Dagur - 29.09.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 29.09.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 29. september 1989 Bílasalan StórhoU Hjalteyrargötu 2 • Símar 23300 og 25484 Lancer st. 4WD, árg. ’87, ek. 33 þús., verð 820.000,- og ’88. Bílasalan StórhoH Woyota söluumboð 3i. *#nu, arg. ’83, ek. 94 þús., verð 400.000,- Subaru Sedan 4WD, árg. ’87, ek. 30 þús., verð 840.000,- Toyota Landcruiser II, árg. ’88, ek. 19 þús., verð 1.550.000,- Toyota Hi Lux, turbo, dísel, árg. ’85, ek. 72 þús., verð 850.000,- luroo, si. 4WD, árg. ’87, ek. 58 þús., verð 1.100.000,- Toyota Corolla, árg. '86, ’87 og ’88. Toyota Camry GLi EXÉ, einn með öllu, árg. ’89, ek. 5 þús. Höfum einnig nokkra bíla tilsölu sem fást á allt að þriggja ára skuldabréfi eða skiptum fyrír dýrarí eða ódýrarí. Kvennadeild Slysavarnafélagsins á Akureyri: Umferðardagur fyrir yngstu grunn- skólanemenduma - lögreglan stjórnar umferð fótstiginna bíla og gangandi vegfarenda Umferðardagur kvcnnadeildar Slysavarnafélagsins á Akureyri verður haldinn næstkomandi laugardag kl. 13-17. Umferð- ardagurinn fer fram á umferð- arvellinum við Oddeyrarskóla, sem komið var á fót árið 1979, og verða lögregluþjónar til aðstoðar. Bergljót Jónsdóttir hjá kvennadeild Slysavarnafélagsins sagði að markmiðið með Um- ferðardeginum væri sem fyrr að veita yngstu grunnskólanemend- unum haldgóða umferðarfræðslu. Nemendur í forskóladeildum og 1. bekk grunnskóla á Akureyri fengu bréf til kynningar á þessum degi og eru foreldrar hvattir til að mæta með börn sín á umferðar- völlinn á laugardaginn. Forskóla- nemendur eiga að mæta kl. 13-15 en nemendur í 1. bekk kl. 15-17. Umferðardagurinn hefur legið niðri f nokkur ár en að sögn Bergljótar er meiningin að taka þráðinn upp að nýju og halda þennan dag árlega. Hún segir það mjög mikilvægt að einmitt þessi aldurshópur fái markvissa fræðslu því börnin hafi litla reynslu af umferðinni. Við Oddeyrarskóla er svæði með merktum götum og umferð- armerkjum, raunar smækkuð mynd af venjulegum umferðar- götum. Þar verða bæði kassabílar og fótstignir bílar þannig að börnin geta bæði verið í hlutvekri bílstjóra og gangandi vegfarenda og kynnst umferðinni frá sjónar- horni beggja. Lögreglan sér síð- an um að allt gangi samkvæmt settum reglum og aðstoðar börn- in. Kvennadeildin verður með kakósölu á staðnum svo engum ætti að verða kalt þennan Um- ferðardag. SS MYNDLISTASKQLIN N Á AKUREYRI Kaupvangsstrœti 16 Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 2. október til 20. janúar. Barna- og unglinganámskeið. Teiknun og málun fyrir börn. 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 12-13 ára. Einu sinni í viku. Málun og litameöferð fyrir unglinga. Byrjendanámskeið. 14-15 ára. Einu sinni í viku. Framhaldsnámskeið. 15-16 ára. Einu sinni í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Kvöidnámskeið fyrir fullorðna. Teiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Módelteiknun. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Málun og litameðferð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Auglýsingagerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Byggingaiist. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð. Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958. Síöustu innritunardagar Skrifstofa skólans er opin kl. 13.00-18.00 virka daga. Skólastjóri. fréttir Keppendurnir frá Dalvík: Jón Pálmi Óskarsson, Inga Benediktsdóttir og Helgi Þorsteinsson. Landsleikurinn á Akureyri Ómar Ragnarsson, Samvers- menn og starfsmenn Stöðvar 2 eru nú á hringferð um landið við að taka upp nýjan spurn- ingaþátt, Landsleikinn. Þeir eru nú staddir á Norðurlandi og tóku upp þrjá þætti í Sjall- anum á Akureyri á miðviku- dag og fimmtudag. Fyrst mættust lið Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Fyrir Ólafsfirðinga kepptu Kormákur Bragason skólastjóri, Bjarni Grímsson bæjarstjóri og Óskar Þór Sigur- björnsson skólastjóri. Fyrir Dal- víkinga sátu fyrir svörum Helgi Þorsteinsson framkvæmdastjóri, Inga Benediktsdóttir skrifstofu- maður og Jón Pálmi Óskarsson nemi. Síðan var komið að Húsvíking- um og Akureyringum að kljást. Fyrir Húsvíkinga kepptu Hjörtur Tryggvason starfsmaður Húsa- víkurkirkju, Ingimundur Jónsson yfirkennari og Jóhannes Sigur- jónsson ritstjóri. Þeir sem vörðu heiður Akureyrar voru Guð- mundur Gunnarsson fulltrúi, Helga Erlingsdóttir nemi og Jón- as Baldursson nemi. Ekki er rétt að gefa upp úrslit í þessum tveimur keppnum en þáttunum verður sjónvarpað fljótlega á Stöð 2. Sitthvað er til gamans gert Prúttmarkaður á Daiwa kuldafatnaði Buxur ★ Vesti ★ Úlpur ★ Sokkar ★ Grifflur ★ Og síðast en ekki síst jakkar og samfestingar. Ef ekki núna þá? Og svo er rýmingarsalan í fullum gangi 50% WEYFJÖRÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 VISA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.