Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, þriðjudagur 10. október 1989 193. tölubiað Nýjar haustvömr í úrvali HERRADEILD Gránufélagsgötu 4 Akureyri • Sfmi 23599^ Akureyri: Harður árekstur á laugardagskvöld - tveir fluttir á sjúkrahús Laust fyrir kl. 20 síðastliðið laugardagskvöld varð harður árekstur á mótum Hörgár- brautar og Hlíðarbrautar á Akureyri. Þar skullu saman jeppi og fólksbifreið og fóru báðir bflarnir út af götunni og ultu. Ökumenn voru einir í bíl- unum og báðir fluttir á sjúkra- hús. Ökumaður fólksbifreiðar- innar slasaðist mikið en var kominn úr hættu í gærdag. Slysið vildi þannig til að Range Rover jeppa var ekið suður Hörgárbraut en fólksbifreið af Galant gerð var ekið vestur Hlíð- arbraut í veg fyrir jeppann. Jepp- inn lenti á miðri hlið fólksbílsins og ýtti honum drjúgan spöl út fyrir gatnamótin þar sem báðir bílarnir ultu. Fólksbifreiðin er gjörónýt en jeppinn mikið skemmdur. Þrír minni árekstrar voru á Akureyri um helgina en helgin að öðru leyti róleg. Einn ökumaður var tekinn vegna ölvunar við akstur. JÓH 33 Yfirlýsing Svanfríðar Jónasdóttur í Degi: Þetta kemur mér verulega á óvart“ - segir Pálína Hjartardóttir, formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins „Jú, það verð ég að segja að þetta kemur mér á óvart,“ seg- ir Pálína Hjartardóttir, for- maður kjördæmisráðs Alþýðu- bandalagsins í Norðurlands- kjördæmi eystra, um þá yfir- lýsingu Svanfríðar Jónasdóttur í helgarviðtali Dags um helgina að hún muni ekki gefa kost á sér í 2. sæti á lista Alþýðu- bandalagsins í kjördæminu í næstu kosningum. „Eftir þessu að dæma stefnir í að nýr maður skipi 2. sætið á list- anuni í næstu kosningum og sam- kvæmt þessu lítur allt út fyrir að slagur verði um fyrsta sætið á list- anum. Kjördæmisráð kemur saman til fundar 21. og 22. októ- ber n.k. og væntanlega ber þetta á góma þar. En svona í fljótu bragði þá get ég ekki annað sagt um þetta mál en það að þessi yfir- lýsing kemur mér mjög mikið á óvart,“ bætti Pálína Hjartardóttir JÓH við. „Ég væri örugglega betri í sprangi en Árni Johnsen!“ Mynd: KL Fingra- langir á ferðimn Sex innbrot voru framin aðfaranótt mánudags; fímm á Austurlandi og eitt á Suður- landi. Við öll innbrotin voru höfð sömu vinnubrögðin og margt mun benda til að þar hafí sömu aðilar verið á ferð. Tvö innbrotanna voru framin á Egilsstöðum, tvö á Breiðdalsvík, eitt á Djúpavogi og eitt á Kirkju- bæjarklaustri. Margt bendir til að sömu þjófarnir hafi framið öll innbrotin, þar sem um sömu vinnubrögð og umgengni er að ræða á innbrotsstöðunum. Farið hefur verið inn um glugga og gengið tiltölulega snyrtilega um. Skiptimynt hefur verið tekin úr pemngakössum og mun hvergi hafa verið um verulegar upphæð- ir að ræða, en þjófurinn ætti þó að hafa haft vel fyrir bensíni, ef um sama aðila er að ræða, að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum. Ef einhver sést rogast um með tugi kílóa af fimmtíuköllum ætti að láta lögregluna vita um ferðir hans. Málið er í höndum rannsókn- arlögreglunnar á Eskifirði. IM Byggir íslandsbanki á Akureyri? Línurnar varðandi framtíðar- húsnæði íslandsbanka á Akur- eyri virðast lítið vera farnar að skýrast. Alllangt er frá því að svokölluð staðarvalsnefnd kannaði fasteignir útibúa Alþýðubankans, Iðnaðarbank- ans og Útvegsbankans í bænum, en að sögn Ásgríms Hilmissonar, útibússtjóra Útvegsbankans, hefur ekkert heyrst um hverjar niðurstöð- urnar hafa orðið. Óstaðfestar fregnir frá aðilum innan bankakerfisins herma þó að staðarvalsnefndin hafi ekki getað lagt blessun sína yfir neitt af því húsnæði sem hún kannaði, nema þá helst útibú Alþýðubank- ans. í núverandi mynd væri það þó talið of lítið, því skrifstofu- og Svavar Gestsson, menntamálaráðherra, um Háskólann á Akureyri: Meiri kröfur gerðar til þeirra sem koma úr óvenjulegri átt Allt frá því að Háskólinn á Akureyri var settur á stofn hafa heyrst gagnrýnisraddir um réttmæti hans og það full- yrt að skólinn geti aldrei orðið annað en orðin tóm. Einkum hefur heyrst hljóð úr horni frá ýmsum af forráðamönnum Háskóla íslands og nægir þar að nefna skrif Valdimars K. Jónssonar, prófessors við Verkfræðideild HÍ, í Morgun- blaðinu nýverið. Svavar Gestsson, menntamála- ráðherra, var inntur eftir því hver væri í raun ástæða fyrir framkom- inni gagnrýni háskólamanna syðra á Háskólann á Akureyri. unnið að lausn á húsnæðisvanda sjávarútvegsfræðibrautar þessi skóli lifað og Sagði menntamálaráðherra að þetta ætti að nokkru leyti sínar eðlilegu skýringar. „Háskóli íslands býr við knappari fjárhag en áður vegna samdráttar í efna- hagslífinu. Á sama tíma sér hann að verið er að byggja upp nýjan skóla á Akureyri. Hins vegar gagnrýni ég það mjög harðlega að menn séu að dæma Háskólann á Akureyri áður en hann er farinn að sýna hvað hann getur. Ég vil segja að forráðamenn Háskólans á Ákur- eyri verði að standa sig betur en nokkurn tíma stjórnendur Háskóla íslands vegna þess að það eru ætíð gerðar meiri kröfur til þeirra sem koma úr óvenju- legri átt. Til dæmis eru gerðar meiri kröfur til menntamálaráð- herra Alþýðubandalagsins en menntamálaráðherra íhaldsins. Þetta er bara svona og því verður ekki svo auðveldlega breytt. Þess vegna er gerð mjög þung fagleg krafa til Háskólans á Akureyri.“ Menntamálaráðherra sagðist auðvitað verða var við mikla tor- tryggni háskólamanna syðra í garð Háskólans á Akureyri. „Ég held hins vegar að ef vandað verður til sjávarútvegsbrautar Háskólans, hún tengd séríslensk- um aðstæðum og ef menn um leið taka upp þá stefnu að háskóla- samfélagið á íslandi sé samtengt, þá geti dafnað.“ Svavar segir að á fjárlögum næsta árs sé gert ráð fyrir að sjáv- arútvegsfræðibraut færi af stað af fullum krafti. Hann segir að húsnæðismál hennar séu þó ekki komin á hreint, um þetta sé nefnd skipuð fulltrúum fjármála- og menntamálaráðuneytis, Akur- eyrarbæjar og Háskólans á Akur- eyri að fjalla. „Það er auðvitað stefnan að skólinn eignist eigið húsnæði fyrir sjávarútvegsbraut- ina, en sem stendur er allt í athugun, að leigja húsnæöi til bráðabirgða, kaupa húsnæði eða byggja.“ óþh geymslupláss vantaði. íslands- banki þyrfti bæði fyrstu og mest- alla aðra hæð Alþýðuhússins, ef vel ætti að vera. Ekki er vitað hvort þau stéttarfélög sem eiga í 2. hæðinni eru tilbúin til að láta eitthvað af henni af liendi, en mörgum þykir slíkt ólíkleg lausn. „Mér þykir sennilegt að íslandsbanki vilji byggja ef Alþýðuhúsið dugar ekki. Ég hef að vísu ekki skoðað þetta nákvæmlega en mér kæmi ekki á óvart þótt jarðhæðin í Alþýðu- bankanum þætti óhentug vegna stigagangsins, þetta yrði þá svip- að fyrirkomulag og hjá okkur hérna í Útvegsbankanum," sagði Ásgrímur, er hann var spurður álits. Ásgrímur bjóst ekki við að neinar breytingar yrðu tilkynntar fyrr en á næsta ári. Hann bjóst fastlega við að húsnæði Útvegs- bankans myndi ekki vera nægi- lega stórt fyrir íslandsbanka, jafnvel þótt geymslur og hvelfing væru í kjallaranum. Elías I. Elíasson, bæjarfógeti á Akureyri og Dalvík og sýslumað- ur Eyjafjarðarsýslu, segir að hann hafi reynt að fá upplýsingar um húsnæði Útvegsbankans, en skrifstofur embættisins og dóms- salur eru eins og kunnugt er á efri hæðum hússins Hafnarstræti 107. Þrátt fyrir eftirgrennslanir hafi engin svör fengist, en þvt sé ekki að neita að áhugi sé fyrir því hjá embættinu að falast eftir fasteign- inni á 1. hæð því meira húsrými vantaði. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.