Dagur - 29.09.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. september 1989 - DAGUR - 3
fréftir
í
Rekstrarumhverfi fyrirtækja á Akureyri:
„Þetta er rosalegt og vonandi
ekki dæmi um byggðasteftm“
- segir aðili sem er ósáttur við raforkuverð
Maður í fyrirtækjarekstri á
Akureyri segist þurfa að borga
212 þúsund krónum meira í
rafmagnskostnað en ef hann
væri með fyrirtæki sitt í
Reykjavík. Honum þykir
harkalega að sér vegið með
þessu því hann segist einnig
greiða fjórum sinnum meira
fyrir hitaveitu en samsvarandi
fyrirtæki í Reykjavík, en vegna
sérstöðu Hitaveitu Akureyrar
sættir hann sig við það. I þessu
rekstrarumhverfi er samt sem
áður gerð sú krafa að hann sé
með sama vöruverð og tíðkast
í Reykjavík.
„Samkvæmt upplýsingum frá
Rafveitu Akureyrar þarf ég að
greiða 11% hærra raforkugjald
en samsvarandi fyrirtæki í
Reykjavík. Þeir sögðu að þetta
væri pólitísk ákvörðun og mér
finnst þetta hrein og klár níðsla.
Þetta er rosalegt og vonandi ekki
dæmi um byggðastefnu stjórn-
valda. Það er verið að gera okkur
erfiðara fyrir en ef við værum í
Reykjavík, en auðvitað viljum
við sitja við sama borð,“ sagði
þessi maður.
Ekki náðist í Svanbjörn Sig-
urðsson rafveitustjóra til að
spyrja hann um samanburð á raf-
orkutaxta. Maðurinn sem vakti
máls á þessu greiðir samkvæmt
taxta A2, fyrir lýsingu, frysti-
gáma og annað. Upphæðin er
5,73 kr. á kílóvattstund, og sam-
kvæmt hans upplýsingum 11%
hærri en sami taxti í Reykjavík.
Sigurður J. Sigurðsson, for-
maður stjórnar veitustofnana á
Akureyri, sagðist ekki hafa þessa
taxta fyrir framan sig en sagði þó
að hér væri ekki alveg sami taxt-
inn fyrir Akureyri og Reykjavík.
Á Akureyri eru notaðir, auk
ýmissa annarra taxta, taxtarnir
A1 fyrir íbúðarhúsnæði og A2
fyrir atvinnuhúsnæði og er A2
taxtinn hærri. í Reykjavík er
þessum töxtum hins vegar slegið
saman í einn, sem er ívið lægri en
A2 taxtinn en hærri en A1
taxtinn.
„Við tókum þann kostinn að
vera með tvískiptan taxta, heim-
ilunum í hag, og að sjálfsögðu er
raforkuverð ákvörðun sveitar-
stjórnar hverju sinni. Hins vegar
er Rafveita Ákureyrar byrjuð að
skoða það hvort hyggilegt sé að
láta þessa taxta renna saman í
einn líkt og Reykjavíkurborg
gerir. Almennt er raforkurverð
þó svipað hjá þessum rafveitum
og t.a.m. mun lægra en hjá
RARIK,“ sagði Sigurður J. með-
al annars. SS
Atvinnumálanefnd Akureyrar:
Hugmyndasamkeppni til að auka
fjölbreytni atvinnulífsins
Atvinnumálanefnd Akureyrar
ákvað fyrir skömmu að standa
fyrir hugmyndasamkeppni í
bænum. Tiigangurinn er að
hvetja fólk til að leggja fram
hugmyndir í þeim tilgangi að
auka fjölbreytni starfa á Akur-
eyri, hvort sem það væri á sviði
iðnaðar, þjónustu, ferðamála
eða öðrum sviðum. Veitt
verða verðlaun fyrir þrjár
bestu hugmyndirnar.
Hólmsteinn T. Hólmsteinsson,
formaður Atvinnumálanefndar,
segir að nefndarmenn vilji skapa
umræðu um þessi mál og ná til
sem flestra. Um er að ræða að
menn geti sent inn hugmyndir að
Borgarbíó:
Magnús er geypivinsæll
Nýjasta kvikmynd Þráins Bert-
elssonar, Magnús, var frum-
sýnd á Akureyri 8. september
og nú undir lok mánaðarins er
enn verið að sýna hana á hvíta
tjaldinu í Borgarbíói. Það er
fátítt að rnyndir gangi svo vel á
Akureyri og sagðist Sigurður
Arnfinnsson hjá Borgarhíói
vera mjög ánægður með að-
sóknina.
Hátt í 4000 manns hafa séð
Magnús í Borgarbíói og miðað
við aðsókn í Reykjavík og annars
staðar á landinu er ekki ólíklegt
að 35-40 þúsund manns hafi þeg-
ar séð þetta afkvæmi Þráins Bert-
elssonar.
Myndir Þráins eru greinilega
afar vinsælar. Sigurður sagði að
seinni tíma aðsóknarmet í Borg-
arbíó æfti Nýtt líf, myndin sem
Húsaleiga
hækkar 1. okt.
Leiga fyrir íbúðarhúsnæði og
atvinnuhúsnæði sem samkvæmt
samningum fylgir vísitölu hús-
næðiskostnaðar eða breytingum
meðallauna, sbr. lög nr. 62/1984,
hækkar um 3,5% frá og með 1.
október 1989. Reiknast þessi
hækkun á þá leigu sem er í sept-
ember 1989. Leiga helst síðan
óbreytt næstu tvo mánuði, þ.e. í
nóvember og desember 1989.
kom Þráni á sporið. Um 6700
manns sáu þá mynd og einnig
gekk Dalalíf mjög vel. Aðsókn-
armetið stendur hins vegar
óhaggað og verður seint slegið,
en í kringum 9000 áhorfendur
sáu Sound of Music hér á árum
áður.
„Magnús hefur gengið mjög
vel og við érum ánægðir með við-
tökurnar. Þetta er mynd sem allir
hafa gott af því að sjá og hún er
líka stórskemmtileg, en það er
einmitt það sem fólk vill,“ sagði
Sigurður. SS
fyrirtækjum eða rekstri, einnig er
þátttakendum í samkeppninni í
sjálfsvald sett að gera tillögur um
útfærslu á þessum hugmyndum.
„Við tökum á móti öllum til-
lögum, og ætlum að verðlauna
þær þrjár bestu. Hugmyndin er
síðan að auglýsa einhver tiltekin
verkefni upp og fá aðila til að
stofna þessi nýju fyrirtæki,“ sagði
Hólmsteinn, og benti á að ætlun-
in væri að hjálpa mönnum til að
hefja rekstur, m.a. fyrir milli-
göngu Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar.
Samkeppnin veröur auglýst í
fjölmiðlum fyrir miðjan næsta
mánuð, en skilafrestur rennur út
15. desember. Dómnefnd verður
skipuð og fær hún fjórar til sex
vikur til að skila niðurstöðum.
EHB
HOTEL KEA
Laugardagurinn 30. september
Dansleikur
Hljómsveit
Ingimars Eydal
leikur fyrir dansi
Frá smurbrauðsstofu
Seljum út snittur, hálfsneiðar, heilsneiðar,
cocktailsnittur, canapé, ostapinna,
smurbrauðstertur og rjómatertur.
Pantanir í síma 22200.
ll
Hótel KEA
Borðapantanir í síma 22200
i
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTEINA RÍKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1980-2. fl. 25.10.89-25.10.90 Ikr. 1.853,12
1981-2. fl. 15.10.89-15.10.90 kr. 1.151,68
1982-2. fl. 01.10.89-01.10.90 kr. 795,49
1987-2. fl.D 2 ár 10.10.89 kr. 180,54
‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, september 1989
SEÐLAB ANKIÍSLANDS