Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. október 1989 - DAGUR - 11 fþróttir ión Örn hcfur náð sér ótrúlega fljótt af meiðslunum og verður með gegn Grindavík í kvöld kl. 19.30. Mynd: kl Úrvalsdeildin í körfuknattleik: Tindastóll lagði ÍR Tindastóll vann öruggan sigur 86:80 á ÍR-ingum í Úrvals- deildinni í körfuknattleik í Seljaskóla. Sigur Sauðkræk- inga var öruggari en tölurnar gefa í skyn, því rétt fyrir leiks- lok höfðu þeir 13 stiga forskot, 82:69. ÍR skoraði fyrstu körfuna í leiknum og var það í eina skiptið sem þeir voru yfir. Tindastóll skoraði síðan margar körfur í röð og náði öruggri forystu 20:7. En IR-ingar gáfust ekki upp og minnkuðu muninn í 3 stig 17:20. f>á keyrðu Sauðkrækingar upp hraðann og náðu aftur öruggri forystu 30:19, en ÍR-ingar minnkuðu aftur muninn í 33:30. En hálfleikstölur voru 42:32 Tindastóli í vil. Gestirnir settu í annan gír í síðari hálfleik og voru komnir með yfirburðarstöðu rétt fyrir leikslok 82:69 þegar kæruleysi fór að gera vart við sig og ÍR gerði 11 stig í röð. En munurinn var of mikill fyrir Reykvíkingana og lokatöiur því 86:80 fyrir Tinda- stól og stigin fóru því norður til Sauðárkróks. - 86:80 í Reykjavík Valur Ingimundar.son átti mjög góð- an leik gegn ÍR. Besti maður Tindastóls í þess- um leik var Valur Ingimundarson og var þetta besti leikur hans á þessu keppnistímabili. Einnig var Bo Heiden sterkur að vanda. Sverrir Sverrisson hélt Karli Guðlaugssyni langskyttu ÍR-inga vel niðri og Sturla Örlygsson lék vel þrátt fyrir villuvandræði. Einnig stóð knattspyrnumaður- inn Ólafur Adólfsson sig vel þann tíma sem hann var inni á vellinum en hann er nýbyrjaður að leika með liðinu. Hjá ÍR bar mest á þeim Birni Steffensen og Thomasi Lee þjálf- ara. Dómarar voru þeir Árni F. Sigurlaugsson og Bergur Stein- grímsson og höfðu þeir ekki nægilega góð tök á leiknum. bjb/AP Stig IR: Björn Steffensen 21, Karl Guðlaugsson 21, Thomas Lee 20, Bragi Reynisson 10, Jóhannes Sveinsson 5. Björn Leósson 3. Stig Tindastóls: Valur lngimundarson 30, Bo Heiden 27, Sverrir Sverrisson 9, Sturla Örlygsson 8, Björn Sigtryggsson 8, Ólafur Adólfsson 4. Knattspyrna: Þorsteinn með ÍBK? Keflvíkingar hafa rætt við Þor- stein Olafsson um að hann taki að sér þjálfun ÍBK-liðsins í knattspyrnu á næsta ári. Þorsteinn staðfesti að viðræður hefðu átt sér stað. „Maður ber Karfa: Getum alveg unnið Grindavík - segir Jón Örn Guðmundsson sem leikur með Þór í kvöld eftirleikurinn auðveldur fyrir okkur. Petta veltur að vísu mikið á stuðningi áhorfenda því þeir geta verið sjötti leikmaðurinn inni á vellinum fyrir okkur,“ sagði Jón Örn Guðmundsson leikmaður Þórs í körfuknattleik. Áhorfendum er bent á að leikurinn byrjar kl. 19.30 í kvöld. Búið er að fresta leikjum KR og Reynis og ÍBK og Hauka sem vera áttu í kvöld vegna Evrópu- leiks KR við franska liðið Ortez þar sem Haukamaðurinn Bow leikur með KR-liðinu í Evrópu- keppninni. Þórsarar mæta Grindvíkingum í Úrvalsdeildinni í körfuknatt- leik í kvöld í íþróttahöllinni á Akureyri kl. 19.30. Jón Örn Guðmundsson hefur náð sér ótrúlega fljótt af þeim meiðsl- um sem hann hlaut í leiknum gegn ÍR og verður með Þórs- liðinu í kvöld. Jón Örn sagðist hafa farið til sjúkraþjálfara tvisvar á dag síðan á sunnudaginn en á þriðjudaginn leit samt ekki út fyrir að hann myndi ná sér svona fljótt. En geislameðferð sem hann fór í hafði ótrúlega góð áhrif og sagð- ist Jón fastlega reikna með að spila í kvöid. Jón Örn gekk til liðs við Þór í haust en hann hafði leikið alla sína körfuknattleikstíð með ÍR. Jón Örn var spurður að því hvernig tilfinning það væri að leika gegn sínu gamla félagi. „Það er vægast sagt mjög skrýtin tilfinning því ég hef aldrei leikið með öðru félagi en ÍR. Þegar hraðinn var sem mestur undir lok leiksins á sunnudaginn og ÍR- ingarnir pressuðu á okkur mun- aði örlitlu að ég færi að hjálpa þeim,“ sagði Jón Örn og brosti. Jón stundar nú nám við VMA á viðskiptabraut og sagðist kunna mjög vel við sig hér á Akureyri. „Það er rólegt og gott að búa hérna og ég kann vel við mig í herbúðum Þórsara.“ Þórsarar spila mikilvægan leik gegn Grindvíkingum í kvöld og Jón Örn er bjartsýnn fyrir leik- inn. „Grindvíkingar eru með bar- áttulið sem gefst aldrei upp. Eí við náum að halda þeim niðri framan af leiknum gæti það farið í taugarnar á þeim og þá verður Knattspyrna: alltaf taugar til síns gamla félags og það væri gaman að þjálfa ÍBK-liðiö. Þetta veltur þó á atvinnumöguleikum fyrir sunn- an,“ sagði Þorsteinn sem er menntaður efnafræðingur. Þorsteinn lék í marki ÍBK um margra ára skeið áður en hann hélt til Svíþjóðar þar sem hann stundaði nám og lék með Gauta- borgarliðinu í knattspyrnu. Þorsteinn Ólafsson. VMA vannMA - í bæði karla- og kvennaflokki VMA sigraði MA í bæði karla og kvennaflokki í Framhalds- skólamóti KSI í knattspyrnu. í kvennaflokki hafði VMA mikla yfirburði og sigraði 4:0 en í karlaflokki var baráttan mun jafnari en VMA liafði betur og sigraði 4:3. Mjög góð þátttaka er í Fram- haldsskólamótinu og taka 22 karlalið og 10 kvennalið þátt að þessu sinni. I karlaflokki eru VMA, MA, Fjölbraut á Sauðár- króki, Framhaldsskólinn á Húsvík og Menntaskólinn á Egilsstöðum saman í riðli en í kvennaflokki eru það MA, VMA og Fjölbraut á Sauðárkróki. í strákaleiknum milli VMA og MA gerðu Hlynur Birgisson, Árni Þór Árnason, Sigurpáll Á. Aðalsteinsson og Jónas Baldurs- son mörkin. Fyrir MA setti Sigl- firðingurinn Gunnlaugur Birgis- son tvö mörk og Þórir Áskelsson eitt. Mörk VMA í kvennaflokki settu Arndís Ólafsdóttir, íris Thorleifsdóttir, Sigríður Páls- dóttir og Lára Eymundsdóttir. Golf: Uppskeruhátíð GA - a laugardaginn Skemmtinefnd Golfklúbbs Akureyrar hefur ákveðið að halda uppskeruhátíð laugar- dagskvöldið 28. október. Boð- ið verður upp á kvöldverð, skemmtiatriði og dans. Þeir sem hugsa sér að mæta á þessa uppskeruhátíð GA eru vinsamlegast beðnir að láta vita í síma 22974, milli 17.-19., á morg- un föstudag 27. október. °%ZA IsiSWNf' Kvennalið Þórs í handknattleik og Pizza-Elefant/Bleiki Fíllinn hafa gert með sér auglýsingasamning þannig að Þórs- stúlkurnar keppa í bóninguni merktuni þessum fyrirtækjum. Að sögn Antonio Campos, eins af eigendum fyrirtækj- anna, segist hann vonast til að báðir aðilar hafi hag af þessunt samningi og að ástæðan fyrir því að þeir auglýsi á íþróttabóningum sé áhugi þeirra á framgangi íþrótta á Akureyri. Á myndinni sjást Þórsstúlkurnar í þessum nýju bóningum ásamt Antonio, Hlyn og Andra eigendum fyrirtækjanna og Gunnari Gunnarssyni þjálfara Þórsliðsins.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.