Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 10
1 e r--£í^(3W‘R:f-->i:r&iuciagiír^P,.:crktQþef,ít 08»'; ÁRLANP myndasögur dags ANPRÉS ÖNP • Allirí skoðun! Lögreglan á Akureyri hefur haft í nógu að snúast að undanförnu við að klippa númersplötur af óskoðuð- um bifreiðum. Það sama virðist alltaf vera uppi á ten- ingnum hjá þeim á þessum árstíma og virðist aðallega vera um að kenna trassa- skap bíleigenda. Þeir sem verða fyrir því að koma að bifreiðum sínum númers- lausum fyrirvaralaust bölva oft hátt og duglega, því þessum aðgerðum fylgja talsverð óþægindi. Bifreið- inni má t.d. ekki aka af stað, útvega þarf dráttarbíl til þess að koma bifreiðinni í skoðun. Það borgar sig sem sagt að láta skoða bílinn á réttum tíma til að komast hjá óþægindum. # í skamm- deginu Þegar skammdegið færist yfir breytist hugsunarháttur fólks að mörgu leyti. Sumar- ið er liðið með því „kæru- leysi“ sem því fylgir og allir ætla að hefja nýtt líf. Fara i megrun, leikfimi, á flugu- hnýtinganámskeið og fleira og fleira. Þessi fögru fyrir- heit, sem líkja má við ára- mótaheit, birtast í mikilli ásókn í líkamsræktarstöðv- ar, auglýsingum í blöðum um námskeiðahald og frá öðrum aðilum sem selja afþreyingu. Svona heldur fram til áramóta þegar þorrablótin og árshátíðirnar nálgast og árangur megrun- arkúranna fer fyrir lítið. En þá verða allir að fara f megr- un fyrir sumarið svo auka- kílóin flæði ekki upp fyrir sundskýluna á sólarströnd- inni sem heimsækja á næsta sumar. • Áhyggju- leysi En þeir eru þó til sem láta hvorki dugmikla lögreglu- þjóna með klippur eða til- búna fmynd heilsuræktar- fólks hafa áhrif á sig. Skammdegið hefur sömu- leiðis lítið að segja hjá þessu fólki, en hér er átt við yngstu kynslóðina. Börnin taka jú eftir þvf að það dimmir á kvöldin og að á morgnana þegar þau vakna er enn dimmt, en þá getur stundum verið erfitt að koma þeim f skilning um að það er kominn dagur. Þau hafa hins vegar alltaf jafn gaman af að leika sér, hvort sem úti er sumar eða snjór, hvor tveggja er jafn spennandi. Megrunarkúrar, þorrablót og fluguhnýting- arnámskeið er þeim ekki áhyggjuefni, hvað þá klipp- ur lögreglumanna! dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Þriðjudagur 10. október 17.00 Fræðsluvarp. 1. Börn í Nepal. Fræðslumynd um líf og störf barna í fjalla* þorpi í Nepal. 2. Hvað eigum við að gera við hana Sif litlu? Foreldrar Sifar hafa lítinn tíma til að sinna henni og gefa henni því gjafir. 17.50 Múmíndalurinn. 18.05 Kalli kanína. 18.15 Sögusyrpan. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Fagri Blakkur. 19.20 Barði Hamar. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Kvikmyndahátíð 1989. 20.45 Þorp, fjörður og fimm kvæði. Mynd gerð á Patreksfirði felld að kvæðum úr „Þorpið" eftir Jón úr Vör. 21.10 í dauðans greipum. Þriðji þáttur. 22.05 Stefnan til styrjaldar. (The Road to War) Sjötti þáttur - Rússland. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Þriðjudagur 10. október 15.35 Þegar mamma kemur! (Wait Till Your Mother Gets Home!) Mynd þessi fjallar á gamansaman hátt um hlutverkaskiptingu kynjanna. Full- frískur, fílefldur íþróttaþjáífari og heimil- isfaðir neyðist til að taka að sér húsmóð- urstörfin meðan eiginkonan fer út á vinnumarkaðinn. Aðalhlutverk: Paul Michael Glaser, Dee Wallace og Peggy McKay. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Elsku Hobo. (The Littlest Hobo.) 18.15 Veröld - Sagan í sjónvarpi. 18.45 Klemens og Klementína. 18.55 Myndrokk. 19.19 19:19. 20.30 Háskóli íslands. í vetur verðr mánaðarlega á dagskrá 15 mínútna þáttur um Háskóla íslands. 20.50 Visa-sport. 21.45 Undir regnboganum. (Chasing Rainbows.) Fjórði þáttur. 23.25 Hin Evrópa. (The Other Europe.) Fyrsti þáttur af sex í breskum heimildar- myndaflokki. Hinn hluti Evrópu eða Austur-Evrópa var hernumin af Sovétmönnum árið 1945 og er nú aðskilinn frá Vestur-Evrópu með jártjaldinu svokallaða. í þáttunum er greint frá ástandi þessara þjóða séð með augum þeirra sem þar búa eða hafa búið. 00.15 Glæpahverfið. (Fort Apache, the Bronx.) Paul Newman er í hlutverki harðsnúins lögreglumanns sem fer sínar eigin leiðir. í umdæmi hans eru glæpir og vændi dag- legt brauð. En þegar nýi yfirmaðurinn hyggst innleiða nýja starfshætti leiðir það til deilna jafnt á lögreglustöðinni sem á götum úti. Aðalhlutverk: Paul Newman, Ed Asner, Ken Wahl og Danny Aiello. Stranglega bönnuð börnum. 02.20 Dagskrárlok. Rásl Þriöjudagur 10. október 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þorlákssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir á ensku að loknu fréttayfirliti kl. 7.30. Lesið úr for- ystugreinum dagblaðanna að loknu frétta- yfirliti kl. 8.30. 9.00 Fréttir. 9.03 Neytendapunktar. Holl ráð til kaupenda vöru og þjónustu og baráttan við kerfið. Umsjón: Björn S. Lárusson. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum. Umsjón: Finnbogi Hermannsson. 10.00 Fréttir • Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit ■ Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir Tilkynningar Tónlist. 13.00 í dagsins önn - Skólabærinn Akur- eyri, Verkmenntaskólinn. Umsjón: Ásdís Loftsdóttir. (Frá Akur- eyri.) 13.30 Setning Alþingis. a. Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. b. Þingsetning. 14.30 Eftirlætislögin. 15.00 Fréttir. 15.03 í fjarlægð. Jónas Jónasson hittir að máli íslendinga sem hafa búið lengi á Norðurlöndum, að þessu sinni Sigríði G. Wilhelmsen í Drammen. 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið mælir með ... 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Haydn og Bach. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn: „Lítil saga um litla kisu“ eftir Loft Guðmundsson. Sigrún Björnsdóttir les (7). 20.15 Tónskáldatími. 21.00 Alexandertækni. 21.30 Ótvarpssagan: „Haust í Skírisskógi“ eftir Þorstein frá Hamri. Höfundur byrjar lesturinn. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.30 Leikrit vikunnar: „Aldrei að víkja" eftir Andrés Indriðason. Fjórði og lokaþáttur. 23.10 Djassþáttur. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Þriðjudagur 10. október 7.03 Morgunútvarpið: Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Bibba í málhreinsun og leiðarar dag- blaðanna kl. 8.30. 9.03 Morgunsyrpa Eva Ásrún Albertsdóttir. Neytendahorn kl. 10.03 og afmæliskveðj- ur kl. 10.30. Bibba í málhreinsun kl. 10.55. Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. - 15.03 Stóra spurningin. Spurninga- keppni vinnustaða, stjórnandi og dómari Flosi Eiríksson. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 Blítt og létt...“ Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 20.30 Ótvarp unga fólksins. Við hljóðnemann eru Jón Atli Jónasson og Sigrún Sigurðardóttir. 21.30 Fræðsluvarp: Enska. Fyrsti þáttur enskukennslunnar „í góðu lagi“ á vegum Málaskólans Mímis. 22.07 Rokk og nýbylgja. Skúli Helgason kynnir. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 01.00 Áfram ísland. 02.00 Fréttir. 02.05 Lögun. 03.00 „Blítt og létt..." 04.00 Fréttir. 04.05 Glefsur. 04.30 Veðurfregnir. 04.40 Á vettvangi. 05.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 05.01 Bláar nótur. 06.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 06.01 Norrænir tónar. Ríkisútvarpið á Akureyri Þriðjudagur 10. október 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Þriðjudagur 10. október 07.00 Páll Þorsteinsson. Morgunþáttur athafnafólks sem vill hafa fréttimar á hreinu áður en það fer í vinn- una. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. Gömlu góðu lögin sem þú varst búinn að gleyma, heyrirðu hjá Valdísi. 14.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Hér er allt á sínum stað, óskalögin og afmæliskveðjur allan daginn. 18.00 Hallgrímur Thorsteinsson. - Reykja- vík síðdegis. Fréttir og fréttatengd málefni. í þessum þætti nær þjóðmálaumræðan hámarki með hjálp hlustenda. Síminn í Reykjavík síðdegis er 611111. 20.00 Þorsteinn Ásgeirsson. Strákurinn er kominn í stuttbuxur og er í stöðugu sambandi við íþróttadeildina þegar við á. 24.00 Næturvakt Bylgjunnar. Fréttir kl. 8, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Hljóðbylgjan Þriðjudagur 10. október 17.00-19.00 M.a. er létt umræða um lífið og tilveruna. Stjórnandi er Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.