að halda árshátíð eða þorrablót eftir áramót og tóku fram að allar hugmyndir um frekari dagskrá væru vel þegnar. Þeir sem ekki komast á ballið á laugardag en vilja gerast félagar, geta hringt í Hönnu s: 21178, Margréti s: 23286 eða Þórodd s: 21620. VG Ólund-blað: Nýtt blað í formi Út er komið nýtt blað í formi tímarits og heitir það ÓLUND- BLAÐ. Olundarblaðið er gefið út af félagsskapnum Ólund sem er starfræktur á Akureyri. Blaðið er 56 síður og efni þess mjög fjöl- breytt en um leið frumlegt. Með- al efnis má nefna grein um útvarp Ólund sem starfrækt var norðan heiða í þrjá mánuði. Einnig er að finna greinar um kjöt, plötupant- anir, 40 ára veru íslands í NATÓ skrifaðar af gagnstæðum fylking- um þ.e. Varðbergi og Herstöðv- arandstæðingum. Fjallað er um Leikklúbbinn Sögu og FENRIS og Menningarsamtök Norðlend- inga. Fjöldi smásagna, ljóða, teikninga og ljósmynda prýða blaðið. Aðalviðtal Ólundarblaðs- ins er við Öllu fyrrverandi fyrir- sætu. Saga á ensku og grein um neðanjarðartónlist f Reykjavík eftir Arna Matthíasson eru einn- tímarits ig í blaðinu svo eitthvað sé nefnt. OLUND-BLAÐ er gefið út í 1000 eintökum og fæst í öllum helstu bókabúðum í Reykjavík, Bókasölu stúdenta, Gramminu og í öllum bókabúðum á Akur- eyri auk nokkurra söluturna. Blaðinu er ekki ætlað að auka verðbólgu í landinu og kostar því aðeins 250 krónur. Regnbogi prýðir forsíðu blaðsins. AKUREYRARB/4IR Vegna Blkarkeppni S.S.Í., 3. deild verður sundlauginni lokað á föstudaginn 22. sept. kl. 18.00, á laugardag- inn 23. sept. kl. 16.00 og á sunnudaginn 24. sept. verður opið frá kl. 8-10 árdegis. íþróttaráð. Ólafsf jörður - Dalvík - Akureyri - Dalvík Sérleyfishafi: Ævar Klemenzson Símar: 61124-61597-61654 Vetraráætlun S M Þ M F F Frá Ólafsfirði Til Akureyrar 19.30 8.30 8.30 8.30 Frá Akureyri Til Ólafsfjarðar 12.30 12.30 17.00 Frá Dalvík 9.00 Til Akureyrar 20.00 9.00 9.00 9.00 9.00 15.00 Frá Akureyri 12.30 Til Dalvíkur 21.00 12.30 12.30 12.30 12.30 17.00 Frá Hrísey Til Akureyrar 20,15 9.15 9.15 9.15 Frá Akureyri 12.30 Til Hríseyjar 12.30 12.30 12.30 12.30 17.00 Ástarsögurnar frá Snorrahúsi njóta sívaxandi vinsælda. Nú konia út tvær bækur mánaðarlega Tilboð tilnýrra áskrifenda! Útgáfan hcfur ákveðið að bjóða nýjum áskrifendum eina bók ókcypis um leið og þcir gerast áskrifcndur. Þeir geta valið úr eftirtöldum bókum. Spcnnusöguflukkurínn: Morðið í Tauerngöngunum, Þeir dauðu drekka ekki Síðasta bónin, Líkið stjórnar leiknum. Ástarsöguflnkkurinn: Hrakfallabálkur, Ómótstæðilegur karlmaður Sjúkrahúsið í frumskóginum, Indíánaprinsessan, SNORRAHUS Pósthólf 58 • 602 Akureyri ■ isr 96-24222 Á í myrkri gildir að sjást. Notaðu endurskinsmerki! yUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.