Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Fimmtudagur 26. október 1989 „TekjustofiiaJögin auka ekki á sjálf- stæði sveitarfélaga gagnvart rflánu“ - spjallað við Áskel Einarsson framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Norðlendinga Tengslin milli nýrrar verkaskiptingar ríkis og sveitarfé- laga og nýrra laga um tekjustofna sveitarfélaga eru ekki öllum ljós. Þeir sem hafa kynnt sér þessi mál vita þó að náin bönd tengja þetta tvennt saman, þannig að segja má að breyttir tekjustofnar hafi skapað verkaskipting- unni grundvöll. En hver er afrakstur mikils og langvinns nefndarstarfs, og að hverju ganga sveitarfélögin með þessum nýju lögum? Hver er bakgrunnur þessara breyt- inga? Þessum spurningum og fleiri leitast Askell Einars- son, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Norðlend- inga við að svara í eftirfarandi viðtali um persónulegt viðhorf sitt til þessara mála. - Eru auknir tekjustofnar ekki forsenda fyrir nýrri verkaskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga? „Pað er bláköld staðreynd að endurskoðun tekjustofnalaga sveitarfélaga var óhjákvæmileg, ef verkefnatilfærslan átti að heppnast. Fyrir því eru tvær meginástæður. Sú fyrri er að tekjustofnar sveitarfélaga verði óháðir tekju- öflun ríkisins. Hin síðari að þess fjár sem verja á til jöfnunar milli sveitarfélaga verði aflað með óháðum tekjustofni, sem ekki tengist tekjuöflun ríkisins eða er hluti af útgjöldum ríkissjóðs. Með þessum hætti væri fjár- hagslegt sjálfstæði sveitarfélaga betur tryggt en nú er. Síðari tekjustofnanefndin, sú sem skilaði af sér tekjustofna- frumvarpinu, virðist hafa gert sér Ijósan mun þessara leiða. Nefnd- in lagði til að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefði tvo tekju- stofna, almennt gjald af skatt- stofni og almennan hluta lands- útsvara. Þetta hefði þýtt sjálf- stæða fjármögnum Jöfnunar- sjóðsins, sem lúti fimm manna stjórn, þar af væru fjórir fulltrúar sveitarfélaga. Jöfnunarsjóður verði óháður ríkisframlagi Spurningin er hvort sleppa eigi ríkinu við greiðslur til Jöfnunar- sjóðs. í tillögum Fjórðungssambands Norðlendinga var lagt til að ríkis- sjóður greiddi eins konar | aðstöðugjald af umsvifum sínum, sem væri launatengdur skattur. Þessu fé væri varið til að greiða sameiginleg útgjöld sveitarfé- laga, sem Jöfnunarsjóði væri ætl- að að greiða, en eftirstöðvum væri úthlutað til sveitarfélaga eft- ir íbúatölu. Þann hátt átti að hafa á þar sem um sameiginlegar tekjur væri að ræða. Stórauknum tekj- um af landsútsvörum væri varið til bundinna jöfnunarframlaga og til tekjujöfnunarframlaga. Gert var ráð fyrir að hugmyndir ýmissa sveitarstjórnarmanna um til- færslu álagningar frá aðstöðu- gjöldum til landsútsvara þeirra fyrirtækja sem starfa á landsvísu nái fram að ganga. Enginn fylgdi þessum hug- myndum eftir í tekjustofnanefnd og því heldur Reykjavíkurborg yfirburðum sínurn um tekjuöfl- un, umfram sambærilega tekju- öflun annarra sveitarfélaga. Það furðulega kom frarn að stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga féll frá hugmyndum tekjustofnanefndar um sjálfstæð- an tekjustofn Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, heldur skyldi tekjustofn Jöfnunarsjóðs vera hlutfall tekna ríkissjóðs og teljast því til ríkisútgjalda. Þessi afstaða er í mótsögn við áralanga baráttu sveitarfélaga; að þurfa ekki að vera undir hæl ríkisins um tekjuöflun Jöfnunar- sjóðs. Þessi breyting hlaut náð fyrir augum Alþingis, félags- málaráðherra og þingnefndar og var ásamt skilyrðum dreifbýlis- þingmanna um niðurfellingu aðstöðugjalds af mjólkurbúum og sláturhúsum einu breytingarn- ar sem gerðar voru á tekjustofna- frumvarpinu. Ákvæði til glöggv- unar vegna tónlistarkennslunn- ar varðandi framlög úr Jöfnunar- sjóði fékkst ekki leiðrétt, þar sem slíkt gæti sett allt málið í hættu hjá síðari þingdeild, að dómi margra. Staðan er líka sú að gamli hús- draugurinn er kominn á kreik. Það gæti haft þau áhrif að ríkis- sjóður hafi enn kverkatak á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, sem áður átti að forðast.*' Jöfnun aðstöðu sveitar- félaga til tekjuöflunar - Efling einstakra tekjustofna sveitarfélaga? ' „í nýjum tekjustofnalögum eru merkileg ákvæði um samræmingu á álagningargrundvelli alls íbúð- arhúsnæðis í landinu, þannig að nú sitja öll sveitarfélög við sama borð og Reykjavík um álagningu fasteignagjalda af íbúðarhús- næði. Eftir er að sjá hvernig þetta reynist. í tillögum Fjórðungs- sambands Norðlendinga var lagt til að skattar af fasteignum væru í tvennu lagi: Almennur hundr- aðshluti á allar fasteignir og auk þess þjónustuskattar sem miðist við ákveðið þjónustuþrep eða þá þjónustu sem eigendum viðkom- andi fasteigna er veitt af sveitar- félaginu." - Hvað um jöfnun fasteigna- skattg? „Uppi voru hugmyndir hjá sumum landsbyggðarmönnum um að taka upp eins konar lands- útsvarafyrirkomulag varðandi fasteignaskatt, t.d. að fasteigna- skattar af eignum í ríkisnotkun væru notaður til jöfnunar, þar sem þrír fjórðu hlutar skattsins renni til jöfnunarinnar en einn fjórði yrði eftir í sveitarfélaginu eins og önnur landsútsvör. Þessi leið hefur ekki komið til skoðun- ar.“ - Hvað um jöfnun aðstöðu- gjalda? „Það er veila í tekjustofna- lögunum að aðstöðugjöldin skuli ekki vera lögbundinn tekjustofn. Eðlilegast er að atvinnurekendur greiði einskonar útsvar miðað við rekstrartekjur. Ljóst er að sveitar- félög komast ekki hjá að hafa álagingarstiga aðstöðugjalda mis- háa eftir tegundum atvinnu- rekstrar, m.á. vegna þess að þau geta staðið höllum fæti gagnvart einstökum fyrirtækjum sem geta haft afkomu sveitarfélagsins í hendi sér.“ Óeðlileg skilyrði til að fá tekj uj öfnunarframlög - Sérstök jöfnun útsvara? „Frelsi sveitarfélaga til að ákvarða útsvarsprósentu til inn- heimtu er góðra gjalda vert. Hins vegar stangast þetta á við megin- markmið um staðgreiðsluinn- heimtu. Þessu fylgir að sveitar- félögin þurfa að fara í eftirá- innheimtu sem er óvinsæl. Þessu til viðbótar er þeim ætlað að beita fyllstu álagningu til að fá tekjujöfnunarframlög. Er ekki skynsamlegt að hafa sama álagn- ingarstiga í öllum sveitarfélögum og nota ákveðinn hundraðshluta af skattstofni til jöfnunar, þannig að útsvarstekjur sveitarfélaga verði sem jafnastar á íbúa í land- inu. Það er hart fyrir sveitarfélög sem búa við ónógar tekjur og búseturöskun að þurfa að vera með ítrustu álagningu til að vera gjaldgeng um tekjujöfnunar- framlög. Þessum spurningum er látið ósvarað hér. Það er ljóst að skynsamlegra er að jafna tekjur sveitarfélaga en að ganga langt á þeirri braut að beita miklum niðurgreiðslum kostnaðar með fé frá ríkissjóði." - Á að framselja ríkinu tekju- stofna sveitarfélaga til inn- heimtu? „Ráði sá hugsunarháttur að framselja ríkinu til innheimtu tekjustofna sveitarfélaga þá fer að styttast í innlimun sveitarfé- laga í ríkisvaldið, með einum eða öðrum hætti. Sagt er að þetta hafi náð hámarki í Bretlandi og Margaret Thatcher hafi haft við orð að hætta við að senda þessum vondu sveitarfélögum ávísanir en stjórna öllu klabbinu frá London. Vonandi kemur slíkt ekki til álita á íslandi." Ábendingar sem ekki féllu í náðina - Stendur Jöfnunarsjóður undir nafni? „Sú breyting er gerð að úr Jöfnunarsjóði eru ekki greidd almenn framlög á íbúa úr sjóðnum. Með þessu er fullyrt að sjóðurinn verði hreinn Jöfnunar- sjóður. Þegar nánar er að gáð eru bundin framlög sjóðsins og fram- lög til sameiningar sveitarfélaga, ásamt vaxandi framlögum vegna fjárhagserfiðleika sveitarfélaga forgangsverkefni sjóðsins, og stór hluti af útgjöldum hans. Framlag til Innheimtustofnun- ar sveitarfélaga vegna barnsmeð- laga er áætlað um 20 prósent af tekjum sjóðsins, framlag til Lánasjóðs sveitarfélaga er 6,1 prósent. í tillögum Fjórðungs- sambands Norðlendinga er lagt til að framlög til Innheimtustofn- unar vegna barnsmeðlaga verði fellt niður, en framlagi til Lána- sjóðs sveitarfélaga verði annað hvort ráðstafað til víkjandi lána vegna stofnkostnaðartilfærslu frá ríki til sveitarfélaga eða stofn- kostnaðarframlög Jöfnunarsjóðs hækkuð um þessa fjárhæð. Báðar þessar hugmyndir áttu stoð í tillögum fyrri verkefna- skiptanefndar, sem vildi setja lágt þak á greiðslur vegna van- goldinna barnsmeðlaga. Hvorug þessi ábending hlaut náð hjá félagsmálaráðherra og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.“ Hvað telst fámennt sveitarfélag? - Á umræöustigi tekjustofna- frumvarpsins var bent á að sum hugtök þess væru óljós og spurt var við hvað væri miðað þegar rætt var um fámenni og hvaða sveitarfélög skyldu teljast dreif- býlinu til? „Hin fyrri verkaskiptinganefnd vildi miða töluna við 1250 íbúa markið svo sveitarfélag gæti talist fámennt, en telja má að þetta orki tvímælis og því sé 700 íbúa rnarkið nær lagi. í reglugerðardrögum gerðum af Sambandi íslenskra sveitarfé- laga er talað unr að fámenn sveit- arfélög séu þau sem eru innan við 2000 íbúa markið. í tillögum fyrri verkaskiptanefndar var rætt um framlag vegna aukins grunn- skólakostnaðar til sveitarfélaga með dreifbýli, sem úthlutað yrði eftir reglum miðað við aksturs- vegalengd á nemanda og starfs- viknafjölda skóla. Lögin tala um dreifbýlissveit- arfélög. Samkvæmt eðli málsins hlýtur það sveitarfélag að teljast dreifbýlissveitarfélag þar sem íbúafjöldinn er meiri utan þétt- býlisskjarna en innan þeirra. Þennan lagaágalla er reynt að bæta í reglugerðardrögum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga á þann hátt að telja að þessar bæt- ur geti einnig náð til allra sveitar- félaga með færri en 2000 íbúa. Framlag sé þó aðeins greitt vegna nemenda sem þurfi að sækja skóla lengra en þrjá kólómetra. Síðan er fundin út akstursregla sem iniðast við vegalengd á hvern nemanda og starfsviknafjölda skóla. Ljóst er að þetta verður happa- og glappa aðferð sem get- ur þýtt að sum sveitarfélög hagn- Alþingi hefur samþykkt lög um vcrkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Breytt verkaskipting grundvallast í nýjum lögum um tekjustofna sveitarfélaga.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.