Dagur - 26.09.1989, Side 15

Dagur - 26.09.1989, Side 15
Þriðjudagur 26. september 1989 - DAGUR - 15 Uppskeruhátíð knattspymumanna kr., ÍA 160 þúsund kr., Þór og Víkingur 135 þúsund kr. hvort félag og Fylkir og ÍBK sín 100 þúsundin hvort. Alls rúmar tvær milljónir króna. Þá afhentu for- ráðamenn Hörpu 40 viðurkenn- ingarskjöl til leikmanna 6. flokks fyrir skotkeppni í leikhléi leikja sumarsins í Hörpudeildinni. Þessu næst sté Stefán Gunn- laugsson, formaður knattspyrn- udeildar KA, í pontu. Hann gagnrýndi blaðamenn nokkuð fyrir það að vera tregir til að geta þess í skrifum sínum, þegar fyrir- tæki styddu svo dyggilega við bakið á knattspyrnunni, eins og Harpa hefði gert í suniar. Þarna hefði fyrirtækið afhent um tvær milljónir króna í beinhörðum peningum og gera mætti ráð fyrir að annað eins hefði farið í auglýs- ingar vegna íslandsmótsins. Þess vegna hefðu fjölmiðlamenn að ósekju mátt virða það samnings- atriði betur að 1. deildin hét Hörpudeild á nýafstöðnu keppn- istímabili. Stefán þakkaði Olíu- félaginu h.f., Esso, sérstaklega fyrir frábæran stuðning, en Esso var aðalstyrktaraðili KA á keppnistímabilinu. Esso bauð m.a. KA-mönnum til hófs í aðal- stöðvum félagsins tveimur tímum áður en uppskeruhátíðin hófst og síðan öllum hinum liðunum á eftir. Stefán þakkaði einnig starfs- mönnum KSÍ, dómurum og vall- arstarfsmönnum fyrir þeirra störf á sumrinu. Þá gagnrýndi Stefán afhendingu íslandsbikarsins og taldi að ekki hefði verið nægilega vel að henni staðið. Samtök 1. deildar ieikmanna í knattspyrnu héidu árlega upp- skeruhátíð sína í Hótel íslandi á föstudagskvöldið. Hátíðin hófst um kl. 19.30 með því að fegurðardísir, íklæddar keppnisbúningum 1. deildarlið- anna, tóku á móti gestum og færðu þeim fordrykk. Fremst fór fegurðardrottning íslands 1989, Hugrún Linda, og var hún að sjálfsögðu íklædd búningi íslandsmeistaranna í meistara- flokki karla, Knattspyrnufélags Akureyrar. Síðan tók veislustjór- inn, Þorgeir Ástvaldsson útvarps- maður og stór-Framari, við veislustjórninni. Matseðillinn samanstóð af villibráðarsúpu og lambafillé og var ekki annað að sjá en að gestum líkaði maturinn hið besta. Aðalræðumaður kvöldsins var herra Ólafur Skúlason biskup og fór hann á kostum í stórskemmti- legri ræðu. Að lokinni ræðu Ólafs, voru markakóngar Hörpu- deildar íslandsmótsins heiðraðir. Guðmundur Steinsson. Fram og Kjartan Einarsson, ÍBK fengu hvor um sig bronsskó Adidas, fyrir 9 mörk; Pétur Pétursson, KR, fékk silfurskó Adidas, einn- i fyrir 9 mörk, en Pétur lék færri Itiki en þeir Guðmundur og Kjartan. Hörður Magnússon hlaut gullskó Adidas en Hörður skoraði 12 mörk í Hörpudeild- inni í sumar. Þessu næst stigu KA-menn á svið og kyrjuðu sigurlagið sitt, undir stjórn Guðjóns Þórðarson- ar þjálfara, sem stjórnaði strák- unum með borðhníf - og fórst það vel úr hendi. Markaðsstjóri málningarverksmiðjunnar Hörpu, Ólafur Már, afhenti síðan for- svarsmönnum I. deildar félag- anna ávísanir frá Hörpu, í sam- ræmi við árangur liðanna í sumar, en Harpa var aðalstuðn- ingsaðili Islandsmótsins. KA fékk mest eða 425 þúsund krónur, FH fékk 325 þúsund kr., Fram 240 þúsund kr., KR 200 þúsund kr., Valur 180 þúsund Kátir KA-leikmenn á góðri stundu; Bjarni Jónsson, Árni Hermannsson og Steingrímur Birgisson. íslandsmeistarar Vals í kvennatlokki fluttu stuttan leik- þátt og tóku síðan lagið við góðar undirtektir. Ellert B. Schram, formaður KSÍ, afhenti Gunnari Oddssyni, KR, nýliðamerki KSÍ en Gunnar lék sinn 1. landsleik fyrir skemmstu. Pétur Arnþórs- son og Viðar Þorkelsson, Fram, hlutu gullúr fyrir 25 landsleiki og Sævar Jónsson, Val, gullhring frá KSI fyrir 50 landsleiki. Þá fengu leikmenn F.H. afhent silfurverð- launin fyrir 2. sætiö í íslandsmót- inu. Þjálfararnir Ásgeir Elíasson og Jóhannes Atlason, fengu einn- ig afhenta viðurkenningu frá KSÍ fyrir áralöng störf að knatt- spyrnumálum. Ragnar Sigtryggsson, KA, var lieiðursgestur kvöldsins og flutti hann ágæta ræðu. Þá komu KA- menn aftur upp og sungu nokkur lög við gítarundirleik. Hápunktur kvöldsins var er Jóhann T. Jónsson frá Flugleið- um tilkynnti úrslitin í kjöri bestu og efnilegustu leikmann íslands- mótsins 1989. Efnilegustu leik- menn íslandsmótsins voru kjörn- ir Ólafur Gottskálksson, ÍA, í karjaflokki og Arndís Ólafsdótt- ir, KA, í kvennaflokki. Bestu leikmenn íslandsmótsins voru kjörnir Þorvaldur Örlygsson, KA, í karlaflokki og Arna Stein- sen, KR, í kvennaflokki. Að þessu loknu var dansinn stiginn fram eftir nóttu. Sannar- lega glæsileg og vel heppnuð upp- skeruhátíð og þeim sem að stóöu til mesta sóma. HB. Mikil gleði braust út hjá KA-fólkinu þegar Ijóst var að Þorvaldur Örlygsson hafði verið valinn besti maður íslands- mótsins árið 1989. Þrátt fyrir að liðið hans hafi ckki orðið Islandsmeistari gat Lolli í Val ckki annað en verið stoltur af þeim Antony Karli Gregory og Jóni Grétari Jóns- syni. Auðvitað fór KA-liöið upp á svið og kyriaöi KA-sönginn undir öruggri stjórn Karls Örvarssonar. Birgir Hermannsson og Elva Ólafsdóttir, foreldrar Steingríms Birgissonar varnarmannsins knáa úr KA-liöinu, ásamt Jóni Péturssyni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.