Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 11
Þriðjudaqur 10. október 1989 - DAGUR - 11
hér & þar
París:
FéD af 19. hæð
og slapp með beinbrot
Heppnin sneri ekki baki við Gabri-
el Ibar, tveggja ára strákgutta í
París, þegar hann datt af 19. hæð
háhýsis og stóð lítið meiddur á
fætur eftir fallið. Áhorfendur að
þessu atviki stóðu frosnir þegar
Gabriel sveif til jarðar líkt og
kartöflupoki. En honum til
bjargar lenti hann utan í tré og
hentist þaðan í moldarbing sem
bjargaði lífi hans. Einu meiðslin
voru fót- og handleggsbrot.
„Petta er kraftaverk," sagði
móðir hans, Dominique, þegar
hún hafði náð sér af mesta tauga-
áfallinu. „Ég þakka Guði á hverj-
Oneitanlega heppinn
drengur, Gabriel.
um degi fyrir að hafa bjargað lífi
drengsins."
Slysið vildi þannig til að sá
stutti skreið út um glugga sem
móðir hans hafði opnað. Ekki
hafði Dominique litið nema
augnablik af Gabriel og það
nægði honum til að komast út.
„Þegar ég heyrði nágrannakonu
mína hrópa að Gabriel lægi á göt-
unni fyrir neðan bygginguna
fannst mér eins og eldingu hefði
lostið í hjarta mitt. Ég þaut inn í
herbergi hans og sá þar sönnun-
ina á því hvað gerst hafði, þögn-
ina og opna gluggann. Þess full-
viss að barnið hefði ekki lifað
fallið af hljóp ég inn í lyftuna og
beið þess að hún næði á jarðhæð.
Þegar þangað var komið þurfti ég
að ryðjast í gegnum mannþröng-
ina sem safnast hafði saman og
skyndilega heyrði ég kunnulega
rödd kalla nafn mitt. Það var
ógleymanlegt að sjá drenginn
þarna útataðan í mold,“ segir
Dominique.
Læknarnir sem skoðuðu
drenginn og gerðu að brotum
hans sögðu ótrúlegt hve heppinn
sá stutti hefði verið. í þetta sinn
hefði það bjargað að barnið
skynjaði ekki hvað var að ske og
var því ekki með vöðva spennta
þegar það skall á jörðina.
„Það er gjöf Guðs að drengur-
inn skyldi lifa af. Þarna var sem
einhver vekti yfir honum,“ sagði
faðirinn, Patrik Ibar.
Getraunanúmer KA er
Getraunanúmer Þórs er
Vantar þig sængurgjöf,
skímargjöf eða afmælisgjöf?
Eigum allt fyrir litlu börnin,
fötin, vagnana, rúmin, bílstólana,
leikföngin, göngugrindurnar o.s.frv.
Eigum einnig gallafatnað á 2ja-12 ára,
sokka og nærföt.
Dúkkur og dúkkuvagna.
Sterk og góð tréleikföng þ.á m. íslenska
Dúabílinn og Dú-dú-vagninn.
Sjáumst i Sunnuhlíö
Vaggan
Sunnuhlíð sími 27586.
Opið kl. 9-18, | Munið lyfta er í húsinu.
laugardaga kl. 10-12. | Verið velkomin!
★ GÓD BÍLASTÆÐI ★
Bókabúðin
Möppudýrið
Sunnuhlíð, sími 26368.
Hjá okkur fást öll ritföng og orðabækur,
einnig heilmikið af skemmtilegum spilum:
Matador, Domino, Sjóræningjaspil, Ludo,
Slönguspil, Töfl og Gripla svo eitthvað sé nefnt.
Vorum að fá spil fyrir spilasafnara.
Eigum mikið af tískublöðum
bæði sauma og prjóna.
Fáum alltaf eitthvaö nýtt
í gjafavörunni í hverri viku.
Muniðopnunartímann, 9-6 virka daga og 10-6 á laugardögum.
Sjáumst í Sunnuhlíð - Næg bílastæði.
Af 19. hæð þcssarar byggingar í París féll Gabriel Ibar og lifði af. Fallið var
tæp 200 fet.
FLUG HÓTEL er nýtt hótel í
Keflavík, aðeins nokkra mínútna
akstur frá Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar á Keflavíkurflugvelli.
FLUG HÓTEL er fyrsta flokks hótel með 39 herbergjum og
auk þess 3 svítum. Öll herbergi eru búin gervihnatta-
sjónvarpi, síma, útvarpi og minibar. í hótelinu er veitingasal-
ur, bar og bílageymsla í kjallara hússins. Ráðstefnu- og veislu-
salur er á jarðhæð.
Þeir sem þurfa oft að ferðast til útlanda,
þekkja óþægindin af því að þurfa að vakna
um miðja nótt til að ná morgunfluginu til Evr-
ópu, aka Reykjanesbrautina í misjöfnum veðr-
um um hávetur við misjafnar aðstæður. Þeir
þekkja stressið sem þessu fylgir. Þetta er nú
liðin tíð. BYRJAÐU VIÐSKIPTAFERÐINA
EÐA FRÍIÐ Á FLUG HÓTEL.
Losaðu þig við stressið, skildu það eftir á skrif-
borðinu eða heima í kompu.
Komdu snemma og slappaðu af yfir glasi af
Ijúfum veigum og góðum kvöldverði.
Láttu okkur vita á hvaða flug þú ætlar og við
fylgjumst með brottfarartfma fyrir þig og
vekjum þig á réttum tíma. Þú færð þér morg-
unverð og við ökum þér upp í flugstöð, á okk-
ar kostnað.
Við geymum fyrir þig bílinn á meðan þú ert
erlendis, í upphitaðri bílageymslu í kjallara
hótelsins, þér að kostnaðarlausu, á meðan
húsrúm leyfir.
VERÐ í NÓVEMBER, DESEMBER, JANÚAR
OG FEBRÚAR, Á MANN:
í EINS MANNS HERBERGI.KR. 4.200,- m/morgunv.
í TVEGGIA MANNA HERBERGI.... KR. 2.900,- m/morgunv.
FLUG HÓTEL býður gestum reyklaus herbergi
og herbergi sérhönnuð fyrir fólk í hjólastól.
BYRJAÐU FRÍIÐ Á FLUG HÓTELI
- BYRJAÐU VIÐSKIPTAFERÐINA Á
FLUG HÓTELI -
Hafnargötu 57, Keflavík, sími 92-15222.