Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 10.10.1989, Blaðsíða 7
Wfi^uda^uí?^0.ajktóbeb.l®9^CBWajítl-70 Karfa: Tmdastóll tapaði í hörkuleik Tindastóll varð að sætta sig við tap gegn UMFN í Njarðvíkum 94:89 í Úrvalsdeildinni í körfu- knattleik eftir að hafa verið yfir meirihlutann af síðari hálf- leik. Leikurinn var jafn og spennandi allan leikinn en Njarðvíkingar voru með meiri breidd í sínu liði og því fór sem fór. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og skiptust liðin á því að taka forystuna. Reyndar voru heimapiltarnir fvið sterkari enda vel studdir af áhorfendum. Þegar dómararnir flautuðu til leikhlés höfðu Njarðvíkingar eins stigs forskot 50:49. Tindastólsdrengirnir komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og komust fljótlega yfir. Þar munaði mestu um stórleik Bandaríkjamannsins Bo Heiden sem var óstöðvandi á þessum léikkafla og skoraði hverja glæsi- körfuna af annarri og var þar að auki mjög sterkur í vörninni. Sauðkrækingarnir náðu 11 stiga forskoti 65:54 en þá fékk Valur Ingimundarson sína 3 villu og varð að slá af í baráttunni. Einnig voru farin að sjást þreytu- merki á leikmönnum Tindastóls enda keyrslan mest á sömu leik- mönnunum. Njarðvíkingar gátu hins vegar skipt inn á óþreyttum leikmönnum án þess að veikja liðið neitt verulega og söxuðu smám saman á forskot gestanna. Staðan var 87:87 þegar nokkr- ar mínútur voru eftir og Njarð- víkingar reyndust vera sterkari á endasprettinum og sigruðu með 5 stig mun 94:89, eins og áður sagði. Það verður að hrósa Tinda- stólsliðinu fyrir mikla og góða baráttu í þessum leik. Liðið náði að halda Njarðvíkurliðinu niðri lungann af leiknum og það eru ekki mörg lið sem hafa getað gert Knattspyma: Ómar þjálfar Leifltursmenn í 2. deildinni Ómar Torfason hefur verið ráðinn þjálfari hjá 2. deildar- liði Leifturs frá Ólafsfirði í knattspyrnu. Hann mun einnig leika með liðinu. Ómar er margreyndur landsliðsmaður og lék um tíma sem atvinnu- maður í Sviss. Þetta er í fyrsta skipti sem Ómar þjálfar meistaraflokk en hann hefur þjálfað yngri flokka hjá Fram. „Við erum auðvitað mjög ánægðir með Ómar sem þjálfara og bindum miklar vonir við starf hans hér,“ sagði Rúnar Guð- laugsson formaður knattspyrnu- deildar Leifturs eftir að samning- ar höfðu verið undirritaðir við Ómar Torfason þjálfar Lciftur. Ómar um helgina. Ómar Torfason er ísfirðingur að ætt og uppruna en lék með Víkingum er þeir urðu fslands- meistarar undir leiðsögn Youri Sedovs árin 1981 og 1982. Hann skipti síðan yfir í Fram og vann ótal titla hjá því félagi, nú síðast Bikarmeistaratitilinn á þessu ári. Ekki er ljóst hvernig leik- mannahópurinn hjá Leiftri mun líta út á næsta ári en þó er öruggt að Arthur Ubrescu mun ekki leika með liðinu á næsta ári. Aðr- ir leikmenn eru að hugsa sig um í sambandi við næsta ár. það undanfarin ár. Bo Heiden var bestur Tindastólsmanna og er örugglega einn besti erlendi leik- maðurinn í deildinni í ár. Valur Ingimundarson var drjúgur að vanda en átti það til að gera hlut- ina of mikið upp á eigin spýtur. Einnig styrkir Sturla Örlygsson liðið mikið. Hjá Njarðvík var Bandaríkja- maðurinn Patric Reileford sterk- ur þegar hann fór loksins í gang í síðari hálfleik. Einnig var Teitur Örlygsson góður en það var liðs- heildin hjá Njarðvíkingum öðru fremur sem skóp þennan sigur. Dómarar voru þeir Kristinn Albertsson og Birgir Bragason. Leikurinn var erfiður að dæma og gerðu þeir sín mistök líkt og leikmennirnir. Stig Njarövíkinga: Patric Reileford 31, Teitur Orlygsson 22, Jóhannes Krist- björnsson 12, Helgi Rafnsson 9, Friðrik Ragnasson 6, ísak Tómasson 5, Friðrik Rúnarsson 4, Ástþór Ingason 3, Kristinn Einarsson 2. Stig Tindastóls: Valur Ingimundarson 37, Bo Heiden 33, Sturla Örlygsson 13, Haraldur Leifsson 12 og Sverrir Sverris- son 2. EG/AP Jón Stefánsson maraþonhlaupari. Ejjólftir keppir í Hoflandi í dag - með íslenska landsliðinu íslendingar og Hollendingar leika í dag landsleik í knatt- spyrnu liða skipuðum leikmönn- um 21 árs og yngri í Hollandi. Þar verður Sauðkrækingarinn Eyjólfur Sverrisson í sviðsljós- inu en hann skoraði m.a. jöfnunarmark íslands gegn Hollendingum á Laugardals- vellinum í fyrra. Eyjólfur hefur dvalið að undanförnu við æfingar hjá Stutt- gart í V-Þýskalandi og verður hann því vonandi á skotskónum gegn Hollendingum, eins og hann hefur verið í undanförnum landsleikjum. Þess er skemmst að minnast að Eyjólfur skoraði öll mörkin í 4:0 sigri íslands á Finnum á Akureyr- arvelli fyrir skömmu. í kjölfar þess árangurs fékk Eyjólfur boð um að koma til Stuttgart til æf- inga og hefur hann dvalið þar undanfarna daga ásamt Bjarna Jóhannssyni þjálfara Tindastóls- liðsins. Síðasti leikur íslendinga er gegn V-Þjóðverjum miðvikudag- inn 25. október. Fijalsar: Jónstórbætti maraþonárangurinn - á móti í Bandaríkjunum Á móti í Bandaríkjunum á sunnudaginn náði Jón Stefáns- son úr UFA besta tíma íslend- ings, 2:35,58, í maraþonhlaupi í ár. Árangur Jóns skipar hon- um í fimmta sæti í maraþon- hlaupi hér á landi. Hann hljóp hálfmaraþon í sumar og var millitími hans í Twin-cities maraþoninu mun betri en hann náði á Reykjavíkurmaraþon- inu í ágúst sl. Jón er 23 ára Ákureyringur sem nú stundar nám í landslags- arkitektúr í Minnesota í Banda- ríkjunum. Hann var mjög efni- legur hlaupari á sínum tíma og æfði með frjálsíþróttadeild KA. Eftir að sú starfsemi lagðist niður árið 1981 hefur Jón lítið keppt. Jón dvaldi á Akureyri síðast- liðið sumar og æfði þá undir leið- sögn Sigurðar P. Sigmundssonar, íslandsmethafa í maraþonhlaupi. „Þessi árangur kom mér á óvart,“ sagði Sigurður er hann var spurð- ur um þennan árangur Jóns. „Hann hleypur þarna á tíu mínútum betri tíma en við höfð- um gert ráð fyrir í þessu hlaupi og það er frábær árangur. Þessi árangur gefur góð fyrirheit um að Jón geti þegar á næsta ári bland- að sér í keppni okkar bestu langhlaupara," sagði Sigurður P. Sigmundsson. Þess má svo geta að UFA-fólk- ið hefur hafið æfingar og eru þær á laugardögum milli 10-11 í íþróttahöllinni og á mánudögum milli 18-19 í Skemmunni. Staðan í Úrvalsdeildinni A-riðilI: Grindavík 2 2-0 166:134 4 ÍR 2 2-0 180:156 4 ÍBK 1 1-1 107: 64 2 Valur 2 0-2 147:156 0 Reynir 3 0-3 207:289 0 B-riðill: UMFN 2 2-0 166:157 4 KR 1 1-0 87: 66 2 UMFT 2 1-1 181:174 2 Haukar 2 1-1 188:133 2 Þór 3 0-3 207-299 0 Úrslit leikja um helgina: Haukar-Þór 120:61 UMFN-UMFT 94:89 ÍR-Valur 81:79 UMFG-Reynir 91:66 Stigahæstu menn: stig David Grisson Reyni 75 Valur Ingimundarson UMFT 70 Bo Heiden UMFT 58 Chris Behrend Val 57 Konráð Óskarsson Þór 54

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.