Dagur - 26.09.1989, Side 3
Þriðjudagur 26. september 1989 - DAGUR - 3
fréftir
Símaklefmn í göngugötunni á Akureyri:
Óvirkur enn einu sinni
eftir skenundarvarga
Það hefur ekki gengið áfalla-
laust fyrir Póst og síma á
Akureyri, að halda símaklef-
anuin í göngugötunni á Akur-
eyri gangandi. Með nokkuð
reglulegu millibili hafa ein-
hverjir skemmdarverkamenn
látið til sín taka og skemmt
síman og sjálfan símaklefann.
Ekki er gott að geta til um
hvaða hvatir liggja þarna að baki
en að sögn Ársæls Magnússonar
umdæmisstjóra Pósts og síma, er
það orðið umhugsunarefni fyrir
stofnunina, hvort í raun sé hægt
að halda rekstri símaklefans
áfram öllu lengur.
Blaðamaður Dags hitti þá
Ársæl og Gísla Eyland stöðvar-
stjóra Pósts og síma á Akureyri,
við símaklefann í göngugötunni í
gær en þá var aðkoman að hon-
um heldur nöturleg. Búið var að
brjóta rúður í símaklefanum,
slíta símtólið af símanum, síma-
skráin rifin í burtu og tilraun gerð
til að brjótast í peningabox
símans.
Að sögn Ársæls hefur ástandið
verið mjög slærnt í sumar og fariö
versnandi. „Ég held að það sé
orðið spurning fyrir stofnunina
hvort raunhæft er að halda þess-
um símaklefa úti lengur og eins
mætti bæjarstjórnin fjalla unt
þetta vandamál og kanna hvað sé
til ráða. Þessi sími er ntikið not-
aður þegar hann er í lagi, bæði af
feröamönnum og bæjarbúum og
er auk þess ntikið öryggistæki. Ég
tel að okkur setti niður í þjónustu
ef hann yrði tekinn úr umferð,"
sagði Ársæll ennfremur.
Símaklefi eins og staðsettur er
í göngugötunni kostar um hálfa
milljón króna og símiækið um
200 þúsund, þannig að hér um
mikla fjármuni að ræða og það
kemur í hlut símnotenda að
borga viðhald hans. En eins og
allir vita er síminn mikið öryggis-
tæki og því hlýtur það að vera
vilji bæjarbúa að hann sé áfram
til staðar í göngugötunni. -KK
Lögreglan:
Annasöm helgi á Sauðárkróki
Nýliðin helgi var mjög anna-
söm hjá lögreglunni á Sauðár-
króki. Að sögn Björns Mika-
elssonar yfirlögreguþjóns hafa
ungir ökumenn í bænum verið
kærðir nokkuð að undanförnu
fyrir vítaverðan akstur, eins og
sagt er. Lögreglan fór á stúf-
ana á föstudaginn og mældi
hraðann á götum bæjarins.
Var hraðinn heldur mikill mið-
að við 50 km hámarkshraða
eða um 80 km á klst.
Einn bensínþjófnaður var
kærður í liðinni viku og sömu-
leiðis nokkrir þjófnaðir á
útvarpstækjum úrbílum. Þá voru
tveir teknir grunaðir um ölvun
við akstur.
Mikil ölvun var í bænum á
föstudagskvöldið í kjölfar Busa-
ballsins og nokkrar rúður brotn-
ar.
Laust eftir kl. 20 á sunnudags-
kvöldið var tilkynnt um slys við
bæinn Torfgarð við Sauðár-
króksbraut. Þar hafði bíll ekið á
hóp hrossa sem verið var að reka
þar framhjá. Tvö hross drápust
samstundis, en eitt varð að aflífa.
Drengur sent sat einn hestinn í
hópnum slapp naumlega. Þrír
farþegar voru í bílnum auk öku-
manns og skarst einn þeirra
nokkuð á höfði og var farið með
hann á Sjúkrahús Skagfirðinga
þar sem gert var að sárum hans.
Skömntu eftir að tilkynnt var
um þetta slys, var tilkynnt um
annað skammt hjá bænum
Brekku við Vatnsskarð. Þar
hafði einnig verið ekið á hross af’
bíl sem leið átti niður af Vatns-
skarðinu. Einn maður var í bíln-
unt og skarst hann á hendi er
framrúðan brotnaði. Hrossið
drapst samstundis Báðir bílarnir
sem hlut áttu að máli eru mikið
skentmdir eða jafnvel ónýtir.
Hrossahópinn, sem lenti í fyrra
slysinu, var verið að rcka úr
Stafnsrétt í Svartárdal. Beðið var
um lögreglufylgd með hópinn yfir
Vatnsskarðið og var ferðinni
heitið í Grófargilsrétt, skammt
norðan við Varmahlíð. Er þang-
að var komið var skollið á kol-
niðantyrkur. Lögreglubíllinn ók
nú áleiðis til Sauðárkróks, enda
ferðinni lokið. En einhverjir
héldu samt áfram með hross
norður eftir Sauðárkróksbraut-
inni og höfðu á undan sér bíl nteð
blikkandi viðvörunarljós. Bfllinn
ók nokkurn spöl á undan hópn-
um og einmitt til móts við bæinn
Torfgarð ók ökumaður bílsins
sem lenti í slysinu, fram á þennan
bíl. Hann ók hægt framhjá bíln-
urn cn herti svo ferðina er fram-
hjá var komið. Þá ók hann á hóp-
inn með fyrrgreindum afleiðing-
um.
Er hér um vítavert kæruleysi
að ræða hjá stjórnendum þessa
reksturs. Hrossin eða knapar
þcirra voru ekki með nein glit-
augu þannig að ökumaður bílsins
sá ekkert nema bílinn með blikk-
andi ljós, sem kominn var full-
langt frá hópnum.
Þetta slys kallar enn á umræðu
unt lausagöngu og rekstur búpen-
Hefðbundinn búskapur í kreppu:
Karlsstaðir bætast nú í
hóp eyðibýla í Ólafsfírði
Býlum í ábúð í Ólafsfirði heftir
fækkað ár frá ári og nú er svo
komið að hefðbundinn búskap-
ur sem eitthvað kveður að er
aðeins stundaður á tveim
bæjum, Kvíabekk og Bakka.
Nú á haustdögum fer enn einn
bærinn í Ólafsfirði, Karlsstað-
ir, í eyði.
Það er af sem áður var þegar
stundaður var öflugur hefðbund-
inn búskapur á flestum bæjum í
Ólafsfirði. Fljótlega eftir að
mjólkurvinnslu var hætt í Ólafs-
firði lagðist mjólkurframleiðsla
þar af og bændur snéru sér alfarið
að sauðkindinni. Á síðari árum
hefur sauðfé síðan fækkað ört og
nú er svo komið að einungis er
hægt að tala um tvö sauðfjárbú í
Ólafsfirði, á Bakka og Kvíabekk.
Menn spyrja sig þeirrar spurn-
ingar hver sé skýring á þessari
þróun. Engin einhlít skýring
virðist vera á þessu en bent er
m.a. á þá staðreynd að sveitin í
Ólafsfirði er afskekkt, þó svo
ekki sé um miklar vegalengdir að
ræða. Bróðurpart úr ári er Lág-
heiði lokuð og það gerir það að
verkum að bæirnir fram í sveit-
inni eru einskonar endastöð í
Ólafsfirði. óþh
ings a vegum landsins. Bændur
eru mjög kærulausir Itvað þetta
varðar, því þeir vita að ef ckið er
á hross eða kind, fá þeir alltaf
bætur fyrir það tjón sem þeir
veröa fyrir. Lögreglan hefur á
hverju ári reynt að koma í veg
fyrir þctta m.a. með því að senda
hreppstjórum bréf þar sem þeir
eru beðnir um að koma í veg fyrir
lausagöngu búfjár meðfram
vegum. Allmörg slys hafa hlotist
vegna þessa undanfarin ár og er
með öllu óskiljanlegt að bændur
skuli ekki láta sér segjast. kj
■
o:
ö
Ef bæjarbúar vilja hafa almenningssíma í miöbænum er Ijóst að ganga verð-
ur bctur um hann. Mynd: kl
ALLA FIMMTUDAGA!
■■ Vikulega að sunnan.
** Vörumóttaka í Reykjavík til kl. 16:00 á mánudögum.
“ Vörumóttaka á Akureyri til kl. 12:00 á fimmtudögum.
■!■ Allar nánari upplýsingar hjá EIMSKIPAkureyri,
sími 24131.
EIMSKIP
*