Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Fimmtudagur 26. október 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauðárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNUSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Innstæðulaus ávísun Ræða Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi á mánudagskvöldið var eftirtektarverð. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn og ber sem slíkum að veita ríkisstjórn- inni aðhald. Það aðhald þarf að vera byggt á málefnalegum grunni, svo það komi að gagni. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins í umræðunum á mánudagskvöld sýndi svo ekki verður um villst að sjálfstæðismenn ætla sér allt annað en að vera málefnalegir í stjornarandstöðunni í vetur. Þorsteinn Pálsson vék ekki einu orði að því með hvaða hætti hefði átt að leysa þau vandamál sem við blöstu þegar ríkisstjórn hans hrökklaðist frá völdum fyrir rúmu ári. Þaðan af síður vék hann einu orði að því með hvaða hætti ætti að taka á þeim vanda sem enn er óleystur. Hins vegar var hann óspar á að gagnrýna allar aðgerðir ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, sem þó hafa þegar skilað verulegum árangri. í hans augum og þá væntanlega sjálfstæðismanna allra, er allt vont sem þessi ríkisstjórn gerir. Sama hversu miklir þjóðar- hagsmunir eru í húfi. í ræðu sinni lét Þorsteinn Pálsson sem hann hefði ekki hugmynd um þann vanda sem fólginn er í stöðugri útþenslu ríkisútgjalda. Hann ætti þó að þekkja vandamálið, því íslandsmet Þorsteins Páls- sonar í ríkissjóðshalla, frá fjármálaráðherratíð hans, hefur enn ekki verið slegið og fær vonandi að standa um ókomin ár. Það er talið nema um 11 millj- örðum króna á núvirði. í ræðu sinni í fyrrakvöld ásakaði þessi sami Þor- steinn Pálsson ríkisstjórn Steingríms um að skatt- pína almenning og lýsti því yfir að ef sjálfstæðis- menn kæmust til valda myndu þeir gera þrennt: Fella úr gildi þær breytingar sem núverandi ríkis- stjórn hefur gert á eignarskatti. Koma tekjuskattin- um í sama horf og við upphaf staðgreiðslu. Lækka virðisaukaskattinn í áföngum, þannig að hann verði sambærilegur við núverandi söluskattshlutfall. Þetta kallar Þorsteinn Pálsson að „afnema vinstri- stjórnarskattheimtuna. “ Morgunblaðið hrósar for- manninum í hástert fyrir þessi loforð í forystugrein í gær. Og vissulega má til sanns vegar færa að fyrir- heitin eru fögur. En því miður vantar allan rök- stuðning með þeim. Hvernig myndu sjálfstæðis- menn fara að þessu, kæmust þeir til valda? í sjálfu sér hefði ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar getað gert allt það sem sjálfstæðis- menn nú lofa. En það hefði kostað að ríkissjóði yrði skilað með 10-12 milljarða króna halla á næsta ári ellegar að loka hefði þurft fjölmörgum ríkisstofnun- um, þar á meðal heilsugæslustofnunum og skólum, til að draga enn frekar úr útgjöldum ríkisins en þeg- ar er gert ráð fyrir. Það er auðvelt fyrir stjórnarandstöðuflokkana að gera kjósendum gylliboð á borð við þetta. Það er að segja ef stjórnarandstaðan kýs að vera með öllu óábyrg og ómálefnaleg. Því miður hefur Sjálfstæðis- flokkurinn tekið þann kostinn. Flestum er ljóst að loforð Sjálfstæðisflokksins um verulegar skatta- lækkanir eru með öllu óraunhæf og nákvæmlega jafnmikils virði og innstæðulaus ávísun. BB. Félagarnir og Akureyringarnir Þóra Árnadóttir og Birkir Baldursson nota alltaf hjálma þegar þau hjóla úti. Mynd: KL Reiðhjólahjálmur getur bjargað lífi barnsins þíns! Hver kannast ekki við að hafa heyrt fréttir um sorgleg reið- hjólaslys þar sem afleiðingin er alvarlegur höfuðskaði? Þau eru því miður tíð og ekki þarf endilega að koma til að ekið hafi verið á reiðhjólafólk því sakleysislegt fall getur haft banvænar afleiðingar. Nær- tækt dæmi um slíkt var þegar ungt barn á Norðurlandi beið bana á síðasta ári í hörmulegu slysi og fyrir nokkrum árum lést fullorðinn maður á Akur- eyri eftir að hafa fallið af hjóli. Höfuðslys verða ekki eingöngu hjá reiðhjólafólki. Hestamenn kannast vel við hættuna við að falla af baki og notkun hjálina meðal reiðmanna hefur aukist. En í skíðabrekkum er það því miður hending ef sést til barns með hjálm en slíkt ætti að vera jafn eðlilegt og skíðin sjálf því þar hafa sömuleiðis orðið mjög alvarleg slys sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir ef notkun hjálma hefði verið til staðar. Svona mætti lengi telja áfram, en er hugsanlega hægt að koma í veg fyrir þessi slys? 60% banaslysa reidhjólamanna af völdum höfuðáverka Á sumum Norðurlandanna hefur notkun svokallaðra reiðhjóla- hjálma verið lögleidd. í Svíþjóð hefur notkun hjálma t.d. stór- aukist og í skýrslu sem ritstjórn Dags barst á dögunum frá því landi kemur m.a. fram að 30% allra slysa sem valda höfuðáverk- um megi rekja til reiðhjóla- manna. Á árunum 1980-1987 lét- ust 88 reiðhjólamenn í Svíþjóð, 60% þeirra af völdum liöfuð- áverka. Stærstur hluti reiðhjóla- manna eru börn á aldrinum 7-14 ára. Af hverjum 1000 slysum á hestamönnum hljóta 100 þeirra höfuðáverka. Umhugsunarverð- ar staðreyndir ekki satt? Notkun á Akureyri Notkun reiðhjólahjálma á íslandi hefur því miður ekki náð fótfestu en þó virðist að undanförnu hafa orðið breyting þar á. í einstökum bæjarfélögum hefur notkun hjálma orðið „tískufyrirbrigði" hjá börnum og er það vel. En betur má ef duga skal. Á Akur- eyri býr fjölskylda sem nýverið flutti þangað frá Norðurlöndun- um. Á heimilinu er 6 ára stúlka sem ætíð notar hjálm þegar hún fer út að hjóla. í fyrstu varð hún fyrir dálítilli áreitni frá öðrum börnum vegna þessa en nú hefur þróunin snúist við og félagarnir sem nota hjálma á hjólum sínum verða sífellt fleiri. Foreldrar stúlkunnar segja að ekki komi annað til greina en að barnið noti hjálm og þarf ekki að sannfæfa þau um ágæti hjálmsins því þau þekkja nærtækt dæmi um hörmu- legar afleiðingar þegar barn féll af hjóli. Fullorönir sýni fordæmi Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfir- lögregluþjónn á Akureyri segist tvímælalaust mæla með að börn noti hjálma á hjólum og beinir þessum orðum sérstaklega til for- eldra því í raun er ekki hægt að ásaka barnið sjálft fyrir að vera hjálmlaust. Þá segir hann að full- orðið fólk eigi að sýna gott for- dæmi og nota hjálma á reiðhjól- um því það á ekki síður á hættu að falla og slasast. Dagur gerði lauslega könnun í verslunum á Akureyri og kom í ljós að auðvelt er að fá reiðhjóla- hjálma keypta. Allar bensín- stöðvar Skeljungs hafa t.d. slíka hjálma til sölu, þeir eru mjög léttir og því hentugir fyrir börn. Að sögn starfsmanna var nokkur sala í hjálmunum í sumar en nú eftir að skólarnir hófust hefur sala dottið niður. Skíðaþjónustan og Sportbúðin hafa sömuleiðis haft hjálma til sölu. Hjálmur getur skipt sköpum Af ofangreindu ætti að vera ljóst að foreldrar, kennarar og aðrir sem umgangast börn ættu að hvetja til notkunar hjálmanna. Höfuðið er einn viðkvæmasti hluti líkamans og þolir ekki mik- ;ð högg, en hjálmur getur skipt sköpum, jafnvel þó fallið sé ekki hátt. Ef rétt er farið að börnun- um ætti ekki að vera svo ýkja erf- itt að fá þau til að nota hjálmana. Þeim yngstu má t.d. telja trú um að „allir“ noti hjálma og að það sé „flott“ eða „sniðugt“ og von- andi líður ekki á löngu þar til það heyrir til undantekninga að sjá hjálmlaust barn á hjóli eða á skíðum. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.