Dagur - 29.09.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 29. september 1989
spurning vikunnar
Tekurðu slátur?
Magnús Ágústsson:
Nei, og þaö helgast af því aö
konan mín var að eignast barn
og slátur er ekki talið æskilegt
fæöi fyrir hana. Við höfum
reyndar aldrei tekið slátur en
munum örugglega gera það í
framtíðinni.
Lilja Guðmundsdóttir:
Já, ég geri það. Ég er ekki búin
að því en hyggst taka það á
næstu dögum. Ég tók slátur í
fyrra og ætla að taka tiu í ár.
Við erum fjögur (fjölskyldu og
borðum öll slátur. Hins vegar
erum við ekki hrifin af sviðun-
um. Ætli við reynum ekki að
gefa einhverjum þau.
Páll Jónsson:
Já, ég tek slátur. Er að vísu ekki
búinn að því en mun taka 10
slátur eins og áður. Slátur er
góður og ódýr matur.
Lena Rós Matthíasdóttir:
Nei, ég kann ekki að búa til
slátur. Mamma tekur slátur og
ég hjálpa henni við það. Ég
borða slátur og finnst það æðis-
lega gott.
Bjarni Hjaltalín:
Við hjónin höfum alltaf tekið
slátur og gerum það einnig nú
Slátur er að því er mér finnst
góður matur en ég vil hafa það
gallsúrt. Mér er heldur illa við
það nýtt. Við hjónin hjálpumst
að við sláturgerðina og sé óg
venjulega um að brytja mörinn.
Höfuðstöðvar
Lottósins
verða að vera
í Reykjavík!
- Athyglisverð niðurstaða fyrir þá landsbyggðarmenn
sem gæla við að starfsemi þjónustufyrirtækja
verði einhvern tíma flutt til þeirra
Svo sem flestum er í fersku minni beindist kastljós fjölmiðla að íslenskri
Getspá, rekstraraðila Lottósins, í byrjun þessa mánaðar, vegna frétta um
að fyrirtækið hygðist reisa hús yfir starfsemina. Húsið skyldi rísa í Laug-
ardal og fréttir hermdu að áætlaður byggingarkostnaður væri um 130
milljónir króna. Mörgum þótti það mikið og hvöss orðaskipti áttu sér stað
innan íþróttaforystunnar vegna þessa máls, þar sem sumir töldu að
íslensk Getspá hefði ekki heimild til að ráðast í svo fjárfrekar fram-
kvæmdir. Á landsbyggðinni var m.a. rætt um það hvort nauðsynlegt væri
að íslensk Getspá - og þar með Lottóið - hefði höfuðstöðvar sínar í
Reykjavík. Það er jú alltaf verið að ræða um nauðsyn þess að flytja þjón-
ustustarfsemi út á land og vitað er að fasteignaverð þar er mun lægra en
á höfuðborgarsvæðinu. Degi er ekki kunnugt um að spurningunni um
það, hvort höfuðstöðvar Lottósins geti ekki allt eins verið á landsbyggð-
inni, hafi verið svarað opinberlega af forráðamönnum íslenskrar Getspár
fram til þessa. En nú hafa þeir svarað skýrt og skorinort. Svarið er NEI.
Höfuðstöðvarnar verða að vera á höfuðborgarsvæðinu og hvergi annars
staðar. Það svar er allrar athygli vert.
Þáttur Fasteigna- og
skipasölu Norðurlands
Þegar byggingarhugleiðingar
íslenskrar Getspár komust í
fréttir fjölmiðla í byrjun þessa
mánaðar, þótti mörgum sem fyrr
segir áætlaður kostnaður við
fyrirhugað stórhýsi mikill. Það
létu sér ekki allir nægja að ræða
um þetta og hneykslast, sumir
létu verkin tala. Einn þeirra var
Pétur Jósefsson, sölustjóri Fast-
eigna- og skipasölu Norðurlands.
Þann 11. september sl. ritaði
hann íslenskri Getspá bréf, þar
sem hann bauð fyrirtækinu fjórar
mismunandi fasteignir á Akur-
eyri til kaups. Það skiptir ekki
öllu máli hvaða eignir þetta voru
en tekið skal fram að allar virtust
eignirnar geta þjónað þörfum
íslenskrar Getspár. Einnig er rétt
að taka fram að upplýsingar, sem
sendar voru íslenskri Getspá um
þessar eignir, voru takmarkaðar
en rækilega tekið fram að allar
nánari upplýsingar væru fáanleg-
ar þegar um væri beðið. Fer-
metrafjöldi hverrar fasteignar,
ástand og verð var þó að sjálf-
sögðu tilgreint í bréfinu.
Morgunblaðsgreinin
sem aldrei birtist
Daginn eftir, þann 12. september
sl., sendi Pétur Jósefsson grein
um þetta mál með símfaxi (tele-
faxi) til Morgunblaðsins og bað
vinsamlegast um að greinin yrði
birt við fyrstu hentugleika.
Greinin bar yfirskriftina: „í
tilefni af umræðu um húsnæðis-
mál íslenskrar Getspár.“ Ein-
hverra hluta vegna hefur greinin
ekki birst enn þótt langt sé um
liðið síðan hún var send Morgun-
blaðinu. Hún uppfyllir þó öll þau
skilyrði sem ritstjórar Morgun-
blaðsins hafa sett um lengd
greina sem eiga að birtast fljótt
og vel í Mogga, því hún rúmast
vel á einni vélritaðri örk af stærð-
inni A-4. Lesendum Dags til
fróðleiks birtist grein Péturs hér
að neðan:
„Mér þykir rétt að byrja grein-
arkorn þetta á því að óska ís-
lenskrí Getspá til hamingju með
árangurinn af starfseminni. í
þessu happdrættisglaða landi hef-
ur þeim tekist að afla Lottóinu
mikilla vinsælda til hagsbóta fyrír
umbjóðendur sína og er gott til
þess að vita að mikill hagnaður af
starfi fyrirtækisins rennur til ör-
yrkja, íþrótta- og ungmennafé-
laga.
Hins vegar varð óneitanlega
dálítið skrýtin umræða um vænt-
anlegar aðgerðir fyrirtækisins í
húsnæðismálum sínum. Forráða-
menn fyrírtækisins hugðust
byggja meira en 2.000 fermetra
hús í Laugardalnum í Reykjavík
og heyrðust kostnaðartölur upp á
um 130 milljónir króna nefndar.
Einhverjum öðrum en mér þótti
þetta hátt, enda voru Smára-
hvammsmenn fljótir að bjóða
þeim sambærilega stærð húsnæð-
is fyrir um það bil 20 milljónum
króna lægra verð.
Þá varð maður þess áskynja að
forráðamenn íslenskrar Getspár
höfðu kannað húsnæðismarkað-
inn í Reykjavík og af öllu því
atvinnuhúsnæði, sem á boðstól-
um er á Reykjavíkursvæðinu,
fannst ekkert sem hentaði.
Manni skilst þó á kollegum sín-
um í Reykjavík að til sölu séu á
annað hundrað þúsund fermetrar
af atvinnuhúsnæði af ýmsu tagi.
Þess vegna hef ég með bréfi nú
í vikunni boðið íslenskrí Getspá
húsnæði hér á Akureyri sem ég
ætla að geti hentað vel undir
starfsemi fyrírtækisins. Þetta eru
allt vel byggð hús, raunar mis-
munandi gömul og í mismunandi
ástandi, en geta vafalaust hýst
tölvukerfi íslenskrar Getspár svo
og skrifstofu- og fundaaðstöðu,
sem fyrirtækið eflaust þarf.
Húsnæði það, sem ég hef boðið
fyrír hönd umbjóðenda okkar, er
frá 1.200 upp í rúmlega 2.000 fer-
metra og á verði sem er frá 40-60
millj. króna.
Starfsemi íslenskrar Getspár
er með þeim hætti að ég efast
ekki um að fyrírtækið verði jafn-
vel staðsett á Akureyrí og þar
sem það er nú á Reykjavíkur-
svæðinu. Eins og að framan
greinir, gerí ég ráð fyrír að hent-
ugt húsnæði megi finna. Tölvu-
kerfi eins og það sem þjónar
íslenskri Getspá og íslenskum
Getraunum, er jafnvel staðsett á
Akureyri og á Reykjavíkursvæð-
inu - ekki síst þar sem ljósleiðarí
verður kominn á milli Akureyrar
og Reykjavíkur á næsta árí. Hér
er auðvitað unnt að skapa starfs-
fólki íslenskrar Getspár ákjósan-
lega starfsaðstöðu - og þegar
stjórnarmenn fyrirtækisins þurfa
að koma saman til fundar, er það
lítið mál, því flugsamgöngur eru
góðar að sunnan engu síður en
suður. Akureyringar eru alvanir
að sækja fundi og reka margvís-
leg eríndi á Reykjavíkursvæðinu
og þykir engum þar það neitt til-
tökumál. Svo er það náttúrlega
einnig dálítil tilbreyting frá
hversdagslífinu í Reykjavík að
bregða sér norður. Samkvæmt
framansögðu þykir mér einsýnt
að þjónusta lslenskrar Getspár
yrði ekki síðrí þótt hún væri rekin
héðan frá Akureyrí.