Dagur - 23.09.1989, Síða 4

Dagur - 23.09.1989, Síða 4
c - RUOAa - 686 r "leclmöJqöe .KS: TugRbiBgiJB J 4 - DAGUR - Laugardagur 23. september 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VÍLBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 ----/----------------------------------- Ogn eiturlyfja Eiturlyfjaneysla er ein mesta ógn sem steðjar að samfélagi nútímans. Umfang eiturlyfjaneyslu er gífurlegt í flestum löndum heims og fer vaxandi. Besta dæmið um stærð vandans er sú staðreynd að forseti Bandaríkjanna, George Bush, fjallaði nær eingöngu um eiturlyf og aðgerðir gegn dreifingu, sölu og neyslu þeirra, í sinni fyrstu sjónvarpsræðu á dögunum. Eiturlyf eru enda tal- in mesta þjóðfélagsmein líðandi stundar þar vestra og Bandaríkjamenn standa ráðþrota gagnvart þessum vágesti. íslenskt samfélag hefur ekki farið varhluta af þessum skuggahliðum samfélagshátta nútím- ans. Eiturlyfjaneysla er vaxandi vandamál hér á landi og þarf engum að koma á óvart. Reynslan hefur sýnt að við tileinkum okkur siði jafnt sem ósiði annarra þjóða, þótt við séum að jafnaði nokkur ár á eftir þeim í þróuninni. Eiturlyfja- vandinn á því örugglega eftir að magnast hér á landi á komandi árum og verða enn stærra þjóð- félagsmein. Ógn eiturlyfja er þegar orðin það mikil hér á landi að heilbrigðisráðherra sá ástæðu til að beita sér fyrir því innan ríkisstjórn- arinnar að sett yrði á stofn sérstakt meðferðar- heimili fyrir fíkniefnaneytendur, sem enn eru á unglingsárum og sumir jafnvel innan við ferm- ingu. Það er hörmulegt að ríkisstjórn íslands þurfi að láta mál af þessu tagi til sín taka en seg- ir allt sem segja þarf um það að neysla fíkniefna breiðist út til sífellt yngri aldurshópa. Þeir sem selja þennan ófögnuð hafa engar áhyggjur af aldri kaupenda, svo framarlega sem þeir borga. Fyrir skömmu lauk rannsókn á umfangsmesta fíkniefnamáli sem upp hefur komið hér á landi. Við rannsóknina kom fram að einu kílói af kókaíni var smyglað til landsins. Lögreglan reiknar með að um 20 manns verði kærðir vegna þessa máls, sem er aðeins eitt af fjölmörgum. Enginn veit hins vegar hversu margir smygla inn eiturlyfjum án þess að upp um þá komist, né heldur hversu mikið magn er um að ræða. Eitur- lyfjaógnin er komin til að vera, hér sem annars staðar. Stjórnvöld verða að halda vöku sinni. Einskis má láta ófreistað til að halda vágestinum í skefjum. Á undanförnum árum hefur verið lögð mest áhersla á að efla fíkniefnalögregluna í Reykjavík en betur má ef duga skal. Efling þess- ara mála úti á landi hefur á sama tíma setið á hakanum. Þótt tómahljóð sé í ríkiskassanum verða stjórnvöld að stórauka fjárveitingar til fíkniefnavarna, því við hljótum að gera allt sem við getum til að berjast gegn þessari skelfilegu ógn. í því sambandi er tvímælalaust ástæða til að hvetja stjórnvöld til þess að þyngja dóma fyrir sölu og dreifingu eiturlyfja til mikilla muna frá því sem nú er. Hert refsilöggjöf er eitt besta vopn sem völ er á í baráttunni við bölvaldinn. BB. Suzzanne Douglas leikur Ainy, konuna sem Max fellur fyrir. Sá besti Borgarbíó sýnir: Steppdansarann (TAP). Leikstjóri og handritshöfundur: Nick Castle. Hclstu hlutverk: Gregory Hines og Suzzanne Douglas. Tri-Star Pictures 1988. Ótrúlega margar bandarískar bíómyndir fjalla um ofurmennið, þann besta á þessu eða hinu svið- inu. Steppdansarinn fyllir þennan flokk mynda. Max Washington, sem Gregory Hines leikur, er í flestu eins og smákrimmar göt- unnar. Hann stelur, lifir hátt og er síðan settur í tugthús. Eitt tck- ur hann þó út úr fjöldanum, nefnilega danshæfileikar hans. Hann er steppari af guðs náð, taktur götunnar og götuhljóð- anna er sem dáindis rnúsík í eyr- um afbrotamannsins með vold- uga nafnið og hann dansar til að halda sönsum í fangelsinu. Max hefur tekið steppdansinn í arf eftir föður sinn sem var sá besti í sínu fagi en er nú látinn. Eitthvað hefur þó komið upp á því að sonurinn neitar, þrátt fyrir ótvíræða hæfileika sína, að halda merkinu á lofti. Hann vill ekki dansa og deyja fátækur. En fyrir ómenntaðan svertingjadreng er ekki um margar ábatasamar starfsgreinar að ræða. Steppdansarinn er fyrst og fremst um baráttu Max við sjálf- an sig, á hann að hlýða kalli þeirrar náttúru sem hann fékk í vöggugjöf eða á hann að leggja eyrun við freistingarorðum Mammons? Að auki er Max ást- fanginn en það er athyglisvert að þegar sannleikurinn rennur upp fyrir honum og valið fer fram þá er það fyrst og fremst dansinn sem ræður valinu, ekki ástin. Steppdansarinn er vafalaust besta myndin um það efni sem ég hef séð. Hún er vel gerð, leikar- arnir góðir, framvindan þægileg og endirinn huggulegur. BMulestranámskeið í Akureyrarkirkju Undanfarna vetur hefur Björgvin Jörgensson leitt biblíulestra sem verið hafa í umsjá Bræðrafélags Akureyrarkirkju. Enn ætlar Björgvin að halda áfram með þetta starf og eru allir velkomnir að fylgjst með sem aðstööu hafa til, en biblíulestrarnir verða í kapellunni á mánudagskvöldum kl. 20.30. í fyrstu samverustund- unum mun Björgvin ljúka yfir- ferð yfir Jóhannesarguðspjall en síðan taka til við skýringar á Mat theusarguðspj alli. Þátttaka er öllum að kostnað- arlausu og án nokkurra skuld- bindinga en fyrirlestrarnir munu liggja framnii fjölfaldaðir við upphaf hverrar samveru. Eftir hvern fyrirlestur verða fyrir- spurnir og umræður en síðan verður endað með helgistund. Eins og þeir vita sem áður hafa fylgst með þessu starfi, hefur Björgvin lagt mikla vinnu í undir- búninginn, og hafa lestrarnir bæði þótt fróðlegir og uppbyggi- legir. Pað er því von þeirra sem að þessu standa að sem flestir noti einstakt tækifæri og fylgist með, og helst frá byrjun, enda trúa þeir því að þeim tíma sé vel varið sern á þennan hátt er helg- aður Guðs orði.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.