Dagur - 21.10.1989, Side 4

Dagur - 21.10.1989, Side 4
s - flUDAQ - eaer i9dót>io . r<: luosbiGDUBj 4 - DAGUR - Laugardagur 21. október 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR, RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÖTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Landssöfimn Kiwanis- hreyfingarinnar í dag gengst Kiwanishreyfingin fyrir fjár- söfnun um land allt. Hún er að venju fólgin í sölu svonefnds K-lykils undir kjörorðun- um „Gleymum ekki geðsjúkum". Stefnt er að því að selja um 65 þúsund lykla og safna þannig um 13 milljónum króna sem varið verður til uppbyggingar nýs sambýlis fyrir geðsjúka. Þetta er í 6. sinn sem Kiwanis- hreyfingin helgar geðsjúkum og endurhæf- ingu þeirra sérstakan dag og gengst fyrir fjársöfnun þeim til styrktar. Árangurinn hefur ávallt verið góður og stundum fram- ar björtustu vonum. Vonandi verður engin breyting þar á í dag. Sem fyrr segir er ætlunin að verja ágóð- anum af söfnuninni að stærstum hluta til byggingar sambýlis fyrir geðsjúka í Reykjavík. Um er að ræða áfangastað þar sem geðsjúklingar njóta félagslegrar endurhæfingar eftir að meðferð á geðdeild lýkur. Mjög brýn þörf er fyrir slíkt sambýli og nú þegar eru fjölmargir á biðlista eftir plássi. En ágóðinn af landssöfnuninni dreifist víðar. Þannig mun ákveðið að hluti söfnunarfjár renni til að kosta breytingar á sambýli á Akureyri fyrir einstaklinga sem átt hafa við langvinna geðsjúkdóma að stríða. Það sambýli var stofnað að frum- kvæði Geðverndarfélags Akureyrar og fékk rekstrarleyfi í lok síðasta árs. Ljóst er að gera þarf ýmsar endurbætur á húsakynn- um þess svo það komi að tilætluðum notum, en það þjónar Norðurlandi öllu. Stuðningur Kiwanishreyfingarinnar hér á landi við geðsjúka á undanförnum árum er ómetanlegur. Fyrir hennar tilstilli hefur grettistökum verið lyft í húsnæðismálum geðsjúkra. En ekkert af því sem áunnist hefur í þeim efnum hefði orðið að veruleika án almennrar þátttöku og velvilja lands- manna. Þeir hafa jafnan tekið Kiwanis- mönnum opnum örmum á K-daginn og eiga sinn þátt í bættum aðbúnaði geð- sjúkra. Um leið og Kiwanismönnum er þakkað þarft framtak eru landsmenn hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja. „Gleymum ekki geðsjúkum", í dag fremur en endranær. BB. Verðlagning laxveiðileyfa næsta sumar: Verður aímermt í samræmi við verðlagsbreytingar - telur formaður Landssambands veiðifélaga Böðvar Sigvaldason, formaöur Landssambands veiðifélaga, telur að verðlag á veiðileyfum í þekktustu laxveiðiárnar á" næsta sumri muni hækka í samræmi við verðlagsbreyting- ar. Hann segist álíta að almennt lakari veiði í laxveiði- ám á liðnu sumri hafi ekki áhrif til lækkunar á veiðileyf- um í þeim á næsta ári, enda sé óskynsamlegt að horfa til eins árs þegar ákvörðun sé tekin um verðlagningu á laxveiðileyfum. Reynslan sýni að annað slagið komi niðursveiflur í veiði, sem séu síður en svo fyrirboðar lélegrar veiði næstu ár á eftir. „Eg held að eitt lakara ár í veiði hafi ekki mikið að segja í þessu. Við göngum að því sem nokkuð vísu að komi niðursveifl- ur og að sama skapi búumst við við góðum árum annað slagið. Ég tel mjög óvarlegt að horfa til eins árs, hvort sem um er að ræða hækkun eða lækkun á verði veiði- • leyfa,“ segir Böðvar. Hann segist meta það svo að íslenskar veiðiár séu áfram eftir- sóttar af erlendum veiðimönn- um. Greinilegt sé að veiðimenn frá Evrópu séu æ tíðari á bökkum laxveiðiáa, en hins vegar hafi bandarískum veiðimönnum fækkað töluvert. Böðvar telur það ótvírætt jákvætt að erlendir veiðimenn vilji koma hingað upp til veiða því óneitanlega sé ýmis þjónusta í kringum þá. „En ég held að það sé almennt viðhorf landeigenda að þeir vilji ekkert síður að íslenskir veiðimenn fái notið veiða í ám hér,“ sagði Böðvar. En er ekki ótvírætt að erlendir veiðimenn halda uppi verðlagi á veiðileyfum í íslensk- um laxveiðiám? „Að vissu leyti má segja það. En ég bendi á að tekjur af sölu veiðileyfanna koma Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi íslands hefur 25% minni afli borist á land á Norðurlandi fyrstu níu mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra, eins og við greindum frá nýverið. Hins vegar er þessi samdráttur misjafnlega mikill milli verstöðva og á stöku stað er reyndar alls ekki um neinn samdrátt að ræða, heldur aukningu. Til að skoða þetta betur er rétt að bera saman bráðabirgðatölur fyrstu níu mánuðina 1989 og fyrstu níu mánuðina 1988. Sviga- tölur tákna tímabilíð í'fyrra, töl-i urnar tákna aflamagn í tonnum: Hvammstangi 924 (922), Blönduós 1.096 (932), Skaga- strönd 9.043 (11.818), Sauðár- krókur 8.001 (9.807), Hofsós 370 (574), ' Siglufjörður 30.914 (48.556), Ólafsfjörður 13.158 (17.7421, Grímsey 1.600 (1.615), að góðum notum við að gera fleiri vatnasvæði nýtanleg til veiði og þar með eykst fjölbreytnin í veiðinni og breidd í verðlagi veiðileyfa. Pegar til lengri tíma er litið tel ég að aukin ræktun og nýting veiðisvæða sé mikilvæg í að styrkja búsetu í sveitum," seg- ir Böðvar. óþh Hrísey 3.357 (4.410), Dalvík 11.553 (13.595), Árskógsströnd 3.345 (3.648), Hjalteyri f76 (55), Akureyri 53.301 (56.848), Greni- vík 1.904 (1.964), Húsavík 9.236 (8.305), Kópasker 411 (731), Raufarhöfn 20.046 (35.650) og Þórshöfn 21.971 (22.195). Á þessu má sjá að aflabrögð hafa aukist á þessu ári miðað við það síðasta á Blönduósi, Hjalt- eyri og Húsavík. Ef tekið er mið af endanlegum tölum 1988 þá hefur líka meiri afli komið á land á Sauðárkróki. Stóru sveiflurnar á Siglufirði og Raufarhöfn eru nær eingöngur til komnar vegna mun minni loðnuveiði það sem af er þessu ári. í Ólafsfirði eru það loðnan og þorskurinn sem bregðast, á Dalvík þorskur og rækja, á Akureyri rækja og karfi og á Kópaskeri er það rækjan sem bregst algjörlega. SS Mabrögð á Norðurlandi: Miklar sveiflur milli verstöðva Rjúpnaskyttur að sunnan gista í Staðarskála og ganga til rjúpna: „Landsliðið“ reið á vaðið „Við vorum með 15 manns úr svokölluðu „Landsliði“ um helgina. Þeir koma alltaf fyrstu daga rjúpnaveiðinnar, gista hér og skjóta rjúpu í nágrenn- inu,“ sagði Magnús Gíslason, í Staðarskála í Hrútafirði. í mörg undanfarin ár hafa skotveiðimenn frá suðvestur- horni landsins sótt mikið í að gista um helgar í Staðarskála og nota dagsbirtuna til rjúpnaveiða. Veiðilönd í nágrenninu eru fjöl- breytt og að sama skapi alla jafna gjöful. „Við höfum ekki getað boðið upp á rjúpnaveiði í okkar landi,“ sagði Magnús. „Þeir hafa verið hér í austanverðri Holta- vörðuheiði og Tröllakirkju. Bæjarhreppur á þetta land og hefur séð um úthlutun veiði- leyfa,“ sagði Magnús. „Rjúpna- skyttur um síðustu helgi fengu leyfi til veiða í landi Mela hjá bændum þar. Mér skilst að veiðin Þann 14. okt. sl. voru 50 ár lið- in frá því að fyrsta vélasam- stæðan var tekin í notkun í Laxárvirkjun. Landsvirkjun hélt upp á afmælið, því 1. júlí 1983 sameinaðist Laxárvirkjun Landsvikjun. Á afmælisdaginn voru rúmlega 90 gestir boðnir í móttöku í Lax- árstöð og síðan til hádegisverðar á Hótel Húsavík. Þar var Hafra- lækjarskóla afhentur vandaður tölvupakki; tölva ásamt full- hafi verið heldur dræm, þetta á bilinu 6-8 rjúpur á mann.“ Að sögn Magnúsar reyna þeir Staðarskálamenn ýmislegt til að lífga upp á mannlífið, nú þegar skammdegis fer að láta að sér kveða. „Við verðum með svo- yÞað er óhætt að segja að Islenskir dagar hjá KEA hafa gengið mjög vel. Við höfum orðið varir við það að fólk hef- ur komið í auknum mæli inn í verslanir Kaupfélagsins og verslunarstjórar hafa tjáð mér að það sé Ijóst að fólk hefur keypt meira af íslenskum komnum prentara og er það gjöf til skólans í tilefni af afmæli stöðvarinnnar. Eins og fyrr segir var fyrsta vélasamstæðan tekin í notkun 1939 en stöðin hefur stækkað síðan. 1944 var önnur vélasam- stæða í Laxá I sett í gang. Annar áfangi virkjunarinnar var tekinn í notkun 1953 og Laxá III var síð- an tekin í notkun 1973. Stöðvarstjóri Laxárstöðvar er Héðinn Stefánsson. IM kallað „Galakvöld" 28. október. Við dúkum borðin og bjóðum upp á góðan mat. Arnarflug verður með ferðakynningu og hljómsveit úr Haukadal kemur norður og spilar hér fram eftir nóttu.“ óþh vörum,“ sagði Áskell Þóris- son, blaðafulltrúi KEA, en íslenskum dögum hjá KEA lýkur í dag. Áskell sagði að ýmislegt skemmtilegt yrði um að vera hjá KEA í dag. Hann nefndi að kl. 11 myndu Sjraugstofufélagarnir Karl Ágúst Ulfsson og Sigurður Sigurjónsson koma frant í Bygg- •ingavörudeild. Hálftíma áður mun Blásarasveit Tónlistarskól- ans leika fyrir gesti og gangandi og þegar Spaugstofustrákarnir hafa lokið sprelli sínu munu tveir tónelskir Samlandsmenn leika og syngja. Spaugstofudrengirnir verða síðan í Hrísalundi kl. 13. í Sunnuhlíð verður danssýning frá Dansstúdíói Alice kl. 14.30 og á sama stað kl. 15 mun hljómsveit- in Mannakorn koma fram. Áskell vildi hvetja fólk til að mæta tímanlega á þessar uppákomur hjá KEA. SS Laxárvirkjun 50 ára r Islenskir dagar hjá KEA: „Hafa gengið mjög vel“ - segir Áskell Þórisson, blaðafulltrúi KEA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.