Dagur - 21.10.1989, Blaðsíða 14

Dagur - 21.10.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Laugardagur 21. október 1989 Á nœstu mánuðum kemur á markað skyr með ýmsum bragðtegundum. Af því tilefni efnir Mjólkursamlag KEA til samkeppni um bragðbestu skyrhrœruna. Reglur samkeppninnar eru eftirfarandi: í. Allir mega taka þátt í keppninni. 2. Nofa skai nýja, hrœrða skyrið og bragðbœta það með ávöxt- um, berjum eða hverju því sem henta þykir. 3. Skýrt og skilmerkilega skal sagt frá innihaldi skyrhrœrunnar og aðferðinni við að búa hana til. Allt skal vera vegið og mœlt. Nota skal vog, mœliskeiðar, bollamál eða desilítramál. 4. Uppskriftum skal skila í merkta kassa í Kjörbúðum KEA Uppskriff skal merkja með dulnefni, en nafn, heimilisfang og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi, merktu dulnefni. Skilafrestur er til 10. nóvember 1989. 5. Mjólkursamlag KEA áskilur sér rétt til að nota þœr uppskriftir sem berast í samkeppnina. Nýja, hrœrða skyrið fœst nú einnig í 500 gr. dósum. Hentugt fyrir fjölskyldur og stórhuga skyrgáma. MJÓLKURSAMLÁG Veitt verða ein aðalverðlaun og fimm aukaverðlaun. Aðalverðlaun eru <3> • • ' . • myndarlegur helgarpakki i Reykjavíkur .......................................... <^> Aukaverðlaun eru vöruúttektir hjá Mjólkursamlagi KEA fyrir 10.000,- krónur. íþróftir Úrvalsdeildin í körfubolta: Þórsarar héldu ekki út og töpuðu fyrir ÍBK í Keflavik „Við kunnum ekki ennþú að vinna leik,“ sagði Gylfi Krisf- jánsson liðsstjóri úrvalsdeild- arliðs Þórs í körfubolta eftir leikinn við ÍBK í Keflavík í fyrrakvöld. Heimamenn sigr- uðu með 103 stigum gegn 87 og Þórsarar eru því enn án stiga í úrvalsdeildinni. „Ég finn það að undirbúning- urinn fyrir mótið hefur ekki verið nógu góður og úthald leikmanna er ekki nógu gott. Breiddin í lið- inu er ekki mikil og því mæðir mikið á sömu leikmönnunum. Ein af ástæðunum fyrir slæmum Akureyri: Uppskeru- hátíð KRA Uppskeruhátíö Knattspyrnu- ráðs Akureyrar fer fram í Dyn- heimum á morgun sunnudag og hefst kl. 13.30 en ekki kl. 14.00 eins og missagt var í blaðinu í vikunni. Þar verða veitt verðlaun fyrir árangur í þeim mótum sem KRA stóð fyrir í sumar og eru allir þeir sem tóku þátt í mótum ráðsins í sumar, hvattir til þess að mæta í Dynheima á morgun. Eiríkur Sigurðsson átti góðan leik með Þór gegn ÍBK en varð að yfir- gefa lcikvöllinn með 5 villur um miðjan síðari hálfieik. undirbúningi fyrir mót er sú að við höfðum ekki efni á því að fara suður og leika æfingaleiki fyrir mót,“ sagði Gylfi ennfrem- ur. Fyrri hálfleikurinn í Keflavík var jafn og liðin skiptust á um að hafa forystu. Þegar flautað var til leikhlés höfðu Þórsarar skorað 48 stig á móti 46 stigum heima- manna. Þórsarar byrjuðu seinni hálf- leikinn af krafti, skoruðu 6 fyrstu stigin og breyttu stöðunni í 54:46. Keflvíkingar náðu að jafna leik- inn 63:63 en þá náðu Þórsarar sér aftur á strik og komust yfir 70:67. Keflvíkingar jöfnuðu á ný 72:72 og breyttu síðan varnartaktík sinni í pressuvörn. Það gafst lið- inu vel og Þórsurum tókst ekki að skora stig í 6 mín., á meðan heimamenn skoruðu 13 stig og breyttu stöðunni í 85:72. Þórsar- ar lentu í villuvandræðum í síðari hálfleik og þrír leikmenn liðsins urðu að yfirgefa völlinn með 5 villur. Fyrst Eirkur Sigurðsson en síðan þeir Konráð Óskarsson og Jón Örn Guðmundsson. Eftir- leikurinn var þvi auðveldur fyrir heimamenn sem sigruðu sem fyrr sagði mjög örugglega, 103:87. Guðjón Skúlason og Nökkvi Jónsson léku best heimamanna og einnig átti Einar Einarsson ágætan leik. I liði Þórs voru Jón Örn, Guðmundur Björnsson, Konráð og Eirkur bestir. Flest stig ÍBK: Guðjón Skúla- son 33, Nökkvi Jónsson 31 og Kristinn Friðriksson 9. Flest stig Þórs: Jón Örn Guðm- undsson 21, Dan Kennard 17, Guðmundur Björnsson 15, Kon- ráð Óskarsson 12 og Eiríkur Sig- urðsson 10. MG/KK Sýningin í FÍM-salnum er 17. einkasýning Kristins G. Jóhannssonar. Yrkis- cfni hans að þessu sinni er landslag og náttúra íslands. FÍM-salurinn í Reykjavík: Kristiiin G. sýnir 22 ný olíumálverk Kristinn G. Jóhannsson, list- málari, opnar sýningu í FÍM- salnum, sal Félags íslenskra myndlistarmanna að Garða- stræti 6 í Reykjavík, laugar- daginn 21. október kl. 16. Sýn- ingunni lýkur sunnudaginn 5. nóvember. Á sýningu Kristins eru 22 ný olíumálverk og fjalla þau öll um landslag og náttúru landsins, eins og nöfn verkanna bera með sér, t.d. Glerárdalur, Súlur, Fjalla- vötn, Hverir, Múlavegur, Urðar- gróður, Foldaskart. Þetta er 17. einkasýning Krist- ins en hann hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hérlendis og einnig erlendis. Síð- asta einkasýning hans var fyrir réttu ári á Kjarvalsstöðum. í haust eru liðin 35 ár síðan Kristinn G. Jóhannsson hélt sína fyrstu einkasýningu á Akureyri, á Hótel Varðborg árið 1954. Hann hélt fjórar einkasýningar á sjötta áratugnum og einnig þeirn sjö- unda, á Akureyri og í Reykjavík. Eftir 1980 hefur sýningum hans fjölgað og er þetta níunda einka- sýning hans á þessum áratug. Sýningarnar hafa verið á Akur- eyri, Dalvík, í Ólafsfirði og Reykjavík. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.