Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 10. októbér 1989 - DAGUR - 5 Afmælisbarnið með eiginkonu, barnabörnum og barnabarnabarni. Frá vinstri Borghildur Magn- úsdóttir, Borghildur Jónsdóttir, Jakob Frímannsson, Bryndís Jakobsdóttir og Jakob Frímann Magnússon. Myndir: KL Fjöldi manns var í afmælisveislunni. Við þetta borð sitja m.a. Margrét Helgadóttir, Erlendur Einarsson, Inga Karlsdóttir, Auður Guðmundsdóttir, frú Sólveig Ásgeirsdóttir og Pétur Sigur- geirsson, biskup. Jakob Frímannsson heiðraður Níræður unglingur og kona hans stinga saman nefjuin yfír kaffíbolla. Jakob Frímannsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri KEA og eini núlif- andi heiðursborgari Akureyrar, varð níræður á laugardaginn. Af því tilefni efndu Kaupfélag Eyfirðinga og Bæjarstjórn Akureyrar til kaffisamsætis honum til heiðurs á Hótel KEA á afmælisdaginn. Rösklega eitt hundrað manns sátu hófið og komu þeir víða að. Afmælisbarninu bárust margar góðar gjafir ásamt fjölda heilla- óskaskeyta og blómaskreytinga. Par á meðal má nefna að Akureyr- arbær færði Jakobi myndabók með gömlum myndum frá Akureyri og Kaupfélag Eyfirðinga færði honum áletraðan skjöld. Ávörp fluttu þeir Valur Arnþórsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri KEA; herra Pétur Sigurgeirsson, biskup; Sigfús Jónsson, bæjar- stjóri; Magnús Gauti Gautason, kaupfélagsstjóri og Bragi Sigur- jónsson, sem sat á sínum tíma með Jakobi í bæjarstjórn. Jakob Frí- mannsson þakkaði fyrir sig með nokkrum orðum. Hann sagði m.a. að hann fyndi ekki svo mjög fyrir því hversu gamall hann væri en hins vegar mætti greinilega sjá aldurinn á jafnöldrum hans... Veislan fór í alla staði mjög vel fram og var þeim sem að henni stóðu til mikils sóma. Skemmtileg bæjarkyiming Eftirfarandi bréf, ásamt ntynd- inni sem fylgir, barst nýlega til Matthíasarsafnsins á Sigurhæð- um: Kæra fólk! í heimsókn minni til Akureyr- ar í ágúst sl. stansaði ég með ferðahópnum einn dag á Akur- eyri. Ég notaði tímann meðal annars til að fara í Lystigarðinn og gekk þaðan niður að kirkj- unni. Meðan ég stóð þar í brekk- unni, neðan við kirkjuna, og Egili Stefánsson, formaður SEM-hópsins, hringdi og vildi koma á framfæri þökkum til allra þeirra Norðlendinga sem styrktu SEM-hópinn í landssöfnuninni, sem efnt var til fyrir skemmstu. Að sögn Egils voru viðtökurnar betri en bjartsýnustu menn höfðu þorað að vona, ekki síst á Norðurlandi. Til marks um það nefndi Egill framtak nokkurra fylgdist með fólki á „þotubátum“ á Pollinum, kallaði lítill strákur til mín og renndi sér síðan niður í grasið til mín og bauð mér sæl- gæti. Hinn strákurinn kom síðan á eftir og sýndi mér músina sína og leyfði mér að leika við hana. Þar sem við vorum í skipulögðu ferðalagi og bjuggum á hóteli, þá hittum við ekki að máli marga íslendinga, svo að það var sér- lega ánægjulegt að hitta þessa ungu pilta. Við kunnum ekki tungumál hvors annars, en „mús“ barna á Akureyri. Þau efndu til hlutaveltu til styrktar SEM-hópn- um og söfnuðu vel á annan tug þúsunda, svo sem skýrt hefur verið frá í blaðinu. Egill sagði þetta lýsandi dæmi um velvild landsmanna í garð SEM-hópsins. Fyrir þá sem ekki vita, stendur skammstöfunin SEM fyrir „Sam- tök endurhæfðra mænuskadd- aðra“. Forráðamenn SEM-hóps- skilst í báðum málunum og það dugði okkur! Ég tók mynd af þessum indælu piltum og sendi hana með þessu bréfi. Ég kom á sama stað morg- uninn eftir, til að athuga hvort ég sæi þá aftur og gæti fengið að vita hvað þeir hétu, en ég hitti þá ekki ins vilja beina þeim tilmælum til þeirra Norðlendinga, sem hafa skaðast á mænu eða eru bundnir hjólastól vegna sköddunar á háls- eða hryggjarliðum og óska eftir að gerast meðlimir í SEM- hópnum, að hafa samband við Egil Stefánsson í síma 91-78822 eða 91-72186. Hann veitir einnig allar nánari upplýsingar um starf- semi SEM-hópsins. aftur. Gætuð þið haft upp á fjöl- skyldu drengjanna, látið þau fá myndina og komið þakklæti mínu á framfæri, fyrir þetta stutta en skemmtilega atvik í mjög ánægjulegri sumarleyfis- ferð? Bestu þakkir. Carol James 30 Langham Gardens Edgware Middx. HA 8 AEG England. Lystigarðurinn á Akureyri: Lengri opnunar- tímaá haustín Lesandi hringdi: Lesandi blaðsins hringdi og vildi lýsa óánægju sinni með að ekki skuli vera opið í Lystigarðinum á Akureyri eftir kl. 17 á daginn. Eftir að farið er að hausta sé gaiðinum lokað eftir kl. 17 á dag- inn og einnig sé hann lokaður um helgar. „Þetta er mikill skaði vegna þess að það er einmitt mjög gaman að skoða garðinn á þessum árstíma þegar hann er skrýddur haustbúningi.“ Samtök endurhæfðra mænuskaddaðra (SEM): Þakka stuðningimi í landssöfniminni Til lelgu! Stórt skrifstofuherbergi til leigu á 2. hæð í Gránufélagsgötu 4. (J.M.J. húsinu). I þessu herbergi er innréttað annað lítið her- bergi. ★ Allt nýstandsett. Uppl. gefur Jón M. Jónsson, símum 24453 og 27630.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.