Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Fimmtudagur 26. október 1989 f/ myndosögur dogi 18 ÁRLAND ANPRÉS ÖND HERSIR BJARGVÆTTIRNIR # Umferðar- óhöpp Stór hluti ökumanna hefur einhvern tíma eða á ein- hvern tíma eftir að lenda í smáum eða stærri árekstr- um. Hér er ekki um hrakspá að ræða og vonar ritari S&S auðvitað að þessi spá rætist ekki en líkurnar eru óneitan- lega til staðar. Ef árekstur kallar á að viðkomandi hyggst fá tjón bætt frá trygginarfélagi þarf að gefa skýrslu eins og vera ber og nú er ætlast til þess að tjón- þolar og þeir sem valda tjóninu komi sér saman um skýrslugerðina án aðstoðar lögreglu. Engu að síður er lögreglan oft kvödd til, sér- staklega ef aðilar eru ekki sammála um tildrög óhappsins. Þeir yfirheyra þá viðkomandi ökumenn og gera skýrslu sem síðar berst til tryggingafélagsins. # Fleyg orð Umræddar skýrslur geta oft verið skondið iesefni ef þannig ber við. Ritara S&S gafst kostur á því á dögun- um að líta á fleygar setning- ar úr tjónaskýrslum eins af tryggingafélögunum og fara þær hér á eftir: - Ég rakst á kyrrstæðan vörubíl, sem var að koma úr hinni áttinni. - Ég hélt að bílglugginn væri opinn, þangað til að ég hafði stungið höfðinu út um hann. - Ég sagði lögreglunni að ég væri ómeiddur, en þegar ég tók ofan hattinn komst ég að því að ég var höfuð- kúpubrotinn. - Það kom bara ósýnilegur bíll, rakst á mig og hvarf. - Eg sá að gamli maðurinn mundi aldrei hafa það yfir götuna og keyrði á hann. Og áfram höldum við: - Sá fótgangandi stóð og vissi ekkert f hvora áttina hann átti að hlaupa svo ég keyrði yfir hann. - Ég var búinn að keyra í 40 ár, þegar ég sofnaði við stýrið og lenti í slysinu. - Ég var á leiðínni til læknisins, þegar púströrið datt aftur úr mér. - Ég var að reyna að drepa flugu og keyröi þarna á símastaurinn. - Hinn bílllnn keyrði beint á mig, án þess að gefa neitt merki um hvað hann ætlaði að gera. - Það bakkaði trukkur gegnum rúðuna á mér og beint f andlitið á konunni. - Maðurinn var alls staðar á veginum, ég varð að taka heilmargar beygjur áður en ég rakst á hann. - Ég beygði frá vegbrún- inni, rétt leit á tengda- mömmu, og hentist út fyrir veginn hinum megin. dogskrá fjölmiðla Sjónvarpið Fimmtudagur 26. október 17.00 Fræðsluvarp. 1. Umræðan. - Umræðuþáttur í tilefni málræktarátaks menntamálaráðuneytisins. (25 mín.) 2. Algebra 4. þáttur. - Almenn brot. 17.50 Sumarglugginn. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Hver á að ráða? 19.20 Benny Hill. 19.50 Tommi og Jenni. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Fuglar landsins. Ný íslensk þáttaröð um þá fugla sem á Islandi búa eða hingað koma. 1. þáttur - Súlan. 20.45 Síld. Wemer Vögeli, einn þekktasti matreiðslu- meistari heims, fjallar í fjómm þáttum um rétti úr íslenskri síld. 21.00 Heitar nætur. (In the Heat of the Night.) Bandarískur myndafiokkur með Carroll O’Connor og Howard Rollins í aðalhlut- verkum. 21.50 íþróttir. 22.15 Líf í léttri sveiflu. Fyrsti þáttur. (Charlie „Eird" Parkers live og musik.) Rakinn er lífsferill saxafónleikarans Charlie Parkers í fjómm þáttum. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok. Stöð 2 Fimmtudagur 26. október 15.35 Með afa. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Stálriddarar. Sjötti þáttur. 18.20 Dægradvöl. (ABC's World Sportsman.) 19.19 19.19. 20.30 Áfangar. Fögur er hlíðin. 20.45 Njósnaför. (Wish Me Luck.) Sjötti hluti. 21.40 Kynin kljást. 22.10 Barist í Brasilíu.# (Land) Á svæðinu kringum Amazonfljót í Brasilíu er mikill rígur milli bænda, landeigenda og kirkjunnar. í myndinni, sem hkt hefur verið við hina stórbrotnu mynd Mission eða Trúboðsstöðina, er greint frá atburð- um líðandi stundar og pólitískum átökum innfæddra. Aðalhlutverk: John Tery. Bönnuð börnum. 23.25 Fyrirboðinn snýr aftur. (Damien, Omen II) Djöfullinn hefur tekið sér bólfestu í ung- um dreng svo margir af hans nánustu hafa dáið af hans völdum. Aðalhlutverk: William Holden, Lee Grant og Jonathan Scott-Taylor. Stranglega bönnuð börnum. 01.05 Dagskrárlok. Rás 1 Fimmtudagur 26. október 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Randveri Þorlákssyni. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir • Tilkynningar. 9.03 Neytendapunktar. 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Haraldur Bjarnason. 10.00 Fréttir. 10.03 Þingfréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðúrfregnir Tilkynningar Tónlist. 13.00 í dagsins önn - Heilsa og nálar- stunga. 13.30 Miðdegissagan: „Svona gengur það" eftir Finn Soeborg. Barði Guðmundsson les (2). 14.00 Fréttir. 14.03 Miðdegislögun. Snorri Guðvarðarson blandar. 15.00 Fréttir. 15.03 Leikrit vikunnar: „Minningar úr Skuggahverfi" eftir Erlend Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Á dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Ávettvangi. 18.30 Tónlist • Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir • Tilkynningar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn: „Kári litli í skólanum" eftir Stefán Júlíusson. Höfundur les (4). 20.15 Tónlistarkvöld Útvarpsins. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins • Dagskrá morgundagsins. 22.30 Goðsögulegar skáldsögur. Annar þáttur: Mary Renault og sögurnar um Þeseif. 23.10 Uglan hennar Mínervu. Arthúr Björgvin Bollason annast sam- ræðuþátt um heimspekileg efni. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Fimmtudagur 26. október 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífsins! Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Spaugstofan: Allt það besta frá liðnum árum. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Stóra spurningin kl. 9.30, hvunndagshetj- an kl. 9.50, neytendahorn kl. 10.03 og afmæliskveðjur kl. 10.30. Spaugstofan. Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur kl. 11.03 og gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spumingakeppni vinnustaða, stjórnandi og dómari Flosi Eiríksson kl. 15.03. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. Stórmál dagsins á sjötta tímanum. 18.03 Þjóðarmeinhornið: Óðurinn til gremjunnar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 „Blítt og létt.. Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó- menn og leikur óskalög. 20.30 Útvarp unga fólksins: Aldrei að víkja", framhaldsleikrit eftir Andrés Indriðason. Annar þáttur af fjórum. 21.30 Fræðsluvarp: „Lyt og lær". Annar þáttur dönskukennslu á vegum Bréfaskólans. 22.07 Rokksmiðjan. Sigurður Sverrisson. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30. 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Sykurmolarnir og tónlist þeirra. 3.00 „Blítt og létt..." 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Á djasstónleikum. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 í fjósinu. Ríkisútvarpið á Akureyri Fimmtudagur 26. október 8.10-8.30 Svæðisútvaip Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Fimmtudagur 26. október 07.00 Haraldur Kristjánsson og Sigur- steinn Másson. Morgunhanar Bylgjunnar taka viðtöl við fólk sem er að gera eitthvað skemmtilegt. Púlsinn á þjóðfélaginu tekinn, opin lína og fréttatengt efni blandað góðri tónlist. 09.00 Páll Þorsteinsson. Vinir og vandamenn á sínum stað kl. 9.30, tónlist og spjallað til hádegis. 12.00 Valdís Gunnarsdóttir í rólegheitunum í hádeginu. Kjötmið- stöðvarleikurinn milli 13 og 14 og 14 og 15. 15.00 Bjarni Ólafur Guðmundsson. Ýmislegt skemmtilegt í gangi hjá Bjama Ólafi. Síminn opinn 611111. 19.00 Snjólfur Teitsson í kvöldmat. 20.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. Hafþór í léttu bíóskapi, athugar hvað er á boðstólum og spilar uppáhaldstónlistina. 24.00 Dagskrárlok. Hljóðbylgjan Fimmtudagur 26. október 17.00-19.00 Létt síðdegistónlist. Óskalaga- síminn opinn. Stjórnandi: Pálmi Guðmundsson. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.