Dagur - 23.09.1989, Page 5

Dagur - 23.09.1989, Page 5
ferðamál Laugardagur 23. september 1989 - DAGUR - 5 er enginn neyddur til að ganga“ - segir Guðmundur Björnsson formaður Ferðafélags Akureyrar -í „Það Ferðamáti sem margir kjósa sér eru ferðalög með ferðafélögum. Þau eru á margan hátt sérstök og „öðru- vísi“ en sagt er að þeir sem á annað borð prófi, komi aftur. Ferðafélag Akureyrar var stofnað 8. apríl 1936, en þrír menn voru aðalhvatamenn að stofnun þess þeir Steindór Steindórsson menntaskólakennari, Ólafur Jónsson ráðunautur og Björn Björnsson frá Múla kaup- maður. Fyrsta áratuginn féll starfsemi félagsins einkum í tvo farvegi, skemmtiferðir til að kynna félagsmönnum og öðrum fagra staði og áhugaverða og könnun leiða á öræfum í því augnamiði að finna þær er bílfærar væru eða unnt að gera bílfærar. Umsvif félagsins jukust ört og náðu hámarki 1951 þegar 1010 manns fóru í 19 ferðir yfir sumarið. Fað ár og næstu ár á eftir eru talin blóma- skeið félagsins. Núverandi formaður félagsins er Guð- mundur Björnsson og fengum við hann til að kynna les- endum starfsemi þess. Við byrjuðum á því að spyrja hann hver tilgangur félagsins væri. „Yfirlýstur tilgangur félagsins er að ferðast um ísland og skoða landið, þó við höfum líka þurft að fara inn á aðrar brautir svo sem rekstur á tjaldsvæði í Herðu- breiðarlindum og sinna ferða- mönnum sem þangað koma með rekstri ferðaskrifstofu og öðru slíku. Þetta ætti ekki að vera í verkahring áhugamannafélags en stafar að miklu leyti af því að félagið byggði skála í Herðu- breiðarlindum sem jók mjög ferðamannastraum þangað.“ Fólk á öllum aldri Ferðafélag Akureyrar á nú sex skála fyrir utan tvo litla. Fimm þeirra eru fyrst og fremst fyrir félagsmenn en auk þess eru skálavarðahús. Skálarnir eru, Laugafell í botni Eyjafjarðardals reistur 1948, Lambi í Glerárdal fluttur þangað 1975, Bræðrafell vestan Herðubreiðar byggður 1978, Þorsteinsskáli í Herðu- breiðarlindum byggður 1960 og Dreki við Drekagil í Dyngjufjöll- um frá 1968. - Hvernig gengur að reka skála Ferðafélags Akureyrar? „Það gengur misjafnlega og fer mikið eftir tíðinni. í vor leysti t.d. seint snjó svo hálendisferðir í ■ sumar voru ekki eins margar og ráðgert var í upphafi. Við rekum skálann í Laugafelli sjálfir, en í samvinnu við Náttúruverndar- ráð í Herðubreiðarlindum og Dyngjufjöllum en þeir greiða þar helming launakostnaðar því Ferðafélag Akureyrar stendur ekki eitt undir þeim kostnaði." Nú eru um 500 skráðir félags- menn hjá ykkur, er þetta fólk á öllum aldri? - „Þetta er fyrst og fremst eldra fólk, um fimmtugt eða sex- tugt en minna um yngra fólk. Þá er mikið ennþá af fólki sem hefur verið í félaginu frá upphafi." Guðmundur segir' að mikil breyting hafi orðið á síðustu árum varðandi ásókn í ferðir á vegum félagsins. „Samkeppnin er nú orðin mun meiri, þá voru ekki ferðaskrifstofur eins og Guð- mundur Jónasson og Úlfar Jakobsson með ferðir um landið. En aðal breytingin er sú að fólk er nú farið að ferðast meira á eig- in bílum og því hefur orðið nokk- ur samdráttur í lengri ferðum hjá okkur, að sumrinu í sumar undantöldu. Á móti hefur verið aukin ásókn í gönguferðir bæði lengri og styttri. f sumar var t.d. ráðgerð 5 daga gönguferð í Nátt- faravíkur, Flateyjardal, Fjörður og Látraströnd og voru rúmlega 30 manns búnir að skrá sig í ferð- ina, en vegna tíðarinnar þurftum við tvisvar að fresta henni og að lokum hætta við hana. Þetta var fólk alls staðar að af landinu sem ætlaði í ferðina en við stefnum að því að geta farið hana næsta sumar. Þá er dálítið um að útlendingar ferðist með okkur og fáum við nokkuð af fyrirspurnum erlendis frá um væntanlegar ferðir.“ Matur Iagður til í Iengri ferðum „Ef við nefnum fleiri vinsælar ferðir þá eru ferðirnar inn á há- lendið alltaf vinsælar. Gæsa- vatnaleið og Kverkfjöll njóta allt- af vinsælda, en þetta er 4ra til 5 daga ferðir. Þá förum við eina svokallaða sumarleyfisferð á ári sem tekur um viku tíma og í sum- ar fórum við í Breiðafjarðareyj- ar. “ - Hvernig er fyrirkomulagið í lengri ferðunum t.d. í Kverkfjöll? „Við förum á 2ja drifa bílum því annað er ekki hægt. Oftast nær er gist í Dreka í Nýjadal og síðan í Þorsteinsskála í Herðu- breiðarlindum. Ferðafélag Akur- eyrar er eina félagið á landinu sem er með mat fyrir ferðalang- ana í lengri ferðum en þcir fá morgunverð, kvöldverð og drykk til dagsins. Það eina sem þarf að taka með er t.d. brauð til að hafa með í göngurnar. Með í för eru því kokkar sem sjá um matseld- ina, en þetta fyrirkomulag er mjög jákvætt því það sameinar hópana vel að allir borði saman á sama tíma. Ég er sannfærður um að þetta hefur gert það að verk- um að aðsókn í þessar ferðir er alltaf góð.“ Guðinundur Björnssun. - Er ekki erfitt að ganga svona mikið í ferðunum, geta allir tekið þátt í göngunni? „í öræfaferðunum þarf fólk ekki að ganga frekar en það vill. Ef við tökum sem dæmi Gæsa- vatnaleið þegar stoppað er í Dreka, þá er oftast ekið inn í Öskjuopið og gengið að fjallinu sem er um hálftíma gangur um tiltölulega slétt land. Gangan er því ekki erfið, en þeir sem ekki treysta sér í gönguna geta bara beðið við rútuna. Það er enginn neyddur til að ganga og ég þekki t.d. mann sem ferðaðist með okkur í mörg ár, en gekk aldrei. Hann hafði samt alltaf jafn gam- an af að ferðast með okkur. Leið- sögumennirnir reyna sömuleiðis að haga gönguhraðainim eftir þörfum og getu fólksins." Að kynnast Iandinu vel - Hver er hagurinn af því að vera félagsmaður í Ferðafélagi Akureyrar? „Hann er sá að félagsmenn fá senda árbók Ferðafélags íslands, ritið Ferðir sem gefið hefur verið út síðan 1940 og auk þess er um 10% afsláttur á verði ferða félagsins. Það borgar sig því fyrir fólk sem stundar ferðirnar að vera félagsmenn. Flestir sem byrja að ferðast með okkur koma aftur og aftur og ákveðnir aðilar fara í margar ferðir yfir sumar- ið.“ - Hvað er svona skemmtilegt við þennan ferðamáta? „Ég hef ferðast bæði með Ferðafélaginu og á eigin vegum og mismunurinn er sá, að þegar maður er að þvælast um t.d. á eigin bíl hefur maður engan til að segja sér frá því sem fyrir augu ber. Ferðafélag Akureyrar hefur yfirleitt verið heppið með leið- sögumenn og þeir eiga flestir í fórum sér mikinn fróðleik sem þeir miðla ferðamönnunum. Það er ólíkt skemmtilegra að fara í svona ferðir og fá allar þessar upplýsingar með. Menn kynnast landinu mjög vel og svo er það mjög þægilegt að geta gengið að mat sínum þegar komið er úr göngu og þurfa ekki að vera að standa í eldamennsku." Húsið flaut gegnum hraunið Við báðum Guðmund að rifja upp eftirminnilega ferð sem hann hefur farið og kom fyrst upp í hugan vinnuferð sem farin var vorið 1987. „Þá þurftum við að flytja húsið Strýtu sem stóð við Gránufélagsgötu á Akureyri og þurftum við að taka það af grunni um veturinn og fara með það inn á Eyrar. Þar var unnið við Strýtu og um vorið þegar komið var að því að flytja húsið var álitamál hvort við kæmumst með hana inn í Herðubreiðarlindir því á leiðinni voru um 30-40 rafmagnslínur. í öðru lagi þurfti að flytja hana í gegnum hraunið sem er innan við Grafarlönd, en það er ekkert nema holur og gjótur og voru menn vantrúaðir á að þetta tækist. En við fengum marga í lið með okkur, m.a. menn frá Raf- magnsveitum ríkisins sem sáu um að kippa línunum niður á meðan ekið var framhjá og síðan aðstoð- aði Kristján Júlíusson okkur við að draga húsið en hann fór fyrst aukaferð austur í Námaskarð, skipti um vagn og fékk hærri vagn og á þessu flaut húsið í gegnum hraunið. Ég hugsa að enginn hefði leikið þetta eftir honum. Þá fengum við lánaðan krana á mjög ódýran máta sem ók alla leið inneftir til að lyfta húsinu. Ferðin tók allt í allt 24 tíma frá því lagt var af stað og þar til komið var inneftir með húsið. Svona ferðir eru ævintýra- ferðir, sérstaklega þegar maður sér að allt heppnast.“ Guðmundur segir að dregið hafi úr framkvæmdum sem þess- um á vegum félagsins þar sem þær séu mjög kostnaðarfrekar. Fjárhagur félagsins er ekki mjög öflugur en auk þess þurfi ekki lengur alla þessa skála. „Ástæðan er aðallega sú að bílafloti landsmanna er nú mun betri en hann var og samgöngur hafa batnað. Leiðirnar eru nú miklu betri, vegakerfið sjálft hefur batnað og ár verið brúaðar." „Sviðamessan“ - Eigið þið einhver drauma- markmið? „Draumamarkmið okkar nú er að auka gönguferðir okkar og koma upp fleiri gönguskálum. Við eigum tvo skála sem þjóna sem gönguskálar, Dreka og Bræðrafell, en það væri gaman að geta sett upp litla skála á aust- uröræfum t.d. að koma upp gönguleið frá Húsavík að Öskju og ganga þá leið á fleiri dögum. Á þeirri leið er margt að sjá og skoða og gæti hún því orðið geysilega skemmtileg gönguleið. I dag er stærsti gallinn við þessa leið hvað það er langt frá Bræðrafelli inn að Dreka. Þetta er strembin ganga og þarna á miili þyrfti að vera skáli.“ Hefðbundin starfsemi Ferða- félags Akureyrar liggur niðri á veturna. Á haustin er haldið fjölskyldukvöld og að vori er haldin ferðakynning fyrir sumar- ið sem í liönd er að fara. Þá hefur verið hugleitt að halda mynda- kvöld þar sem fólk kæmi saman og sýndi hvert öðru myndir úr ferðum sumarsins. „Á haustin höldum við líka svokallaða „Sviðamessu" en þá fara 80-90 manns sem starfað hafa í sjálf- boðavinnu fyrir félagið og annað hvert ár höfum við verið inn á fjöllum, síðast í Nýjadal. Þar borðum við svið og hangikjöt og eigum saman góðar stundir, þetta er nokkurs konar uppskeruhátíð- ir og eru mjög vinsælar.“ Guðmundur vildi að lokum hvetja alla þá sem alltaf eru að hugsa um að koma með í ferðir að drífa sig. Það sé hægt að byrja smátt og sjá svo til hvort áhugi er á framhaldi. „Ég vil líka koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa stutt félagið í gegnum árin,“ sagði Guðmundur að lokum. VG Úr vorferð í Herðubreiðarlindir, hjá Péturskirkju 1966. Á leið út í Hvalvatnsfjörð 1972. (Ljósm.: s.b.p.) (Ljósm.: S.B.Þ.) Úr haustferð í Herðubreiðarlindum 1968. (Ljósm.iS.B.P.) Á Látraströnd 1972. (Ljosm.: s.b.þ.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.