Dagur - 26.09.1989, Síða 10

Dagur - 26.09.1989, Síða 10
10- DÁGÚR - Þriðjudagur 26. september 1989 myndosögur dogs ÁRLAND ANDRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR r ■ ' llBiiSWi’ # Vetur kemur, vetur fer! Það var óneitantega hrá- slagalegt að vakna i gær- morgun og líta út um glugg- ann. Allt hvítt! Og bara sept- ember! Æ, hvað það hefði verið gott að geta bara farið uppí aftur og breitt yfir haus. En því var ekki að skipta, skyldan kallaði og best að sýna hugrekki hins vinnandi manns og drífa sig á lappir. Tilhugsunin um að þurfa að skafa af bílnum var óbærileg. „Hvar eru vettl- ingarnir aftur? Eða trefill- inn? Úff, svo er örugglega hálka líka og bíllinn á slitn- um sumardekkjum! Nei, þetta er ekki bjóðandi nokkrum manni!“ • Húrra, snjór! En það voru ekki allir jafn óánægðir með snjókomuna, sem betur fer. Yngsta kyn- slóðin bókstaflega ærðist af kæti þegar litið var út um gluggann og það er langt síö- an eins auðvelt hefur verið að draga hana fram úr rúm- inu svona árla morguns. „Komum út, komum út! Hvar eru snjóbuxurnar mínar? Það er kominn snjór, gaman, gaman!“ Óneitanlega reikar hugurinn aftur í tímann. Vorum við svona líka? Jú, líklega. Þær eru góðar endurminning- arnar þegar komið var inn blautur og kaldur og mamma hitaði kakó á meðan tærnar voru hitaðar milli rimlanna á ofninum. En, nú eru mömm- urnar úti að vinna og ekkert heitt kakó sem bíður. Hvar eru gömlu góðu dagarnir? # Upp með góða skapið En við skulum ekki örvænta strax. Um hádegi í gær þeg- ar sólin hafði vermt okkur um stund, var snjór a.m.k. í byggð farinn. Veðurglöggir menn sem spáðu fyrir vetrarveðrinu seint í sumar töluðu ekki um hart haust og þeirra orðum skulum við treysta. Auðvitað biðjum við um jólasnjó þegar að því kemur og skíðasnjó í meira magni og fyrr en á síðasta ári. Svo erum við hörku fólk ekki satt og látum ekki snjóföl eyðileggja fyrir okk- ur góða skapið. Nú ef svo ólíklega vill til að veturinn komi snemma með frost og snjó, þá klæðum við okkur bara betur, setjum snjó- dekkin undir bílinn og bros- um í umferðinni. dogskrá fjölmiðlo Sjónvarpið Þridjudagur 26. september 17.50 Múmíndalurinn. 18.05 Kalli kanína. 18.15 Ferdir Róberts frænda. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Fagri Blakkur. 19.20 Bardi Hamar. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og vedur. 20.30 í daudans greipum. (A Taste for Death) Fyrsti þáttur. Breskur sakamálamyndaflokkur í sex þáttum eftir P.D. James. Breskur ráðherra biður vin sinn Adam Dalgliesh lögreglu- foringja að rannsaka hótunarbréf sem1' honum hafði borist. Þegar tvö lík finnast í kirkju ekki skammt frá sér Adam að tengsl eru þarna á milli. Aðalhlutverk Roy Marsden, Wendy Hiller, Simon Ward og Penny Downie. 21.25 Stefna til styrjaldar. (The Road to War) Fjórði þáttur - Ítalía 22.15 Umræðuþáttur Fréttastofu. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Þriðjudagur 26. september 15.15 Svindlararnir. (Let's Do It Again.) Tveir félagar reyna að hagnast á vini sín- um sem þeir dáleiða og etja út í hnefa- leikakeppni eftir að hafa veðjað við mót- herjann. Aðalhlutverk: Sidney Poitier, Bill Cosby, Jimmy Walker, John Amos og Ossie Davis. 17.05 Santa Barbara. 17.55 Elsku Hobo. (The Littlest Hobo.) 18.20 Veröld - Sagan í sjónvarpi. 18.50 Klemens og Klementína. 19.19 19:19. 20.30 Visa-sport. 21.30 Undir regnboganum. (Chasing Rainbows.) Annar hluti. 23.15 Fiskeldi. (Seafarmers.) Fiskeldi færist víðar í vöxt en á íslandi. í þessum þætti verður greint frá framförum sem hafa átt sér stað í fiskeldi í Skotlandi og í Noregi. Þar er ekki einungis þróun laxeldis komin á hátt stig, heldur hafa merkilegar rannsóknir á útsjávarfiski átt sér stað. 00.10 Hamslaus heift. (The Fury.) Myndin fjallar um föður í leit að syni sínum. Stráknum hefur verið rænt í þeim tilgangi að virkja dulræna hæfileika hans. Faðirinn fær til liðs við sig unga stúlku sem einnig er gædd dulrænum hæfileik- um. Aðalhlutverk: Kirk Douglas, John Cassa- vetes, Carrie Snodgress, Charles Durning og Amy Irving. Stranglega bönnud börnum. 02.05 Dagskrárlok. Rás 1 Þridjudagur 26. september 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þorlákssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku. að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr for- ystugreinum dagblaðanna að loknu frétta- yfirliti kl. 8.30. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn. „Júlíus Blom veit sínu viti“ eftir Bo Carpelan. Gunnar Stefánsson les þýðingu sína (21). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir Tilkynningar Tónlist. 13.05 í dagsins önn - Alexanderstækni. 13.35 Miðdegissagan: „Myndir af Fidel- mann" eftir Bernard Malamud. Ingunn Ásdísardóttir les þýðingu sína (6). 14.00 Fréttir • Tilkynningar. 14.05 Eftirlætislögin. 15.00 Fréttir. 15.03 Með múrskeið að vopni. Fylgst með fornleifauppgreftri á Grana- stöðum í Eyjafirði. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Söngur og pianó. 21.00 Tarot. 21.30 Útvarpssagan: „Vörnin" eftir Vladi- mir Nabokov. Illugi Jökulsson les þýðingu sína (18). 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins Dagskrá morgundagsins. 22.30 Leikrit vikunnar: „Aldrei að víkja" framhaldsleikrit eftir Andrés Indriðason. Annar þáttur af fjórum. 23.15 Tónskáldatími. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás2 Þriðjudagur 26. september 7.03 Morgunútvarpið: Vaknið til lífsins! Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 9.03 Morgunsyrpa Eva Ásrún Albertsdóttir. - Neytendahorn kl. 10.05. - Afmæliskveðjur kl. 10.30. - Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. - Gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. 14.03 Milli mála. Árni Magnússon á útkíkki og leikur nýju lögin. Hagyrðingur dagsins rétt fyrir þrjú og Veiðihornið rétt fyrir fjögur. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Sigurður Þór Salvars- son, Guðrún Gunnarsdóttir, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Auður Haralds talar frá Róm. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Áfram ísland. Dægurlög með íslenskum flytjendum. 20.30 Útvarp unga fólksins. Við hljóðnemann eru Sigrún Sigurðar- dóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir. 22.07 Bláar nótur. Pétur Grétarsson kynnir djass og blús. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 „Blítt og létt..." 02.00 Fréttir. 02.05 Ljúflingslög. 03.00 Næturnótur. 04.00 Fréttir. 04.05 Glefsur. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Á vettvangi. 05.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 05.01 Áfram ísland. 06.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 06.01 „Blítt og létt..." Ríkisútvarpið á Akureyri Þriðjudagur 26. september 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Þriðjudagur 26. september 07.00 Páll Þorsteinsson. Morgunþáttur athafnafólks sem vill hafa fréttirnar á hreinu áður en það fer í vinn- una. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Gömlu góðu lögin sem þú varst búinn að gleyma, heyrirðu hjá Valdísi. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Hér er ailt á sínum stað, óskalögin og afmæliskveðjur allan daginn. 17.00 Hallgrímur Thorsteinsson. - Reykja- vík síðdegis. Fréttir og fréttatengd málefni. í þessum þætti nær þjóðmálaumræðan hámarki með hjálp hlustenda. Síminn í Reykjavík síðdegis er 611111. 19.00 Snjólfur Teitsson. Þægileg ókynnt tónlist í klukkustund. 20.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Strákurinn er kominn í stuttbuxur og er í stöðugu sambandi við íþróttadeildina þegar við á. 24.00 Næturvakt Bylgjunnar. Fréttir kl. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Hljóðbylgjan Þriðjudagur 26. september 17.00-19.00 M.a. er létt umræða um lífið og tílveruna. Stjórnandi er Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.