Dagur - 29.09.1989, Blaðsíða 4
I _ - S8Gf %íecíí'r<»ítf.->í M •••íigRiiwJsö
4 - DAGUR - Föstudagur 29. september 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREVRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 90 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR.
RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (fþróttir),
KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960),
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
DREIFINGARSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
SÍMFAX: 96-27639
Áfengiskaup
á sérkjörum
Meint hneykslismál vegna kaupa ýmissa ráða-
manna á áfengi á kostnaðarverði hafa skotið upp
kollinum annað slagið undanfarna mánuði. Fyrsta
og stærsta mál þessarar tegundar voru tvímæla-
laust áfengiskaup Magnúsar Thoroddsen, fyrrum
forseta Hæstaréttar og eins af handhöfum forseta-
valds. í tengslum við rannsókn þess máls komu
fleiri kurl til grafar, sem vissulega geta orkað tví-
mælis. Fjölmiðlar hafa velt upp ótal spurningum og
á stundum berað visst dómgreindarleysi vegna
þessara mála. Það er t.d. algerlega út í hött að bera
saman umfangsmikil áfengiskaup fyrrum forseta
Hæstaréttar til einkanota annars vegar og áfeng-
iskaup einstakra ráðherra til að veita í opinberum
móttökum heima fyrir hins vegar. Nokkrir fjölmiðlar
leyfðu sér engu að síður að beita slíkum saman-
burði. Síðan er þráttað um það fram og til baka
hvort hinn eða þessi ráðherrann hafi brotið gildandi
reglur um áfengiskaup á sérkjörum eða ekki. í raun
fæst engin niðurstaða í málið, til þess eru gildandi
reglur allt of óljósar. Þær má nánast túlka að geð-
þótta hvers og eins.
Nýjasta mál þessarar tegundar fjallar um tiltekin
áfengiskaup Jóns Baldvins Hannibalssonar, núver-
andi utanríkisráðherra, í fjármálaráðherratíð hans.
Jón Baldvin keypti þá 106 flöskur af áfengi, sem síð-
an var veitt í afmælisveislu ritstjóra Alþýðublaðs-
ins. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings gera athuga-
semd vegna þessara kaupa og telja þau benda til
þess „að um alvarlega misnotkun á heimild ráðu-
neytis til kaupa á áfengi á kostnaðarverði sé að
ræða.“ Jón Baldvin telur sig þvert á móti ekki hafa
brotið neinar reglur, því risna ráðherra geti tekið til
samstarfsmanna og embættismanna jafnt sem
stjórnmálamanna og félagasamtaka, innlendra sem
erlendra, skv. mati ríkisendurskoðanda. Túlkun
þessara aðila, þ.e. yfirskoðunarmanna ríkisreikn-
ings annars vegar og utanríkisráðherra hins vegar,
er eins ólík og framast er hægt að hugsa sér. Annar
sér svart þar sem hinn sér hvítt.
Mál þetta sýnir að þörf er á róttækum breytingum
hvað varðar reglur um áfengiskaup á kostnaðar-
verði. Fjölmörg dæmi, gömul og ný, sýna að póli-
tískt siðferði er á afar lágu plani hér á landi. Reglum
þarf því að breyta í eitt skipti fyrir öll á þann veg að
áfengiskaup á kostnaðarverði heyri sögunni til. í
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins á aðeins að gilda
eitt verð fyrir háa sem lága. Það er hvort sem er
ekkert annað en bókhaldsatriði hvort ríkið borgar
sjálfu sér fleiri eða færri krónur fyrir áfengisflösk-
una. Það sem myndi ávinnast við þessa breytingu
er að meint misnotkun heimilda til áfengiskaupa á
vildarkjörum yrði úr sögunni. Síðast en ekki síst
fengi almenningur í landinu gleggri mynd af því
hvað veislur á vegum ríkisins kosta — mælt á því
verðlagi sem almennt gildir í samfélaginu. BB.
Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík 80 ára, elsta bókaverslun á landsbyggðinni og sú næstelsta á landinu.
A myndinni eru Stefán Örn Ingvarsson, verslunarstjóri og Ingvar Þórarinsson, fyrrverandi verslunarstjóri.Mynd im
Elsta bókabúð á landsbyggðinni 80 ára
Bókaverslun Þórarins Stefánssonar á Húsavík varð 80 ára 17. sept. sl. og er hún elsta bókaverslun á lands-
byggðinni, og sú næstelsta á landinu öllu. Aðeins Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Reykjavík er eldri.
Það var 17. sept. 1909 sem Þórarinn hóf verslun með bækur í Kirkjubæ á Húsavík, húsi sem stóð þar sem
nú eru bílastæði við verslunarhús KÞ. Síðar var bókaverslunin flutt í Templarahúsið að Garðarsbraut 9, en
þar var áður danshús Húsvíkinga. Þetta hús stendur enn, en síðustu 22 árin hefur verslunin verið í nýbygg-
ingu sem Ingvar Þórarinsson reisti við hlið gamla hússins, á horni Garðarsbrautar og Stóragarðs. Þriðji ætt-
liðurinn, Stefán Örn Ingvarsson er nú tekinn við verslunarstjórninni fyrir nokkrum árum, en faðir hans
starfar enn við verslunina og er með honum á myndinni.
Héraðsfundur EyjaQarðarprófastsdæmis haldinn í Hrísey:
Hjónavígslum flölgaði á
milli ára úr 82 í 119
- skírnum Qölgaði einnig
en fermingarbörn voru færri en árið áður
Héraðsfundur Eyjafjarðarpróf-
astsdæmis var haldinn í Hrísey
laugardaginn 2. september sl.
Fundurinn hófst kl. 10 árdegis
með helgistund prófasts sr. Birgis
Snæbjörnssonar. Lagði hann útaf
orðum 8. kafla Rómverjabréfs-
ins: Ef Guð er með oss hver er þá
á móti oss?
í skýrslu prófastsins kenndi
margra grasa, og ýmsir merkir
atburðir höfðu gerst á starfsár-
inu. Bar þar hæst biskupaskipti
nú í júnílok og hreyfing á prest-
um innan prófastsdæmisins. Sr.
Pálmi Matthíasson var kallaður
til þjónustu í Bústaðasókn í
Reykjavík og sr. Pétur Þórarins-
son Möðruvöllum var kosinn til
þjónustu í Glerárprestakalli í
hans stað. Þá var sr. Torfi Stef-
ánsson Hjaltalín kosinn til
Möðruvalla og hóf hann störf sín
í prestakallinu með því að sækja
Héraðsfundinn í Hrísey.
Ljóst er á skýrslu prófasts að
mikið starf fer fram innan kirkj-
unnar í prófastsdæminu og marg-
ir eru þar sem leggja hönd á
plóginn.
Alls búa rúmlega 21 þúsund
manns á svæði prófastsdæmisins
og voru sungnar alls 724 messur í
kirkjum þess árið 1988.
Skírð börn voru 409, sem eru
19 fleiri en árið áður. Fermingar-
börnin voru þó töluvert færri en
árið 1987 eða alls 384.
En gleðileg breyting var í
hjónavígslum milli ára eða fjölg-
un úr 82 í 119.
Útfarafjöldi var nær óbreyttur
milli ára, - alls voru 159 greftran-
ir í prófastsdæminu árið 1988.
En tölur um athafnir segja ekki
nema lítið um það starf sem fer
fram innan safnaðanna.
Þakkaði prófastur öllum hin-
um mörgu sem vinna þar fórnfúst
starf og hvatti til frekari aukning-
ar og eflingar kirkjulegu starfi.
Sr. Vigfús Þór Árnason prestur
á Siglufirði var nýlega kominn
heim eftir árs námsdvöl í Banda-
Hjónavígslum í Eyjafjarðarprófastsdæmi fjölgaði um hvorki meira né minna
en 37 á milli áranna 1987 og 1988, úr 82 í 119. Það er aukning um 45%. Með-
fylgjandi mynd var tekin í júní í fyrra en þá fór fram fjórföld systragifting í
Minjasafnskirkjunni á Akureyri. Mynd: tlv
ríkjunum og sagði hann fund-
armönnum frá námi sínu og
kirkjulegu starfi þar vestra.
Nefnd sem kosin var á síðasta
Héraðsfundi til að vinna að hug-
myndum fyrir kristnitökuafmælið
árið 2000 lagði fram nokkrar til-
lögur sem voru ræddar og endur-
mótaðar að ýmsu leyti.
Er ljóst að höfuðáherslan verð-
ur lögð á eflingu trúarlegrar
mótunar, bæði meðal barna sem
fullorðinna. Verður höfðað til
hverrar sóknar fyrir sig og reynt
að efla starfið innan safnaðanna
sjálfra, en stefnt skal síðan að
sameiginlegri afmælishátíð.
Júlíus Júlíusson safnaðarfull-
trúi Siglfirðinga gerði grein fyrir
leikmannastefnu kirkjunnar en
þangað fór hann ásamt Jóni
Oddgeiri Guðmundssyni Akur-
eyri sem fulltrúar prófastsdæmis-
ins.
Mátti vel merkja á orðum hans
að leikmannastarfið innan kirkj-
unnar fer vaxandi og stöðugt eru
það fleiri og fleiri leikmenn sem
virkjast til kirkjulegs starfs.
Sr. Hannes Orn Blandon flutti
erindi um altarisgönguna og nýja
siði við bergingu.
Er víða farið að útdeila brauði
og víni saman, þannig að brauð-
inu er dýft í víni og það síðan
veitt þannig.
Allmiklar umræður urðu um
málið og sýndist sitt hverjum, en
flestum fannst hin nýja tilhögun
vel þess virði að henni væri
gaumur gefinn.
Eftir kosningar í ráð og nefndir
var gengið til kirkju og tekið þátt
í guðsþjónustu. Sr. Svavar A.
Jónsson prédikaði, Jóhann Bald-
vinsson lék á orgelið og 5 prestar
þjónuðu fyrir altari.
Allan fundardaginn voru fund-
armenn í stöðugum veisluhöldum
í boði sóknarnefndar Hríseyjar-
sóknar. Prófastur þakkaði þessar
höfðinglegu móttökur og færði
sr. Huldu Hrönn Helgadóttur
sóknarpresti Hríseyinga sérstak-
ar þakkir fundarins fyrir vel
undirbúinn fund.