Dagur - 21.10.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 21.10.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Laugardagur 21. október 1989 Aðsúgur í kjörbúð Hallfreður Örgumleiðason: Góðan daginn, ágætu lesend- ur. Nú er Islenskum dögum loks að ljúka hjá kaupfélaginu okkar. Sem sannur íslendingur hef ég auðvitað ekkert á móti kynningarátaki á íslenskum vörum og ég ætlaði að vera allra manna duglegastur við að kaupa íslenskt þessa daga. Reyndar hef ég alltaf lagt mig í líma við að kaupa íslenskar vörur þegar ég hef haft efni á. þeim og sérstaklega ber ég mig eftir norðlenskum vörum. Þannig hélt ég tryggð við Braga kaffi, Lindu nammi, Sana gos, hreinlætisvörur frá Sjöfn og fleira þau fjögur ár sem ég var búsettur í Reykja- vík. í ljósi þessa taldi ég að það yrði auðvelt að sniðganga innfluttar vörur í nokkra daga, en heyrum hvernig innkaupa- ferðin gekk fyrir sig fyrsta daginn. Ég skondraði um kjörbúð- ina með innkaupakörfuna. Smjör, ostur, mjólk, mysing- ur, fiskur, salernispappíer, handsápa, já, já, allt íslenskt. Þetta var ekkert mál. Að vísu veit ég ekki alveg hvað er íslenskt við þennan salernis- pappír. Ekki er hann búinn til úr íslenskum trjám! Jæja, ég þurfti líka að kaupa einhvern morgunmat. Ósjálfrátt teygði ég mig eftir Cheerios pakka en kippti að mér hendinni þegar ég heyrði háværar ræskingar fyrir aftan mig. Hvað átti ég þá að borða í fyrramálið? Ég leit flóttalega í kringum mig og þreif síðan einn Corn Flakes pakka þegar enginn sá til. Þetta var kannski ekki nein stórsynd því önnur hlið pakk- ans var með íslenskunt nrerk- ingum. Þar stóð Kornflögur. Ef til vill er Corn Flakcs að hálfu íslenskt. Eftir því sem leið á innkaup- in komst ég í meiri vandræði. Ég gat ekki hugsað mér að kaupa Ora bakaðar baunir og stakk því dós af Heinz í körf- una. Pakkasósan var erlend, sömuleiðis tómatsósan, sinnepið og niðursoðnu svepp- irnir. Ávextirnir voru að sjálf- sögðu allir fluttir inn frá suð- lægum löndum. Varla á maður að neita sér um ávexti þótt þeir séu ekki íslenskir? Því meira sem ég keypti þeim mun hærra varð hlutfallið af erlendum vörum. Það var ekki laust við að fólk liti mig hornauga þegar það kjagaði fram hjá mér með fulla körfu af alíslenskum vörum, hvort sem þær voru dýrar eða ódýrar, vondar eða góðar. Þegar ég kom að kassanum varð fjandinn fyrst laus. Kassa- daman gerði aðsúg að mér og neitaði að afgreiða mig. „Það eru íslenskir dagar hjá KEA,“ hreytti hún út úr sér og horfði á mig með ægilegu augnaráði. Dauðaþögn ríkti í kjörbúðinni. Síðan fóru konur að stinga saman nefjum og karlarnir voru hörkulcgir á svip. „Ég kaupi helling af íslensk- um vörum,“ sagði ég mér til málsbóta. „Maður kemst bara ekki hjá því að kaupa einstaka erlent vörumerki. Þau eru stundum betri og þar að auki geta íslendingar ekki framleitt allar vörutegundir." „Betri! Þetta er bara gamla útlendingasnobbið. Það er ekkert fínna að kaupa erlent, góði minn. Og ef einstaka vörutegund er ekki framleidd á íslandi þá geturðu sleppt því að kaupa hana. Til hvers þarftu þetta?“ spurði hún og hélt á pakkasásunni miííi. tveggja fingra eins og hún væri með úldna bekkjarýju, „Þú getur búið til ágæta sósu úr íslensku smjörlíki, hveiti, vatni, mjólk, salti og sósulit.“ „Heyrðu, gálan þín,“ sagði ég og var nú orðinn reiður út af þessu nöldri. „Ég kaupi bara það sem mér sýnist." Stúlkan rak upp óp og kall- aði á verslunarstjórann sem kom að vörmu spori. Það fór kurr um kjörbúðina. Stjórinn, sem var alla jafna vingjarnleg- ur maður með vel snyrt skegg, þusti nú til mín úfinn og reiði- legur. Með nokkrum vel völd- unr orðunr gerði hann mér skiljanlegt að ég væri ekki velkominn í þessari verslun. Ég fór því tómhéntur út en ; lýðurinn klappaðiTýrir versl- unarstjóranum. Og ég sem fékk ekki einu sinni að smakka lýsið á vörukynningunni. Þetta er hneyksli og ég ætla að klaga í Kristján Ólafsson hjá Neyt- endasamtökunum þegar hann kemur til Akureyrar í dag. Bless á meðan. Hallfreður komst í klípu þegar hann reyndi að kaupa íslenskar vörur í kjörbúðinni. Þær erlendu lentu óvart í inn- kaupakörfunni lijá honuin og þá varð Ijandinn laus. Árur og orkustöðvar Heilsupósturinn Umsjón: Sigurður Gestsson og Einar Guðmann Hér í heilsupóstinum hefur áður verið talað um samband orku- stöðva líkamans og sjúkdóma og það hvernig svokallaðar stíflur í þeim valda sjúkdómum. Þess vegna væri ekki úr vegi að skoða aðeins betur eðli líkamans þegar farið er að kanna hann út frá hinni svokölluðu áru og orku- stöðvum. Það lítur út fyrir að vís- indi nútímans séu smám saman að viðurkenna meira og meira það sem fyrir stuttu var flokkað undir trúarbrögð eða jóga og átti sér enga efnislega sönnun á til- veru sinni. Það má meðal annars þakka því að nú er hægt að taka myndir af árunni sem sanna til- veru hennar og það að orku- stöðvarnar eiga sér allar efnislega hliðstæðu í líkamanum. Þcss vegna getur verið forvitnilegt að velta fyrir sér kenningum jóga og dulspekinga sem að jafnaði útskýra orsök sjúkdóma út frá h'kamlegum sem og andlegum orsökum. Orkustöðvarnar eru sjö og eru rhiðstöðvar orku í Ijósvakalíkam- anum. Þær líta út eins og disk- eða kúlulaga hringiður sem geta verið breytilegar eftir einstaklingum. Nænrt fólk getur séð þær og hægt er að þjálfa sig upp í að finna fyr- ir þeiin. Þær hafa því hlutverki að gegna að taka á móti og senda orku á milli efnislíkamans og hinna svokölluðu ytri líkama árunnar sem eru þrír. Þeir eru Ijósvakalíkaminn, geðlíkaminn og orsakalíkaminn. Sveiflustig efnislíkamans er hægast en or- sakalíkaminn hefur hæsta sveiflu- stigið. Saman mynda líkamarnir fjórir orkusvið eða svokallaða áru sem skyggnt fólk getur lesið úr og þess vegna getur sumt fólk sagt til um af hvaða sjúkdómi einhver ákveðinn maður þjáist með því einu að skoða áruna. Það er til dæmis fyrir tilstilli geð- líkamans að við getum skynjað hvort fólk er í góðu eða slæmu skapi og finnum á okkur eins og sagt er hvort einhverjir hafi verið að rífast í því herbergi sem við komum inn í. Hver og ein orkustöð samsvar- ar einhverjum ákveðnum kirtli eða taugahnoðu og stjórnar ákveðnum hluta líkamans og hef- ur ákveðin andleg áhrif. Þannig samsvarar þriðja augað til dæmis heiladinglinum sem oft er kallað- ur yfirkirtill innkirtlakerfisins. Þriðja augað er miðstöð innsæis og hæfileikans til að geta séð samhengi á milli flókinna hluta auk þess sem það er uppspretta dulskyggnihæfileika. Þessi stöð er vissulega mismunandi sterk eftir einstaklingum, en næsta stöð fyrir neðan hana er hálsstöð- in sem er miðstöð tjáningar og sköpunargáfu. Hálsstöðin segir til um hve auðvelt maðurinn á með að gera sjálfan sig skiljan- legan og koma því í orð sem hann er að hugsa og hafði áður séð með þriðja auganu, þ.e.a.s innsæinu. Flestir kannast sjálfsagt við að hafa búið yfir einhverri þekkingu eða hugmynd sem þeir hafa sjálf- ir skilið til fullnustu en hafá ekki getað sagt frá henni vegna þess hve erfitt hefur verið að koma henni í orð. Skemmd eða hömlun á starfsemi einhverrar ákveðinn- ar orkustöðvar hefur í för með sér takmörkun á starfsemi þeirra líkamshluta sem hún hefur áhrif á. Með þetta í huga er hreint ekki undarlegt að maður sem dag eftir dag er stressaður og taugaspennt- ur skuli uppskera alla þá kvilla og sjúkdóma sem hann sáði fyrir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.