Dagur - 21.10.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 21.10.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, laugardagur 21. október 1989 202. tölublað Erill við höfnina í Grímsey. Frá vinstri: Einar Þorgeirsson, Héðinn Jónsson, Óttar Jóhannsson og Óli B. Ólason, skipstjóri á Bjargeyju II, nýjustu fleytu Grímseyinga. Mynd: óþh Aðalfundur Framsóknarfélags Akureyrar: „Gef ekki kost á mér í neitt efstu sæta framboðslistans" - segir Sigurður Jóhannesson bæjarfulltrúi vegna bæjarstjórnarkosninga 1990 Sigurður Jóhannesson, bæjar- fulltrúi, tilkynnti á aðalfundi Framsóknarfélags Akureyrar að hann myndi ekki gefa kost á sér í neitt efstu sæta framboðs- lista flokksins vegna bæjar- stjórnarkosninganna næsta vor. „Ég hefi unnið að sveitar- stjórnarmálum fyrir Framsókn- arflokkinn í nærri þrjá áratugi, „Nei, við höfuin ekkert fundið. Það er einhver loðna fttndin við Grænland en það er í 180 mílna fjarlægð héðan. Á þessum hefðbundnu slóðum hér er ekkert að finna,“ sagði Grétar Rögnvaldsson, skip- stjóri á Jóni Kjartanssyni SU í gær en þá voru öll loðnuleitar- skipin þrjú komin í var á ísa- firði. samhliða aðalstarfi mínu. Það hefur verið mjög ánægjulegt og fróðlegt að fá að taka þátt í bæjarmálum og geta unnið að þróun þeirra á þessum tíma. Þetta er tímabil sem ég vildi ekki hafa misst af, en tími er til kom- inn að minnka við sig og gefa sér svigrúm til að sinna öðrum áhugamálum," sagði Sigurður, aðspurður um ákvörðun sína. Siguröur Jóhannesson hefur „Hér er vitlaust veður en mað- ur fer aftur af stað þegar bræl- unni linnir. Við höfum farið vítt um við þessa leit, búnir að fara norður á 69. gráðu en ekkert fundið. Hún ætlar að láta á sér standa og þeim sem búnir eru að stunda þessar veiðar um árabil kemur þetta ekkert voðalega á óvart. En hún kemur, bara spurning hvenær," segir Grétar. JÓH starfað í Framsóknarflokknum frá árinu 1953. Hann varð vara- bæjarfulltrúi í Bæjarstjórn Akur- eyrar árið 1966, bæjarfulltrúi kjörtímabilið 1970-1974, vara- bæjarfulltrúi 1974-1978 og bæjarfulltrúi frá árinu 1978. Hann hefur setið í nefndum Akureyrarbæjar fyrir Framsókn- arflokkinn frá árinu 1962. Sigurður hefur gegnt fjölmörg- um öðrum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hann hcf- ur setið í miðstjórn flokksins, í stjórn kjördæmissambandsins og var varaþingmaður frá 1962 til 1966. Þá var Sigurður formaður Félags ungra framsóknarmanna á Akureyri á sínum tíma, og all- mörg ár formaður Framsóknar- félags Akureyrar og í stjórn þess. Aðalfundur Framsóknarfélags- ins var haldinn á fimmtudags- kvöldið, og voru hefðbundin aðalfundarstörf á dagskrá. Þórar- inn E. Sveinsson, formaður félagsins um þriggja ára skeið, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Svavar Ottesen var kjörinn for- maður félagsins á fundinum. EHB Loðnuleitin: Loðnu vart við Grænland - íslensku skipin finna ekkert enn G. Ben. á Árskógssandi: Kaupsairmingur um Berg VE-44 gerður með fyrirvara Útgerö G. Ben á Árskógssandi hefur keypt Berg VE-44 frá Vestmannaeyjum. Aö sögn Hermanns Guðmundssonar hjá G. Ben var gengið frá kaupsamningi um skipið með fyrirvara um að kvóti Árnþórs, sem sökk á dögunum, fáist fluttur á Berg. „Það er náttúrlega Ijóst að við höfum ekkert með skipið að gera nerna þessi kvótatilflutningur fáist samþykktur. Ráðuneytinu hefur verið sent bréf um málið og ég vona sannarlega að hér eftir gangi kaupin ekki til baka,“ sagði Hermann í samtali við Dag. Bergur VE-44 er 243 tonna stálskip, smíðað í A-Þýskalandi árið 1964. Skipið var lengt og yfirbyggt árið 1978 og síðan þá hafa verið gerðar nokkrar endur- bætur á skipinu. Hermann vildi ekki gefa upp hvert kaupverð hins nýja skips væri. • JÓH Húsbréfakerfið: Forgangshópur af- greiddur á fyrstu sex mánuðuiium Framkvæmdanefnd um fram- kvæmd laganna um húsbréf mun nú eftir helgina skila af sér drögum að reglugerð um húsbréfadeild og húsbréfavið- skipti vegna kaupa eða sölu á notuðum íhúöum. Lög um húsbréf taka gildi þann 15. nóvember n.k. og á næstu dög- um eftir gildistöku laganna gætu fyrstu viðskipti í hús- bréfakerfinu farið fram. Ekki eiga.allir rétt á að fara inn í húsbréfakerfið við gildistöku laganna. í fyrrgreindum reglu- gerðardrögum er ákvæði til bráðabirgða sem segir að fyrstu sex mánuöina eftir gildistöku lag- anna um húsbréfaviðskipti skuli þeir eingöngu fá afgreiðslu í hús- bréfadeild Húsnæðisstofnunar sem lagt hafi inn umsókn um lán til kaupa á nýjum og notuðum íbúðum hjá Húsnæðisstofnun ríkisins fyrir 15. mars sl. og eiga lánsrétt samkvæmt lögum stofn- unarinnar. Eftir fyrstu sex mán- uðina þ.e. eftir 15. maí á næsta ári vcrður lánsumsókn hjá Hús- næðisstofnun ekki lengur skilyrði fyrir skuldabréfaviðskiptum, kerfið m.ö.o. opnað fyrir al- menningi. Dagur mun fjalla um húsbréfa- kerfið og reglugerðardrögin í blaöinu n.k. þriðjudag og jafn- framt birta viðtal við Grétar Guðmundsson, forstöðumann ráðgjafastöðvar Húsnæðisstofn- unar, sem sæti á í áðurnefndri framkvæmdanefnd. JÓH Nýsmíðaverkefni Slippstöðvarinnar hf.: Fiskveiðasjóður haftiar lánveitingu Fiskvciðasjóðttr hafnaði nýlega umsókn uni lánvcitingu til útgerðarfélagsins Þórs hf. á Eskifiröi vegna skipakaupa af Slippstöðinni hf. á Akureyri. Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar, segist ekki enn hafa fcngiö skýringar vegna synjunarinnar frá sjóðnum. í samtali við Sigurð kom fram að eitthvað getur dregist að vinna hefjist aftur við nýsmíðaverkefn- ið, en ekkert hefur verið unnið við skipið frá því í aprílmánuði. Sigurður segir ljóst að enn frekar verði dregið úr manna- haldi í stöðinni ef verkefni fáist ekki, en engin ákvörðun hafi ver- ið tekin í því efni. „Verkefni sumarsins cru að fjara út og lítið sem ekkert nýtt er á döfinni, og greinilegt er að mikill verkefnaskortur er í land- inu. Mcnn keppast um þaö litla sem býðst og eru nánast að slíta augun hver úr öðrurn," segir Sigurður Ringsted. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.