Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 26.10.1989, Blaðsíða 12
iffli Akureyri, fímmtudagur 26. október 1989 Byrjað að bóka hótel næsta sumar: Sjö ferðir beint frá Sviss til Akureyrar Við erum í miðbænum! Við bjóðum upp á úrval: Hljómtækja, myndjbandstækja, sjónvarpa, örbylgjuofna, ferðaútvarpa, -segulbanda, vasadiskóa og hljóðfæra. Sérpöntum - Póstsendum. Ath: Sömu verð og fyrir sunnan. AKimi JAPISS Skipagötu 1 • Sími 96-25611. Nokkuð hefur þegar verið bókað af herbergjum hjá hótelum á Akureyri fyrir næsta sumar og er þar aðallega um að ræða bókanir fyrir hópa frá erlendum ferðaskrifstofum. „Ég ætla miðað við árstíma að þetta horfí bara bærilega, en við erum þegar farnir að bóka þó nokkuð,“ sagði Gunnar Karlsson hótelstjóri á Hótel KEA. Gunnar segir skemmtilega nýj- ung í gangi nú en ferðaskrifstofan Saga-reisen í Sviss ætlar að fljúga sjö ferðir beint til Akureyrar næsta sumar með ferðahópa. „Hingað til hafa þeir komið með alla sína farþega í gegnum Kefla- vík og Reykjavík en ætla að gera tilraun með þetta í sumar. Hóp- arnir munu ýmist byrja á Akur- eyri og enda í Reykjavík eða öfugt.“ Pá sagði Gunnar að hóp- ar þessir komi til með að dvelja lengur á Akureyri en verið hefur, að jafnaði 3-4 nætur jafnvel lengur. Ferðamennirnir koma til með að fara í skoðunarferðir um nágrenni Akureyrar á meðan á dvölinni stendur. „Ég vona að þetta sé bara byrjunin á öðru stærra,“ sagði Gunnar. „Það lítur ntjög vel út með bókanir hjá okkur næsta sumar,“ sagði Guðrún Gunnarsdóttir hótelstjóri á Hótel Norðurlandi. „Fyrstu bókanirnar eru strax í byrjun júní en seinni hluti þess mánaðar er alveg að fyllast. Síð- an dreifast bókanirnar nokkurn veginn jafnt yfir allt sumarið og fram í miðjan september." Guð- rún tók það fram að um svokall- aðar „blokk“ bókanir væri að ræða en þá eru öll herbergi hótels- ins tekin frá og e.t.v. aðeins helmingur þeirra staðfestur þegar að því kemur. Lítið sem ekkert hefur verið bókað af ráðstefnum á báðum hótelunum og voru þau Gunnar og Guðrún sammála um að þau finndu mjög fyrir því að ráð- stefnuhaldarar héldu að sér höndum varðandi kostnað kring- um ráðstefnur. VG Vetur konungur hcfur tekið völdin með tilheyrandi óþægindum. Einn fylgikvilli vetrar og snjóa ér að skipta yfir á ' vetrarhjólbarðana. Það var nóg að gera á hjólbarðaverkstæðum á Akureyri í gær og búist við örtröð næstu daga. Mynd: KL Pólstjarnan hf. á Dalvík færir út kvíarnar: Kaupir húsnæði og stefhir á að auka framleiðsluna „Mér virðist sem viðhorf erlendra kaupenda séu mun jákvæðara en áður,“ segir Jón Tryggvason, framkvæmda- stjóri lagmetisfyrirtækisins - hlutafé aukið um 10 milljónir króna Enn um „yfirráð“ Dana á íslandi: íslenska og danska aðaltungur Islendinga - segir í dönsku upplýsingariti Frétt Dags í gær um „rán“ Dana á Jóhanni Péturssyni Svarfdælingi vakti óskipta athygli. Lesendur höfðu sam- band við blaðið og lýstu undrun á þessu framferði forráða- manna danska útgáfufyrir- tækisins Komma, sem sér um útgáfu á danskri Heimsmeta- bók Guinness. Einn dyggur lesandi Dags sagði að þetta hefði ekki komið sér á óvart. Danir teldu sig eiga mikið í íslendingum og til marks um það væri frá því greint í nýrri danskri upplýsingabók, sem ber heitið „Kalender lektiebog 89/90 - Junior aarbogen“, að íslcnding- ar hefðu tvö aðaltungumál, íslensku og dönsku! Máli sínu til stuðnings kom les- andinn með umrædda bók á rit- stjórn Dags og'viti menn; þarna stendur það svart á hvítu að við Frónbúar tölum jafnt íslensku sem dönsku! Við bíðum eftir næsta útspili Dana. Kannski að þeir eigni sér næst vorn ástkæra forseta, Vigdísi Finnbogadóttur? óþh Pólstjörnunnar á Dalvík. Jón er nýkominn frá V-Þýska- landi, en hann kynnti lagmeti i bás Sölusamtaka lagmetis á Anuga-matvælasýningunni í Köln í síðustu viku. Að hans sögn gefa viðbrögð kaupenda tilefni til bjartsýni um framhald- ið. Pólstjarnan hf. framleiddi nið- ursoðna rækju fyrir Tengelmann í V-Þýskalandi en á þau viðskipti var lokað og var ástæðan sögð hvalastefna hérlendra stjórn- valda. Jón segir að ekki hafi verið gengið frá samningi við Tengel- mann en reiknað sé með því að upp úr áramótum byrji fyrirtækið á ný að kaupa rækju héðan. Starfsemi Pólstjörnunnar hefur verið í lágmarki að undanförnu en Jón er bjartsýnn á framhaldið og bindur vonir við að hægt verði að stækka fyrirtækið og efla. Auk niðursuðu á rækju hefur Pól- stjarnan soðið niður fisklifur og þá hefur m.a. verið reynt að framleiða þorskhrogn. í sumar var send prufusending af þeirri framleiðslu, sem ber heitið „Tarama“ til aðila í Frakklandi og hefur þarlendum líkað hrogn- in vel. Á innanlandsmarkaði heitir þessi vara „Kavíarkrem.“ Að sögn Jóns er frágengið að Pólstjarnan festi kaup á leigu- húsnæði sem fyrirtækið hefur verið í á Sandskeiði. Samningar um kaup hússins af hlutafélaginu Akurholti eru svo til tilbúnir og á einungis eftir að undirrita þá. Hugmyndin er að byggja við þetta hús sem fyrst, enda segir Jón að þörf sé á viðbótarhús- næði. „Ég reikna með að auka fram- leiðsluna töluvert mikið á næsta ári. Ákveðið er að auka hlutafé í fyrirtækinu um 10 milljónir króna. Við munum m.a. leita til aðila sem eiga hlut í því, útgerð- araðila á Dalvík og G.Ben. á Árskógsströnd," segir Jón Tryggvason. óþh og toppmenn í svigi vetraríþrótlahátíð t.S.f. veröur haldin á Akur- eyri og Dalvík dagana 23. niars til 1. apríl nk. Undir- búningur hátíöarinnar er nú í fullum gangi og í gær hélt frainkvæmdanefnd fund nieð blaöaniönnuni þar sem kynnt- ir voru einstaka dagskrárliðir. Fram koni að auk fjölmargra innlendra keppcnda koma kepp- endur erlendis frá á hátíðina. Nú mun öruggt að sovéskt list- danspar í hæsta gæðaflokki mun sína listir sínar á svæði Skauta- félags Akureyrar og sterkir menn í alpagreinum etja kappi við íslenska skíðamenn. Skíða- göngumenn fá cinnig verðuga keppni erlendis frá. Efnt verður til landskcppni milli íslands, Englands og Danmerkur og auk göngumanna frá þessum lönd- um mæta væntanlega göngu- garpar frá flciri löndum til leiks. Fyrirspurnir um göngukeppnina hafa m.a. komið frá Finnlandi og Austurríki. óþh Góðar fréttirfyrir verslun og iðnað á Norðurlandi Sambandsskip að sunnan á Akureyri alla mánudagsmorgna. Takið vikuna snemma með SKIPADEILD SAMBANDSINS AKUREYRI Hafnarstræti 91-95, sími 27797

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.