Dagur - 23.09.1989, Page 7

Dagur - 23.09.1989, Page 7
sakamálasaga Laugardagur 23. september 1989 - HUDAÍ! - ð DAGUR - 7 l Ilann hvarí' út í loftici Það var tlugræningi um borð í Boeing 727 þotu North-west Airlines, sem var á leið frá Port- land í Oregon til Seattle. Hann var kaldrifjaður, yfirvegaður og miskunnarlaus. Starfsfólki í farþegarými brá illilega, þegar hann opnaði handtösku sína og sýndi þeim heimagerða sprengju, dýnamíttúbur og vel tengdar hvellhettur. Vélin var í 6.000 metrum yfir Cascade Mountains. Flugræn- inginn hótaði að sprengja vélina og deyða þar með sjálfan sig, 35 aðra farþega og áhöfnina, fengi hann ekki kröfum sínum framgengt. En þessum náunga, sem samdi af fullri hörku um líf farþega og áhafnar, tókst að koma í framkvæmd svo áhættu- samri en ábatasamri fyrirætlan, að nú kallast hann þjóðhetja og litríkasti ræningi þotualdarinn- ar. Söngtextar hafa verið samd- ir honum til heiðurs, aðdáenda- klúbbar stofnaðir og fjöldi aðdáenda klæðist skyrtum með nafni hans áletruðu. Stórfyrir- tæki í minjagripaiðnaði myndu örugglega gefa út myndir af honum í þúsundatali og blek- bullarar lýsa ævi hans, ef nokk- ur vissi, hvernig hann leit út eða hver hann var. Því enn í dag er það hulin ráðgáta, hver það var, sem bók- staflega hvarf út í loftið með 200.000 dollara feng. Enginn veit hvaðan hann kom, hver hann var eða hvert hann fór. Hann gæti nú verið liðið lík, lemstraður í haug rotnandi seðla einhvers staðar í torfæru skóglandi í norðvesturhluta Bandaríkja Norður-Ameríku. Hann gæti líka verið einhvers staðar í sólarlöndum ánægður með að hafa framkvæmt hinn fullkomna glæp. Það síðasta, sem til hans sást, var, að hann stökk út úr vélinni með í fanginu hvíta tautösku með tíu þúsund 20 dollara seðl- um í. Hann hvarf út í þunnt andrúmsloftið í 2.000 metra hæð í mínus 23ja stiga hita á Celcius og vindhraða, sem nam 90 metrum á sekúndu. „Ég er með sprengju“ Þann 24. nóvember 1971 kom maður nokkur að afgreiðslu- borðinu í brottfararhluta flug- stöðvarinnar í Portland í Oreg- on og keypti flugfar til Seattle. Hann var hæglátur, miðaldra með handtösku úr taui og dökk gleraugu. Hann kvaðst heita D.B. Cooper. Þetta var á þakkargerðardag- inn og flestum farþeganna lá á að komast heim til að halda upp á daginn. Enginn veitti Cooper neina sérstaka eftirtekt þær 45 mínútur, sem bíða þurfti útkalls. Hann fór um borð ásamt öðrum og vélin tók sig á loft í þrumugný og hvarf upp í skýjaslæðu. Eftir hálftíma flug hringdi Cooper á flugfreyju. Tina Mucklow fór til hans og vænti drykkjarpöntunar. En Cooper rétti henni samanbrotinn papp- írsmiða og tók töskuna af gólf- inu og setti hana í kjöltu sér. Hann hinkraði smástund meðan flugfreyjan las skilaboðin: „Ég er með sprengju. Ég vil fá 200.000 dollara, ella sprengi ég okkur öll.“ Flugfreyjan barðist við ofsa- hræðslu en Cooper opnaði töskuna rólega og leyfði henni að sjá sprengjubúnaðinn. Stúlk- an gekk hægum skrefum fram í stjórnklefann og Cooper hallaði - Dularfull saga mn dularfullan nugræningja sér aftur í sætinu og virti fyrir sér stormskýin fyrir neðan vél- ina. Nokkrum sekúndum síðan var sérstakur sendir í stjórn- klefa kominn í gang og sendi stöðugt á sérstakri bylgjulengd: „Flugrán . . . Flugrán . . .“ Sérþjálfað lið frá FBI, víkingasveit lögreglunnar og sérfræðingar í neyðarhjálp voru fljótt mættir á flugvöllinn í Seattle. Farþegarnir vissu ennþá ekkert, hvað á gekk. Lendingin tókst vel og flugvél- inni var ekið út á brautarenda. Það gætti óþolinmæði í við- brögðum farþeganna, þegar flugstjórinn tilkynnti þurrum rómi í hátalarakerfið: „Dömur mínar og herrar, því miður verður smátöf áður en við get- um gengið frá borði. Vinsam- legast sitjið kyrr í sætunum þar til við höfum ekið að flugstöðv- arbyggingunni." Einn farþeganna hafði orð hans að engu. Cooper leysti öryggisbeltið og skaust, með töskuna í fanginu fram í stjórnklefann. Hann stóð aftan við flugmennina: „Herrar mínir,“ sagði hann þýðri röddu, „snúið ykkur ekki við.“ „Nú fljúgum við til Mexíkó“ Næstu 20 mínútur fóru í það, að koma óhagganlegum kröfum Coopers á framfæri um talstöð- ina. Hann hélt fast við þá hótun sína að sprengja allt í loft upp og enginn þorði að efast um ein- lægni hans. Óþolinmæði farþeganna jókst. Skyndilega heyrðist marr og fremri hurðin opnaðist. Hlaðþjónar í samfestingum - í raun voru það FBI-menn - komu um borð með fullhlaðinn vagn „fyrir eldhúsið". Þeir sáu greinilega náungann, sem stóð í dyrum stjórnklefans. Þeir fengu fyrirskipanir um labb-rabbtæki. hurfu á braut og dyrnar lokuð- ust aftur. Ein flugfreyjanna fór með vagninn fram og Cooper rann- sakaði það, sem á honum var, sterklegan poka með 200.000 dollurum, tvær aðal- og tvær varafallhlífar. Cooper kvartaði undan þvf, að peningarnir væru ekki í bak- poka, en jafnaði sig fljótt og til- kynnti flugmanninum, að farþ- egunum væri heimilt að yfirgefa vélina. Farþegarnir, sem enn vissu ekki, hvað á gekk, gáfu óánægju sinni lausan tauminn og kvörtuðu sáran yfir töfinni, þegar þeir stigu upp í bifreiðir, sem biðu þeirra, en starfsliðið, sem tók á móti þeim, varpaði öndinni léttar. En eitt vandamál var óleyst. Cooper hafði ennþá yfirrráð yfir flugvélinni og þrem úr áhöfninni. Tveir stórir olíubílar komu og tankar vélar- innar voru fylltir af eldsneyti. Nokkrum mínútum áður en vélin fékk leyfi til flugtaks fóru þrjár herþotur og þyrla á loft frá nærliggjandi herflugvelli. „Nú fljúgum við til Mexíkó,“ sagði Cooper við flugstjórann W. Bill Scott. Vélin hóf sig á loft og flaug í suðurátt. Nokkru eftir flugtak gaf Cooper nýja fyriskipun: „Fljúgið með vængbörðin í 15 gráðu niðurstöðu og hjólin niðri. Haldið flughraðanum undir 90 metrum á sekúndu og fljúgið ekki ofar en 2.000 metrar. Opnið aftari hurðina.“ Scott flugstjóri mótmælti: „Þá gengur fljótt á eldsneytið. Eigum við að fljúga þannig, þá verðum við að millilenda til að bæta á.“ „Allt í lagi,“ hreytti Cooper út úr sér, „lendið í Reno í Nevada. Þar fáið þið ný fyrir- mæli. Haldið strikinu beint í suður og læsið stjórnklefanum." Flugræninginn tók miðann með upphaflegu skilaboðunum úr vasa flugstjórans áður en hann fór aftur í. Hann ætlaði greinilega ekki að skilja eftir nein vegsummerki eftir sig, ekki einu sinni rithandarsýnishorn. Ærandi hávaði fylgdi því er flugmennirnir minnkuðu inn- gjöfina og opnuðu dyrnar. Farþegarýmið var mannlaust Þegar menn síðar rannsökuðu „svarta kassann" kom í ljós, að mælitæki hans höfðu skráð þyngdarminnkun, sem samsvar- aði 73 kílóum kl. 20.13, 32 mínútum eftir að vélin fór frá Seattle. Þá hafði D.B. Cooper $tokkiö. Fjórum stundum síðar opn- aði aðstoðarflugmaðurinn stjórnklefann. Hann ætlaði að vara Cooper við, því að nauð- synlegt var að loka afturhurð- inni áður en lent væri í Reno. En farþegarýmið var mann- laust. Cooper og peningarnir voru horfnir. Tvær fallhlífanna voru eftir, önnur sundurskorin. Sennilega hefur Cooper notað ræmur úr henni til að binda á sig peningapokann. Hættan á slysi í lofti var liöin hjá og leitin aö D.B. Cooper var á fullu. Menn frá FBI og flugmálastjórn reiknuðu út leiö þotunnar og niðurstaðan varð sú, að Cooper hefði stokkið út yfir torfærustu fjalllendisskóg- um Vesturríkjanna. Möguleik- ar óreynds manns á að lifa af og komast til byggða voru nánast engir. Cooper var klæddur í jakkaföt, regnkápu og þunnar mokkasíur, þegar hann stökk. Loftið var það þunnt, að hraði hans hcfur verið um 65 km/klst. þegar hann kom niður, þrátt fyrir fallhlífina, væri heppnin með, því að hæstu tindar fjall- anna ná næstum flughæð vélar- innar. Það þarf þrautþjálfaðan eins- takling í toppþjálfun til að ná til byggða við þessar aðstæður. Lögreglan kannaði nákvæmlega feril allra þeirra, sem höfðu taugar og reynslu til að láta sér til hugar koma slíkt stökk, fall- hlífarstökkvaranna í slökkviliöi skógræktarinnar. En „Cooper“ var ekki úr þeirra hópi. Atvinnumennirnir, sem þjálfað- ir eru til að stökkva í fallhlíf niður í skógana með allan útbúnað, sem þarf til slökkvi- starfa og fjarskipta, voru sam- mála um, að stökk „Coopers" úr þotu í snarvitlausu veðri, væri hreint sjálfsmorð. Leit úr lofti var gerð yfir þús- undum ferkílómetra í Oregon, Washington og Nebraska, en engin ummerki fundust um fallhlíf. „Ég hef ekki einu sinni fengið stöðumælasekt Þrem vikum eftir ránið, kom fyrsta furðulega vísbendingin. Dagblað í Los Angeles fékk vélritað bréf póstlagt í Seattle undirritað D.B. Cooper, svo- hljóðandi: „Ég er enginn nútíma Hrói höttur og á ekki ólifað nema 14 mánuði. Flugrán var handhæg- asta aðferðin og sú arðmesta, sem mér kom í hug til að öðlast hugarró. Ég rændi ekki North West flugtclagið af rómantík eða hetjlund eða nokkrum öðr- um málsbætandi ástæðum, sem venja er að nota til að bera í bætifláka fyrir glæpi og áhættu. Ég áfellist hvorki þá, sem er þungt í sinni í minn garð né þá, sem helst vilja sjá mig handtek- inn og refsað, en það mun ckki gerast. Ég var öruggur um það fyrirfram, að ég myndi sleppa. Ég hef ferðast með áætlunar- flugi nokkrum sinnum eftir rán- ið og allar vangaveltur urn, að ég sé í felum einhvers staðar úti í sveit, eru út í hött. Ég er ekki heldur geðveikur og ég er ekki á sakaskrá. Ég hef ekki einu sinni fengið stöðumælasekt." Bréfið hleypti ltfi í leitina að Cooper og þegar listinn yfir grunaða styttist voru nokkur hundruð hermanna frá herstöð- inni Fort Lewis í Portland í Oregon gerðir út af örkinni til að fínkemba skógana í leit að vísbendingum. Þeim til aðstoð- ar voru leitarflugvélar og meira að segja var stuðst við gervi- tunglamyndir. En ekki varð vart við nein ummerki eftir Cooper. Rannsóknarmenn FBl voru sannfærðir um, að hefði Cooper lifað stökkið af, þá myndi hann nást, þegar hann færi að eyða fé sínu. Númer allra seðlanna voru skráð og allir bankar Bandaríkjanna og helstu fjár- magnsstofnanir utan þeirra hafði verið send viðvörun og beiðni um að láta vita strax og einhver seðlanna kæmi í þeirra hendur. Á meðan á leitinni stóö, eyddu flugfélög stórfé til aö koma í veg fyrir, aö hægt væri að leika eftir ránsaðferð Coop- ers og hverfa með fallhlíf. Framleiðendur innkölluðu allar Boeing 727 vélarnar og sleginn var varnagli við því, að hægt væri að opna afturhuröina með- an á flugi stóð. „D.B. Cooper, hver ertu?“ Áhugi fjölmiöla dvínaði, en smátt og smátt kom í Ijós áhugi almennings á flugræningjanum dularfulla og örlögum hans. Hér og þar gat að líta krot á veggjum eins og: „D.B. Coop- er, hver ertu?“ Og plötusnúðar skvaldurstöðvanna léku hverja plötuna af annarri tileinkaða honum. Ári eftir ránið sló FBI því föstu, að D.B. Cooper heföi dáið í lendingu. Ekki einn ein- asti seðill af ránsfengnum hafði komið í ljós og talið var, að enn lægju 200.000 dollarar ásamt rotnandi líki Coopers einhvers staðar í nær ófærum skóginum. Fljótlega skutu fyrstu áhuga- mennirnir upp kollinum. Þeir kölluðu sig „peningaveiði- menn“ og fóru inn í skóginn til að leita. Þann 24. nóvember 1976 hætti FBI opinberlega leit sinni að D.B. Cooper. Fimm ár voru þá liðin frá því að brotiö var framið og samkvæmt lögum um fyrningu afbrota var D.B. Cooper frjáls á ný, væri hann á lífi. Væri Cooper í raun liðið lík uppi í fjöllunum, ættu penin- garnir að bíða þess þar að finnast. íbúar Portland og Seattle fengu „Cooperæði“. Fjöll og skógar bergmáluðu af fótataki leitarmannanna, en allt án árangurs. Æðinu linnti um hríð, en það gaus upp aftur árið 1979. Þá fann veiðimaður, sem ráfaði um nær ósnortna skógana upp af Kelso í Washington, hlut gerð- an af manna höndum. Þetta reyndist vera aðvörunarskilti af afturhurð Boeing 727. Á einni nóttu greip um sig hreina „gullæðið". Þúsundir áhugamanna streymdu til Kelso til að reyna að verða fyrri til eft- ir peningum Coopers en FBI- menn á þyrlum. Stjörnuspá- menn, landakortasalar og leið- sögumenn þáðu hátt í það jafn mikið í greiðslur fyrir „þjón- ustu" sína og leitarliðið vonað- ist eftir að finna inni í skógun- Walter Wagner lögreglustjóri lýsti atganginum þannig: „Það lá við að skógarnir yrðu trað- kaðir niður af mannfjöldanum, en enginn fann neitt hvorki þau eða við.“ Hafði Cooper eftir allt saman tekist að komast af og sleppa burt með peningana? Það má vera að svarið við þeirri spurningu hafi fengist sjö og hálfu ári eftir ránið. Þá fór iðnverkamaður að nafni Harold Ingram með átta ára syni sínum í gönguferð eftir sendnum bakka Colombia- fljóts og sá þá stafla af illa förn- um seðlum í sandinum. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar, sem girti af svæðið kringum fundarstaðinn, voru peningarnir, 3.000 dollarar, hluti af lausnargjaldi því, sem Cooper var greitt. Rannsóknir á seðlunum og þeim leir, sem klesst hafði á þá, sýndu, að peningarnir höfðu að öllum líkindum borist með árstraumnum af svæði einu um 80 kílómetrum ofar eða komið í ána úr einhverri þveránni þar uppi. Ævintýraliðið hvarf á vit fjall- anna. Eina ferðina enn brutust leitarmcnn með dollaraglýju í augum gegnum skógana. „Þetta var það, sem við kom- umst næst Cooper," má lesa í skýrslu FBI-mannsinns John Pringle, „en við erum ennþá á varðbergi skyldu fleiri vísbend- ingar koma í ljós.“ Lifi D.B. Cooper ennþá, er honum óhætt að gefa sig fram við FBI. Fyrningartíminn fyrir flugránið er liðinn og það þýðir, að ekki er refsingar að vænta fyrir það^ En það er eitt atriði, sem hefur í för méð sér, að sá, sem framdi best heppnaða flugrán sögunnar, getur aldrei látið vitnast hver hann er. FBI hefur trúlega gefist upp, en skattyfirvöld í höfuðborginni Washington koma aldrei til með að afskrifa mál D.B. Coopers. Hans bíður reikningur að upphæð 300.000 dollarar, hærri upphæð en lausnargjaldið, auk 10 ára fangelsis fyrir að hafa hvorki talið fram eða greitt skatt í fjölda ára. Starfsmaður ríkisskattstjóra segir: „Við skattleggjum bæði löglega og ólöglega fengið fé. Hvað okkur varðar er einfald- lega um tekjur að ræða. D.B. Cooper þénaði 200.000 dollara á flugráninu og hann hefur ekki greitt neinn skatt ennþá af þeim tekjum. Auk þess skuldar hann vexti og refsi- skatt. Við lögðum á hann eins og einhleyping án annarra tekna. Vilji hann ræða við ein- hvem starfsmanna embættisins og æskja einhverra frádráttar- liða, erum við til viðræðu. En þangað til D.B. Cooper gefur sig fram, munum við halda uppi spurnum um hann og eigur hans. Skattsvik fyrnast aldrei."

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.