Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 9
Verulegur árangur hefur náðst í stjórn efnahagsmála Ríkisstjórnin, sem mynduð var með þátttöku Alþýðubandalags- ins haustið 1988, hefur nú glímt við viðfangsefni sitt í rúmt ár. Stjórnin fékk það erfiða verkefni í hendur að forða undirstöðu- atvinnugreinum landsmanna frá stöðvun og því hruni, sem við blasti eftir gjaldþrot frjálshyggj- unnar og uppgjöf Sjálfstæðis- flokksins. Þetta hefur Ríkis- stjórninni tekist með umfangs- miklum aðgerðum. Verulegur árangur hefur náðst í stjórn efnahagsmála. Dregið hefur úr þenslu og viðskiptahalla og lægri fjármagnskostnaður og raunhæfari gengisskráning hafa verulega bætt rekstrarstöðu útflutningsgreinanna. Á síðastliðnum tveimur árum hefur kaupmáttur launa fallið og almennt launafólk orðið að taka á sig þungar byrðar vegna þeirrar óstjórnar sem síðla árs 1988 var að sigla öllu í strand og leggja efnahag heimila og fyrirtækja í rúst. Reynt hefur verið, m.a. með ráðstöfunum í félags- og skattamálum að verja kjör hinna lægst launuðu. Óstjórn í efna- hagsmálum og offjárfestingar síðustu ára eru ekki sök almenns launafólks og á næstu misserum verður að takast að skapa skilyrði til aukins kaupmáttar allra almennra launa. Við þær aðstæð- ur sem nú eru uppi er brýnna en nokkru sinni fyrr að ná fram jöfnuði í launum og öllum lífs- kjörum. Framundan er mikið verkefni: Að hefja sókn og uppbyggingu á öllum sviðum íslensks efnahags- og atvinnulífs. Þá sókn eigum við lgiðavsjájf f.okkar eigin.þágu og tryggja þannig fulla atvinnu og treysta velferð og byggð í landinu öllu. Það verður að viðhalda trú á möguleika lands og þjóðar með öllum tiltækum ráðum. Borgarbíó Fimmtud. 26. okt. Kl. 9.00 og 11.00 Batman Kl. 9.00 Konur á barmi taugaáfalls Þau Pepa og Ivan eru leikarar sem hafa viöurværi sitt af því aö tala inn á kvikmyndir.l starfinu hefur Ivan lýst yfir ást sinni á fegurstu stjörnum kvikmyndanna og sjónvarpsins. En gallinn er bara sá aö þær voru ekki þær einu. KL 11.00 Vitni verjandans Vegna þeirrar umræðu sem nú fer fram um byggingu erlendrar stóriðju ítrekar kjördæmisþingið stefnu Alþýðubandalagsins í þessum málum og hvetur ráð- herra og forystumenn flokksins til lað halda fast á henni. Reynslan hefur staðfest rétt- mæti þessarar stefnu Alþýðu- bandalagsins um ótvírætt forræði okkar sjálfra, fullnægjandi raf- orkuverð, fullkomnar mengunar- varnir og sem minnsta röskun á umhverfinu. Þá samræmist fyrir- huguð uppbygging stóriðju á suð- vesturhorni landsins engan veg- inn þeim markmiðum um byggða- jafnvægi sem þessi ríkisstjórn var ekki síst mynduð til að hafa í heiðri. Enn sem fyrr er það eitt höfuð- verkefni Alþýðubandalagsins í íslenskum stjórnmálum að standa vörð um fullveldi og sjálf- stæði þjóðarinnar á öllum sviðum. Framundan eru mikil- vægar ákvarðanir og breytingar í efnahags- og stjórnmálum, sem geta haft gríðarleg áhrif á þróun samfélagsins. Hæst bera þær miklu hræringar sem nú eiga sér stað í austanverðri Evrópu bg samruna Evrópubandalagsríkj- anna í eina fjármála- og við- skiptaheild. Kjördæmisþingið telur að kynna þurfi miklu betur fyrir landsmönnum þær afdrifa- ríku ákvarðanir, sem taka þarf á næstu mánuðum vegna samskipt- anna við Evrópubandalagslönd- in. Krafa Alþýðubandalagsins hlýtur að vera óskert fullveldi og forræði íslendinga sjálfra í eigin málum, auðlindum lands og sjávar, orkulindum og atvinnu- lífi. Batnandi samskipti stórveld- anna og þíða í aiþjóðamálum vekja vonir og bjartsýni um áfram- haldandi árangur í afvopnun- armálum. Barátta Alþýðubanda- lagsins fyrir herlausu og hlutlausu landi og kjarnorkufriðlýsingu landsins og hafanna, fær nú með- byr og tengist vaxandi hreyfingu í heiminum öllum fyrir því að her- stöðvar ríkja á erlendri grund verði lagðar niður. Staða margra sveitarfélaga á landsbyggðinni er nú mjög erfið. Þau hafa þurft að taka á sig þung- ar byrðar vegna erfiðs ástands í atvinnumálum á sama tíma og gerðar eru til þeirra síauknar kröfur um þjónustu. Um áramót kemur til fram- kvæmda breyting á verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Kjör- dæmisþingið leggur á það áherslu að ríkisvaldið standi við allar skuldbindingar um uppgjör kostnaðar sem þessum breyting- um tengist. Kjördæmisþingið hvetur flokksmenn til að hefja sem fyrst undirbúning vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. I sveit- arstjórnum er unnið að málum sem eru mjög mikilvæg fyrir hag og afkomu íbúanna. Því er nauð- synlegt að allir félagar og stuðn- ingsmenn flokksins vinni saman að því að gera hlut Alþýðu- bandalagsins í þessum kosning- um sem mestan. Ríkey sýnir á Akureyri föstudag, laugardag og sunnu- dagskvöld, er sýningin hins vegar opin frá kl. 14-23. Ríkey útskrifaðist frá högg- myndadeild Myndlista- og hand- íðaskóla íslands 1983 og stundaði síðan keramiknám í 3'/2 ár við sama skóla. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Skákfélag Akureyrar: 10 mínútna mót Fimmtudaginn 26. október heldur Skákfélag Akureyrar 10 mínútna mót í félagsheimili sínu. Mótið hefst kl. 20. Þá verða unglingaæfingar í fé- lagsheimilinu kl. 13.30 á laugar- daginn og verða æfingarnar á laugardögum í vetur. Haustmót Skákfélags Akur- eyrar hefst næstkomandi sunnu- dag og skal keppendum bent á að skrá sig fyrir kl. 21 á föstudags- kvöldið. SS Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og tengdaföður, SIGURÐAR P. EIRÍKSSONAR, Dvalarheimilinu Hlíð. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dvalarheimilisins. Guð blessi ykkur. Klara Neilsen, Magnúsína Sigurðardóttir, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Siguróli M. Sigurðsson, Sigurlaug Jónsdóttir, Valgarður J. Sigurðsson, Alda Aradóttir, Inga S. Sigurðardóttir, Finnur Óskarsson, Klara Sveinbjörnsdóttir, Helgi Valgeirsson, Sólveig Bjartmars, Gunnar Bjartmars, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. .. í dag fímmtudaginn 26. októ- ber opnar Ríkey Ingimundar- dóttir myndlistarmaður sýn- ingu á verkum sínum í Gamla Lundi. A sýningunni eru ; postulínsmyndir, málverk skúlptúrar og fleira. Sýningin sem stendur fram á sunnudag, verður opnuð í dag kl. 18 og er opin til kl. 22. Á morgun Ríkey Ingimundardóttir myndlistar- maður opnar sýningu á verkum sín- um í Gainla Lundi í dag. «t Fimmtudagur 26. október 1989 - DAGUR - 9 Dansleikur í Ærskógi Iaugardaginn 28. október frá kl. 23.00-03.00. 16 ára aldurstakmark. Hljómsveitin Fjórir félagar leika fyrir dansi. Samkór Árskógsstrandar. Nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Húsavík, á neðangreindum tíma: Aðalbraut 67, íb. 8, Raufarhöfn, tal- inn eigandi Raufarhafnarhreppur, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 15.40. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Birkihraun 9, Skútustaðahreppi, þingl. eigandi Þorbergur Ásvalds- son, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 09.40. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Bliki ÞH-50, þingl. eigandi Njörður hf., fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 14.20. Uppboðsbeiðendur eru: Tryggingastofnun ríkisins og Ingvar Björnsson hdl. Fjarðarvegur 45, Þórshöfn, þingl. eigandi Níels Þóroddsson, fimmtud. 2. nóv. '89, ki. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Gunnar Sólnes hrl., Árni Pálsson hdl.,Ólafur B. Árnason hdl. og Veð- deild Landsbanka íslands. Fóðurstöð Ætis hf., Raufarhöfn, þingl. eigandi Æti hf., fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 10.10. Uppboðsbeiðendur eru: Búnaðarbanki íslands og Sveinn H. Valdimarsson hrl. Garðarsbraut 13, efri hæð og ris, þingl. eigandi Svavar C. Krist- mundsson, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 10.20. Uppboðsbeiðandi er: Kristinn Hallgrímsson hdl. Garðarsbraut 32, 2. hæð, Húsavík, þingl. eigandi Margrét Snæsdóttir, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 10.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka Islands og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Garðarsbraut 83, Húsavík, íbúð, 1. hæð, þingl. eigandi Anna Gunnhild- ur og Margrét Jónsdætur, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 10.40. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Héðinsbraut 1, Húsavík, þingl. eig- andi Steingrímur Gunnarsson, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 14.40. Uppboðsbeiðendur eru: Fjárheimtan hf., Iðgfr. og innheimtu- deild, Veðdeild Landsbanka íslands og innheimtumaður ríkissjóðs. Höfðabrekka 27, Húsavík, þingl. eigandi Samúel Samúelsson, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður rikissjóðs og Ósk- ar Magnússon hdl. Keldunes 2, Kelduneshreppi, þingl. eigandi Sturla Sigtryggsson, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 14.50. Uppboðsbeiðandi er: Kristinn Hallgrímsson hdi. Langanesvegur 2, Þórshöfn, þingl. eigandi Kaupfélag Langnesinga, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 11.20. Uppboðsbeiðendur eru: Ólafur Garðarsson hdl., Jón Eiríks- son hdl. og Guðmundur Jónsson hdl. Langholt 8, Þórshöfn, þingl. eigandi ívar Jónsson og Þórhalla Hjaltadótt- ir, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 11.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Skarphéðinn Þórisson hrl., Sigríður Thorlacius hdl. og Ólafur B. Árna- son hdl. Pálmholt 8, Þórhöfn, þingl. eigandi Halldór Halldórsson og Ásta Her- mannsdóttir, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 11.40. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands og Kristinn Hallgrímsson hdl. Sunnuvegur 8, Þórshöfn, þingl. eig- andi Björgvin A. Gunnarsson, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er: Veðdeild Landsbanka íslands. Ægir Jóhannsson ÞH-212, þingl. eigandi Njörður hf., fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 14.10. Uppboðsbeiðandi er: Tryggingastofnun ríkisins. Ægissíða 14, Grenivík (Laugaland), þingl. eigandi Sigurveig Þórlaugs- dóttir, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Veðdeild Landsbanka íslands, Tryggingastofnun ríkisins og Ásgeir Thoroddsen hdl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu. Bæjarfógeti Húsavíkur Nauðungaruppboð annað og síðara, á eftirtöldum fasteignum fer fram í skrifstofu embættisins, Húsavík, á neðangreindum tíma: Bakkagata 3, (Melar), þingl. eigandi Sveinn Árnason, fimmtud. 2. nóv. '89, kl. 14.50 Uppboðsbeiðendur eru: Örlygur Hnetill Jónsson hdl. og Skúli J. Pálmason hrl. Drafnargata 2, Kópaskeri, þingl. eigandi Guðrún Margrét Einarsdótt- ir, miðvikud. 1. nóv. '89, kl. 14.20. Uppboðsbeiðandi er: Ólafur B. Árnason hdl. Félagsheimilið Hnitbjörg, Raufar- höfn, þingl. eigandi Félagsheimili Raufarhafnar, miðvikud. 1. nóv. '89, kl. 15.10. Uppboðsbeiðandi er: Brunabótafélag íslands. Fjarðarvegur 39, Þórshöfn, þingl. eigandi Útgerðarfélag N-Þingeyinga hf., miðvikud. 1. nóv. '89 kl. 13.50. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtumaður rikissjóðs og Veð- deild Landsbanka íslands. Hálsvegur 2, Þórshöfn, þingl. eig- andi Óli J. Jónsson, miðvikud. 1. nóv. '89, kl. 13.10. Uppboðsbeiðendur eru: Örlygur Hnefill Jónsson hdi., inn- heimtumaður ríkissjóðs og Jón Ólafsson hrl. Sveinbjarnarg. 2 c, Svalb.str., þingl. eigandi Jónas Halldórsson, mið- vikud. 1. nóv. '89, kl. 15.30. Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun, Iðnlánasjóður, Búnaðarbanki íslands og Asgeir Thoroddsen hdl. Tjarnarholt 6, Raufarhöfn, þingl. eigandi Ólafur H. Helgason, mið- vikud. 1. nóv. 89, kl. 14.40. Uppboðsbeiðendur eru: Örlygur Hnefill Jónsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, Bæjarfógeti Húsavíkur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.