Dagur - 21.09.1989, Page 6

Dagur - 21.09.1989, Page 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 21. september 1989 ___________________________________________ Hún var á röltinu í Strandgötunni þegar ég mætti henni. „Hérna gengum viö systurnar á leið okkar upp í Alaska að kaupa mjólk,“ segir hún. „Og alltaf þurftum við að koma við í „ríkinu“ á heimleiðinni. Það gat nefnilega verið að þar yrði gaukað að okkur súkkulaðibita eða bolsíu, eins og það hét í þá daga. Afi var nefnilega „ríkisstjóri“, þ.e.a.s. hann afgreiddi í „ríkinu.“ Mér er í fersku minni atvik frá þessum árum. EitHsinn, er við systurnar vorum á leið niður tröppurn- ar heyrðum við virðulega frú tauta fyrir munni sér: „Guð minn góður, sáuð þið hvert blessuð börnin voru að fara.“ - En síðan er liðin hálf öld. Ég er þakklát góða fólki sem é - spjallað við Pálínu Snorradóttur yfirkenn Það er Pálína Snorradóttir, rit- ari Landssambands Sjálfsbjargar. sem segir frá. Hún hefur „þvælsi svolítið með í starfi fyrir samtök fatlaðra undanfarna þrjá áratug- ina,“ eins og hún orðar það. Pálína er barnfæddur Akureyr- ingur, dóttir Margrétar Aðal- steinsdóttur (en hún var dóttir Alla í ríkinu) og Snorra Jónsson- ar. Á Akureyri lærði hún að lesa hjá Jennu og Hreiðari, var hálfan vetur í Barnaskóla Akureyrar hjá Erni Snorrasyni en flutti þá til Reykjavíkur. Alltaf þótt kennsla skemmtileg Að loknu stúdentsprófi fór Pálína í Kennaraskólann, en í þá daga tók það eitt ár að verða kennari. „Það hafa margir spurt mig hvort ég hafi valið þetta starf af köllun," segir Pálína, „en það var nú hreint ekki. Ég fór í Kennaraskólann af því að vin- konur mínar flykktust þangað, og ég hef alltaf verið heldur félags- lynd, svo ég skellti mér .þara með. Ég hóf kennslu vestur á ísafirði og þegar til kastanna kom átti þetta starf ágætlega við mig. Mér hefur alltaf þótt gaman að kenna. Það var einmitt á ísafirði sem ég gekk í Sjálfsbjörgu, sennilega í upphafi árs 1960. Ég fékk lömun- arveiki níu ára gömul, lamaðist á fæti og hef alltaf síðan gengið hölt. Þessi fötlun háði mér samt ekkert í uppvextinum. Ég átti góða vinkonu, sem stóð við hlið mér strax og ég reyndi að staulast aftur í skólann. Þar var mér tekið eins og týnda syninum. Það hefur ákaflega rnikið að segja hvernig hópurinn tekur á móti manni. Ég féll alveg inn í hópinn aftur eftir að ég fatlaðist, og það hafði í rauninni allt að segja. I skólanum gat maður staðið jafnfætis félögunum náms- lega, þótt maður hlaupi kannski ekki eins hratt. Það eina sem læknirinn minn bannaði mér var að fara á skíði. Ég prófaði nú samt einu sinni á götunni heima, en fann að ég gat ekki hreyft vinstra skíðið, og ákvað þá að reyna ekki að verða skíðadrottning!" Mikið hefur áunnist - Á þessu ári var haldið upp á 30 ára afmæli Sjálfsbjargar. Hvaða breytingar finnst þér hafa orðið helstar? „Eins og þú sérð í stefnu- skránni okkar, sem samþykkt var á þingi samtakanna í fyrra, hefur baráttan verið jafnréttisbarátta. Við viljum að allir eigi jafnan rétt í þjóðfélaginu, geti komist leiðar sinnar hindrunarlaust og fengið þá menntun sem hugur og hæfi- leikar standa til, tekið þátt í félagsstörfum og skemmtunum og jafnframt átt vísan stuðning þjóðfélagsins, þegar á bjátar. Mikið hefur áunnist á þessum áratugum en þetta er stöðug bar- átta. Sífellt þarf að minna á þennan málaflokk, og oft á tíðum er eins og fólk skilji ekki þarfir fatlaðra fyrr en það kynnist fötl- un af eigin raun, - því miður. Þegar fyrstu Sjálfsbjargarfé- lögin voru stofnuð árið 1958 má segja að fatlaðir hafi verið í felum. Félagsstarf á þessum fyrstu árum var mjög öflugt. Éélagarnir nutu þess að koma saman, vinna saman, syngja saman. Merkilegt hve margir góðir söngmenn hafa verið í þess- um félagsskap. En þegar hreyfi- hamlað fólk fór að láta á sér kræla úti í þjóðfélaginu komu í ljós ýmsar hindranir. Erfitt hef- ur reynst að ryðja þeim burt. Undarlegast finnst mér samt hversu illa hefur gengið að fá þá sem hanna og byggja til að skilja að allir þurfi að komast leiðar sinnar. Éin trappa, þröskuldur, þröngar dyr, allt geta þetta verið óyfirstíganlegar hindranir fólki í hjólastól. Viðurkennt er að mun ódýrara er að taka þetta strax frá upphafi með í reikninginn, því breytingar geta verið svo dýrar að þær eru nánast óframkvæman- legar eftirá. Samt er þetta að breytast, en það tekur langan tíma.“ Allir eiga rétt á kennslu við hæfi - Hvernig horfa málefni fatlaðra við í starfi þínu, kennslunni? „Hér á árum áður kom það oft í minn hlut að sinna þeim sem áttu í erfiðleikum í námi. Ég reyndi því að bæta úr eigin fá- kunnáttu með því að afla mér frekari menntunar, fór í fram- haldsdeild K.í. veturinn 1970 til 71, og til Noregs skólaárið 1981- 82. Þá var ég farin að vinna á Fræðsluskrifstofu Suðurlands við skipulagningu sérkennslu í umdæminu, auk þess sem ég er yfirkennari í Grunnskóla Selfoss. í grunnskólalögunum segir að allir nemendur eigi rétt á kennslu við hæfi. En þetta lagaákvæði kostar mikla peninga, meiri en við höfum nokkru sinni fengið, svo hægt væri að sinna þessu ákvæði af einhverju viti. Á Suðurlandi starfa tvær sér- deildir, önnur í Vestmannaeyj- um, stofnuð fyrir 1980, og hin á Selfossi, stofnuð árið 1981, þegar Svæðisstjórn festi kaup á húsi gegnt barnaskólanum. Hjá okkur var málum þannig háttað að þrengsli komu í veg fyrir að unnt væri að veita öllum kennslu við hæfi. Erfitt hefur reynst að fram- fylgja þessari lagagrein í almenna skólanum, m.a. vegna þess að ekki hefur verið hægt að ráða nægilega marga til að sinna þeim einstaklingum sem þurfa á sér- stakri umönnun að halda. Þeir nemendur sem stunda nám í sérdeild eiga allir sinn „heimabekk,“ og þangað fara þeir í ýmsa tíma, ýmist með eða án aðstoðar. Þar fer fram hin félagslega „blöndun" sem ekki er síður mikilvæg en „námsleg blöndun," sem mikið hefur verið rætt um síðustu árin. í sérdeild fá nemendur einnig talkennslu, iðjuþjálfun og geta skroppið út í íþróttahús í hreyfi- þjálfun og sundkennslu. Á liðn- um vetri starfaði „göngudeild" einn dag í viku og þangað gátu foreldar, kennarar og nemendur komið alls staðar að af Suður- landi og fengið ráðgjöf. Gaf þetta starf góða raun, því margir fatl- aðir nemendur stunda nám í sín- um heimaskólum á Suðurlandi, og þá finnst kennurum og foreldr- um gott að eiga einhvers staðar vísan stuðning.“ Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Suðurlandi - Þú hefur setið í Svæðisstjórn um málefni fatlaðra. Hvað viltu segja um uppbyggingu starfsins þar? „Já, ég slapp inn í Svæðisstjórn árið 1984. Svæðisstjórnir um málefni fatlaðra tóku til starfa árið 1980 með tilkomu laga um málefni þroskaheftra. Árið 1984 var nafni og innihaldi laganna breytt nokkuð og hétu þau þá lög um málefni fatlaðra. Þá var ég beðin að fara í Svæðisstjórn, en þar eiga samtök fatlaðra þrjá full- trúa af sjö. Þar hefi ég starfað síðan. f Svæðisstjórn Suðurlands hef- ur fólk unnið af samviskusemi að Vetrarstarf Bridgefélags Akureyrar hafið Vetrarstarf Bridgefélags Akur- eyrar hófst á þriðjudaginn með árlegu Startmóti félagsins. 20 pör mættu til leiks og voru spiluð 3 spil milli para eftir Mitchell-fyrirkomulagi. Sigurvegarar urðu þeir Haukur Harðarson og Haukur Jónsson en röð efstu para varð þessi: Stig 1. Haukur Harðarson - Haukur Jónsson: 277 2. Hilmar Jakobsson - 271 - Briddsspilarar á Norðurlandi hafa í mörg horn að líta fram að áramótum Kynningarkvöld 26. september Næsta þriðjudag, 26. september, mun Bridgefélag Akureyrar gangast fyrir sérstöku kynningar- 3. 4. 250 247 Stefán Ragnarsson: Máni Laxdal - Stefán Sveinbjörnsson: Kristinn Kristinsson - Sigfús Hreiðarsson: 5. Reynir Helgason - Tryggvi Gunnarsson: 245 6. Anton Haraldsson - Pétur Guðjónsson: 240 7. Gissur Jónasson - Gunnar Berg: 233 8. Jakob Kristinsson - Soffía Guðmundsdóttir: 229 Keppnisstjóri var Albert Sig- urðsson en tölvuútreikning ann- aðist Margrét Þórðardóttir. Öll verðlaun til mótsins voru gefin af Skipadeild KEA. kvöldi og er það nýjung í starfsemi félagsins. Auk þess sem starfsemi félagsins verður kynnt þeim sem áhuga hafa, verður spilaður tví- menningur. Er skorað á alla félagsmenn að taka með sér Albert Sigurðsson er keppnisstjóri B.A. í flestum mótum féiagsins og Margrét Þórðardóttir er reiknimeistari í þeim mótum sem tölvunni er beitt. Reynir Helgason og Tryggvi Gunnarsson etja kappi við þá Sigfús Karlsson og Frímann Frímannsson jr. Sol'fía Guð- mundsdóttir, Sveinbjörn Sigurðsson, Grettir Frímannsson, Ármann Hclgason, Stefán Sveinbjörnsson og Anton Haralds- son fylgjast með gangi mála.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.